Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR 55 gámar fyrir söfnun dagblaðapappírs settir upp á höfuðborgarsvæðimi Stefnt að fimm- földun útflutnings Sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu og Sorpa hefja innan skamms átak í söfnun dagblaða og tímarita. Söfnunin hefur um- hverfisvernd og sparnað að leiðarljósi en pappír- inn verður endurunninn í Svíþjóð. FIMMTA júlí næstkomandi verður hrundið af stað átaki á vegum sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæð- inu og Sorpu um söfnun á gömlum dagblöðum og tímaritum. Atakið er í tilraunaskyni en söfnunin verður til frambúðar, takist vel til. Á seinasta ári voru flutt út rúm þijú þúsund tonn af pappa og pappír til endurvinnslu en markmið Sorpu er að fimmfalda þennan útflutning að minnsta kosti, en gangi það eftir myndi endur- vinnsluhlutfall fyrirtækisins hér á höfuðborgarsvæðinu hækka úr 30% í rúm 40%. Borgarráð samþykkti nýlega að tilraun verði gerð til að safna sam- an gömlum dagblöðum í Reykjavík í 40 gáma sem komið verður fyrir á jafnmörgum stöðum í borginni sem næst verslunarkjörnum. í hverfum Breiðholts _ verður flesta gámana að fínna. ílát og gámar fyrir dagblöðin verða græn og bæði merkt Reykjavíkurborg og Sorpu, auk þess sem skýrt er tekið fram að þau séu eingöngu ætluð dagblöð- um. í nágrannasveitarfélögunum verður 15 gámum komið fyrir, með sambærilegum merkingum. Gám- arnir eru hugsaðir fyrir þá sem eiga reglulega leið hjá þeim með smærri blaðabunka, en gámastöðvar Sorpu munu eftir sem áður veita stærri skömmtum móttöku. Skynsemi endurvinnslunnar Átakið verður kynnt vandlega í fjölmiðlum fyrstu helgina í júlí og er þess að vænta að borgarstjóri Reykjavíkur og bæjarstjórar ná- grannasveitarfélagana eða aðrir forsvars- menn sveitarfélag- anna muni vekja at- hygli á verkefninu með viðeigandi hætti. Ásmundur Reykdal stöðvarstjóri Sorpu segir menn gera sér vonir um að safna saman pappír sem samsvari 15-20% af þunga þess sorps sem fellur til á heimilum í sveitarfélögunum í dag, en magn endurvinnanlegs pappírsúrgangs í heimilissorpi hérlendis sé um 24%. „Auðvitað rennum við blint í sjó- inn með þessa tilraun, þótt við séum sannfærðir um áhuga almennings í garð verkefnisins," segir Ásmund- ur. „í mínum huga er mikil skyn- semi fólgin í endurvinnslu þessarar vöru sem er jafn auðveld í endur- vinnslu og raun ber vitni. Með end- urvinnslu minnkarðu það magn pappírs sem lendir í sorpinu og um leið kostnaðinn samfara eyðingu þess. Endurvinnslan sparar urðun- arstaði, verndar skógana og er PAPPIR endurtekið efni Móttaka á blöðum og tímaritum er á eftirtöldum stöðum orkusparandi, svo fátt eitt sé nefnt. Eitt yfirlýstra markmiða Sorpu er að stuðla að þvi þjóðfélagslega mik- ilvæga máli að menn verði meðvit- aðir um ábyrgð sína í umhverfis- vernd og geri sér jafnframt grein fyrir að hún kostar fé, sem með einum eða öðrum hætti kemur frá þeim sjálfum. Sorpu ber einnig að fylgjast með tækniframförum á _________ sviði endurvinnslu hérlendis og erlend- is með tilliti til ítrustu hagkvæmni- möguleika. Það hef- ur legið í loftinu í langan tíma að end- __________ urvinnsla yrði æ stærri þáttur í vinnslu úrgangs og nú er komið að því að virkja almenning á því sviði í sambandi við pappírinn, og ég hef trú á að ekki verði ýkja langt þang- að til svipað átak fari af stað vegna söfnunar á plasti. Þetta veltur m.a. á hvernig til tekst með átakið nú, en ég vonast til að við getum jafn- vel á þessu ári gert fyrstu tilraunir Rifhjavfk Myntíbsig, Ncthyl Bteus. HoliaveQl Bðsus ,Fa*»f«ai W>m, SWuvogi Glat&íbcr. Álfheimum HíjaiKíöin. HjjfðarhaQa .Hijkaiip.laugavsg: Haukaup. Skwfuimi 1 Hagkaup. Hvcrafold Kj&t «9 lokur. höngUbaSdu KflfiQlírt Nóatún, Hiingbrsut Nóstún.LaugaveQi Néitún. NÁatúfii AMfurvur, Itíalwtirörsut Móatún, Kleifirseti Nóatön. Rotibæ PiúsMartaíufifta, Efswfesdi Piwnafkiðurlfts, Spofhómriim Riuiaval, Langarima Svarftiósl. íindascl: Veraltinsft 11-11, ftot&hæ Varjiuniít 1(H1. taugatitíi Etra- oj NeAra-BreröhoR 35 oisnar J Oófiguiæti' vlðsvcgar um h«rftö. : Stlljsmamtí ; BímiS. Suðurstrðnd i Kípavogur ; Esso .Stóiahjaiía : HamHborg ; Brekkuvai ; ValgarðiS'KSilur V'Urðarhrant ■ Girðabxi Slwli. Garðatergi HalnírtJðrðHi Etso. Lawjargófu Etso. Rsykiavikurvegi FjJTðarkaup Mlðvjíijur Hcóanesfi BeimUðihreppur Við skóiasviði Moílellsbsr Ok's. Shell. LanQatiWffí Nóltón. Þwrtiolti Kjalarnes Eefiiikíiinn. Olís Endurvinnslan sparar orku og urðunarstaði og verndar skógana SC&RFA 0 til ,að senda plast til endurvinnslu erlendis." Verðhækkanir á pappír Þessi tilraun er gerð á sama tíma og stjórn Sorpu ákvað að taka ókeypis á móti pappa og pappír til endurvinnslu, gegn því að fyrirtæki komi með hann flokkaðan til mót- tökustöðvarinnar í Gufunesi. Und- anfarna mánuði hefur pappír til endurvinnslu stórhækkað í verði á erlendum mörkuðum með þeim af- leiðingum að nú svarar kostnaði að bagga hann og flytja utan til endur- vinnslu. „Fyrir um ári síðan var því spáð að verð á pappír héldist lágt til ársloka en það hefur hækkað veru- lega síðan, án þess að haldbærar skýringar séu fyrir hendi. Menn nefna spákaupmennsku, nýja mark- aði í Austurlöndum fjær sem gleypi mikið magn pappírs og að Evrópu- löndin fá ekki lengur pappa til end- urvinnslu frá Bandaríkjunum, því að Bandaríkjamenn annast nú sjálf- ir þá vinnu, en allt eru þetta ósann- aðar kenningar nema e.t.v. hið síð- astnefnda og það ætti eingöngu að hafa áhrif .á markaðinn í Evrópu," segir Ásmundur. Áætlað er að árlega falli til um 16 þúsund tonn af bylgjupappa hérlendis, aðallega á höfuðborgarsvæðinu þar sem flest fyrirtæki sem stunda heild- og smá- sölu er að finna, og um 8 þúsund tonn af pappír af öðrum toga, þ.á m. dagblaðapappír. í frétt Morgun- blaðsins fyrr í vetur var greint frá því að náist markmið það sem Sorpa hefur sett sér í flokkun úrgangs- pappírs frá fyrirtækjum, er talið að um 60-80 milljónir króna sparist hjá atvinnulífinu á ári. Ör þróun í nokkrum nágrannalöndum ís- lands fer söfnun dagblaðapappírs þannig fram að einstaklingar koma blaðabunkum sínum fýrir við útidyr húsa sinna og eru bunkarnir síðan sóttir. í t.d. Hollandi er spilliefnum safnað með sama hætti. „Það er spurning um umhverfisstefnu hvers lands hvað menn ganga langt, og ekki má gleyma kostnaðinum. Hugsanlegt er að þróunin hérlendis verði að einhveiju leyti sambærileg á næstu árum.“ Aðspurður um áherslur á þessu sviði utan höfuðborgarsvæðisins, kveðst Ásmundur vita að sveitarfé- lög á Suðurlandi og Reykjanesi hafí verulegan áhuga á endur- vinnslu pappírs af þessum toga. „Mér finnst að menn eigi að skoða þessi mál gaumgæfílega, enda margvíslegt hagræði og sparnaður við endurvinnslu sem vegur á móti kostnaði við hana. Sorpa leggur höfuðáherslu á að þjóna eigendum sínum á höfuðborgarsvæðinu en væri eflaust tilbúin til að ræða við þessa aðila á landsbyggðinni um samstarf,“ segir hann. Endurvinnsla á Morgunblaðinu Morgunblaðið mun hvetja lesend- ur sína til að taka þátt í tilrauna- verkefninu með því að birta auglýs- ingu á innsíðum blaðsins þar sem segir að Morgunblaðið henti vel til endurvinnslu. Þess má geta að öll- um pappír sem gengur af við prent- un Morgunblaðsins er safnað saman og hann nýttur í endurvinnslu. Einnig eru starfsmenn blaðsins hvattir til að setja eingöngu pappír í bréfakörfur og verður hann, ásamt öðrum pappír sem af gengur, press- aður í bagga og þeir fluttir til Akur- eyrar. Þar eru þeir notaðir við að framleiða kubba í vörubretti. Auk þess er öllum vökva sem fellur til við framleiðslu Morgunblaðsins, rafhlöðum og spilliefnum, safnað saman og komið til móttökustöðvar Sorpu og annarra sem endurvinna og gera þessi efni skaðlaus. Móttökustöðvar á höfuðborgarsvæðinu ALLS verður komið fyrir 55 gámum til móttöku pappírs á höfuðborgarsvæðinu. Hreins- unardeild Reykjavíkurborgar mun annast daglegt eftirlit með gámunum í höfuðborginni en fulltrúar Sorpu annars staðar. Einn verktaki þjónustar allt, svæðið. Þegar gámur er orðinn fullur er hann losaður í móttöku- o g flokkunarstöð Sorpu í Gufu- nesi, sem baggar pappírinn. Sam- þjöppunin skiptir sköpum um hagkvæmni flutnings pappírsins til endurvinnslu. Baggarnir eru um hálft tonn að þyngd og fara með gámum sjóleiðina til Sví- þjóðar, þar sem fyrirtækið II Returpapper í Gautaborg tekur á móti þeim og nýtir til vinnslu á dagblaðapappír, eldhúsrúllum, salernispappír o.m.fl. II Retur- papper er í eigu aðila innan sænska pappírsiðnaðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.