Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Meindýraeyðir á Húsavík hefur fengið fjölda fyrirspurna vegna rottugangs á Akureyri undanfarið Afleiðing* af umhverfis- átaki á s orp haugunum YFIR 20 manns á Akureyri hafa á síðustu dögum haft samband við meindýraeyðinn á Húsavík, Áma Loga Sigurbjörnsson vegna rottu- gangs í bænum en hann segir að mikið sé um rottur víða um Akur- eyri um þessar mundir. „Ég hef sagt að þessi mikli rottu- gangur nú sé afleiðing af því átaki sem gert hefur verið í umhverfís- málum á sorphaugunum í Glerár- dal. Þar hafa rottur átt sér sama- stað í tugi ára og lítið gert til að farga þeim. I kjölfar þessa átaks á haugunum fer að harðna á dalnum hjá rottunum og þær fara að sækja ofan i bæinn eftir æti og það er að gerast einmitt nú,“ sagði Árni Logi. Að mati Áma Loga hefur ríkt nokkurt andvaraleysi gagnvart því að reyna að útrýma rottum á Akur- eyri. „Það hefur á síðustu ámm margt gott verið gert í umhverfís- málum á Akureyri, margt til fyrir- myndar, en þessi þáttur hefur gleymst," sagði hann. „Það er að mínu mati skelfilegt að slíkt gerist í bæ eins og Akureyri. Stórsnjöll kvikindi Árni Logi hefur langa reynslu í því að eýða meindýrum og hann segir að rottur séu „stórsnjöll kvik- indi, tortryggnar og matvandar,“ eins og hann lýsir þeim og því þurfi að hafa nokkuð við eigi að farga þeim. „Maður þarf í rauninni að vinna traust þeirra til að byija með, þær eru matvandar og lita ekki við hverju sem er. Ég hef oft lagt fyrir þessa hópa 6-10 rétta matseðla til að sjá hvað þær éta og þegar þær era farnar að éta óttalaust það sem þeim er boðið er komið að svefnskammtinum." Árni Logi segir að fjölmargir Akureyringar hafi haft samband við sig síðustu daga og óskað eftir aðstoð við útrýmingu rottna. „Það er ekki eðlilegt hversu margar hringingar ég fæ, ég get ekki merkt annað af þeim en að það hljóti að vera mikið um þessi kvikindi í bæn- um um þessar mundir.“ Eitrað í brunnum Alfreð Schiöth heilbrigðisfulltrúi á Akureyri segir að það sé stað- reynd að rottur haldi til í holræsa- kerfi bæjarins, en kerfisbundið sé farið í branna og eitrað fyrir þeim og taldi hann að ekki væri meira um rottur nú en áður. Hann segir að samkvæmt starfs- leyfi fyrir sorphaugana í Glerárdal sé gert ráð fyrir bættri umgengni þar og verklag við urðun yrði stór- um betra. Hvort það hefði áhrif á að rottur flýðu staðinn gæti hann ekki fullyrt. Bætt þjónusta við vélar á flugvellinum SKEUUNGUR hefur aukið þjón- ustu við flugvélar á Akureyrar- flugvelli með því að staðsetja tank- bifreið á flugvellinum til afgreiðslu á flugsteinolíu. Vaxandi flugumferð um Akur- eyrarflugvöll hefur leitt til þess að ekki er hægt að koma öllum vélum að áfyllingarafgreiðslu, auk þess sem tankbifreið flýtir af- greiðslu stærri véla. Mikil hagræð- ing er því af þessari bifreið fyrir starfsemina á Akureyrarflugvelli og veruleg bót í þjónustu fyrir millilandaflug um Ákureyrarflug- völl. Listasumar Fyrsta djasskvöld sumarsins DJASSKLÚBBUR Listasumars og Café Karólínu verður á hveiju fimmtudagskvöldi í Deiglunni í sumar, en auk djass verður boðið upp á dagskrár með söngleikja- tónlist, gömlum dægurlögum, Kurt Weill og fleira. Fyrsta djasskvöld sumarsins verður í Deiglunni í kvöld, fimmtu- dagskvöldið 29. júní kl. 22.00 en þá leikur kvartett skipaður þeim Sigurði Flosasyni á saxófón, Gunnari Gunnarssyni á píanó, Jóni Rafnssyni á kontrabassa og Pétri Grétarssyni á trommur. Allir eru þeir vel þekktir hljóð- færaleikarar og hafa auk djasstón- listar leikið popp, kirkjutónlist og Deiglunm sígilda tónlist með Sinfóníuhljóm- sveit Islands og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Þeir leika þekkta sem óþekkta standarda ásamt frumsömdu efni og má búast við góðri stemmningu í Deiglunni. Aðgangur er ókeypis. Söngvaka Tónlistarmennimir Rósa Kristín Baldursdóttir og Þórarinn Hjartar- son flytja íslensk sönglög í kirkju Minjasafnsins í kvöld kl. 21.00. Miðað er við að erlendir ferðamenn geti notið dagskrárinnar sem verð- ur flutt tvisvar í viku í sumar, á þriðjudags- og miðvikudagskvöld- um. I(JARNABYGGÐ|AKUREYRI Fyrirtæki- félagasamtök Til sölu orlofshús í náttúru perlunni Kjarnaskógi við Akureyri Húsin eru 55 fm að stærð og eru í skipulögðu orlofshúsahverfi. Frábært útsýni, trimmbrautir, göngustígar og fjallgönguleiðir um óspillta náttúru. Örfá hús eftir í fyrri áfanga. Upplýsingar veitir OPta fRAKl.10-12OG13 -17 26441 æuthgna salan EICNAKIOR tKH’AGÖTU ,6-FAX. 11644 - kjarni málsins! "v. Morgunblaðið/Rúnar Þór Dalvík Kauptilboð í sápugerð Dalvík-Á síðasta fundi bæjar- stjórnar Dalvíkur fyrir sumarleyfi var samþykkt kauptilboð sem bær- inn hafði gert Nóa Siríus hf. um kaup á sápugerðinni Hreini. Kaup- tilboðið hljóðar upp á 14 millj. kr. Nói Siríus hf. hefur starfrækt sápugerðina Hrein um langt árabil en fyrirtækið framleiðir ýmiss kon- ar vörur til hreingerninga. Til að byija með er áætlað að 4-6 ný störf skapist í bænum með fyrirtækinu. Tilraunir hafa verið gerðar af hálfu bæjarstjórnar Dalvíkur á liðn- um vetri til nýsköpunar í atvinnu- lífi. Ýmsar hugmyndir hafa verið á kreiki og m.a. í því ljósi festi Dalvík- urbær í vetur kaup á Hafnarbraut 7, fiskverkunarhúsi Haraldar hf. sem var í eigu Sparisjóðs Svardæla. Ekkert af þeim hugmyndum sem uppi voru hafa þó gengið eftir og því hefur nú verið ákveðið að Dal- víkurbær selji ýmsum smáfyrir- tækjum á Dalvík aðstöðu fyrir starfsemi sína í húsinu. Þá er gert ráð fyrir að sápugerðin flytjist inn í húsið. Á þessum fundi bæjarstjórnar urðu mannaskipti í forsæti bæjar- stjórnar. Kristján Ólafsson, oddviti framsóknarmanna, tók við starfi forseta af Svanfríði Jónasdóttur, oddvita I-lista, en þessir tveir listar mynda meirihluta í bæjarstjórn. Jafnréttis- og fræðslufulltrúi Akureyrar Fimm umsækjendur Varanlegt þak sett á kirkjuna VIÐGERÐ stendur yfir á þaki Akureyrarkirkju, en þótt bygg- ingin sé ríflega 50 ára gömul hefur varanlegt efni aldrei ver- ið sett á þak hennar. Ur því er bætt nú þegar kirkjunni var lokað vegna umfangsmikilla endurbóta á orgeli kirkjunnar sem standa nú yfir. Kirkjan verður lokuð fram í miðjan næsta mánuð. Ferðamenn sem hafa í stórum hópum skoðað kirkjuna að sumarlagi verða að láta sér myndatökur utandyra nægja í sumar. FIMM umsóknir bárust um stöðu jafnréttis- og fræðslufulltrúa Akur- eyrarbæjar, en umsóknarfrestur um stöðuna rann út nýlega. Þeir sem sækja um stöðu jafnrétt- is- og fræðslufulltrúa eru Halldór Arinbjarnarson, félagsfræðingur, Svalbarðsströnd, Ingibjörg Inga- dóttir, ferðamálafulltrúi, Eiðum, Jón Sigtryggsson, viðskiptafræðingur, Akureyri, Ragnhildur Vigfúsdóttir, sagn- og mannfræðingur, Reykjavík og Þórey Eyþórsdóttir, sérkennari og talmeinafræðingur, Akureyri. Starfað að jafnréttismálum í 10 ár Valgerður Bjarnadóttir hefur gengt þessu starfi síðustu fjögur ár en hún lætur af störfum síðsum- ar þegar hún heldur til náms í Bandaríkjunum. Áður var Valgerð- ur verkefnisstjóri norræna verkefn- isins Bijótum múrana eða frá 1985 þannig að hún hefur starfað að jafn- réttismálum á Akureyri undanfarin 10 ár. Að sögn Valgerðar mun undir- búningshópur, skipaður fulltrúum úr jafnréttisnefnd og fræðslunefnd fjalla um málið en gert er ráð fyrir að niðurstaða fáist innan tíðar. Ljóst ef samkvæmt upplýsingum Valgerðar að umsækjendur um stöðuna uppfylla ekki allir þær kröf- ur sem gerðar eru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.