Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ1995 45 BRÉF TIL BLAÐSINS Góðar fréttir fyrir psoriasissjúklinga Dónaleg framkoma á veitingastað Frá Guðlaugu Pálsdóttur: EG ER ein af þessum sem þjáist af psoriasissjúkdómnum, þeirri tegund hans sem kallast bletta: psoriasis eða plaque psoriasis. í gegnum árin hef ég sjálfsagt reynt flest þau meðferðarúrræði sem standa til boða. Ég fór til Júgóslav- íu og baðaði mig í salti og sjá, synti í Bláa lóninu, notaði ótal tegundir áburða, tók inn lyf og notaði um tíma grasaseyði. Allt þetta bar árangur að einhveiju leyti en yfirleitt þurftu blettirnir langan tíma til að hjaðna og komu fljótt aftur eftir að meðferð var hætt. Nú hef ég hins vegar kynnst áburði sem slær við öllu sem ég hef hingað til reynt. Ég var varla farin að nota Dr. Guttorm Hernes vítamínkrem þegar ég var farin að greina mun á verstu blettunum. Þetta eru tvær tegudir áburðar annar með tjöru en hinn án. Tjöru- áburðurinn hefur það fram yfir annan samskonar áburð að hægt er að nota hann án þess að eyði- leggja rúmföt og fatnað. Ætlast er til að tjöruáburðurinn sé notað- ur á næturnar en hinn á daginn. Ég gat ekki fundið að önnur teg- undin reyndist betur en hin en hef frétt frá foreldrum barna með psoriasisexem að tjöruáburðurinn reyndist betur á börn. Psoriasis er erfiður sjúkdómur og flestir sem þjást af honum eru stöðugt að leita að meðferð sem skilar góðum og helst varanlegum árangri. Sjálf hef ég ekki notað áburðinn mjög lengi en það gefur mér góða von að fólk sem reyndi hann um leið og innflutningur hans hófst hingað til lands hefur sagt mér að sá góði árangur sem strax varð af notkun hans vari enn. En það er lengur en þetta fólk hefur nokkru sinni áður verið án meðferðar. Þess vegna vil ég benda öllum Psoriasissjúklingum á þennan áburð og ekki skemmir að hér er um náttúruafurð að ræða sem ekki er blönduð neinum kemískum efnum. Dr. Guttorm Hernes er norskur húðsjúkdómalæknir sem þróaði þetta krem sjálfur með margra ára tilraunum og notar það óspart á heilsuhæli sínu. Hann sýður áburðinn sjálfur og enginn stór verksmiðja stendur þar að baki. Sem sagt gott mál. GUÐLAUG PÁLSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 66, Reykjavík. Frá Heiðrúnu Júlíusdóttur: ÉG SÉ mig knúna til að kvarta yfír ótrúlega dónalegri framkomu bar- þjóns á veitingastaðnum Gauki á stöng. Aðfaranótt 18. júní var ég stödd þar ásamt vinum mínum til að halda upp á þjóðhátíðardaginn. Hljómsveitin Tin lék fyrir dansi og var góð stemmning. Þegar ég hafði fengið mér snúning sótti að mér þorsti og vék ég mér að barnum og spurði þjóninn kurteislega hvort ég gæti fengið vatnsglas, en engin vatnskanna var á barborðinu. Mér til undrunar svaraði hann með mikl- um þjósti: „Neq sérðu ekki að ég er að vinna?!“ Ég spurði hann þá aftur hvort ég gæti virkilega ekki fengið vatnsglas. Hann brást hinn versti við og kallaði á nærstaddan dyravörð með orðunum: „Þessi stelpa er með stæla, hendið henni út!“ Dyravörðurinn þreif í fötin mín og gerði sig líklegan til að varpa mér á dyr. Mér varð óneitanlega mjög bilt við en tókst að útskýra fýrir honum að ég hefði einungis beðið kurteislega um vatnsglas en barþjónninn hefði brugðist við með eintómum dónaskap. Sem betur fer var dyravörðurinn skynsamur og bað mig afsökunar. Ég var aiveg miður mín eftir þennan atburð, sem eyðilagði alveg annars ágætt þjóð- hátíðarkvöld. Eg tel framkomu bar- þjónsins fyrir neðan allar hellur og ekki einungis til þess fallna að valda gestum staðarins miklum óþægindum heldur getur hún jafn- vel stuðlað að slysum, sem því mið- ur eru of algeng á vínveitingastöð- um. HEIÐRÚN JÚLÍUSDÓTTIR, Vallarási 3, Reykjavík. Upptaka beinanna Frá Þorsteini Guðjónssyni: ÞEIM FER fjölgandi sem taka þátt í umræðum um upptöku beina Egils Skallagrímssonar og skiptast menn í þijár deildir: þá sem eru með, þá sem eru á móti og þá sem eru á báðum áttum eins og Her- mann Pálsson prófessor í Edin- borg. Ég las grein hans í Lesbók 23. júní og dáðist að því hve „vel hann var heima“ en með því orði heiðruðu mig eitt sinn gömlu karl- arnir í vinnuskála forðum þar sem oft var rætt um fornar sögur við vinnuborðin. En það var ekki kom- ið að tómum kofunum hjá þeim körlum. Reyndar sýndist mér í þetta sinn eins og einhver tölvu- svipur væri kominn á orðgnóttina hjá Hermanni, en það breytir ekki því, að hann er maður harla fróður og hefur margt vel gert. En það var þetta með afstöð- una, sem þrátt fyrir alla kosti greinar Hermanns kom ekki skýrt fram: með uppgrefti eða móti? Þögn er sama og samþykki og meðan ekki kemur annað fram, tel ég hann með okkur sem viljum láta grafa. En þeir eru margir og fer fjölgandi. Meðal þess sem ekki ætti að þurfa að taka fram, en veitir þó ekki af, meðan margt villir fyrir, er þetta. Sögn Snorra, í niðurlagi Egils- sögu, um færslu kirkjugarðs frá Hrísbrú að Mosfelli, hefur enginn véfengt, enda er tíminn frá þeirri færslu til ritunar sögunnar naum- ast lengri en 80-100 ár. Sá hluti hennar, sem víkur að beinum Eg- ils, er það, sem enn síður væri lík- legt að skolaðist til, hjá hinu fróða og raunsæja 12. aldar fólki. Við getum því með miklu öryggi sett okkur við hlið þeirra sem stóðu að graftarverki þessu (um 1120 ca.) og spurt tveggja spuminga: grófuð þið beinin aftur í nýja garðinum, og eru þetta bein Egils? Snorri svarar þessu fyrir þeirra hönd, ját- andi. „Þau bein voru miklu meiri en annarra manna bein“, segir hann, og „þykjast menn það vita af sögn gamalla manna að mundi verið hafa bein Egils“. Beinin vom lögð niður „í utanverðum kirkju- garði að Mosfelli", en áður höfðu þau verið undir altarinu. Ekkert er ótrúlegt við það, að stóru beinin fundust undir altarinu. Ef Þórdísi Þórólfsdóttur er rétt lýst í sögunni, væri hún allra manna ólíklegust til að hafa haft eitthvert hálfkák á því að koma sál Egils frænda inn í himnaríki. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, Rauðalæk 14, Reykjavík. V. —r * r \ v / J Úrvai af tjöldum f 4 til sýnis við verslun okkar við ZJZ* Eyjaslóð 7 ZJ / r IXRA rl, / rr rr r r', r' í ALASKA 5 manna tjald himinn með fortjald' VERÐ: 39.900 TILBOÐ ISLENSKA ÆGISTJALDIÐ 5 manna tjald með fleygahimni TILBOÐSVERÐ: 43.650 ,aWKlSSé POSTSENDUM SAMDÆGURS m lEM smoájm iyrjari EQLAOERÐIN slóð 7 Reykjavík s. 51 I -2200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.