Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BRANDUR TÓMASSON + Brandur Tóm- asson fæddist á Hólmavík 21. sept- ember 1914. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Skjóli 20. júní sl. Foreldrar hans voru Agústa Lovísa Einarsdótt- ir, húsfreyja og kennari, f. 9. ágúst 1879, d. 15. mars 1941, og Tómas ÍK Brandsson, bóndi og verslunarmað- ur, f. 17. mars 1883, d. 8. júní 1966. Syst- ur hans eru þær Valgerður, f. 21. maí 1913, Kristín, f. 12. júlí 1916, og Elsa, f. 29. júni 1920. Allar eru þær búsettar í Reykjavík. Hinn 12. júlí árið 1942 kvæntist Brandur eftirlif- andi eiginkonu sinni, Jónínu Margréti Gísladóttur af Bergs- ætt, f. 6. mars 1921, Reykjávík. Foreldrar hennar voru Grím- heiður Elín Pálsdóttir, hús- freyja, f. 30. september 1895, d. 18. desember 1986, og Gísli Jóhannsson, iðnaðar- og sjó- , maður, f. 21. maí 1891, d. 5. janúar 1978. Þau eignuðust 5 börn: 1) Grímur Hreiðar, skrift- vélavirki, f. 19. október 1942, kvæntur Sigríði Ágústsdóttur, búsett í Reykjavík. Þau eiga þijú börn. 2) Tómas Jón, bóndi, f. 5. október 1946, kvæntur Karen Jónsdóttur, búsett á Ormsstöðum í Grímsnesi. Þau eiga þijú börn. 3) Ágústa Lo- visa, húsfreyja, f. 5. nóvember 1949, gift Wemer Hiimmel, búsett í Hamborg í Þýskalandi. Þau eiga þijú böm. 4) Garðar Páll, tannlæknir, f. 16. júlí 1953, d. 27. ágúst 1984, var kvæntur Mnu Gunnarsdóttur. Þau vora búsett á Hellu á RangárvöIJum. Þau eignuðust eitt barn. Áður var hann í sambúð með Ingveldi Þor- kelsdóttur. Áttu þau saman eitt barn og eitt barnabarn. 5) Guðbrandur Gísli, fiskeldisfræð- ingur og nemi í við- skiptafræði, f. 26. janúar 1966, búsett- ur í Reykjavík. Hann var í sambúð með Arndísi Pét- ursdóttur, og eiga þau saman _ tvö börn. Stefán Ágúst Hiimmel, f.30. októ- ber 1968, verkfræðingur í eðlis- fræði, ólst upp á heimili móður- foreldra sinna til sjö ára ald- urs, búsettur í Hamborg í Þýskalandi. Hann er kvæntur Súsanne Hiimmel. Brandur Iauk burtfararprófi í vélsmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1937 og sveinsprófi í sömu grein ári síðar frá Landssmiðj- unni. Hann stundaði nám í flug- virkjun frá Lufthansa í Þýska- landi og lauk prófi hjá þýska loftferðaeftirlitinu í Berlín árið 1938. Brandur hóf störf hjá Flugfélagi Akureyrar síðar sama ár. Hann tók meistara- próf í vélvirkjun árið 1941 og meistarapróf í flugvirkjun árið 1953. Hann var yfirflugvirki hjá Flugfélagi íslands um 30 ára skeið og vann síðan almenn flugvirkjastörf hjá Flugfélagi íslands og síðar Flugleiðum í 18 ár. Hann var sæmdur ridd- arakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu fyrir flugvirkjastörf 1. janúar árið 1983. Hann hætti störfum þjá Flugleiðum árið 1986. Utför Brands Tómassonar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 29. júní, kl. 13.30. BRANDUR ólst upp á Hólmavík og gekk þar í alþýðuskóla. Hann hóf nám í vélsmíði í Landssmiðj- unni í Reykjavík 1932 og sótti jafn- framt iðnskóla en þaðan lauk hann burtfararprófi 25. apríl 1936 og sveinsprófi í vélsmíði eftir fjögurra ára nám 5. febrúar 1937. Hann hóf nám í flugvirkjun hjá Luft- hansa í Þýskalandi 16. júlí 1937 og lauk flugvirkjaprófi hjá þýska loftferðaeftirlitinu í Berlín 18. ág- úst 1938. Fór hann þá til Kaup- mannahafnar á loftskeytaskóla, en hætti eftir tveggja mánaða nám vegna vöntunar á flugvirkja til starfa hér heima. Hann hóf störf hjá Flugfélagi Akureyrar 21. desember 1938. Þá var flugstarfsemi á íslandi ennþá nánast á tilraunastigi, mjög erfið og öryggisleysið grúfðí yfir starf- seminni á allan hátt, eins og Brand- ur lýsti sjálfur ástandinu á þeim tíma. Þá höfðu aðeins þrír íslend- ingar lært flugvirkjun og starfað t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES TH. JÓNSSON, fyrverandi skipstjóri á Bjarma II, sem lést í Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík, 23. júní, verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju föstudaginn 30. júní kl. 13.30. Hrönn Kristjánsdóttir, Anna Baldvina Jóhannesdóttir, Skarphéðinn Pétursson, Guðlaug Baldvinsdóttir, Hákon Óli Guðmundsson, Birna Blöndal, Birgir Össurarson, barnabörn og barnabarnabarn. t Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ELÍNAR SIGURÐARDÓTTUR, Víðihlíð, Gindavík, áður Suðurgötu 14, ferfram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 30. júní kl. 14.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarfélög. Gunnar Skarphéðinsson, Ragnhildur Gunnlaugsdóttir, Héðinn Skarphéðinsson, Bergþóra G. Bergsteinsdóttir, Njáll Skarphéðinsson, Þóra Helgadóttir, Elín Skarphéðinsdóttir, Gylfi Björnsson og barnabörn. við hana hér heima, en snúið sér að öðrum störfum eftir að starfsemi Flugfélagsins lagðist niður 1931. Það kom því í hlut Brands að endur- reisa og móta starfsemina í við- haldi og viðgerðum farþegaflugvéla á íslandi. Undirstöðumenntun Brands í vélvirkjun og staðgóð menntun og reynsla í viðhaldi og endurnýjun hreyfla hjá Lufthansa kom að góðum notum í störfum hjá Flugfélaginu. Brandur minntist þess þó með þakklæti í huga hve gott var að leita til Gunnars Jónas- sonar (flugvirkja frá 1929) fyrstu árin þegar óhöpp bar að höndum. Aukin flugstarfsemi kallaði á fleiri menntaða flugvirkja og átti Brandur dijúgan þátt í því að velja og leiðbeina mönnum til náms. Eftir að flugvélvirkjun varð löggild iðngrein 1952 tók Brandur til náms fyrir hönd Flugfélags íslands yfir 30 nema í flugvélavirkjun. Brandur tók út meistarabréf í vélvirkjun 17. september 1941 og meistarabréf í flugvélavirkjun 11. desember 1953. Hann var yfirflugvélavirki hjá Flugfélagi íslands um 30 ára skeið og vann síðan almenn flugvirkja- störf hjá Flugfélagi íslands og síð- ar Flugleiðum í 18 ár. Brandur var sæmdur riddarakrossi hinnar ís- lensku Fálkaorðu fyrir flugvirkja- störf 1. janúar 1983. Hann hætti störfum hjá Flugleiðum í ársbyrjun 1986 vegna aldursákvæða. Flugvirkjafélag íslands þakkar þessum látna frumheija og ágæta félaga góða leiðsögn og samstarf og vottar eftirlifandi eiginkonu og öðrum aðstandendum dýpstu sam- úð. F.h. Flugvirkjafélagsins, Oddur Ármann Pálsson. Einn af brautiyðjendum flugs á íslandi, Brandur Tómasson, fyrr- verandi yfírflugvirki Flugfélags ís- lands, er kvaddur í dag. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir 40 árum og samstarf okkar varð náið nokkrum árum síðar, er verksvið deilda okkar skaraðist og við höfðum reglulega vinnufundi vikulega um árabil. Mér hlýnar um hjartarætumar er ég hugsa til þess tíma og sé fyr- ir mér þegar Brandur birtist í flug- umsjón, til að minna mig á að fund- artími væri kominn, en fundimir voru haldnir á skrifstofu hans niður í flugskýli, því að þar var meira næði. Hann birtist hljóðlega, nánast feiminn, bjartur yfirlitum, svip- hreinn og kíminn á svipinn. Góð- mennskan skein út úr öllu hans fasi og strax á göngu okkar niður að flugskýli, var hann farinn að tala um hugðarefni sitt, framfarir í flugmálum á íslandi, þessi leiftr- andi hugur með stór framtíðará- form, nýr flugvöllur á Álftanesi, nýjar flugvélar, nýjar byggingar. I huganum langt á undan okkur yngri mönnunum. Svo gat hann verið svo- lítið fom í háttum og vildi halda í alla góða, þjóðlega siði og var þá umræðan á öðmm nótum, sérstak- lega þegar hann var að vinna í trill- unni sinni og naut útivemnnar. Brandur hafði lifað tímana tvenna og samræmdi vel þau mann- gildi sem þarf til að tengja það liðna við tækni nútímans án þess að skaða neinn. Hann naut trausts samstarfsmanna sinna, var úr- ræðagóður og natinn við að láta hlutina ganga upp, við oft lítil efni og erfiðar aðstæður, einkum á fyrstu ámm flugsins. Á heimili hans ríkti einstakur andi, blíð og ástrík eiginkona, dugleg börn og sérstök ró yfír húsbóndanum, þó að hann væri með þennan vakandi huga að leggja á ráðin um framfar- ir og nýjungar. Með þessum orðum kveð ég vin minn Brand Tómasson. Guð blessi eftirlifandi eiginkonu og afkomend- ur þeirra. Guðmundur Snorrason. Brandur Tómasson, fyrrverandi yfirflugvirki hjá Flugfélagi íslands og síðar Flugleiðum, er látinn. Hann ýtti úr vör þeim þætti flug- sögunnar er lýtur að viðhaldi og viðgerðum auk þess að vera alhliða ráðgjafi um ýmis málefni íslenskra flugmála. Það var gæfa íslensku þjóðarinnar að slíkir menn sem Brandur tóku að sér að móta þann vettvang. Þegar litið er til baka í rúmlega 50 ára sögu flugs á ís- landi má sjá hvílíku Grettistaki þessir frumheijar lyftu. Brandur bar gæfu til þess að hafa við hlið sér úrvalsmenn sem hann mat mik- ils og voru nemendur hans. íslensk- ir flugvirkjar hafa borið vitni um góða handleiðslu hans, enda eru þeir vel metnir og eftirsóttir fag- menn á heimsmælikvarða. Frum- heijum íslenskrar flugsögu, flug- virkjum, flugmönnum og framsýn- um mönnum, er það fyrst og fremst að þakka að við erum ekki lengur langt frá öðrum þjóðum. Brandur markaði djúp spor í flugmál okkar sem við búum að um ókomna fram- tíð. Nú hefur hann ýtt úr vör í hinsta sinn og votta ég aðstandend- um hans dýpstu samúð mína, hafi hann þökk fyrir gifturíka vegferð. Blessuð sé minning Brands Tóm- assonar. Aðalsteinn Dalmann Októsson. Nú kveðja vinirnir hver af öðr- um. Samferðamennirnir sýnast á faraldsfæti og skyldi engan undra, þegar litið er til baka um langan veg. Við, sem eftir lifum, mörg komin á efri ár, lítum með trega- blöndnum hug til horfmna daga, til horfinna vina og samferða- manna og til „gömlu góðu ár- anna“, þegar allt lék í lyndi og vorsól lífsins brann sem heitast á vöngum. íslensk flugsaga er ekki löng og frumheijarnir ekki „allir“ enn, en fer nú ört fækkandi. Enn eru hér menn ofar moldu, sem sáu fyrstu flugvél landsmanna hefja sig upp í blámann frá Vatnsmýrinni sumar- ið 1919, og Reykvíkingar stóðu á öndinni af undrun og hrifningu. Það var mikill þróttur, ævintýraþrá og þjóðlegt stolt, sem hvatti unga sem aldna á fyrrihluta aldarinnar og fram eftir árum, til þess að taka virkan þátt í uppbyggingu flugsam- gangna í landinu á fjölmörgum sviðum. Samtök áhugasamra frum- heija áttu dijúgan þátt í hversu vel_ tókst til. I dag verður einn þessarra frum- heija, Brandur Tómasson fyrrv. yfirflugvirki, borinn til hinstu hvílu hér í borg. Hann helgaði fluginu alla starfsævina, meira en hálfa öld. Hann var listrænn og fjölfróð- ur hugvitsmaður, hafði jafnan ráð undir hveiju rifi og lá aldrei á liði sínu, ekki síst þegar aðstoðar var þörf í nauð og einhver átti um sárt að binda. Ég finn til vanmáttar þegar ég reyni að skrifa stutta minningu um þennan látna vin minn, manninn, sem ég frá fyrstu dögum flugmannsstarfsins bar svo mikið traust til. Hann, sem var svo samviskusamur og trúr í sínu vandasama og ábyrgðarmikla starfi, að ég var þess ávallt full- viss, að frá öllu væri tryggilega gengið og fyllsta öryggis gætt, svo að mér famaðist vel flugið á erfið- um tímum styijaldaráranna. En þegar árin liðu og við öðluðumst langfleygar flugvélar, sem fluttu marga tugi manna yfír höfin í vá- lyndu veðri vetrarlægðanna, átti hann stundum andvökunætur, ábyrgðartilfinningu átti hann ríku- lega. En oft var hann sá eini sem hafði áhyggjur, okkur leið jafnan vel í vel búnum og traustum far- kostum. Þökk sé árvekni og hæfni hans og þeirra, sem með honum unnu. Brandur var fæddur og uppalinn á Hólmavík. Foreldramir báðirlist- rænir, hún skáldmælt, uppalin á miklu menningarheimili að Tindum í Króksfirði og faðirinn greindur bóndi og verslunarskólagenginn. Hann var tónlistarunnandi og lék á hljóðfæri. Séra Matthias Joc- humsson, þjóðskáldið góða, segir í endurminningum sínum, er hann árið 1913 fór síðustu ferðina til æskustöðvanna við Breiðaijörð, ásamt syninum Steingrími lækni og Árna Þorvaldssyni kennara, að er þeir komu að Tindum í Króks- firði, þar sem Einar bróðir skálds- ins bjó, hafi hvorki hann né sonur- inn Árnór verið heima og að dóttir- in Ágústa hafí gifst til Hólmavík- ur, „efnilegum og listhæfum manni“. Sá var Tómas faðir Brands. Séra Matthías segir enn- fremur að bróðurdóttirin Ágústa hafi verið „skáldmælt vel“ og skyldi enginn efa að þjóðskáldið hafi ekki farið nærri um það. Tómas Brands- son og flest hans fólk hafði til að bera mikla tónlistarhæfileika. Tóm- as var kirkjuorganisti ogsöngmað- ur góður. Hann var um árabil af- greiðslumaður flugfélagsins á Hólmavík og starfaði um skeið hjá sama félagi hér í Reykjavík. Var mjög kært með þeim feðgunum. Það stóðu listfengir og traustir stofnar að Brandi Tómassyni í báð- ar ættir og bar hann þess glöggan vott, svo og um þjóðlegt og vandað uppeldi. Ungur að árum fór hann til náms í vélsmíði hjá Landssmiðj- unni í Reykjavík, stundaði samhliða nám hjá Iðnskólanum og lauk burt- fararprófi þaðan árið 1936 og sveinsprófi í vélsmíði 1937. Um mitt sama ár brá hann sér til Þýska- lands og hóf nám í flugvirkjun hjá þýska flugfélaginu Lufthansa. Hann var skarpur, vel undirbúinn og lauk flugvirkjaprófi hjá þýska loftferðaeftirlitinu í Berlín i ágúst- mánuði 1938. Um þessar mundir hafði Agnar Kofoed Hansen flug- maður, síðar flugmálastjóri, hvatt til stofnunar flugfélags og með til- stuðlan nokkurra framsýnna Akur- eyringa var Flugfélag Akureyrar stofnað og keypt til landsins sjó- flugvél af gerðinni Waco IKS-7, sem aðeins gat flutt 4 farþega þeg- ar best lét. Agnar hvatti hinn unga og nýútskrifaða flugvirkja til þess að koma heim og annast eftirlit og viðhald flugvélarinnar. Brandur kom heim til þessa starfs í árslok 1938. Okkar fyrstu kynni eru mér vel minnisstæð, enda vorum við nokkrir ungir flugáhugamenn á Akureyri, sem sífellt vorum til stað- ar þegar flugvélin var að koma eða fara. Við fræddumst um margt af Brandi, sem var í senn fróður og viðfeldinn maður. Eftir að Flugfé- lag Íslands hf. var stofnað og sam- einað Flugfélagi Akureyrar, varð Brandur yfirflugvirki félagsins og hélt því starfi í full 30 ár. Hann starfaði síðan sem flugvirki hjá Flugleiðum til starfsloka vegna ald- urs, árið 1986. Hann hafði því unnið þessi vandasömu störf í tæpa hálfa öld og fylgdist vel með fram- vindunni til starfsloka. Ég tel að það hafi verið mikið lán að Brandur Tómasson valdist til þessa starfs hjá Flugfélagi ís- lands. Meðan á styijöldinni stóð, var ekki auðvelt að afla varahluta og tækja fyrir flugvélar félagsins. Kom sér þá oft vel hve hugvitsam- ur og fær Brandur var. Hann lag- færði og smíðaði hina flóknustu hluti, sem síðan reyndust traustir og öruggir. Báru flugmennirnir jafnan mikið traust til Brands og þeirra, sem undir hans stjórn unnu. Brandur hafði áhuga á öllu sem til framfara og bættra samgangna horfði, á vegum loftsins. Honum var snemma ljóst að framtíð Reykjavíkurflugvallar var hæpin og því brýnt að leita framtíðar- lausnar í næsta nágrenni höfuð- borgarinnar. Á þeim árum var upp- bygging íbúðarhúsnæðis á Álfta- nesi ekki hafin að ráði, þannig, að skipuleggja hefði mátt þar framtíð- arflugvöll fyrir innanlandsflugið. Dr. Hellman, finnskur sérfræðing- ur um gerð flugvalla, sém leitað var álits hjá, var þessu mjög fylgj- andi, hann var sérfræðingur á veg- um alþjóða flugmálastofnunarinn- ar. Það var Brandi og öðrum áhugamönnum um þessi mál, mikil vonbrigði þegar horfið var frá þeim áformum. Brandur var áræðinn og mikill kjarkmaður. Ógleymanleg er flug- ferð, er við vorum tveir íslendingar í breskri herflugvél árið 1944, sem laskaðist í kastvindum og skothríð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.