Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1995 15 LAIMDIÐ Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir ÁLFASTEINN á Borgarfirði eystra kynnir nýja strauma í framleiðslu sinni. KÍNVERSKUR fylgdarmaður varaforsætisráðherra Kína rit- ar nafn sitt með fjaðurpenna. Fjölbreytt atvinnu- líf á Drekanum ’95 Egilsstöðum - Drekinn ’95 er sýn- ing á starfsemi fyrirtækja á Austur- landi sem haldin er í íþróttahúsinu á Egilsstöðum og lýkur nk. sunnu- dag. Þetta er í fjórða sinn sem slík sýning er haidin og eru nú um 90 aðilar sem sýna og kynna starfsemi sína og þjónustu. Undirbúningnr stóð yfir í um sex mánuði og ráðinn var framkvæmda- stjóri Hrefna Hjálmarsdóttir mark- aðsfræðingur. Áberandi er hvað mörg ný fyrirtæki kynna starfsemi sína sem segir að Austfirðingar láta ekki sitt eftir liggja í nýsköpun at- vinnutækifæra. Fjölbreytnin er mikil, þarna má sjá fiskverkun, handverk, innréttingar, kjötafurða- vinnslu, fatahönnun og förðun, íþróttavörur, skógrækt, stofnanir og verslanir sýna vöru sína. Sér- staka athygli hefur vakið tískusýn- ing en hún er undirbúin og skipu- lögð af fagfólki sem hefur flutst til Austurlands eftir nám í hönnunar- og tískufræðum. Heilsugæslan á Egilsstöðum með kynningarbás Halla Eiríksdóttir hjúkrunarforstjóri sagði að eftir miklar vangaveltur hefði sú ákvörðun verið tekin að falast eftir að vera með í sýning- unni. Markmiðið er að selja heilsu, í þeim skilningi að fólk getur komið og hitt lækninn sinn undir öðrum kringumstæðum en vanalega og spurt og fengið ráðleggingar úr þekkingarbrunni starfsfólks heilsu- gæslunnar. „Við höfum verið að mæla blóðþrýsting og púls og ræð- um við fólk um almenna líðan, þjálf- un, hreyfingu, streitu, hvíld, matar- æði og hjarta- og æðasjúkdóma. Þetta er skemmtilegur vettvangur til að varpa af sér sérfræðingshul- unni og tala mannamál við fólk“, segir Halla. „Það er alltaf læknir og hjúkrunarfræðingur með viðveru í básnum og við segjum að þetta sé lifandi hugbúnaður sem fólk ' getur nálgast á eigin for- sendum. Við bend- um ennfremur á að það þarf ekki að kaupa allt til að vera heilbrigður, heldur veltur heil- brigði á því að taka á eigin lífi og það er ekki alltaf auð- velt en hvert skref skilar árangri og kostar ekki pen- inga.“ Drekinn ’95 eflir tengsl Gunnar Vignisson atvinnuráðgjafí Austurlands segir sýninguna skapa vettvang sem eyk- ur samkennd milli fyrirtækja og við- skiptavina. Sýning sem þessi auðveld- ar fyrirtækjum að koma sér á fram- færi í stöðugt harðnandi sam- keppni. Gunnar segir sérstakt hvemig fyrirtækin setja upp sýning- una. Það sé mikið lagt í básana og þeir settir upp á listrænan og aðlað- andi hátt frekar en að um beina sölubása sé að ræða. „Tilfiriningin er „komdu og skoðaðu í þessu skemmtilega umhverfi“ og tel ég það vera mildari og jákvæðari leið að viðskiptavininum en hörð sölu- mennska," segir Gunnar. Gunnar segir að þrátt fyrir langt samdráttar- tímabil í rekstri og efnahagslífí sé greinilegt að framfaraferli hefur átt sér stað hjá mörgum fyrirtækjum og nefnir hann sérstaklega Austmat á Reyðarfirði og Álfastein á Borgar- firði eystra. „Fólk heldur að það sé að skoða það sama og á Drekanum ’89 en raunin er önnur. Ennfremur eru fjölmörg ný fyrirtæki þátttak- endur á sýningunni og gefur það tilefni til bjartsýni," segir Gunnar. HEILSUGÆSLAN á Egilsstöðum er með kynningarbás á Drekanum þar sem fólki gefst kostur á að láta mæla blóðþrýsting og púls auk þess að fá ráðleggingar. Innlausnarverð vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Hinn 10. júlí 1995 er 21. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í l.fl.B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 21 verður frá og með 10. júlí nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 5.000 kr. skírteini = kr. 558,00 " » 10.000 kr. skírteini = kr. 1.116,00 •» » 100.000 kr. skírteini = kr. 11,160,00 Hinn 10. júlí 1995 er 19. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í l.fl.B 1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 19 verður frá og með 10. júlí nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 4.988,30 Ofangreindar fjárhæðir eru vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. jánúar 1995 til 10. júlí 1995 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá £runnvísitölu skírteinanna. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. júlí 1995. Reykjavík, 29. júní 1995. SEÐLABANKIÍSLANDS Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) ÁKR. 10.000,00 1977-2.fl. 10.09.95 -10.09.96 kr. 1 .132.545,60 1978-2.fl. 10.09.95 -10.09.96 kr. 723,521,80 1979-2.fl. 15.09.95 -15.09.96 kr. 471.684,80 INNLAUSNARVERÐ*) FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL ÁKR. 10.000,00 1985-1.fl.A 10.07.95 - 10.01.96 kr. 68.812,30 1985-1.fl.B 10.07.95 - 10.01.96 kr. 33.817,00** 1986-1.fl.A 3 ár 10.07.95 - 10.01.96 kr. 47.431,40 1986-1.fl.A 4 ár 10.07.95 - 10.01.96 kr. 54,138,00 1986-l.fl.A6 ár 10.07.95 - 10.01.96 kr. 56.555,10 1986-1.fl.B 10.07.95 - 10.01.96 kr. 24.941,30** 1986-2.fl.A 4 ár 01.07.95 -01.01.96 kr. 44.582,70 1986-2.fl.A 6 ár 01.07.95 -01.01.96 kr. 46.484,00 1987-1.fl.A 2 ár 10.07.95 - 10.01.96 kr. 37.127,10 1987-1.fl.A 4 ár 10.07.95 - 10.01.96 kr. 37.127,10 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. **) Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 29. júní 1995 SEÐLABANKIÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.