Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1995 11 FRÉTTIR Tillögur nefndar um útboð og inn- kaup á vegum Reykjavíkurborgar lnnkaupastomun hafi heildarsýn BORGARRAÐ hefur samþykkt til- lögur nefndar um útboðs- og inn- kaupamál Reykjavíkurborgar. Jafnframt var samþykkt að vísa samþykkt fyrir Innkaupastofnun til stjórnkerfisnefndar. I erindi nefndarinnar til borgar- ráðs kemur fram að athugasemdir hafi borist frá borgarverkfræð- ingi, Húsnæðisnefnd Reykjavíkur, Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Borgarspítalanum og borgarlög- manni. Þar segir ennfremur að nefndin vilji sérstaklega árétta að meg- intilgangur með breytingunum hafi verið að hnykkja vel á því, að öll kaup og þjónusta og allir verksamningar eigi að fara í gegn- um Innkaupastofnun Reykjavíkur- borgar. Stjórn Innkaupastofnunar mun taka til umfjöllunar allar ábendingar og tillögur sem fram hafa komið og mun í samráði við einstaka stofnanir eða fyrirtæki borgarinnar ganga frá nánari verklagsreglum innan þess ramma sem samþykkt fyrir Innkaupa- stofnun gerir ráð fyrir. Heimild fyrir undanþágum Fram kemur að þótt meginregl- an sé sú að Innkaupastofnun ann- ist útboð á allri þjónustu og öllum verklegum framkvæmdum er stjórninni heimilt að veita undan- þágu. Þá telur nefndin mikilvægt og nauðsynlegt að Innkaupastofn- un hafi heildarsýn yfir öll útboðs- og innkaupamál borgarinnar og að verksvið stofnunarinnnar sé hafið yfir allan vafa. Ríkisútvarpið áfrýjar niðurstöðu samkeppnisráðs STJÓRNENDUR Ríkisútvarpsins hafa ákveðið að skjóta niðurstöðu samkeppnisráðs um fjárhagslegan aðskilnað dagskrárgerðar frá öðr- um rekstri til áfrýj- unarnefndar sam- keppnismála. Samkeppnisráð mælti svo fyrir 30. maí síðastliðinn að RÚV bæri að skilja að fjárhagslega þajm hluta rekstrar RÚV sem lýtur að öflun efnis og út- sendingu og þann sem snýr að fram- leiðslu dagskrárefnis Sjónvarps- ins. í frétt frá Ríkisútvarpinu segir hins vegar að ekki sé talin þörf á því að ganga svo langt sem sam- keppnisráð mæli fyrir um. Auk þess að stofnunin vefengi lagaleg- ar forsendur ákvörðunar þess. „Telur Ríkisútvarpið að frá því að afnuminn var einkaréttur þess til útvarps- og sjónvarpsrekstrar hafi það hvorki notið einkaleyfis né verndar í skilningi samkeppnis- laga. Samkvæmt þeim lögum sem samkeppnisráð byggir ákvörðun sína á, eru slík sér- réttindi hins vegar skilyrði þess að mælt sé fyrir um íjárhagslegan að- skilnað milli þess hluta starfsemi sem nýtur einka- leyfis eða vemdar og þess hluta sem á í frjálsri sam- keppni. Ríkisútvarpið hafnar því að framleiðslustarfsemi þess sé í frjálsri samkeppni við kvikmynda- framleiðendur. Telur Ríkisútvarp- ið þá starfsemi vera í þess eigin þágu og því hluta af innri þjón- ustustarfsemi stofnunarinnar við sjálfa sig. Þetta er áskilið í lögum til að stofnunin geti rækt lögbund- ið hlutverk sitt.“ Þjóðverjar felld- ir á eigin bragði BRIPS Kvrópumótiö í svcitakcppni VILAMOURA, PORTUGAL Evrópumótið í opnum flokki og kvennaflokki, 17. júní til l.júlí Nú eru aðeins þrír dagar eftir af Evrópumótinu í Vilamoura og þá mun reyna á taugar og úthald spilaranna. Staðan í opna flokknum er óvenjulega jöfn og enn eiga margar þjóðir möguleika á sigri með góðum endaspretti. Vilamoura. Morgunblaðið. íslenska liðið á eftir að spila við Spánveija, Tékka, Líbanonbúa og Svisslendinga sem allir eru fyrir neðan miðju, en einnig við Austurríkismenn, sem eru í bar- áttunni um verðlaunasæti, og Tyrki sem alltaf eru erfiðir viður- eignar. Aðrar toppþjóðir eiga eftir álika viðureignir svo lítið má ráða af því. Islenska liðið vann á mánudag þokkalegan sigur á Þjóðveijum sem hafa ungu og efnilegu liði á að skipa. Tveir Þjóðveijanna, Klaus Reps og Roland Rohowsky, eru fyrrverandi heimsmeistarar yngri spilara í sveitakeppni og Rohowsky varð einnig heims- meistari í opnum flokki fyrir nokkrum árum. í upphafi leiksins tóku Jón Baldursson og Sævar Þorbjörns- son þá Reps og Rohowsky í smá kennslustund þegar Reps ætlaði að ná hælkrók á íslendingana. Austur gefur, NS á hættu. Norður ♦ G983 V-- ♦ ÁD8 ♦ G109862 Vestur Austur ♦ Á10 4 7642 V 754 V G9863 ♦ K10643 ♦ G5 ♦ D53 4 Á7 Suður ♦KD5 ♦ ÁKD102 ♦ 972 + K4 Norður og suður eiga saman styrk í geim og það má þræða Morgunblaðið/GSH ÉG ætlaði að reyna að rugla íslendinga aðeins, makker, gæti Þjóðverjinn Klaus Reps verið að segja þar sem hann stingur höfðinu undir skerminn. Myndin var að vísu tekin meðan á viðureign Þjóðverja og íra stóð, og til vinstri er írinn Joe McHale, elsti keppandinn í Vilamoura, 73 ára að aldri. heim 3 grönd eftir tígul út frá vestri en flestum reyndist það ofviða. Þjóðverjarnir Gromöller og Hopfenheit spiluðu 5 lauf og fóru tvo niður við annað borðið en við hitt voru sagnir frekar stuttar: Vestur Norður Austur Suður Rohows. Sævar Reps Jón 2 tíglar dobl pass pass 2 hjörtu dobl// Reps ætlaði að nýta sér hætt- urnar og opnaði á multi, sem sýndi langan hálit og veik spil. Dobl Jóns sýndi góð spil og jafna skipt- ingu og síðara doblið var sekt. Reps fór síðan 4 niður og Jón og Sævar skrifuðu 800 í sinn dálk og 14 impa. Leikurinn vannst síð- an 17-13. Náð fram hefndum Síðari leikur mánudagsins var við íra. írarnir voru frekar heppn- ir í fyrri hálfleik. Þeim tókst með- al annars að rugla Jón og Sævar í ríminu í einu spili eftir að^Sævar opnaði á sterku laufi. Þá stökk annar írinn í 2 tígla sem gat sýnt allt milli himins og jarðar, spilaði þá á 4-2 samlegu og fór 4 niður en við hitt borðið sögðu og unnu Irarnir 4 spaða á spil Jóns og Sævars. En í síðari hálfleik náði Guð- mundur Páll Arnarson fram hefndum: Austur gefur, AV á hættu. Norður ♦ 542 *D5 ♦ D109853 ♦ K8 Vestur Austur ♦ 9863 ♦ ÁKD7 ¥93 ¥ ÁG74 ♦ G76 ♦ Á4 ♦ ÁDG10 ♦ 643 Suður ♦ GIO ¥ K10862 ♦ K2 ♦ 8752 Við annað borðið sögðu og unnu Jón og Sævar 4 spaða í AV en við hitt borðið opnaði írinn í austur á 1 laufi sem gat bæði sýnt 12-14 punkta og jafna skipt- ingu eða 17 eða fleiri hápunkta. Guðmundur nýtti sér þennan veik- leika opnunarnnar með því að stökkva í 2 hjörtu á suðurspilin. Vestur taldi sig ekki eiga fyrir úttektardobli ef austur ætti veika opnun og austur taldi að vestur ætti mjög lítil spil fyrst hann lét ekki í sér heyra. Hann ákvað því að passa spilið niður, ánægður með að fá töluna. Guðmundur fór síðan tvo niður en ísland græddi 11 stig og vann leikinn 17-13. Guðm. Sv. Hermannsson Tekjuauki lífeyrisþega EINUNGIS þeir lífeyrisþegar sem fá óskerta tekjutryggingu, heim- ilisuppbót og sérstaka heimilisupp- bót fá greiddan fullan 26% tekju- tryggingarauka í júlí, en hann er 9.727 krónur fyrir ellilífeyrisþega og 9.901 króna fyrir örorkulífeyris- þega. Tekjuaukinn er greiddur í sam- ræmi við kjarasamninga á alnjenn- um vinnumarkaði. Hann skerðist í sama hlutfalli og tekjutryggingin, heimilisuppbótin og sérstaka heim- ilisuppbótin ef lífeyrisþeginn fær ■ aðrar tekjur en bætur almanna- trygginga. Tekjuaukinn mun ekki koma fram sérstaklega á greiðslu- seðlum heldur verður hann lagður við upphæðir bótaflokkanna þriggja. Lífeyrisþegar sem ekki njóta tekjutryggingar, heimilisuppbótar og sérstakrar heimilisuppbótar fá engan tekjutryggingarauka. ÞÚ GETUR TREYST FAGOR FAGOR ^ ÞVOTTAVÉLAR UPPÞVOTTAVÉLAR OG ELDUNARTÆKI Á EINSTÖKU VERÐI RÖNNING BORGARTÚNI 24 SÍMI 568 5868 FAGOR S-23N Kælir: 212 I - Frystir: 16 I HxBxD: 122x55x57 cm Innbyggt frystihólf 38.800 FAGOR D-32R Kælir: 282 I - Frystir: 78 I HxBxD: 171x60x57 cm Stgr.kr. 800 FAGOR C31R - 2 pressur Kælir: 270 I - Frystir: 110 I HxBxD: 170x60x57 cm Tvöfalt kælikerfi s** 67.800 ÁBT•K107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.