Morgunblaðið - 29.06.1995, Síða 11

Morgunblaðið - 29.06.1995, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1995 11 FRÉTTIR Tillögur nefndar um útboð og inn- kaup á vegum Reykjavíkurborgar lnnkaupastomun hafi heildarsýn BORGARRAÐ hefur samþykkt til- lögur nefndar um útboðs- og inn- kaupamál Reykjavíkurborgar. Jafnframt var samþykkt að vísa samþykkt fyrir Innkaupastofnun til stjórnkerfisnefndar. I erindi nefndarinnar til borgar- ráðs kemur fram að athugasemdir hafi borist frá borgarverkfræð- ingi, Húsnæðisnefnd Reykjavíkur, Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Borgarspítalanum og borgarlög- manni. Þar segir ennfremur að nefndin vilji sérstaklega árétta að meg- intilgangur með breytingunum hafi verið að hnykkja vel á því, að öll kaup og þjónusta og allir verksamningar eigi að fara í gegn- um Innkaupastofnun Reykjavíkur- borgar. Stjórn Innkaupastofnunar mun taka til umfjöllunar allar ábendingar og tillögur sem fram hafa komið og mun í samráði við einstaka stofnanir eða fyrirtæki borgarinnar ganga frá nánari verklagsreglum innan þess ramma sem samþykkt fyrir Innkaupa- stofnun gerir ráð fyrir. Heimild fyrir undanþágum Fram kemur að þótt meginregl- an sé sú að Innkaupastofnun ann- ist útboð á allri þjónustu og öllum verklegum framkvæmdum er stjórninni heimilt að veita undan- þágu. Þá telur nefndin mikilvægt og nauðsynlegt að Innkaupastofn- un hafi heildarsýn yfir öll útboðs- og innkaupamál borgarinnar og að verksvið stofnunarinnnar sé hafið yfir allan vafa. Ríkisútvarpið áfrýjar niðurstöðu samkeppnisráðs STJÓRNENDUR Ríkisútvarpsins hafa ákveðið að skjóta niðurstöðu samkeppnisráðs um fjárhagslegan aðskilnað dagskrárgerðar frá öðr- um rekstri til áfrýj- unarnefndar sam- keppnismála. Samkeppnisráð mælti svo fyrir 30. maí síðastliðinn að RÚV bæri að skilja að fjárhagslega þajm hluta rekstrar RÚV sem lýtur að öflun efnis og út- sendingu og þann sem snýr að fram- leiðslu dagskrárefnis Sjónvarps- ins. í frétt frá Ríkisútvarpinu segir hins vegar að ekki sé talin þörf á því að ganga svo langt sem sam- keppnisráð mæli fyrir um. Auk þess að stofnunin vefengi lagaleg- ar forsendur ákvörðunar þess. „Telur Ríkisútvarpið að frá því að afnuminn var einkaréttur þess til útvarps- og sjónvarpsrekstrar hafi það hvorki notið einkaleyfis né verndar í skilningi samkeppnis- laga. Samkvæmt þeim lögum sem samkeppnisráð byggir ákvörðun sína á, eru slík sér- réttindi hins vegar skilyrði þess að mælt sé fyrir um íjárhagslegan að- skilnað milli þess hluta starfsemi sem nýtur einka- leyfis eða vemdar og þess hluta sem á í frjálsri sam- keppni. Ríkisútvarpið hafnar því að framleiðslustarfsemi þess sé í frjálsri samkeppni við kvikmynda- framleiðendur. Telur Ríkisútvarp- ið þá starfsemi vera í þess eigin þágu og því hluta af innri þjón- ustustarfsemi stofnunarinnar við sjálfa sig. Þetta er áskilið í lögum til að stofnunin geti rækt lögbund- ið hlutverk sitt.“ Þjóðverjar felld- ir á eigin bragði BRIPS Kvrópumótiö í svcitakcppni VILAMOURA, PORTUGAL Evrópumótið í opnum flokki og kvennaflokki, 17. júní til l.júlí Nú eru aðeins þrír dagar eftir af Evrópumótinu í Vilamoura og þá mun reyna á taugar og úthald spilaranna. Staðan í opna flokknum er óvenjulega jöfn og enn eiga margar þjóðir möguleika á sigri með góðum endaspretti. Vilamoura. Morgunblaðið. íslenska liðið á eftir að spila við Spánveija, Tékka, Líbanonbúa og Svisslendinga sem allir eru fyrir neðan miðju, en einnig við Austurríkismenn, sem eru í bar- áttunni um verðlaunasæti, og Tyrki sem alltaf eru erfiðir viður- eignar. Aðrar toppþjóðir eiga eftir álika viðureignir svo lítið má ráða af því. Islenska liðið vann á mánudag þokkalegan sigur á Þjóðveijum sem hafa ungu og efnilegu liði á að skipa. Tveir Þjóðveijanna, Klaus Reps og Roland Rohowsky, eru fyrrverandi heimsmeistarar yngri spilara í sveitakeppni og Rohowsky varð einnig heims- meistari í opnum flokki fyrir nokkrum árum. í upphafi leiksins tóku Jón Baldursson og Sævar Þorbjörns- son þá Reps og Rohowsky í smá kennslustund þegar Reps ætlaði að ná hælkrók á íslendingana. Austur gefur, NS á hættu. Norður ♦ G983 V-- ♦ ÁD8 ♦ G109862 Vestur Austur ♦ Á10 4 7642 V 754 V G9863 ♦ K10643 ♦ G5 ♦ D53 4 Á7 Suður ♦KD5 ♦ ÁKD102 ♦ 972 + K4 Norður og suður eiga saman styrk í geim og það má þræða Morgunblaðið/GSH ÉG ætlaði að reyna að rugla íslendinga aðeins, makker, gæti Þjóðverjinn Klaus Reps verið að segja þar sem hann stingur höfðinu undir skerminn. Myndin var að vísu tekin meðan á viðureign Þjóðverja og íra stóð, og til vinstri er írinn Joe McHale, elsti keppandinn í Vilamoura, 73 ára að aldri. heim 3 grönd eftir tígul út frá vestri en flestum reyndist það ofviða. Þjóðverjarnir Gromöller og Hopfenheit spiluðu 5 lauf og fóru tvo niður við annað borðið en við hitt voru sagnir frekar stuttar: Vestur Norður Austur Suður Rohows. Sævar Reps Jón 2 tíglar dobl pass pass 2 hjörtu dobl// Reps ætlaði að nýta sér hætt- urnar og opnaði á multi, sem sýndi langan hálit og veik spil. Dobl Jóns sýndi góð spil og jafna skipt- ingu og síðara doblið var sekt. Reps fór síðan 4 niður og Jón og Sævar skrifuðu 800 í sinn dálk og 14 impa. Leikurinn vannst síð- an 17-13. Náð fram hefndum Síðari leikur mánudagsins var við íra. írarnir voru frekar heppn- ir í fyrri hálfleik. Þeim tókst með- al annars að rugla Jón og Sævar í ríminu í einu spili eftir að^Sævar opnaði á sterku laufi. Þá stökk annar írinn í 2 tígla sem gat sýnt allt milli himins og jarðar, spilaði þá á 4-2 samlegu og fór 4 niður en við hitt borðið sögðu og unnu Irarnir 4 spaða á spil Jóns og Sævars. En í síðari hálfleik náði Guð- mundur Páll Arnarson fram hefndum: Austur gefur, AV á hættu. Norður ♦ 542 *D5 ♦ D109853 ♦ K8 Vestur Austur ♦ 9863 ♦ ÁKD7 ¥93 ¥ ÁG74 ♦ G76 ♦ Á4 ♦ ÁDG10 ♦ 643 Suður ♦ GIO ¥ K10862 ♦ K2 ♦ 8752 Við annað borðið sögðu og unnu Jón og Sævar 4 spaða í AV en við hitt borðið opnaði írinn í austur á 1 laufi sem gat bæði sýnt 12-14 punkta og jafna skipt- ingu eða 17 eða fleiri hápunkta. Guðmundur nýtti sér þennan veik- leika opnunarnnar með því að stökkva í 2 hjörtu á suðurspilin. Vestur taldi sig ekki eiga fyrir úttektardobli ef austur ætti veika opnun og austur taldi að vestur ætti mjög lítil spil fyrst hann lét ekki í sér heyra. Hann ákvað því að passa spilið niður, ánægður með að fá töluna. Guðmundur fór síðan tvo niður en ísland græddi 11 stig og vann leikinn 17-13. Guðm. Sv. Hermannsson Tekjuauki lífeyrisþega EINUNGIS þeir lífeyrisþegar sem fá óskerta tekjutryggingu, heim- ilisuppbót og sérstaka heimilisupp- bót fá greiddan fullan 26% tekju- tryggingarauka í júlí, en hann er 9.727 krónur fyrir ellilífeyrisþega og 9.901 króna fyrir örorkulífeyris- þega. Tekjuaukinn er greiddur í sam- ræmi við kjarasamninga á alnjenn- um vinnumarkaði. Hann skerðist í sama hlutfalli og tekjutryggingin, heimilisuppbótin og sérstaka heim- ilisuppbótin ef lífeyrisþeginn fær ■ aðrar tekjur en bætur almanna- trygginga. Tekjuaukinn mun ekki koma fram sérstaklega á greiðslu- seðlum heldur verður hann lagður við upphæðir bótaflokkanna þriggja. Lífeyrisþegar sem ekki njóta tekjutryggingar, heimilisuppbótar og sérstakrar heimilisuppbótar fá engan tekjutryggingarauka. ÞÚ GETUR TREYST FAGOR FAGOR ^ ÞVOTTAVÉLAR UPPÞVOTTAVÉLAR OG ELDUNARTÆKI Á EINSTÖKU VERÐI RÖNNING BORGARTÚNI 24 SÍMI 568 5868 FAGOR S-23N Kælir: 212 I - Frystir: 16 I HxBxD: 122x55x57 cm Innbyggt frystihólf 38.800 FAGOR D-32R Kælir: 282 I - Frystir: 78 I HxBxD: 171x60x57 cm Stgr.kr. 800 FAGOR C31R - 2 pressur Kælir: 270 I - Frystir: 110 I HxBxD: 170x60x57 cm Tvöfalt kælikerfi s** 67.800 ÁBT•K107

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.