Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ^^rrossvogsst3ðin hf plðntusalan t VOssvogi Opið 8-19 & um helgar 9-17- Sími 564-1777 Allir dagar eru plöntudagar í Fossvogsstöð. Einstakt tilbod þessa fielgi: Stafafura í bökkum m/ stórum rótarfinaus 35 stk. á 980 kr. (áður 1.560). Tré og runnar í 2 Itr. pottum 570 kr Kasmírreynir Álmur Ráðgjöf, þjó Runnamura Úlfareynir wmrtm' / Fossvogsstöðin, Fossvogsbletti t, f. neðan Borgarspftala. M<tfhft,aftóðri ÚRVERINU Spænskar útgerðir binda vonir við langhalaveiðar ALBERTO Gonzalez Garces, for- stöðumaður haffræðistofnunarinn- ar í Vigo á Spáni, hefur eitt verk- efni umfram öll önnur og það er að fínna ný fiskimið fyrir spánska flotann, sérstaklega nú þegar Spán- verjar geta ekki veitt að vild úr grálúðustofninum við Nýfundna- land. Eru nú sex spænsk skip að kanna veiðar á þremur hafsvæðum, á skarkola á 1.500 metra dýpi í Barentshafi, sverðfíski í Indlands- hafí og á langhala á Hatton-banka vestur af Rockall. Eru mestar vonir bundnar við síðastnefnda svæðið. Slæmt ár Gonzalez segir, að spænskar hús- mæður þekki vel til langhalans, sem almennt sé kallaður „rottan“ vegna þess hve ljótur hann þyki. Hann sé þó markaðssettur undir öðru nafni Hafa verið að kanna mið vestur af Rockall og þekkilegra enda sé hér um að ræða ágætan matfísk. Gonzalez reynir að vera bjart- sýnn á framtíðina en sjómenn í Galiciu sjá litla ástæðu til þess. Þetta ár hefur verið þeim erfitt á allar lundir. Vegna deilunnar við Kanada er hætta á, að um 7.000 manns, sem eiga allt sitt undir út- hafsveiðiflotanum, 90 togurum, missi atvinnuna og vegna deilunnar við Marokkó hafa meira en 200 smærri skip verið bundin við bryggju síðustu þijá mánuði. Sjómennimir hafa ekki fengið nema sem svarar til 37.000 ísl. kr. í bætur í þennan tíma og þeir og yfírvöld í Galiciu telja, að þeirra hagsmunir skipti engu máli í aðal- stöðvum Evrópusambandsins í Brussel. Hefði verið um franska eða þýska sjómenn að ræða, hefði ann- að verið upp á teningnum. Dagar úthafsveiða brátt taldir Estai, togarinn, sem Kanada- menn tóku við Nýfundnaland, og 36 önnur skip frá Galiciu eru enn að veiðum þar en framtíðin er ekki björt enda búið að skera grálúðu- kvótann niður um 75%. Galiciu- menn gera sér grein fyrir því innst inni, að dagar úthafsveiðanna eru taldir og skarkoli í Barentshafi og langhali vestur af Rockall fá engu það breytt. SR-mjöl kaupir brennslu- hvata frá DEB-þjónustunni Sparar eldsneyti og minnkar mengun SR-MJÖL hefur keypt þrettán svo- kallaða CEP-brennsluhvata (Com- bustion enhancement process) af DEB-þjónustunni á Akranesi. Brennsluhvatamir verða settir á bræðsluofna og mjölþurrkara til að minnka mengun og eldsneytisnotk- un. David Butt, eigandi DEB-þjón- ustunnar, segir að pantanir frá fleiri fyrirtækjum séu á döfínni. SR-mjöl tók eitt slíkt tæki til reynslunotkunar í fyrra og í desem- ber síðastliðnum var gerður kaup- samningur um kaup á brennsluhvöt- um á alla bræðsluofna og þurrkara fyrirtækisins á árinu 1995 ef það reyndist vel. í maí síðastliðnum voru síðan pöntuð þrettán tæki, eða á helming bræðsluofna og þurrkara SR-mjöls. Viðurkenndur búnaður Umhverfísverndarmiðlun Banda- ríkjanna, EPA, hefur viðurkennt eldsneytissparnað og mengunar- vamir brennsluhvatanna og Banda- ríska orkumálastofnunin hefur, sam- kvæmt rannsóknum, staðfest vissar efnabreytingar á eldsneyti sem fer í gegnum útbúnaðinn. David segir að í einfölduðu máli geri þessi efna- breyting það að verkum að eldsneyt- ið nýtist betur í brennsluhólfum, eða sprengihólfum, og það skili sér í meiri orku og minni mengun. Hann segir að þegar tækin séu til dæmis notuð á bræðsluofna og þurrkara í loðnuverksmiðjum minnki sótmeng- un í kötlunum. Selt í skip og bíla Að sögn Davids hefur hann selt brennsluhvata í mörg íslensk skip og að nú séu um 45 skip með slíkan útbúnað. Langflestir séu mjög ánægðir með tækin og nokkrir hafa þegar lagt inn endurpöntun, en hvert tæki endist í tíu þúsund tíma. David segir að skipin nýti sér vel hina auknu orku og séu því kannske ekki að eyða mikið minna eldsneyti. Brennsluhvatarnir hafa einnig verið settir í bíla og segir David að bíladeild Eimskips hafí nú sett brennsluhvata á um helming dísel- bíla- og lyftaraflota þeirra. Þá hefur SR-mjöl keypt tæki á alla 12 dísel- lyftara sína. David segir að einnig hafi verið flutt út nokkur tæki til Kanada, Bandaríkjanna og Ástralíu til reynslu. DEB-þjónustan framleiðir alla brennsluhvatana sem seldir verða SR-mjöIi og sömuleiðis brennslu- hvata sem settir eru í skip með 500 hestafla vélar eða meira. Brennslu- hvatar í minni vélar eru hins vegar fluttir inn, annaðhvort frá Banda- ríkjunum eða Bretlandi. Sannfærðir um jákvæð áhrif Þórður Jónsson hjá SR-mjöli segir að enn sé ekkert hægl að svara til um hvað brennsluhvatarnir komi til með að spara fyrirtækinu. „Við erum samt sannfærðir um að þetta hafi jákvæð áhrif þó að það sé nú kannske fyrst og fremst tilfinninga- legt atriði. Við erum náttúrulega með skýrslur frá opinberum aðilum sem segja að áhrif brennsluhvatanna séu jákvæð og þær mælingar sem við höfum gert virðast benda til þess að þeir séu til bóta,“ sagði Þórður. MATVINNSL UVEL fjölhæf og sterk. KENWOOD -þjónn þinna þarfa HRÆRIVÉL kraftmikil og hljóölát. Skeifunni, Hagkaup Kringlunni, Heimilistæki Sætúni 8, Raftækjaversiunin Glóey Ármúla, Húsasmiöjan Skútuvogi, Húsasmiöjan Helluhrauni, Rafmætti Miöbæ, Stapafell rgarnesi, Rafþjónusta Sigurdórs Akranesi, VESTFIRÐIR: Straumur Isafiröi, NORÐURLAND: Kaupfólag V.-Húnvetninga Hvammstanga, Kaupfélag Húnvetninga Blönduósi, ■" ! *’ : 1 l',f“ *’ “*“* *'*■*-' A1 ii Husavík, Kaupfélag Þingeyinga, ____________________ ______ ______ ______________ _________,----------------------- ------------- — ________ ____——Ifossi, Brimnes Vestmannaeyjum. Verslunin Hegri Sauðárkróki, Kaupfélag Éyfiröinga Akureyri, Radíónaust Geislagötu Akureyri, Radióvinnustofan Mýrarvegi Ákureyri, Rafland Sunnuhlíö Akureyri, Metró Akureyri, Öryggi AUSTURLAND: Kaupfélag Héraösbua Egilsstööum, Húsgagnaverslun J.A.G. Höfn, SUÐURLAND: Kaupfélag Ranpæinga Hvolsvelli, Mosfell Hellu, Kaupfélag Arnesinga Selfc
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.