Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ1995 29
JRwpiiifrliifetfr
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ÞJOÐVEGUR TIL
EYJA í SUNDUR
ÞAÐ BER vott um að kjarabarátta einstakra hópa hafi
gengið út í öfgar, þegar stórt bæjarfélag er nánast ein-
angrað frá umheiminum í meira en sólarhring vegna verk-
fallsaðgerða. Verkfall yfirmanna á kaupskipunum skar á líf-
æð Vestmannaeyinga til lands, siglingar Herjólfs, en ófært
var til Eyja í lofti vegna þoku.
Vestmannaeyingar kalla Heijólf oft þjóðveginn milli lands
og eyja og það má til sanns vegar færa. Staða Vestmanna-
eyja er nokkuð sérstök á meðal byggðarlaga á eyjum hér við
land vegna stærðar bæjarins og nauðsynjar á tíðum ferðum
milli lands og eyja. Oft viðrar ekki til flugs og þá treysta
Vestmannaeyingar á Heijólf. Rétt eins og ríkisvaldið hefur
reynt að tryggja stórum byggðarlögum á landi sem bezta
vegi, hefur það lagt fé til að tryggja góðar og þægilegar
samgöngur til Eyja, enda eiga íbúar þar sama tilkall og aðr-
ir til slíks.
í ályktun bæjarráðs Vestmannaeyja, sem var samþykkt á
þriðjudag, segir meðal annars: „Það er krafa íbúa í Vest-
mannaeyjum að verkföll leiði ekki til meiri röskunar hér en
annars staðar á landinu en nú er það háð veðri og vindum
hvort íbúarnir njóta öryggis og frelsis á við aðra landsmenn.
Það getur ekki og má ekki verða háð kjaradeilu hvort hluti
íbúa þessa lands sé settur í farbann."
Ástæða er til að taka undir þessi orð fulltrúa Vestmannaey-
inga. Það líðst ekki í nútímasamfélagi að taka fyrir nánast
allar samgöngur til byggðarlags. Undanþága Farmanna- og
fiskimannasambandsins til útgerðar Heijólfs, þess efnis að
fara megi tvær ferðir fram að helgi, breytir hér litlu um.
Með verkfallsréttinum hefur stéttarfélögum verið fengið
umtalsvert vald. Það er sjálfsögð krafa að þau beiti því valdi
þannig að það komi ekki harðar niður á sumum landsmönnum
en öðrum.
HEILINDIOG VIRÐING
INNAN KIRKJUNNAR
DEILUR á meðal presta þjóðkirkjunnar skyggðu að
nokkru leyti á málefni þau, sem voru til umfjöllunar
á prestastefnunni, sem lauk í seinustu viku. Deilur þessar
virðast ekki sízt snúast um kjara- og ráðningamál og verka-
skiptingu innan safnaða. Þær hafa orðið talsvert illskeyttar
á undanförnum mánuðum og hefur persóna sumra kirkjunn-
ar þjóna þá orðið skotspónninn.
Burtséð frá deiluefninu hlýtur það að vera þjónum þjóð-
kirkjunnar umhugsunarefni hvernig skeytin hafa gengið á
milli sumra þeirra í ijölmiðlum. Draga má í efa að ummæl-
in hafi í öllum tilvikum verið í anda siðareglna presta, en
þar segir meðal annars að prestum beri að stuðla að „góðu
samstarfi og samkennd fremur en samkeppni innan stéttar-
innar“. Þar segir jafnframt að prestar sýni hver öðrum
„heilindi og virðingu í viðtali sem umtali, ráðum og gjörð-
um“ og að prestur gæti þess að „eiga gott samstarf við
samstarfsfólk sitt, sóknarnefndir og trúnaðarmenn og leit-
ist við að stuðla að eindrægni og sarnhug".
Þjóðkirkjan er einn af hornsteinum samfélagsins, kannski
mætti fremur segja akkeri í lífsins ólgusjó. Deilur, sem oft
snúast um persónur fremur en málefni og aukaatriði frem-
ur en aðalatriði, eru algengar á opinberum vettvangi. Hins
vegar hlýtur að vera til þess ætlazt að stofnun á borð við
Þjócjkirkjuna standi utan slíkra deilna. Innri deilur af því
tagi rýra aðeins traust fólks á henni sem stofnun, rétt eins
og það myndi rýra traust á t.d. Hæstarétti, ef dómarar ættu
í innbyrðis illdeilum og gættu ekki virðingar stofnunarinn-
ar út á við.
Oft hefur verið deilt innan kirkjunnar, til að mynda um
guðfræðileg málefni. Slíkar deilur hafa sýnt fram á þróun
í hugmyndalegum og trúarlegum skilningi og eðlilegt er
að tekizt sé á um stefnur. Svo er hins vegar ekki nú. Kirkj-
unnar þjónar mega heldur ekki rugla því, að kirkjan þarf
vissulega að nýta sér fjölmiðla og upplýsingatækni nútím-
ans til að koma boðskap sínum á framfæri, saman við að
innri deilur um önnur mál eigi ef til vill heima á þeim vett-
vangi.
Varast ber að gera of mikið úr þeim ágreiningi, sem
uppi er innan kirkjunnar. Kannanir hafa sýnt að traust og
hollusta íslendinga við Þjóðkirkjuna, sem flestir landsmenn
teljast til, er mikil. Heilindi og virðing innan kirkjunnar
eru hins vegar fremur til þess fallin að viðhalda því trausti
en opinberar deilur um veraldleg mál.
EVRÓPUMÁL ENN í DEIGLUNNI í NOREGI
SVARIÐ var NEI þegar Norðmenn gengu til atkvæða um aðildina að Evrópusambandinu. Nú eru
hins vegar farnar að renna á þá tvær grímur. Vegna aðildarinnar að Evrópska efnahagssvæðinu
þurfa þeir að laga sig að reglum ESB, en þar sem þeir standa utan þess hafa þeir engin áhrif á
setningu þessara reglna.
Línudans-
inn á milli
ESB o g EES
Norðmönnum gengur
allt í haginn í efnahags-
málum, þrátt fyrir böl-
spár stuðningsmanna
ESB-aðildar fyrir
þjóðaratkvæðagreiðsl-
una í haust. En Evr-
ópuumræðan er mikil,
ekki síst sakir aðlögunar
að ESB vegna EES-
samningsins. ESB er í
mótun og óvíst að það
líði önnur 22 ár áður en
Norðmenn verða næst
spurðir um ESB-aðild.
Sigrán Davíðsdóttir
var á ferð í Noregi fyrir
skömmu og hugaði að
aðstæðum þar.
ÞJÓÐHÁTÍÐARDEGI
Norðmanna 17. maí síð-
astliðinn var langur pist-
ill um Noreg og vel-
gengnina þar í fréttatíma sænska
útvarpsins. Bent var á að öfugt við
Svía léki lánið við þessa næstu ná-
granna. Þeir hefðu rakað að sér
gullverðlaunum á vetrarólympíu-
leikunum og meira að segja unnið
evrópsku söngvakeppnina, fyrir ut-
an það að efnahagurinn stæði með
blóma. Hið síðastnefnda þó að Nor-
egur væri utan Evrópusambandsins
og Svíþjóð innan. Það er þó hæpið
að rökrétt samband sé þarna á milli.
Sex mánaða vera Svía í ESB lækn-
ar ekki uppsafnaðan vanda þeirra,
né segir vist Norðmanna utan ESB
hver staða þeirra verði eftir áratug.
En í Noregi virðast vera teikn á
lofti um að norskir stjórnmálamenn
muni ekki endilega láta líða önnur
22 ár þar til þeir reyna aftur að fá
þjóðina með sér í ESB.
Það munar um olíuna
Allar norskar hagtölur eru eins
og best getur verið, þegar til
skamms tíma er litið og margar
bölspár stuðningsmanna ESB fyrir
þjóðaratkvæðagreiðsluna hafa öld-
ungis ekki ræst. Þeir sögðu fyrir
vaxtahækkun, en reyndin hefur orð-
ið þveröfug, því þegar sýnt var að
norska stjórnin myndi viðhalda
strangri hagstjórn lækkuðu vextir
og eru nú aðeins hálfu prósenti
hærri en þýskir vextir. Spáð var
minnkandi fjárfestingum, en fjár-
festingar í iðnaði ótengdum olíu-
framleiðslu hefur aukist um þriðj-
ung. Á þessu ári og næsta er reikn-
að með um 4% hagvexti, meðan
reiknað er með norrænu
meðaltali um 2,75% í ár
og 3% það næsta. Reikn-
að er með að iðnaður
ótengdur olíu vaxi um 3%
í ár. Gott efnahagsástand
mun líka hafa áhrif á
atvinnuleysið, sem verður að öllum
líkindum 5% í ár, meðan norræna
meðaltalið er tæp 11%. Reiknað er
með 3,5% atvinnuleysi um aldamót-
in, sem er með því lægsta sem ger-
ist í Evrópu, þar sem meðaltalið er
12%. Og svo munar um olíuna, því
í ár kemst Noregur líklega í annað
sæti olíuframleiðenda í heiminum,
næst á eftir Sádí-Arabíu. Á næsta
ári tekst væntanlega að greiða allar
erlendar skuldir og Noregur er eina
landið í Evrópu, fyrir utan Lúxem-
borg, sem uppfyllir nú þegar allar
kröfur um aðild að evrópska mynt-
sambandinu.
Þetta eru góðu hagvísarnir, en
til lengri tíma litið eru blikur á lofti.
Óvissan er einkum tengd olíufram-
leiðslunni. Olían gæti verið á þrotum
eftir 1-2 áratugi og ef Noregi tekst
ekki á þeim tíma að styrkja aðra
atvinnuvegi blasir við hrun í norsk-
um efnahag. Það er því áhyggjuefni
að iðnaðarframleiðslan nemur að-
eins 15% af þjóðarframleiðslu og
hefur farið minnkandi sem hlutfall
af þjóðarframleiðslu undanfarin ár.
Samkvæmt skilgreiningu OECD er
land iðnríki, ef verðmæti iðnaðar-
framleiðslu þess nema 20% af þjóð-
'arframleiðslu. Noregur er vart í
þeim hópi, ef litið er á iðnað ótengd-
an olíunni. Og það eru einnig áhöld
um hvort langtíma fjárfestingar í
þeim iðnaði haldi áfram
meðan Noregur er utan
ESB, en þær eru forsenda
þess að annar iðnaður en
olíuiðnaður nái að eflast
eins og til þarf og taka
við af olíuiðnaðinum,
þegar þar að kemur. Staða Noregs
sem olíuframleiðanda í Evrópu er
sérstök og það er því einnig
áhyggjuefni fyrir Norðmenn að ver-
an utan ESB gerir þeim ókleift að
hafa nokkur áhrif á orkustefnu
sambandsins.
Norðmenn hafa þegar
samþykkt það sem þeir
höfnuðu 1972
Hið pólitíska andrúmsloft í Nor-
egi eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna
markast af undarlegum þversögn-
um. Annars vegar af sterkri stöðu
stjórnarinnar, þrátt fyrir að þjóðin
hafi ekki viljað fylgja henni inn í
ESB og hins vegar af klofnum and-
stöðuhópi gegn ESB, sem tókst að
sannfæra meirihluta þjóðarinnar
um sinn málstað. Andstöðuhópurinn
var samhentur gagnvart spurning-
unni um inngöngu, en klofningur
hans nú, eftir að ESB-aðiId var
hafnað, verður æ augljósari. Á aðal-
fundi samtakanna gegn ESB, sem
haldinn var síðustu helgina í maí,
kom klofningurinn greinilega í Ijós.
Kjörnefndin, sem átti að undirbúa
kjör nýs formanns, sprakk. Eftir
nokkurt uppnám náðist þó samstaða
um nýjan formann, Stein Ömhöi,
fyrrum þingmann Sósíalíska vinstri-
flokksins og leikhússtjóra.
Meginágreiningur ESB-and-
stæðinga stendur um afstöðuna til
samningsins um evrópska efna-
hagssvæðið, EES, og svokallaða
ESB-aðlögun sem stöðugt fer fram
í Noregi í kjölfar EES-samnings-
ins, rétt eins og á íslandi. Árið
1972 höfnuðu Norðmenn aðild að
Efnahagsbandalaginu þáverandi,
sem fyrst og fremst var byggt upp
í kringum opna markaðinn. Með
EES-samningnum hafa Norðmenn
fengið aðild að opna markaðnum
og hafa því með öðrum orðum gerst
aðilar að því, sem þeir höfnuðu þá.
Með samningnum fylgir löng runa
af kröfum um aðlögun á ýmsum
sviðum og að henni er unnið í sí-
fellu. Noregur er því stöðugt að
aðlaga sig sambandi sem það er
ekki meðlimur í og getur ekki haft
áhrif á.
Þegar sigurvíman eftir atkvæða-
greiðsluna 27. nóvember tók að
renna af ESB-andstæðingum og
raunveruleikinn með ESB-aðlögun
upp á hvern einn og einasta dag
fór að renna upp fyrir þeim, sneri
hluti þeirra sér að EES-andstöðu í
staðinn og klofningur hreyfingar-
innar kom rækilega í ljós á aðal-
fundinum. Umfjöllun norskra blaða
eftir fundinn var samhljóma um að
hreyfíngin gæti aðeins komið sér
saman um að vera á móti nýrri
aðildarumsókn, en þar sem hún er
klofin í afstöðunni til EES og ESB-
aðlögunar er hún lömuð. Stein Örn-
höi tók strax af öll tvímæli um af-
stöðu sína gagnvart EES og sagðist
vera á móti EES, en ekki hafa í
hyggju að halda uppi neinu sérstöku
EES-andófí, enda hafa ýmsir bent
á að beini hún andófinu
gegn EES, fengi hún á
sig blæ sértrúarsafnaðar,
þar sem margir ESB-and-
stæðingar eru fylgjandi
EES. Eins og sagði í leið-
ara Verdens Gang 28.
maí dugir ekki eingöngu að halda
hreyfingunni á lífi. „Noregur er
aðili að evrópska efnahagsbanda-
laginu. Efnahagstilskipanir ESB
eru einnig norsk lög. Pólitískt séð
aðlögum við okkur eins mikið og
hægt er, án þess að vera með í
ákvarðanatöku ESB. ESB-and-
stæðingar hafa tapað öllu, nema
baráttunni um norskan ákvörðunar-
rétt.“
Hvenær verða Norðmenn
spurðir næst?
Að sögn Steins Örnhöi er mark-
miðið ekki að vinna aðra atkvæða-
greiðslu, heldur að ESB-andstöðu-
hreyfingin verði pólitískt svo sterk
að ekki komi til annarrar atkvæða-
greiðslu. I ljósi þess að það liðu
22 ár áður en Norðmenn voru
spurðir aftur eftir að þeir höfnuðu
aðild 1972 og að andstaðan við
aðild hefur vaxið undanfarið sam-
kvæmt skoðanakönnunum, mætti
kannski álíta að það væri langt í
næstu atkvæðagreiðslu. En að-
stæður núna eru allar aðrar en þær
voru 1972.
Upplausn meðal ESB-andstæð-
inga birtist meðal annars í kritum
ESB-andstæðinga á Stórþinginu,
þar sem þeim hefur ekki tekist að
benda á neinn annan kost, þegar
ESB er hafnað. Þeir eru á móti
ESB, án þess að geta bent á aðrar
leiðir. Ergelsi út af þessu hefur
meðal annars beinst að Erik Sol-
heim formanni Sósíalíska vinstri-
flokksins. Afstaða hans segir nokk-
uð um að það gæti orðið erfiðara
að halda uppi ESB-andófi þegar
fram í sækir og ESB fer að taka
Austur- og Mið-Evrópulönd í sínar
raðir.
Solheim hefur sagt að þróist
ESB í aðra átt en andstæðingarnir
hafi gert ráð fyrir og verði allsherj-
ar samband, sem taki til allra Evr-
ópulanda og ekki bara nokkurra
útvalinna, þá þurfi að hugsa málin
upp á nýtt. Þar með sér hann
væntanlega fyrir að kannski verði
erfitt að rökstyðja andstöðuna á
þeim forsendum að Evrópusam-
bandið dragi Evrópuþjóðirnar í
dilka. Hver getur verið á móti því
að ESB styðji lýðræðis- og mark-
aðsþróun fyrrum kommúnistaland-
anna með því að taka þau inn . ..
og hvernig verður þá hægt að vera
á móti ESB? Fyrir þennan mál-
flutning hefur hann hlotið harða
gagnrýni ýmissa formælenda ESB-
andstæðinga.
Aðstæður í Noregi og Evrópu
allri eru aðrar en 1972. Eftir at-
kvæðagreiðsluna datt öll Evrópu-
umræða upp fyrir og enginn opn-
aði munninn um Efnahagsbanda-
lagið. Nú er ESB hins vegar í deigl-
unni og um leið eru Evrópumálin
ákaft til umræðu, auk þess sem
aðlögunin minnir stöðugt á ESB
og kallar á sífellda umræðu. Ef svo
fer sem horfir að aðaláherslan á
ríkjaráðstefnunni næsta ár verði
að búa í haginn fyrir inngöngu
landa eins og Póllands, Ungverja-
lands og Tékklands gæti það einn-
ig ýtt á að norskir stjórnmálamenn
spyrðu þjóðina eina ferðina enn
um ESB-aðild og þá í fyrsta lagi
1997.
Það eru líklega helst Norðmenn,
sem hafa lifandi áhuga á afstöðu
íslendinga til ESB. Einn norskur
viðmælandi Morgunblaðsins sagði
að það hve íslands væri háð fisk-
veiðum skapaði því sérstöðu gagn-
vart ESB, en andspænis ESB hefðu
Norðmenn hins vegar enga sér-
stöðu, heldur væru bara venjuleg
Evrópuþjóð. Auðvelt væri að sjá það
fyrir sér að í viðskiptum þessara
þjóða við ESB yrði fyrst samið við
Noreg, þegar eitthvað kæmi upp á
og síðan íslendinga og að íslending-
ar fengju þá alltaf heldur betri
samninga en Norðmenn.
Norðmenn vissu þjóða
best hve harðir samn-
ingamenn íslendingar
væru, eins og Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkis-
ráðherra hefði síðast sýnt
og sannað. En Norðmenn gætu líka
með réttu kviðið því að ef íslending-
ar gengju í ESB á undan þeim
myndu Islendingar hreiðra þar um
sig sem stórveldi á sviði fiskveiða
og þá yrði það óneitanlega á kostn-
að Noregs.
Það verða þó varla bollaleggingar
um íslendinga og ESB sem ráða
afstöðu Norðmanna til ESB, heldur
fyrst og fremst efnahagsþróunin í
Noregi og þróun ESB, sem skýrist
eftir ríkjaráðstefnuna á næsta ári.
Hún gæti gefið Norðmönnum tilefni
til að vega og meta ESB-aðild að
nýju.
IMorðmenn
hafa áhuga
á íslenskri
ESB-aðild
ESB-aðild
Austur-Evr-
ópu deyfir
andstöðu
Skipulag dýralækn-
inga í endurskoðun
Núverandi skipulag
dýralækninga er statt á •
krossgötum að mati
margra dýralækna.
Auðunn Arnórsson
IKJÖLFAR aðildar íslands að
Alþjóðaviðskiptastofnuninni
(WTO) og EES munu dýra-
læknar hafa auknum hlutverk-
um að gegna. Strangar reglur um
inn- og útflutning landbúnaðaraf-
urða, sem lúta alþjóðlegum sam-
þykktum, krefjast þess að heilbrigðis-
eftirlit með kjötframleiðslu og ekki
síður öðrum eldisafurðum, svo sem
laxi, sé öflugt.
Að mati margra dýralækna þarf
þetta eftirlit að vera innt af hendi
af óháðum fagmönnum.
Umtalsverðar breytingar hafa orð-
ið í dýralækningum hér á landi á síð-
ustu árum; það hefur fjölgað verulega
í stéttinni, og miklar framfarir hafa
orðið á tækni í dýralækningum. Sam-
fara þessari þróun hefur gagnrýnis-
röddum um ríkjandi skipulag fjölgað
til muna.
Gagnrýnin beinist fyrst og fremst
að fyrirkomulagi því sem í gildi er
samkvæmt lögum um dýralækna frá
1981. Samkvæmt þeim er landinu
skipt upp í héraðsdýralæknisembætti.
Yfirmaður þeirra er yfirdýralæknir.
Héraðsdýralæknar eru á launum hjá
ríkinu og hafa það hlutverk, hver í
sínu umdæmi, að hafa opinbert eftir-
lit með aðbúnaði dýra og heilbrigði
þeirra en jafnframt sjá þeir um al-
mennar dýralækningar og fá greitt
fyrir hvert unnið verk. Sjálfstætt
starfandi dýralæknar byggja hins
vegar allar sínar tekjur á þeim verk-
efnum sem þeir fá.
Öllum dýralæknum er gert að fara
eftir gjaldskrá þeirri sem landbúnað-
arráðuneytið gefur út.
Sjálfstætt starfandi
dýralæknar óánægðir
Sjálfstætt starfandi dýralæknar
krefjast breytinga á ríkjandi kerfi.
Þeir telja að núverandi skipulag hindri
eðlilega samkeppni í faginu. Um þess-
ar mundir hafa Samkeppnisstofnun
og umboðsmaður Alþingis hvor sitt
málið til umíjöllunar, sem varðar
samkeppnishömlur í núverandi fyrir-
komulagi dýralækninga. Bæði málin
byggjast á athugasemdum sjálfstætt
starfandi dýralækna við gildandi lög
um dýralækna.
Samkeppnisstofnun hefur einu
sinni áður fjallað um málefnið, þá að
beiðni landbúnaðarráðuneytisins. í
marz 1994 lá fyrir umsögn stofnunar-
innar „um hvort gjaldskrá dýralækna,
sem sett er á grundvelli laga um
dýralækna, stangist á við markmið
samkeppnislaga nr. 8/1993.“ í um-
sögninni kemur skýrt fram, að „gjald-
skrá sett af landbúnaðar- --------
ráðuneytinu takmarkar
frelsi dýralækna í atvinnu-
rckstri" og hún „stríði
gegn markmiði sam-
keppnislaga“.
Ennfremur er vakin at- ———
hygli á því í umsögninni að önnur
samkeppnishamlandi ákvæði séu í
lögum um dýralækna en þau er lúta
að gjaldskrármálum þeirra. Skipting
landsins í héraðsdýralæknisumdæmi
og réttindi og skyldur héraðsdýra-
lækna setji samkeppni á sviði dýra-
Iækninga hömlur. En þar sem sam-
keppnislögin hafa ekki æðra gildi en
sérlög eins og lögin um dýralækna,
hefur engu verið breytt síðan þessi
umsögn lá fyrir.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins tekur Samkeppnisráð málið,
sem nú liggur fyrir Samkeppnisstofn-
un, fyrir á næsta fundi sínum og mun
hún kveða upp úrskurð sinn seinna í
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Árni M.
Mathiesen
Bryiýólfur
Sandholt
sumar. Hann er þó ekki bindandi,
þannig að eingöngu lagabreyting
fengi fyrirkomulaginu breytt.
" Samkeppnisstaðan aðalatriði
Sigurður Ingi Jóhannsson er tals-
maður sjálfstætt starfandi dýra-
lækna. Hann segir gildandi fyrir-
komulag fela í sér óeðlilega skekkta
samkeppnisaðstöðu fyrir þá og því
hafi þeir óskað eftir áliti Samkeppnis-
stofnunar.
Að mati Sigurðar Inga er fyrir-
komulag dýralækninga nú statt á
krossgötum: Spurningin snúist um
það, hvort ríkið eigi að niðurgreiða
dýralæknisþjónustu og ákveða jafn-
framt ófrávíkjanlega gjaldskrá, eins
og nú er, eða hvort alveg nýju kerfi
verði komið á, þar sem jöfn sam-
keppnisaðstaða verði betur tryggð.
Tillögur að breyttu skipulagi
Undir þetta mat Sigurðar Inga á
núverandi kerfi tók Árni M. Mathies-
en, dýralæknir og alþingismaður, for-
maður Dýraverndarráðs, þegar Morg-
unblaðið innti hann álits á málinu.
Ámi viðraði nokkrar hugmyndir
um breytingar á kerfinu.
Hann tók fram, að Islendingar
gerðu miklar heilbrigðis- og gæða-
kröfur varðandi inn- og útflutning
landbúnaðarafurða. Gæði framleiðsl-
unnar yrðu aðeins tryggð með kerfi,
þar sem óháðir fagmenn hefðu reglu-
bundið eftirlit með gæðum hennar.
---------- Það væri eðli- ----------
legt, að óháðir
dýralæknar
sæu um þetta
eftirlit.
Til að mæta
þeim kostnaði,
Lög um dýra-
lækna stang-
ast á við sam-
keppnislög
sem hið nýja kerfi hefði óhjákvæmi-
lega í för með sér, væri skynsamleg-
ast að stefna að því að láta núver-
andi héraðsdýralæknakerfi víkja. Það
sem sparast myndi með afnámi þess
yrði notað til að byggja upp nýja eftir-
litskerfíð.
Það væri eðlileg þróun, sagði Árni,
að dýralæknar á landinu kæmu á
verkaskiptingu, sem færi eftir sér-
hæfingu. I fyrsta lagi væri þar um
að ræða dýralækna, sem önnuðust
almennar dýralækningar í sínu héraði
- og stæðu þar jafnfætis í sam-
keppni við aðra. I öðru lagi yrðu
nokkrir að sjá um eftirlitið og rann-
sóknirnar, sem fram færu á lands-
vísu; þeir sem um þær sæju yrðu að
vera óháðir einstökum bændum. í'
þriðja lagi verða sérgreinadýralækn-
ar, sem hafa sérhæft sig á ákveðnu
sviði dýralækninga (t.d. sjúkdómum
í eldisfiski) að vinna sem slíkir fyrir
framleiðendur um allt land.
Til þess að jöfn samkeppnisaðstaða
allra í stéttinni yrði tryggð þyrfti
einnig að gefa gjaldskrána fijálsa.
Árni sagði æskilegt að þessar
breytingar á kerfinu, sem hann lýsti,
yrðu að veruleika sem hægfara ferli,
sem sátt yrði um meðal þeirra er
málið varðar.
Unnið að endurskoðun í
landbúnaðarráðuneyti
Brynjólfur Sandholt yfirdýralæknir
staðfesti í samtali við Morgunblaðið,
að núverandi kerfi héraðsdýralækna
væri í endurskoðun.
Núna væri það svo, að héraðsdýra-
iæknar færu með allt opinbert eftirlit
með heilbrigði dýra og afurða af þeim.
ítrekað hefðu komið fram óskir sjálf-
stætt starfandi dýralækna um að
þeir fengju einnig að framkvæma
hluta þeirra verkefna sem héraðs-
dýralæknar sinna nú einir, svo sem
bólusetningum o.fl.
Til að mæta þessum óskum og fleiri
breyttum aðstæðum væri stefnt að
því að breyta kerfinu þannig, að kom-
ið verði á blönduðu kerfi, þar sem
eftirlitshlutverk héraðsdýralækna
yrði þeirra aðalstarf; með stækkun
---------- umdæma þeirra væri1
þetta mögulegt. Almennar
dýralækningar yrðu þá að
mestu leyti á höndum
sjálfstætt starfandi dýra-
lækna.
Nokkur hluti eftirlits og
Ýmsar hug-
myndir um
breytingar
eru á lofti
ráðgjafar yrði áfram á höndum sér-
greinadýralækna, sem starfa á vegum
yfirdýralæknis hver á sínu sérsviði
dýralækninga.
Hvað gjaldskrármálið varðar vísaði
yfirdýralæknir til umsagnar Sam-
keppnisstofnunar, sem landbúnaðar-
ráðuneytið óskaði eftir i júlímánuði
1993 og skýrt var frá hér að ofan. Á
grundvelli þess, að samkeppnislög
taki ekki yfír sérlög telur yfirdýra-
læknir umsögnina ekki hafa neitt
bindandi gildi fyrir ráðuneytið og sitt
embætti. Enn sem komið er liggur
því engin stefnubreyting fyrir hjá
ráðuneytinu, en unnið er að endur-
skoðun.
kannaði málið.