Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ Utsölur mánuði fyrr í ár „ÉG hef rekið verslunina í 30 ár en þetta er í fyrsta skipti sem ég byija með útsöluí júní,“ segir Erla Wigelund eigandi Verðlistans en þar geta viðskiptavinir nú fengið 30% afslátt af öllum vörum búðar- innar. Útsalan hófst í byrjun vikunnar og hefur verið mikið að gera. Venjulega hefur Erla byijað með útsölu eftir verslunarmannahelg- ina. Hún segir að þar sem að veðrið í sumar hafi brugðist hafi fólk ekki keypt mikið af léttum sumar- fatnaði - og það eigi reyndar við um hin Norðurlöndin líka - því verslunareigendur í Danmörku hafi víða byijað með útsölu fyrir nokkrum dögum. „Mér hefur líka fundist fólk hafa lítið milli hand- anna, ódýrustu flíkurnar hafa selst fyrst upp hjá okkur.“ Að sögn Erlu eru einungis nýjar vörur á lækkuðu verði og hún seg- ir að sér finnist gott að geta boð- ið viðskiptavinum sínum upp á ódýran sumarfatnað, sérstaklega ef sólin fer nú að skína í júlí og ágúst. Útsala hófst hjá Glugganum á sama tíma og hjá Verðlistanum og þar er veittur 30-40% afsláttur af útsöluvörum en 20% stað- greiðsluafsláttur af nýjum fatnaði. Útsalan þar hófst líka mánuði fyrr en venjulega en að sögn forsvars- manna þar á bæ stendur sérstak- lega á og er ekki um nýja stefnu að ræða. Brauðbar í Bónus BÚIÐ er að setja upp brauðbar í Bónus í Holtagörðum þar sem við- skiptavinirnir geta valið sér það sem þá Iystir og sett sjálfir í poka. Það er Samsölubakaríið sem sér um baksturinn fyrir Bónus. Sem dæmi má nefna að snúðam- ir kosta 49 krónur, amerískir kleinuhringir 49 krónur og rúnn- stykki eins og kjallarabollur með osti, kúmenhorn, heilhveitihorn og orkuhleifur á 28 krónur. Villtur lax á tilboði í Nóatúni VILLTUR lax er á tilboðsverði hjá Nóatúni núna. í siðustu viku kost- aði kílóið af honum 799 krónur en kostar nú 499 krónur kílóið. Lítil veiði hefur verið fram til þessa á villtum laxi en þessi lækkun er komin til vegna mikillar veiði fyrir sólarhring. Að sögn Jóns Þor- steins Jónssonar hjá Nóatúni kemur laxinn úr sjávarlögnum í Hvalfirði og við Borgarnes. Um er að ræða smálax 4-7 punda. ________________________________ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1995 17 neytenpur STEINAR WAAGE 20-80% afsláttur Útsalan hófst hjá Benetton í morgun, fimmtudag. Að sögn Margeirs Margeirssonar eru allar vörur á útsölu og afslátturinn frá 20-80%. „Við byijuðum með útsölu á sama tíma í fyrra og erum reynd- ar viku til tíu dögum á eftir Benet- ton- verslunum víða erlendis." Margeir segir að haustvörurnar séu á leið til landsins en það velti á gangi útsölunnar hvenær þær verði teknar upp. Dídó í Kringlunni hættir Útsölutímabil Kringlunnar hefst 13. júlí næstkomandi og stendur til 19. ágúst. Ekki á að hvika frá þeirri dagsetningu en margar verslanir bjóða hinsvegar afslátt af vörum sem settar eru á slár fyrir utan búðirnar. Undanþágur eru gefnar af forsvarsmönnum Kringlunnar ef verið er að breyta verslunum eða þær að hætta og um þessar mundir eru þijár búðir að hætta eða færa sig um set. Verslunin Dídó hættir þann 1. ágúst næstkomandi og þar eru allar vörur seldar með 20-40% af- slætti. Þá standa fyrir dyrum breytingar á versluninni Hjartanu og fá viðskiptavinir 30% afslátt af fatnaði þar. Útsölur að byrja við Laugaveg Aðalheiður Karlsdóttir sem er í Laugavegarsamtökunum segir að ekki sé samræmt útsölutímabil við Laugaveg og hveijum verslunar- eiganda sé í sjálfsvald sett hvenær hann byiji útsölu. Hún segist hins- vegar búast við að útsölurnar verði með hefðbundnum hætti, þær eru að byija þessa dagana og ná vænt- anlega hápunkti um miðjan júlí. Útsalan hjá Hagkaupi hefst fimmtudaginn 13. júlí næstkom- andi. Vörur verða lækkaðar um 40-70%. Nýkomin sendinq frá | Tökum við notuðum skóm til handa bágstöddum | Póstsendum samdœgurs • 5% staðgreiðsluafslúttur STEINAR WAAGE y STEINAR WAAGE j SKÓVERSLUN ^ SKÓVERSLUN ^ KRINGIAN 8-12 SÍMI568 9212 EGILSGÖTU 3 SÍMI551 8519 Verð: 8.990, PETER KAISER Tegund: Venus Blindrafélagið SAMTÖK BLINDRA OG SJÓNSKERTRA A ÍSLANDI Happdrætti Blindrafélagsins Dregið 22. júní Vinningsnúmerin eru: 5636 24550 3753 7621 9489 15293 5266 8442 11549 24572 4955 20881 22078 20733 21478 Þökkum landsmönnum veittan stuðning. Blindrafélagið Hamrahlíð 17 JACOB'S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.