Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Niðurstaða nefndar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar vegna lagasetningar í Heijólfsdeilunni 1993 Takmarkar rétt stéttarfé- laga til frjálsra samninga NEFND Alþjóðavinnumálastofnun- arinnar (ILO) um félagafrelsi hefur komist að þeirri niðurstöðu að setn- ing laga 23. mars 1993 um bann við verkfalli og verkbanni á ms. Heijólfi, sem m.a. hafi verið beitt gegn stéttarfélagi sem ekki átti beina aðild að umræddri deilu, sé íhlutun sem takmarki rétt stéttarfé- laga til að ganga til frjálsra samn- inga við atvinnurekendur. Slíkt sé brot á þeirri meginreglu að aðilar skuli ganga óheftir til kjarasamn- inga, og fer nefndin þess á leit við ríkisstjómina að hún forðist í fram- tíðinrti að grípa til slíkrar íhlutunar með lagasetningu. ASÍ kærði setningu fyrrgreindra laga með bréfi til Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar, dagsettu 23. mars 1994. Kært var á grundvelli þess að um hafí verið að ræða brot á alþjóðasamþykktum um félaga- frelsi og samningafrelsi. í kærunni var því haldið fram að með úrskurði gerðardóms 9. ágúst 1993, sem skipaður var sam- kvæmt lögunum, hafí verið lagðar hömlur á kjarasamning stéttarfé- lags, sem ekki átti aðild að kjara- deilunni, þ.e. Sjómannafélagsins Jötuns. Með þessu hafí félagar þess verið sviptir rétti til að gera kjara- samninga til þess að unnt væri að koma til móts við kröfur félaga annarra stéttarfélaga, sem áttu í kjaradeilu við stjóm Herjólfs hf. Ríkisstjómin sendi Alþjóðavinnu- málastofnuninni bréf 20. febrúar 1995 þar sem hún gerði grein fyrir sjónarmiðum sínum í málinu. Réttmætt fyrir stjórnvöld að grípa inn í deiluna Niðurstaða nefndar ILO um fé- lagafrelsi var formlega afgreidd á Ríkisstjórnin forðist að grípa til íhlutunar með iagasetningu fundi stjómamefndar ILO 23. júní síðastliðinn, en nefndin velti fyrst og fremst fyrir sér þeim spuming- um hvort Sjómannafélagið Jötunn hafi átt í kjaradeilu og hvort átt hefðu sér stað fullnægjandi tilraun- ir til að ná samningum í samninga- viðræðum. í fréttatilkynningu frá félags- málaráðuneytinu kemur fram að niðurstaða nefndarinnar sé sú að Sjómannafélagið Jötunn hafi ekki átt í kjaradeilu. Nefndin taki hins vegar fram að félagið hafi með óbeinum hætti tengst kjaradeilunni vegna þess að ein af aðalkröfum þeirra sem vom í verkfalli hafi ver- ið sú að laun þeirra yrðu hlutfalls- lega hækkuð með hliðsjón af hækk- un launa félagsmanna í Sjómanna- félaginu Jötni. Þrátt fyrir þetta tek- ur nefnd ILO fram að hún sjái ekki nauðsyn þess að lögin tóku til fé- lagsmanna í Sjómannafélaginu Jötni. Hvað varðar síðara atriðið rekur nefndin upplýsingar ríkisstjómar- innar um sáttatilraunir í kjaradeil- unni. Hún tekur upp tilvitnun ríkis- stjórnarinnar í skýrslu sérfræðinga- nefnda ILO um framkvæmd al- þjóðasamþykkt nr. 87 um félaga- frelsi og nr. 98 um samningafrelsi, en samkvæmt þeirri tilvitnun geta aðstæður verið með þeim hætti að samningaviðræður hafí siglt í strand og því nauðsynlegt fyrir stjórnvöld að grípa inn í til að leysa deilu. Kemst nefndin að þeirri nið- urstöðu að sú deila sem hér um ræðir hafí siglt í strand og fellst nefndin þannig á að það hafi verið réttmætt fyrir stjórnvöld að grípa inn í deiluna. Gerðardómi settar þröngar skorður Nefnd ILO gerir að umtalsefni það ákvæði umræddra laga sem Alþingi samþykkti 23. mars 1993 sem kveður á um að gerðardómur- inn, sem skyldi skipaður sam- kvæmt lögunum, skuli taka tillit til þeirra kjarasamninga sem voru í gildi á milli skipveija og útgerðar- manna og almennrar launaþróunar í landinu. Nefndin gagnrýnir þetta atriði og kveður þetta hafa sett gerðardómnum þröngar skorður til túlkunar og til að leysa deiluna. í tilmælum nefndarinnar til ríkisstjórnarinnar er minnt á að til þess að öðlast og halda tiltrú máls- aðila sé nauðsynlegt að hvers kon- ar gerðardómskerfi sé raunveru- lega sjálfstætt og að niðurstaða gerðardóms skyldi ekki fyrirfram ákveðin með lagaákvæðum. Nefndin telUr að Iögin, eins og þeim er beitt gegn stéttarfélagi sem ekki átti beina aðild að um- ræddri deilu, sé íhlutun sem tak- markar rétt stéttarfélaga til að ganga til fijálsra samninga við atvinnurekendur, en slíkt sé brot á þeirri meginreglu að aðilar skuli ganga óheftir til almennra kjara- samninga. Nefndin biður því ríkis- stjórnina að forðast í framtíðinni að grípa til slíkrar íhlutunar með lagasetningu. Þjónustusamningur gerður við Bændaskólann á Hólum Aukið sjálfræði í rekstri ÞJÓNUSTUSAMNINGUR var und- irritaður sl. þriðjudag við skóla- stjóra Bændaskólans á Hólum af landbúnaðarráðherra og fjármála- ráðherra. Samningurinn gerir ráð fyrir 6 millj. kr. aukafjárveitingu til rekstrar skólans til viðbótar við þær 53 millj. sem eru á ijárlögum. Einnig-er gert ráð fyrir 72 millj. á næstu tveimur árum til að ljúka endurbótum á gamla skólahúsinu sem hefur menningarsögulegt gildi. „Samningnum er ætlað að að skýra og afmarka þau meginverk- efni sem skólanum er ætlað að annast," segir Jón Bjamasson skólastjóri Bændaskólans á Hólum. Samningurinn skýrir einnig þá fjár- muni sem forsvarsmenn skólans hafa úr að spila og leggur drög að þeim árangri sem ætlast er til að hann skili af sér í framtíðinni. Þrískipt búfræðikennsla Búfræðslu í landinu hefur nú að stórum hluta verið skipt niður á Bændaskólann að Hólum, Bænda- skólann að Hvanneyri og Garð- yrkjuskóla ríkisins. Samkvæmt þjónustusamningnum verður kennsla í Hólaskóla að mestu þrí- þætt og skiptist í hrossarækt, tamn- ingar og reiðkennslu, fiskeldi og fiskrækt og ferðamennsku. Hefð- bundnar búgreinar hafa að stórum hluta flust að Hvanneyri. „Samningur af þessum toga er mjög mikilvægur fyrir skólann. Atvinnuvegir hafa breyst í dreif- býli, einnig er landnýting með öðr- um hætti og nauðsynlegt er að koma til móts við þessar breytingar í kennslu. Samningurinn undirstrik- ar mikilvægi þess að mótuð sé heild- arstefna í framtíðinni," segir Jón. Aukið aðhald og sjálfræði ' Samkvæmt samning-num ber for- svarsmönnum skólans að ná til- teknum árangri eftir tiltekinn tíma sem síðar verður endurskoðaður árlega. Kennsla á sviði hesta- mennsku og uppbyggingar í fiskeldi og ferðaþjónustu verður þróuð og skilgreind. „Þetta er því nýtt form- legt verkefni á sviði búnaðarfræðslu en mikilvægi þessara þátta hefur vaxið mikið í sveitum á sl. árum,“ segir Jón. „Á móti kemur að við munum draga úr hefðbundinni landbúnaðarstarfsemi." Jón segir aðsóknina að skólanum hafa verið mjög góða undanfarin ár og að samningurinn muni hjálpa forsvars- mönnum skólans að skipuleggja næstu ár. Einnig muni hann færa skólanum aukið sjálfræði í fram- kvæmd, en um leið aðhald. ENGJATEIGUR - LISTHÚS Listiðnaðar-, heimilisiðju- og listafólk Frábært 45 fm verslunarhúsnæði til sölu á 1. hæð í þessu vel staðsetta, fallega húsi. Geymsla á kjallara- hæð. Hagstætt verð og góð kjör. Laust strax. Upplýsingar og lyklar hjá Fasteignasölunni SEF hf., sími 588-0150. Fjölbrautaskóli Suðurnesja Morgunblaðið/Björn Blöndal NÝSTÚDENTAR frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja en að þessu sinni voru 43 stúdentar brautskráðir á vorönn. 79 nemendur braut- skráðir 17. júní Keflavík - Fjölbrautaskóla Suður- nesja var að þessu sinni slitið á þjóð- hátíðardaginn 17. júní og er það um mánuði síðar en venjulegt er og var orsökin verkfall kennara og ferðalag útskriftamema. Að þessu sinni voru 79 nemendur brautskráðir frá skól- anum. Flestir luku stúdentsprófi, 43 nem- endur, 26 nemendur luku námi af tæknisviði, 6 af tveggja ára bók- námsbraut, einn sjúkraliði og 3 skiptinemar. Fjölmenni var við slit skólans og afhenti Hjálmar Ámason skólameist- ari brautskráningarskírteini. Fjöl- mörg verðlaun voru veitt til nemenda og má þar helst nefna Guðmundu M. Geirmundsdóttur, Ingimund Ás- geirsson og Guðrúnu Mjöll Ólafsdótt- ur sem hlutu peningaverðlaun frá Sparisjóðnum í Keflavík fyrir fram- úrskarandi námsárangur. í ræðu sinni til brautskráðra fjallaði skóla- meistari um gildi þrautseigjunnar og líkti hann þessum áfanga útskrifaðra við fjallgöngu þar sem einum hjalla væri náð. Varaði hann nemendur við að líta svo á að hæsta tindi væri náð, gangan væri rétt hafin. Líta mætti á undirbúning skólans fyrir nemendur sem góðan búnað til fjall- göngu þar sem í mal nemenda mætti vonandi fínna gott veganesti til að takast á við hið óþekkta. Skólameistari kveður í lokaorðum sínum þakkaði skóla- meistari nemendum og starfsfólki skólans fyrir ánæjulegt samstarf á árinu. Þá kvaddi skólameistari skól- ann að sinni þar sem hann mun nú snúa til annarra starfa, en hann hef- ur verið kjörinn alþingismaður. Góð starfsaðstaða og jákvæður starfsandi væri það sem skólameistarinn gledd- ist mest yfir í erilsömu starfi sínu. Lýsti hann jafnframt erfiðleikum sín- um við að kveðja þann góða starfs- hóp en óskaði nemendum og starfs- fólki skólans alls hins besta í framtíð- inni. Fjölbrautaskóli Suðurlands Morgunblaðið/Sig. Jóns. ÚTSKRIFAÐIR nemendur Fjölbrautaskóla Suðurlands. Hundrað nemendur hættu í verkfallinu Selfossi. Morgunblaðið. SJÖTÍU og níu nemendur voru út- skrifaðir frá Fjölbrautaskóla Suður- lands sunnudaginnn 28. maí, þar af 49 stúdentar. í upphafi vorannar voru 600 nem- endur skráðir í dagskóla og um 90 í öldungadeild. Um 100 nemendur hurfu frá námi eftir verkfall kennara og er til marks um það áfall sem skólastarfið varð fyrir. Sigurður Sig- ursveinsson skólameistari sagði að skólinn myndi hafa samband við þessa nemendur og hvetja þá til að taka upp þráðinn að nýju. Ólöf Þórhallsdóttir frá Ægissíðu hlaut verðlaun skólanefndar fyrir bestan námsárangur, en fjöldi við- urkenninga er jafnan afhentur við skólaslit. Páll Sveinsson frá Galtalæk fékk sérstök verðlaun við útskriftar- athöfnina fyrir bestan árangur iðn- nema, en hann fékk 10 í verklegri húsasmíði, sem er einstakt. Páll sýndi einstaka vandvirkni og öryggi í vinnu að verkefnum sínum. Mikið hefur verið um heimsóknir Svía og Norðmanna í skólann og í einni slíkri heimsókn settust gestirn- ir inn í tíma þar sem Njála var kennd. Þá kynnti kennarinn fyrir þeim Njál frá Bergþórshvoli sem var einn nem- endanna í kennslustofunni. Þetta vakti að vonuin undrun gestanna sem voru nýkomnir úr skoðunarferð um Njáluslóðir. Kór fjölbrautaskólans söng við útskriftarathöfnina undir stjórn Jóns Inga Sigurmundsonar. Athöfnin var að venju mjög fjölmenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.