Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ 2 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1995 FRÉTTIR Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- og dómsmálaráðherra um beiðni LIU Ástæðulaust að senda varðskip ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegs- og dóms- málaráðherra telur eðlilegt að það verði kannað hvort hægt verði að koma íslenskum skipum á úthafskarfamiðum til aðstoðar. LÍÚ hafi hins vegar enga grein gert fyrir því í hverju vandinn er fólginn og við þær aðstæður sér hann ekki ástæðu til þess að senda varðskip á svæðið. LÍÚ fór fram á það við sjávarútvegsráðuneyt- ið bréflega í fyrradag að það hlutaðist til um að sent yrði varðskip á úthafskarfamiðin þar sem rússneskir togarar hafa valdið tugmilljóna tjóni á veiðarfærum íslenskra skipa. Rússarnir eru sagðir virða hvorki siglingareglur né almennar samskiptareglur á miðunum. Varðskip hefur ekki lögsögu utan 200 mílna Sjávarútvegsráðherra sagði að varðskip hefði ekki lögsögu utan 200 mílna markanna og í annan stað væru ekki til fjármunir til þess að sinna slíkum verkum utan landhelginnar. „Við munum láta gera lögfræðilega athugun á því hvaða hlutverki varðskip geti gegnt á al- þjóðlegum hafsvæðum og hvaða hlutverki við þurfum að sinna þegar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna er lokið og væntanlega kominn bind- andi alþjóðasamningur og samningur um skipt- ingu veiðistofna á þessum svæðum. Ég tel að það sé mjög brýnt að við gerum okkur grein fyrir því hvaða eftirlitshlutverk við þurfum að hafa með höndum þegar þróun hafréttarins og samningar um skiptingu á veiðistofnum eru orðnir að veruleika," sagði Þorsteinn. Sjávarútvegsráðherra sagði að LÍÚ þyrfti að gera nánari grein fyrir þeim atvikum sem hefðu leitt til beiðnar þeirra um að sent yrði varðskip á miðin. Ráðuneytið sé reiðubúið að ræða við útvegsmenn um það hvort og með hvaða hætti væri hægt að styrkja stöðu íslensku skipanna á þessu svæði. „Á þessu stigi máls er ekki ástæða til þess að senda varðskip,“ sagði Þorsteinn. Morgunblaðið/Uolli ^ Morgunblaðið/Golli BJÖRGUNARSVEITARMAÐUR býr sig undir köfun á sameigin- KAFARAÆFINGIN undirbúin. Á myndinni sjást björgunar- legri æfingu á vegum Slysavarnafélags íslands. sveitarmenn sökkva bíl í Hafnarfjarðarhöfn. 25 kafarar á árlegri æfíngu SLYSAVARNAFÉLAG ís- lands stendur á hverju ári fyr- ir kafaraæfingu, sem að þessu sinni var í umsjón björgunar- sveitarinnar Fiskakletts í Hafnarfirði. Hálfur þriðji tug- ur kafara af öllu landinu tók þátt ásamt Slökkviliðinu í Reykjavík. Æfingin fór m.a. fram í skipinu Siguijóni Arnljóts- syni, sem Slysavarnafélagið og Landhelgisgæslan sökktu í Kollafirði I fyrra, en einnig var kafað í Hafnarfjarðar- höfn. Æfingin var vel heppnuð að öllu leyti, að sögn Jóns Ólafs Magnússonar hjá Fiskakletti. í fyrra var æfing- in haldin á Húsavík og að ári munu kafarar hittast I Vest- mannaeyjum. Borgarráð samþykkir tillögur um bensínstöðvar og bensínsölu á verslunarlóðum Lóðir fyrir bensínsölu seldar BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- Iögu um hvemig fara skuli með umsóknir 'um lóðir fyrir bensín- stöðvar eða Feyfi fyrir bénsínsölu á almennri verslunarlóð. Tillagan gerir ráð fyrir að lóðirnar verði seld- ar á 1.800-2.600 kr. fyrir hvem fermetra miðað við núverandi verð- lag- I tillögu borgarverkfræðings og forstöðumanns borgarskipulags, sem samþykkt var í borgarráði, er gert ráð fyrir að litið verði á allar lóðir þar sem bensín er til sölu, þ.e. fyrir almenning eða þar sem sér- sala er fyrir fyrirtæki svo sem sendibíla eða leigubíla, sem bensín- sölulóðir er hafi sérstöðu. Þar megi búast við aukinni umferð, sem kalli á gott aðgengi auk þess sem taka þurfi tillit til mengunar- og bruna- vama. Lóðirsýndar á skipulagi Fram kemur að bensínsölulóðir með aðkomu frá stofnbraut skuli sýna á aðalskipulagi og allar bens- ínsölulóðir skuli sýna á deiliskipu- lagi sem borgarráð samþykki eftir umfjöllun skipulagsnefndar og um- ferðarnefndar. Sama á við þegar sótt er um breytta starfsemi á lóð vegna bensínsölu eða þegar auð lóð í eldra skipulagi er tekin til þessara nota. Skipulag eða breytingu á skipulagi bensínsölulóða skal ávallt auglýsa og kynna í fjórar vikur. Verðlag miðist við staðsetningu Nýjar bensínsölulóðir skal selja á 1.800-2.600 kr. fyrir hvern fer- metra. Verðlag miðast við staðsetn- ingu og aðgengi. Auk þess greiðist gatnagerðargjald vegna bygginga miðað við rúmmál, en ekki af geym- um neðanjarðar. Þá er lagt til að ekki verði um sinn samþykktar al- mennar reglur um leyfi fyrir bensín- dælu á verslunarlóð, sem þegar hefur lóðarleigusamning, þar sem erfitt sé að koma við sérstöku gjaldi eða hækkun gatnagerðargjalda í slíkum tilvikum. Þess í stað verði kannað að gjöld verði sem sambæri- legust öðrum bensínsölulóðum. Hugsanlegt sé að taka upp nýjan gjaldflokk í reglugerð fyrir gatna- gerðargjöld sem myndi gilda fyrir verslunarlóð með bensínsölu. Bensínafgreiðsla við Starengi 2 Leituðu eftir sam- starfi við lóðarhafa BORGARRÁÐ hefur samþykkt stækkun byggingarreits fyrir verslunarhús við Starengi 2 og aðstöðu á lóðinni fyrir bensínaf- greiðslu. Að ábendingu borgar- yfirvalda leituðu forráðamenn OLÍS eftir samstarfi við lóðar- hafa um sölu á bensíni. í erindi borgarskipulags til borgarráðs kemur fram að skipulagsnefnd samþykkir erind- ið en að hafa skuli samráð við borgarskipulag um fyrirkomu- lag á lóðinni og aðkomu áður en málið er lagt fram í byggingar- nefnd. Óíjós byggingarreitur í bréfi handhafa lóðarinnar til skipulagsnefndar sem fylgir er- indinu segir að á uppdrætti skipulagsnefndar hafi býgg- ingarréttur verið óljós og því hafi verið hannað hús sem var 10x22 m í stað 10x17 m. Fram kemur að samþykki byggingarnefndar hafi ekki fengist, aðallega vegna þess að farið var út fyrir byggingarreit og einnig vegna fyrirhugaðrar bensinsölu sem einnig er á teikn- ingunni. Bent á þessa lóð Þá segir: „Ástæðan fyrir því að teiknuð er bensínafgreiðsla á lóðina er sú að forráðamenn OLÍS höfðu samband við skrif- stofu borgarinnar og var þeim bent á að þessi lóð myndi henta til sölu á bensíni í þessu hverfi. í framhaldi af þeirri viðræðu höfðu þeir samband við mig [lóð- arhafa] og föluðust eftir sam- starfi með sölu bensíns á lóðinni, ég tjáði þeim að ég væri tilbúinn í það samstarf ef það væri í lagi af hálfu ráðamanna borgarskipu- lags.“ Gert er ráð fyrir einni dælu á lóðinni með nokkrum stútum, sem verður að mestu sjálfvirk. Því óskar lóðarhafi eftir sam- þykki fyrir stækkun á bygg- ingarreit og ennfremur aðstöðu fyrir bensínafgreiðslu. Viðræður um meirihluta 1 Hafnarfirði Akvörðun um bæjar- stjóra í dag VIÐRÆÐUR um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar ganga ágæt- lega að sögn Ingvars Viktors- sonar oddvita Alþýðuflokks- ins. Gert er ráð fyrir að í dag verði tekin ákvörðun um hver verði næsti bæjarstjóri. Ingvar sagði að enn hefðu engin ágreiningsmál komið upp í viðræðunum við Jóhann G. Bergþórsson og Ellert Borgar Þorvaldsson bæjar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. „Þetta hefur gengið mjög vel,“ sagði hann. Magnús Kjartansson vara- bæjarfulltrúi sjálfstæðis- flokksins og Hjördís Guð- björnsdóttir, sem skipar 21. sæti á lista Sjálfstæðis- manna, tóku þátt í viðræðun- um í gær ásamt þeim Jó- hanni og Ellerti Borgari. Island í 5. sæti Vilaraoura. Morgunblaðið. ÍSLAND er komið í fimmta sæti í opna flokknum á Evr- ópumótinu í brids með 427 stig eftir tvo góða sigra í gær. Isfendingar unnu ísraela 19-11 í fyrri leiknum. Eftir fyrri hálfleik höfðu íslending- ar 16 imp-stiga forskot og bættu sex við í siðari hálfleik. I síðari leiknum, gegn Ung- veijum, höfðu íslendingar 15 impa forskot í hálfleik og bættu 10 við í þeim síðari og unnu 20-10. ítalir náðu aftur efsta sæt- inu í gær með 453 stig en Svíar, sem leiddu í gærmorg- un, áttu slæman dag. íslenska kvennaliðið vann Tékkland 20-10 í fyrri leikn- um en tapaði fyrir Tyrkjum 13-17. Liðið er í 14. sæti með 246 stig en Frakkar hafa orðið afgerandi forystu. Yngri spilarar í fimmta sæti Á Norðurlandamóti yngri spil- ara í Bodö í Noregi voru spil- aðir tveir leikir í gær. Fyrri leikurinn var á móti Finnum og unnu íslendingar 17-13 en töpuðu síðan fyrir Dönum me_ð 25 gegn 2,5 stigum. íslenska sveitin er í fimmta sæti eftir leiki gærdagsins. Tveir síðustu leikirnir í mótinu verða í dag og spilar íslenska sveitin á móti Færey- ingum og Svíum. ■ Þjóðveijar felldir/11 Feðgarnir frá Narfa- stöðum FEÐGARNIR sem létust í umferðarslysi í Víkurskarði á mánudagskvöld hétu Auðunn Ingi Hafsteinsson, fæddur 27. október 1957, og Oddur Auðunsson, fæddur 24. febr- úar 1989. Þeir voru búsettir á Narfastöðum í Viðvíkur- hreppi í Skagafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.