Morgunblaðið - 01.07.1995, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Forvextir og vextir á endurhverfum ríkisvíxlakaupum lækkaðir um 0,3%
Seðlabanki fylgir eftir
lækkun skammtímavaxta
FORVEXTIR og vextir á endur-
hverfum ríkisvíxlakaupum, sem eru
algengasta viðskiptaform Seðla-
bankans við innlánsstofnanir,
lækka um 0,3 prósentustig frá 1.
júlí nk. samkvæmt ákvörðun banka-
stjórnar Seðlabanka íslands. Eftir
breytingarnar verða forvextir
reikningskvóta 6,1% í stað 6,4%
áður, en ávöxtun í endurhverfum
ríkisvíxlakaupum 7,0% í stað 7,3%
áður.
„Okkur hefur fundist að vextir á
peningamarkaði hafi verið ansi há-
ir, ekki síst þegar við höfum fengið
ítrekað staðfestingu á lægri verð-
bólgu. Því teljum við að það sé
ástæða til þess að reyna að draga
þessa vexti niður. Þá hefur þetta
verið þróunin á markaðnum þar sem
Hefur ítrekað fengið stað-
festingu á lægri verðbólgu
skammtímavextir hafa farið lækk-
andi undanfarnar vikur. Við vildum
fylgja þessu eftir,“ sagði Birgir
ísleifur Gunnarsson, seðlabanka-
stjóri, í samtali við Morgunblaðið.
Aðspurður hvort vænta mætti
frekari aðgerða í þessa átt á næst-
unni sagði Birgir ísleifur að fylgst
yrði með hvemig þessar breytingar
reyndust. Ekki hefðu verið teknar
ákvarðanir um frekari skref.
Frá 10. mars sl. hafa endurhverf
ríkisvíxlakaup verið algengasta við-
skiptaform Seðlabankans við inn-
lánsstofnanir. Áður var Seðlabank-
inn með tvenns konar flokka í end-
urhverfum verðbréfakaupum; ríkis-
víxlana sem bankinn keypti í 10
daga og önnur ríkisbréf sem hann
keypti í 30 daga. Síðara formið var
lagt niður tímabundið 10. mars og
hefur ekki verið endurvakið enn.
Með endurhverfum ríkisvíxlakaup-
um er átt við að banki sem þarf
tímabundið á peningum að halda,
selur Seðlabankanum ríkisvíxla en
skuldbindur sig um leið til þess að
kaupa þá aftur innan 10 daga.
Fyrir það borgar hann nú 7,0%
vexti.
Reikningskvóti viðskiptabank-
anna hjá Seðlabanka var lækkaður
úr 20 dagmilljörðum í 10 dagmillj-
arða 10. mars sl. „Við höldum kvót-
anum óbreyttum, enda sýnist okkur
lausafjárstaða bankanna hafa verið
það góð upp á síðkastið að það
þurfí ekki að auka hann. En við
lækkum hins vegar vextina úr 6,4%
í 6,1%,“ sagði Birgir ísleifur.
Birgir ísleifur sagði ennfremur
að Seðlabankinn hefði undanfarna
daga lækkað ávöxtun á skamm-
tímabréfum í tilboðum sínum á
Verðbréfaþingi íslands. „Við lækk-
uðum ávöxtun ríkisvíxla í tilboðum
okkar í dag [föstudag] um 0,3% og
í óverðtryggðum 2ja ára ríkisbréf-
um lækkuðum við um 0,1-0,3 pró-
sentustig."
Samtiingar í farmannadeilunni undirritaðir
Evrópumótið í brids
Möguleikar
Islendinga
úr sögunni
Vilamoura, Morgunblaðið
ÍSLENSKA bridslandsliðið t'apaði
af sæti á næsta heimsmeistara-
móti þegar það fékk aðeins 13
stig í næst síðustu umferð Evrópu-
mótsins í brids í gærkvöldi.
Þegar aðeins einum leik er ólok-
ið á mótinu er íslenska liðið í 7.
sæti og vantar 21 stig upp í fjórða
sætið. Þótt liðið vinni síðasta leik-
inn með mesta mun í dag er það
nánast útilokað að það dugi til að
ná fjórða sætinu.
íslendingar unnu Tékka og
Austurríkismenn 17-13 í gær, en
töpuðu fyrir Spánveijum 13—17.
Fyrir síðustu umferð hafa ítalir
547.5 stig í efsta sætið, Pólveijar
532.5 stig, Hollendingar 527,5
stig, Frakkar 523 stig, Svíar 518
stig, ísraelsmenn 511,5 stig og
íslendingar 502 stig.
■ Heimsmeistaramótssætin/47
ÍffFpfeWaW*
....---------
Brotið blað t sorphirðu
MORGUNBLAÐINU í
dag fylgir fjögurra síðna
auglýsingablað „Pappírs-
blað“. í blaðinu eru kynnt-
ar nýjungar í sorphirðu á
höfuðborgarsvæðinu.
Verkfalli frestað
Morgunblaðið/Sverrir
til 1. ágúst
VERKFALLI yfirmanna á
kaupskipum og ferjum var
frestað í fyrrinótt þegar nýir
kjarasamningar fimm far-
mannafélaga í Farmanna- og
fiskimannasambandi íslands og
viðsenyenda þeirra voru undir-
ritaðir í húsnæði ríkissátta-
semjara. Farskip létu strax úr
höfn eftir að verkfalli hafði
verið frestað. Samningarnir
kveða m.a. á um 11,4% launa-
hækkanir á samningstímanum,
sem gildir til ársloka árið 1996,
sérstaka 12.000 kr. eingreiðslu
undir lok samningstímans, sér-
staka greiðslu fyrir yfirvinnu á
stórhátíðum og breytingar á
starfsaldurshækkunum stýri-
manna. í tengslum við gerð
kjarasamninganna gáfu far-
mannafélögin út hliðstæða yfir-
Iýsingu og starfsmenn ÍSAL
gáfu í seinustu viku um sam-
ræmda afgreiðslu samninga og
gerð heildarkjarasamninga fyr-
ir félögin öll.
Forsendum launastefn-
unnar ekki raskað
Þórarinn V. Þórarinsson,
framkvæmdastjóri VSÍ, segir
að vinnuveitendum hafi reynst
örðugt að halda sig við þá
launastefnu sem mörkuð var í
vetur í svokölluðum ASÍ/VSÍ
samningum í þeim kjarasamn-
ingum sem gerðir hefðu verið
að undanförnu, undir vaxandi
þrýstingi. Hann segist þó ekki
telja að grundvallarforsendum
hefði verið raskað.
Benedikt Þ. Valsson, fram-
kvæmdastjóri FFSÍ, segist vera
sæmilega sáttur við samning-
ana. Að lokinni kynningu á efni
þeirra fer fram skrifleg at-
kvæðagreiðsla um samningana
meðal félagsmanna og verða
atkvæði talin 1. ágúst. Verði
samningarnir felldir hefst
verkfall yfirmanna þá að nýju.
■ Samið um/10
Forsætis-
ráðherra
til Namibíu
og Litháen
DAVÍÐ Oddsson, forsætis-
ráðherra, hefur þegið boð dr.
Sam Nujoma, forseta Nami-
bíu, um að koma ásamt eigin-
konu sinni, frú Ástríði Thor-
arensen, í opinbera heimsókn
til landsins dagana 4. til 7.
júlí nk.
Meðan á heimsókninni
stendur mun forsætisráð-
herra eiga viðræður við nam-
ibíska ráðamenn og hitta ís-
lendinga sem búsettir eru í
Namibíu en starfsmenn Þró-
unarsamvinnustofnunar ís-
lands hafa um nokkurra ára
skeið aðstoðað Namibíumenn
við rannsóknir og uppbygg-
ingu á sviði sjávarútvegs.
Einnig starfa allmargir Is-
lendingar við sjávarútvegs-
fyrirtæki í Namibíu en í land-
inu eru búsettir liðlega eitt
hundrað íslendingar, segir í
frétt frá forsætisráðuneytinu.
í för með forsætisráð-
herrahjónunum verða Ólafur
Davíðsson, ráðuneytisstjóri,
og eiginkona hans, Helga
Einarsdóttir, Sigríður
Snævarr, sendiherra, Kjartan
Gunnarsson, eiginmaður
hennar, Eyjólfur Sveinsson,
aðstoðarmaður forsætisráð-
herra, Guðmundur Ámason,
deildarstjóri í forsætisráðu-
neyti, og Björn Dagbjartsson,
framkvæmdastjóri ÞSSÍ.
Fundur í
Vilníus
í dag, laugardag, situr for-
sætisráðherra fund með for-
sætisráðherrum Norðurlanda
og Eystrasaltsríkjanna í Viln-
íus.
Á fundinum verður rætt
um alþjóða-, öryggis- og
efnahagsmál og leiðir til að
efla samstarf Norðurlanda og
Eystrasaltsríkj anna.
I för með forsætisráðherra
eru Albert Jónsson, deildar-
stjóri í forsætisráðuneytinu
og Snjólaug Ólafsdóttir,
skrifstofustjóri Norðurlanda-
skrifstofu forsætisráðuneyt-
isins.
Nýr leiklistargagn-
rýnandi Morgunblaðsins
SVEINN Haraldsson
er nýr leiklistargagn-
rýnandi Morgunblaðs-
ins. Sveinn hefur
starfað á Morgunblað-
inu sem prófarkales-
ari og hóf nýlega að
skrifa greinar um
leiklist í blaðið. Auk
þess hefur hann starf-
að við kennslu.
Sveinn lauk BA-
prófí frá Háskóla ís-
lands 1987 með ensku
sem aðalgrein og
sagnfræði sem auka-
grein. Hann hefur
stundað doktorsnám í
enskum bókmenntum við Háskól-
ann í Oxford á Englandi síðan
haustið 1989 og vinnur nú að loka-
ritgerð um tengsl skáldsins W.H.
Auden við ísland. Hann hefur hlot-
ið styrki frá breskum aðilum, ORS-
styrk frá stjórnvöldum í Bretlandi
og styrk frá William Morris-félag-
inu vegna rannsókna sinna á verk-
um og lífi skáldsins og flutti 1993
í London í boði þess
félags fyrirlestur um
tengsl Morris við ís-
land.
Sveinn hefur skrif-
að fyrir safnritið
Northern Antiquities
undir ritstjóm Andrew
Wawn ritgerðina „The
North Begins Inside:
Auden, Ancestry and
Iceland“, en bókin var
gefin út af Hisarlik
Press í London á sl.
ári. Störf sín sem
leiklistargagnrýnandi
Morgunblaðsins hefur
Sveinn Haraldsson
með því að skrifa um Ég kem frá
öðrum löndum með öll mín ævin-
týri aftan á mér sem frumsýnt var
í Kaffileikhúsinu í fyrrakvöld, og
birtist gagnrýni hans á bls. 3 í
Menningarblaðinu í dag.
Sveinn mun starfa við hlið Soff-
íu Auðar Birgisdóttur sem kynnt
var lesendum blaðsins laugardag-
inn 6. maí sl.