Morgunblaðið - 01.07.1995, Page 6
6 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Umboðsmaður um álagningarskrár
Birting í fjölmiðlum
óheimil eftir kærufrest
UMBOÐSMAÐUR Alþingis segir
það ótvírætt og óumdeilt að heimilt
sé að birta opinberlega upplýsingar
úr skattskrá. Hins vegar gildi aðrar
reglur um álagningarskrá. Ekki sé
hægt að takmarka aðgang fjölmiðla
að henni né reisa skorður við heim-
ild þeirra til að birta efni hennar á
meðan hún liggi frammi almenningi
til sýnis. Umboðsmaður lýsir sig
hins vegar sammála þeirri túlkun
tölvunefndar að lög heimili ekki
birtingu upplýsinga um fjárhags-
málefni einstaklinga, sem unnar séu
upp úr álagningarskrám, eftir að
kærufresti ljúki.
Málið kom til kasta umboðs-
manns með kvörtun lögmanns, sem
vildi fá úr því skorið fyrir hönd fimm
umbjóðenda sinna hvort fjölmiðlum
væri heimilt að birta upplýsingar
úr álagningarskrá og var vitnað til
umfjöllunar tímaritsins Fijálsrar
verslunar á síðasta ári um 650 nafn-
greinda einstaklinga, þ.á m. þá
fimm sem kvörtuðu. Þeir töldu, að
með tilliti til þeirra upplýsinga sem
safnað hefði verið, útvinnslu þeirra
og samanburðar við eldri upplýs-
ingar um fjárhagsmálefni væri efni
skrárinnar í tímaritinu komið út
fyrir þann ramma, sem ákvæði laga
um tekjuskatt og eignarskatt veittu
einkaaðilum til að halda skipulags-
bundnar skrár um slík fjárhagsmál-
efni og miðla upplýsingum úr þeim.
Réttari upplýsingar
í skattskrá
í áliti umboðsmanns kemur fram
sú skoðun tölvunefndar, að sam-
kvæmt skattalögum takmarkist
heimild fjölmiðla til að birta upplýs-
ingar, sem unnar eru upp úr álagn-
ingarskrám, við þann tíma, sem þær
liggja frammi almenningi til sýnis.
Opinber birting upplýsinga úr
álagningarskrám eftir lok kæru-
frests geti strítt gegn grundvallar-
reglum laga um friðhelgi einkalífs
og persónuvernd og skipti þá ekki
máli hvort upplýsingarnar séu gefn-
ar út í bókarformi eða birtar í dag-
blöðum eða tímaritum.
Ekki verði komið auga á þá hags-
muni, sem réttlætt geti slíka birt-
ingu, sérstaklega þegar haft sé í
huga, að síðar birtist í skattskrá
upplýsingar, sem séu réttari en
upplýsingar álagningarskrár, þar
sem skattstjóri hafi i skattskrá leið-
rétt opinber gjöld manna og lögað-
ila.
Menntamálaráðuneyti og FVA gera samkomulag um Reykholt
Morgunblaðið/Sigurgeir
Rígaþorskur
áland
FISKINES SU 65 landaði þess-
um rígaþorski I Vestmannaeyj-
um í gær. Það er Stefnir Davíðs-
son, starfsmaður Fiskmarkaðar
V estmannaeyja, sem heldur á
fiskinum sem er 159 sm. Hann
vóg aðgerður 43 kg en sennilega
hefur hann verið um 52 kíló
óslægður. Þetta er hængur
veiddur á handfæri austur á Vík
af Vigni Garðarsyni. „Þetta var
ævintýri," sagði Vignir. „Við
höfum aldrei séð svona skepnu
áður. Ekki einu sinni á mynd
held ég. Við héldum fyrst að
þetta væri stór ufsi en við höfð-
um fengið nokkra rétt áður.
Maður heyrir það strax á rúllun-
um þegar stórir fiskar eru á.
Rúllan er tölvustýrð en þegar
við erum að fá svona einn og
einn stóran fisk þá stoppar mað-
ur rúlluna og athugar hvað er
á og ég gerði það og fann að
það var eithvað þungt á en við
héldum að það væri ufsi. Við
vorum búnir að fá tvær stórar
lúður þarna á svipuðu og vorum
búnir að fá okkur stóran krók
sem var tilbúinn þegar við sáum
hvað fiskurinn var stór. Eftir
að krækt var í hann gat hann
svosem ekkert gert.“ f íslensk-
um fiskum eftir Gunnar Jóns-
son, segir að lengsti þorskur,
sem vitað er um af íslandsmið-
um, hafi mælst 181 sm. Kom
hann á línu í Miðnessjó í apríl
1941. í lok júlí 1992 veiddist 177
sm þorskur og á Skjálfanda hef-
ur veiðst 167 sm þorskur. Þá
veiddist 167 sm þorskhængur,
18 ára gamall, við Berufjarðarál
í maí 1991.
Davíð Þór Björgvinsson lögfræðingur hjá EFTA-dómstólnum um EES-rétt
Áhrif meiri en
stefnt var að
DAVÍÐ Þór Björgvinsson, lögfræð-
ingur hjá EFTA-dómstólnum í Genf,
segir í grein í Úlfljóti, tímariti laga-
nema, sem út kemur í næstu viku,
að áhrif þess réttarkerfis, sem kom-
ið hafí verið á fót með samningnum
um Evrópskt efnahagssvæði, kunni
að verða önnur og meiri en stefnt
var að.
Davíð Þór leitast meðal annars í
grein sinni við að svara þeirri spurn-
ingu, hvort hugsanlegt sé að EES-
reglur, sem ekki hafi verið innleidd-
ar í rétt EFTA-ríkja eftir stjórn-
skipulegum leiðum, geti engu að síð-
ur haft lagaáhrif og bein réttaráhrif
í aðildarríkjunum, í svipuðum skiln-
ingi og í EB-rétti, lagakerfi Evrópu-
sambandsins.
Andstæð sjónarmið í
samningnum
I greininni er bent á að tvö sjónar-
mið í EES-samningnum stefni í and-
stæðar áttir. Annars vegar sé það
sjónarmiðið að EES-samningurinn
skerði ekki sjálfsákvörðunarrétt
EFTA-ríkja og feli þannig ekki í sér
yfírþjóðlegt vald til handa stofnun-
um EES. Hins vegar sé í samningn-
um gert ráð fyrir einsleitni og sam-
ræmdri beitingu reglnanna á öllu
Evrópska efnahagssvæðinu. Sjón-
armiðin leiði til andstæðrar niður-
stöðu. Því þurfi að taka fleiri atriði
með í reikninginn.
í því sambandi nefnir Davíð Þór
meðal annars að skyldur aðildarríkja
samkvæmt samningnum séu mun
ríkari en almennt um þjóðréttar-
samninga, þar sem þau skuldbindi
sig til að tryggja EES-reglum gildi
að landsrétti þannig að einstaklingar
og lögaðilar geti borið þær fyrir sig.
Markmið EES-samningsins um að
skapa einsleitt efnahagssvæði séu
jafnframt algerlega sambærileg við
það, sem fram komi í Rómarsáttmál-
anum. í þriðja Iagi miði réttindi þau,
sem EES-tryggir, einkum að því að
ákvarða réttarstöðu einstaklinga og
lögaðila, sem jafnvel hafí stofnað til
fjárfrekra útgjalda eða fjárfestinga
í trausti þess að skuldbindingum
samningsins verði framfylgt. í fjórða
lagi telur hann EES-samninginn
fallinn til þess að raska hefðbundn-
um sjónarmiðum um skil milli lands-
réttar og þjóðaréttar, og stuðla að
enn frekara fráhvarfi frá hugmynd-
um um tvíeðli þeirra.„Þessi atriði,
sem fléttast nokkuð saman, og
eflaust fleiri benda til þess að færa
megi fyrir því ákveðin rök að veita
beri EES-reglum, sem ekki hafa
verið lögleiddar í landsrétt sam-
kvæmt því sem 7. gr. EES mælir
fyrir um, réttaráhrif þannig að jafna
megi að nokkru til beinna réttar-
áhrifa, eins og það hugtak er notað
í EB-rétti,“ segir Davíð Þór.
Varnargarðar halda ekki
I lokaorðum greinarinnar segir
hann: „Kjami EES-samningsins er sá,
að með honum taki EFTA-ríkin yfir
hluta EB-réttar. Um leið og það er
gert er reynt að reisa vamargarðar,
til að tryggja sjálfsákvörðunarrétt og
fullveldi EFTA-ríkjanna.Niðurstaðan
er í meginatriðum sú, að EES-réttur-
inn hafí tekið í arf ákveðna þætti
EB-réttarins, sem gera það að verk-
um, að svo kann að fara að þessir
vamargarðar haldi ekki eins og ætlun-
in var þegar til lengri tíma er litið og
áhrif EES-réttarins verði önnur og
meiri en stefnt var að.“
400 reiðhjól-
um stolið
NÆR fjögur hundruð reiðhjól hafa
horfið eigendum sínum á höfuð-
borgarsvæðinu það sem af er ár-
inu. Flestir reiðhjólaþjófnaðir eru
á sumrin, svo búast má við að
þessi tala eigi enn eftir að hækka.
Á einum sólarhring, frá fimmtu-
dagsmorgni til föstudagsmorguns,
var tilkynnt um hvarf tíu reiðhjóla
vítt og breitt um umdæmi Reykja-
víkurlögreglunnar. Þar af var
tveimur stolið úr sama húsi í Vest-
urbænum.
Boðið upp á ársnám á
framhaldsskólastigi
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ og
Fjölbrautaskóli Vesturlands á
Akranesi hafa gert með sér sam-
komulag um að FVA bjóði upp á
eins árs nám á framhaldsskólastigi
í Reykholti. Um nokkra ný-
lundu mun vera að ræða í
framhaldsskólakerfinu, þar
sem nemendur geta lokið
almennum áföngum fram-
haldsnáms en auk þess fjöl-
breyttum valáföngum með
sérstakri áherslu á að efla
hæfni nemenda til samskipta
og sjálftraust þeirra.
í frétt frá ráðuneytinu
kemur fram að Bjöm
Bjamason menntamálaráð-
herra fagni þeim tiilögum sem fyrir
liggi um skólahald í Reykholti og
að með hugmyndum FVA sé tekið
upp nám er henti nemendum að
hefja framhaldsnám sem séu óá-
kveðnir um val á framhaldsnámi
eða vilji skipta um umhverfi. Nám-
ið henti bæði nemendum með góðan
námsárangur úr grunnskóla og
slakan undirbúning.
Óljóst hvað tekur við
Fyrir skömmu tók ráðuneytið
ákvörðun um að skólinn í Reykholti
myndi heyra undir FVA og er um
tilraunaverkefni að ræða. FVA mun
fara með yfirstjórn námsins og bera
ábyrgð á gæðum þess en í Reyk-
holti verði stjómandi með umboð
frá skólameistara og skólanefnd til
að annast daglega stjórn skóla-
starfs. Skólanefnd FVA fer með
málefni Reykholtsskóla. Ákvörðun
ráðuneytis hafði jafnframt í för með
sér að hvorki Ólafur Þ. Þórðarson
fyrrverandi þingmaður og skóla-
meistari í Reykholti tæki aftur til
starfa né Oddur Albertsson sem
gegnt hefur þeirri stöðu síðastliðin
tvö_ ár.
Ólafur kveðst ekki ætla að deila
við ráðuneytið um ákvörðun þess,
en telji að til hennar hefði aldrei
komið, ^hefði ekki staðið styr um
að hann kæmi aftur til starfa. Ráð-
stöfunin sé lögleg að hans mati,
enda þótt Alþingi eigi eftir að stað-
festa hana og heimild fyrir færslu
á íjárveitingu Reykholts-
skóla til FVA.
„Ég hefði talið betra að
í Reykholti væri sjálfstæður
skóli með skólastjóra á
staðnum', en síðan væri mik-
ið samstarf á milli FVA og
skólans í Reykholti. Hins
vegar tel ég að úttekt Hag-
sýslu ríkisins á skólanum
hafi fært menntamálaráð-
herra mikil rök til að bregð-
ast við málum með þeim
hætti sem hann gerði, en svo má
alltaf deila um hvort að sú ákvörð-
un hafí verið sú besta eða ekki,“
segir Ólafur.
Hann segir að ráðuneytið hafi
ekki gert sér tilboð um nýtt starf,
enda sé það ekki skuldbundið til
slíks. Ákvörðun þýði hins vegar í
reynd að honum beri ákveðnar
launagreiðslur í tiltekinn tíma.
Ólafur segir óráðið sem sakir
standa hvað taki við, hann ætli að
safna þreki um tíma áður en aðrir
atvinnumöguleikar verði kannaðir.