Morgunblaðið - 01.07.1995, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 9
Halldór Jónsson yfirlæknir
Spennandi að fá að
kynnast starfi kin-
versks skurðlæknis
Morgunblaðið/Golli
ÞORSTEINN, afmælisbarn dagsins, klippir á
borðann og opnar göngustíginn formlega.
Nýr stígur í Heiðmörk
HALLDÓR Jónsson með tvo
boltalaxa úr Ytri Rangá, 8 og
12 punda fiska.
Gengur vel
íYtri
Rangá
STORI straumurinn hefur ekki alls
staðar skilað laxatorfum. Víða hefur
glæðst mjög, en annars staðar er enn
dauft og drungalegt, s.s. í ám í næsta
nágrenni Reykjavíkur. Má þar nefna
Leirvogsá og Úlfarsá sem hafa aðeins
gefíð örfáa laxa hvor.
Rangársvæðið líflegt...
Milli 40 og 50 laxar eru nú komn-
ir á land af Rangársvæðinu, lang
flestir úr Ytri Rangá, en örfáir að
auki úr Eystri Rangá. Mest hefur
veiðst á svæðinu frá Ægissíðufossi
og niður á Klöpp, en svæði IV og
efri hlutar svæðis 2 hafa einnig gefíð
laxa. Þetta er með bestu byxjunum í
Rangánum. Þá hefur það vakið eftir-
tekt, að smálax hefur verið með í
aflanum frá byijun, en það hefur
hingað til verið talið vita á gott ef
árs fiskur úr sjó veiðist snemma á
veiðitíma. Þá hafa óvenjulega margir
mjög stórir urriðar veiðst í Ytri
Rangá, bæði á urriðasvæðinu fyrir
ofan Arbæjarfoss og einnig neðar, á
laxasvæðunum. Allt að 9,5 punda
fískar.
Glæðist í Kjós
“Þetta er mishitt hjá mönnum,
sumir eru mistækir en aðrir gera
betur. Það eru komnir um 90 laxar
á land og það hefur komið talsvert
af nýjum laxi í straumnum. Helst er
að vanti að laxinn dreifí sér betur um
ána, en vonandi fer hann að gera það
á næstu dögurn," sagði Axel Jóhanns-
son veiðivörður við Laxá í Kjós í
gærkvöldi. Talsvert af smálaxi er
gengið í ána og vatnið í ánni er gott.
Reytist úr Hítará
Tíu laxar voru komnir úr Hítará á
ládegi í gær, helningurinn 10 til 12
Dund og helmingurinn smálax. Um
20-30 bleikjur hafa einnig verið færð-
ir til bókar, flestar 1,5 til 2 pund og
lestar dregnar á flugu eins og laxam-
r. Laxinn er ekki vel dreifður í Hít-
irá, allir að þremur undanskildum eru
ir Kverkinni, hinir þrír úr næsta stað
yrir ofan, Breiðinni. Enn er mikið
atn í ánni, en alveg tært. Fyrir þrem-
ir dögum veiddist fyrsti laxinn á
væðinu Hítará 2, nánar tiltekið í
jrjótá. Þar hafa einnig veiðst nokkr-
• vænir silungar.
Góður pappír til
endurvinnslu
ERFITT er að segja til um hversu
löng aðgerðin verður sem kínverski
læknirinn dr. Zhang Shaocheng
og dr. Halldór Jónsson, yfirlæknir
bæklunardeildar Landspítalans
munu gera á baki Hrafnhildar
Thoroddsen í næstu viku, en hún
slasaðist alvarlega í bílslysi árið
1989 og hefur að mestu verið
bundin í hjólastól síðan. Segir
Halldór það vera spennandi tæki-
færi að fá að kynnast starfi kín-
versks skurðlæknis á þennan hátt.
Að sögn Halldórs er búist við
því að aðgerðin verði löng. Venju-
lega taki svona aðgerðir hjá Zhang
um sex tíma, en sökum þess hversu
langt er liðið frá slysinu gæti hún
dregist lengur en það. Halldór
gerði á sínum tíma tvær aðgerðir
á hryggsúlu og mjaðmagrind
Hrafnhildar, en hvorutveggja
brotnaði illa í slysinu. Þær aðgerð-
ir beindust eingöngu að því að festa
hryggsúluna saman aftur til að
halda mænugöngunum í réttri lög-
un.
Taugarnar líkjast spagetti
Halldór mun hitta Zhang þegar
hann kemur hingað til lands í
næstu viku og þá munu þeir fara
í gegnum allar rannsóknir sem
gerðar hafa verið á Hrafnhildi og
gera áætlun um aðgerðina sem
ráðgert er að verði á föstudag.
Hann segir að búið sé að kort-
leggja svæðið með segulómtæki,
þeir viti hvernig mænugöngin líti
út, en ekki sjáist nákvæmlega hvar
taugarnar liggja í gegnum örberði
sem er í mænugöngunum.
Hann segir að taugum í mænu-
göngunum sé hægt að líkja við
spagetti í potti þar sem þær fljóti
í mænuvökvanum. Ekki sé vitað
hvort taugarnar hversu mikið
taugarnar hafi marist við áverk-
ann: þær virðast vera saman í
knippi líkt og spagetti sem fests
hafi saman. Ef svo er þá þurfi
þeir að kanna hvort hægt sé að
ná taugunum í sundur eða hvort
þurfi að tengja fram hjá þeim.
Spennandi tækifæri
Halldór segir það óneitanlega
spennandi fyrir sig sem skurðlækni
að gera þessa aðgerð ásamt kín-
verskum starfsbróður sínum. Ekki
sé mikið vitað um lækningar í
Austurlöndum, menn þar skrifi
minna um aðgerðir og rannsóknir
sem þeir stunda en læknar á Vest-
urlöndum og því hafi lítil vitneskja
borist um þá hluti til Vesturlanda.
Það sem læknar í Asíu svo skrifa
sé aðallega birt í læknaritum þeirra
landa sem þeir starfa í sem berast
ekki mikið útfyrir landssteinana,
einna mest sé vitað um störf lækna
í Japan.
NÝR göngustígur hefur verið
lagður í Heiðmörkinni fyrir ofan
Vífilsstaði. Tveir hópar unglinga
úr Reykjavík ásamt þremur
flokksstjórum og táknmálstúlki
hafa lagt stíginn og var hann
opnaður formlega í gær.
Göngustígurinn er tæplega eins
kílómetra langur og tengir saman
elsta svæði skógræktarinnar og
eitt af þeim nýjustu. Alls unnu
um 50 unglingar, þar af fimm
heyrnarlausir, að verkinu sem
hófst áttunda dag mánaðarins.
Komu hóparnir að úr tveimur
áttum og tengdu þeir stíginn síð-
an saman með steinbrú sem þeir
byggðu úr grjóti sem til féll við
stígsgerðina. Veðrið lék ekki við
hópana því ýmist var þreifandi
þoka eða rigning meðan á stígs-
gerðinni stóð. Þegar stígurinn var
opnaður var veður aldrei þessu
vant þurrt og gott þó sólarlaust
væri. Að athöfninni lokinni héldu
vinnuflokkarnir veglega veislu og
lagði hver unglingur eina köku
til teitisins.
X VANDAÐIR
STAKIR JAKKAR FRÁ
laugardag og sunnudag
QnmarKÍÁm B A fclrArín KlÁtn H DrtffardíGvHri*