Morgunblaðið - 01.07.1995, Page 12

Morgunblaðið - 01.07.1995, Page 12
12 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AURSKRIÐAN í SÖLVADAL Morgunblaðið/Rúnar Þór ultu frain lEkkí vitað að stærri „ÞAÐ VORU stórir og afskaplega fallegir hólar í fjallinu og þeir bara ultu fram eins og þeir lögðu sig,“ segir Petrea Hallmannsdótt- ir, húsfreyja á Þórmundsstöðum í Sölvadal. Skriðan sem féll var er um einn kílómetri að lengd og um hálfur kílómetri að breidd. Skýringin á skriðuföllunum er að sögn Halldórs G. Péturssonar jarðfræðings sú að eftir leysingar undanfarinna vikna væri jörðin mettuð af vatni og taldi Halldór að geysimikið vatn hafi verið í hólunum í fjallinu. skriður hafi fallið Akureyri. Morgunblaðið. MIKIÐ tjón varð í Sölvadal inn af Eyjafirði þegar stór aurskriða féll úr Hólafjalli í námunda við bæinn Þormóðsstaði síðdegis á fimmtudag. Hún hreif með sér rafstöð ofan bæjarins og olli miklum skemmdum á túnum. Tvíbýli er að Þormóðsstöðum og voru tveir heima á öðrum bænum, bóndinn og sonur hans. Skriðan sem er um kílómetri að lengd og hálfur kílómetri að breidd var mjög kraftmikil, en hún þeyttist yfir Núpsá, fyllti upp í gil árinnar og yfir á bakkann handan hennar. Egill Þórólfsson, bóndi á Þormóðsstöðum Glumdi og söng í öllu þegar skriðurnar féllu „ÞAÐ ERU varla til orð til að lýsa þessu,“ segir Egill Þórólfsson, bóndi á Þormóðsstöðum í Sölvada) um tvær aurskriður sem féllu nálægt bæ hans á fimmtudag og færðu í kaf rafstöð bæjarins og hluta túna. Egill var heima við ásamt tvítugum syni sínum þegar ósköpin dundu yfír og segir hann að miklar drunur hafi fylgt skriðuföllunum þannig að „það glumdi og söng í öllu“. Leið óskaplega illa Um klukkutíma áður en fyrri skriðan féll, var Egill ásamt sjö sveit- ungum sínum að gera við rafstöð sem aurinn hrifsaði með sér. Stöðin hafði verið óvirk í þrjár vikur eftir að lón stíflaðist vegna skriðna sem féllu nálægt Draflastöðum, eyðibýli sem er í um tveggja kílómetra fjar- lægð frá Þormóðsstöðum. „Þær skriður voru bara kettlingar miðað við það sem féll hér,“ segir hann. Petrea Hallmannsdóttir, eigin- kona Egils, var á Ieiðinni heim þeg- ar henni varð ljóst að eitthvað hafði gerst. „Núpsá bar þess merki að eitthvap hefði komið fyrir,“ segir hún. „Áin vall fram og líktist deigi." Þegar hún hafi verið komin að Dröflustöðum háfi hún gert sér grein fyrir að skriðan hafi fallið hjá bæn- um, en hún ekki vitað hvort bærinn hafi sloppið. Petrea segist ekki geta lýst þeirri tilfinningu innra með sér þegar hún sá að skriðan hafði fært rafstöðina í kaf, þar sem hún vissi að Egill hafði verið að vinna ásamt sjö öðrum. „Manni leið óskaplega illa,“ segir hún. Feðgarnir sluppu og fylgdust með þegar fyrri skriðan féll um fimm- leytið og voru þar þegar sú síðari féll um hálftíma síðar. Skriðan fór framhjá húsinu í um eitthundrað metra fjarlægð og segir Egill að aldrei hafi verið nein hætta á að hún hrifi bæinn með sér. Nógur tími til að hugsa Egill segir að hann sé ekkert far- inn að velta því fyrir sér hvernig og hvort eigi að hreinsa aurinn af tún- unum, það verði alla vega ekki gert á þessu sumri. Fyrst verði að bíða eftir að áin og aurinn sjatni, áður en hægt verður að leggja drög að slíku. „Það er nógur tími til að hugsa á meðan þetta sjatnar," segir Egill. Bærinn er með rafmagnshitun og hefur heimilisfólk þvl verið án raf- magns og hita þennan tíma. Segir Petrea undanfarið hafi verið eldað á gasi og heimilisfólk klætt sig vel áður en lagst væri til svefns. Nú er óvíst hvað verður um rafmagn. En þrátt fyrir ósköpin er Egill bjartsýnn á framtíðina. „Það þýðir ekkert að vera svartsýnn eða bölva,“ segir hann. „Maður getur ekkert gert.“ Upptök skriðunnar eru í Hólum, fjallinu ofan Þormóðsstaða, en þar lá gamli vegurinn upp á Hólafjall sem farinn var á Sprengisand áður fyrr. Hluti af 10-20 metra háum hólum í fjallinu virðast hafa sprungið fram og oltið niður á lág- lendið, að sögn Halldórs G. Péturs- sonar, jarðfræðings á Náttúru- fræðistofnun íslands, en hann var ásamt Þorsteini Sæmundssyni, jarðfræðingi á snjóflóðadeild Veð- urstofu íslands, á þessum slóðum þegar skriðan féll. Þeir voru að skoða ummerki eftir skriður sem féllu í miklum flóðum fyrir um þremur viku. Jörðin mettuð af vatni eftir leysingar Skriðan er um kílómetri að lengd og um 500 metra breið og féll hún skammt frá bænum Þormóðsstöð- um, um 50-150 metra frá húsinu. Halldór sagði að skýring á þess- um miklu skriðuföllum væri fyrst og fremst sú að óhemjumikið af snjó hefði kyngt niður í vetur, snjóalög hefðu verið óvenjuleg, þannig hefði hlaðið mikinn snjó á brún íjallsins og myndast stórar hengjur og jörð hafí verið þíð þeg- ar fór að snjóa í haust. Eftir leys- ingar undanfarinna vikna væri jörðin mettuð af vatni og taldi Halldór að geysimikið vatn hafí verið í hólunum í fjallinu. í hlýind- unum í vikunni þegar hitinn fór yfír 20 stig hafi jörðin einfaldlega ekki tekið við meira vatnsmagni með þeim afleiðingum að skriðan féll. Hann sagði að enn væru stórir skaflar á fjallsbrúninni, 5-10 metra háir þannig að ljóst væn að mikið ætti eftir að taka enn upp af snjó. Hættuástandi var lýst yfir á svæðinu og Sölvadal lokað fyrir allri umferð frá því á fimmtu- dagskvöld. Óhemju stór skriða „Ég held að óhætt sé að fullyrða að þetta er stærsta skriða sem fallið hefur hér svo vitað sé, ég hef ekki fundið heimildir um stærri skriður í annálum. Þessi er til dæmis miklu stærri en gamla Draflastaðaskriðan sem féll 1949 og þótti óhemju stór,“ sagði Hall- dór en skriðan væri einnig ólík öðrum að því leyti að í henni var nánast eingöngu aur. Krafturinn á skriðunni var gífurlegur. Hún féll yfír Núpsána sem rennur eftir djúpu gili og fyllti skriðan það á parti og hélt áfram upp á bakkann hinu megin. „Ég vona að við þessar hamfar- ir hafi vatnsþrýstingurinn minnk- að í hólunum, enda búinn að rífa hluta þeirra í burtu. Það er ekkert hægt að fullyrða um hvort fleiri skriður eigi eftir að falla, en við vonum að svo verði ekki,“ sagði Halldór en hann sagði að hætta á skriðuföllum væri víða í afdölum og útnesjum á Norðurlandi. Spáð væri kólnandi veðri um helgina sem drægi úr líkum á að þær féllu. Ekki er að sögn Halldórs fyrirhug- að að skoða verksummerki á svæð- inu fyrr en í næstu viku þar sem ástandið er enn ótryggt og vildi hann vara fólk við að fera á ferli á þessum slóðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.