Morgunblaðið - 01.07.1995, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Viðgerðir skipa stærri sess hjá
byggingarfyrirtækjnm
Aukin
VIÐGERÐIR eru orðnar stærri hluti
af verkefnum byggingarfyrirtækja á
Islandi, jafnframt því sem vaxandi
óvissa er með verkefni hjá fyrirtækj-
unum. Þetta kemur fram í könnum
sem Samtök iðnaðarins gerðu um
ástand og horfur í byggingariðnaði.
í könnuninni kom fram að fyrir-
tækin sjá yfirleitt ekki langt fram í
tímann með verkefni. Þannig höfðu
tæp 50% fyrirtækjanna verkefni til
eins eða tveggja mánaða og aðeins
4% fyrirtækjanna höfðu verkefni
ovissa
meira en ár fram í tímann. Miðað
við sambærilega könnun sem gerð
var fyrir ári hefur verkefnastaða
fyrirtækjanna versnað nokkuð.
Einnig kemur fram að um helm-
ingur allra verkefna á síðasta ári
reyndist hafa verið viðgerðarverk-
efni samanborið við 38% árið 1993
og 29% árið 1992. Helsti samdrátt-
urinn virðist vera í félagslegu- og
opinberu húsnæði, en framkvæmdir
á þessu sviði hafa dregist saman um
nær helming frá árinu 1992.
LAU G ARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 17
1 11" .......... I
Vel þekktur þýskur framleiðandi greiningarefna og -áhalda til notkunar í læknis-
fræðilegum rannsóknum hefur áhuga á að bæta íslandi í hóp alþjóðlegra viðskipta-
vina sinna. Af þessum ástæðum leitum við á Islandi að
einkaumboðsmanni fyrir
greiningarefni og -kerfi
Fyrirtæki, erstarfa sem birgjar fyrir rannsóknastofur og sjúkrahús, helst með
greiningarefni eða -áhöld og reynslu á því sviði, sendi umsókn, merkta: „M 1410“,
til umboðsskrifstofu okkar(skrifaða á þýsku eða ensku):
Peter Emrich WERBUNG,
P.O. Box 1805, D-55008 Mainz,
simbéf 00 496131/687021.
ú>
Flugfélög
samþykkja
aukna skaða-
bótaskyldu
Toronto. Reuter.
FLUGFÉLÖG heims eru reiðubúin
að stórhækka hámarksupphæð þá
sem þau greiða þegar farþegar slas-
ast eða týna lífi að sögn Alþjóðasam-
taka flugfélaga (LATA)
Undirritaður hefur verið í Wash-
ington samningur 67 flugfélaga,
sem miðar að því að afstýra gífurleg-
um fjárútlátum á borð við margra
milljóna dollara skaðabætur, sem
bandarískir dómstólar dæmdu eftir
sprenginguna í farþégaþotu Pan Am
yfír Lockerbie í Skotlandi 1988.
Samkvæmt samningnum mun
hámarksupphæð sú sem hægt verð-
ur að neyða flugfélög til að greiða,
ef slys ber að höndum, hækka í um
382.000 dollara. Þessi nýju ábyrgð-
armörk taka líklega gildi 1996.
Núverandi mörk í millilandaflugi
eru misjöfn eftir löndum - á bilinu
10-153.000 dollarar.
Fyrirhuguð mörk eiga aðeins við
í millilandaflugi. I mörgum löndum
eru engin fyrir hendi, ef um slys á
innanlandsleiðum er að ræða.
Málaferlum afstýrt?
Þrátt fyrir úreltar alþjóðlegar
reglur geta dómstólar dæmt auknar
skaðabætur, ef þeir telja flugfélag
eiga sök á mistökum eins og í Lock-
erbie-slysinu. Síðustu bætur, sem
voru dæmdar í því máli, námu 19
milljónum dollara.
Með því að færa út ábyrgðarmörk-
in vonast flugfélög til að stöðva lög-
sóknir og draga úr tryggingakostn-
aði. Stefnendur fá verulegar skaða-
bætur á skemmri tíma en ef þeir
fara í mál, að sögn lögfræðinga
IATA..
------»-» ♦
Verð The
Times hækk-
ar um 5 pens
London. Reuter.
VERÐIÐ á The Times verður óvænt
hækkað um fimm pens í 25 pens
3. júlí vegna hækkunar á verði dag-
blaðapappírs.
The Times er helzta dagblað
fjölmiðlakóngsins Ruperts Murdochs
og hratt af stað verðstríði vandaðra
blaða í Bretlandi fyrir tveimur árum.
Keppinauturinn The Daily Telegraph
kostar 30 pens.
Þrátt fyrir hækkunina hélt Peter
Stothard ritstjóri því fram í yfirlýs-
ingu að verðlækkunarstefna The
Times hefði borið árangur og nýjum
lesendum mundi ekki, fækka.
Verð á dagblaðapappír hækkaði
um 15% 1. janúar og hækkar um
30-33% 1. júlí. Búizt er við fleiri
hækkunum á næsta ári.
The Times selst í 680.000 eintök-
um á dag samanborið við 354.000
eintök í september 1993 þegar verð-
ið var lækkað í 30 pens úr 45.
IMIS5AN
aðeins krónur
1.171.000.-
fyrir nýjan 4ra dyra Sunny
Með öllum Nissan bílum fylgir
frítt þjónustueftirlit
í eitt ár eða, 22.000. km.
/
Islensk ryðvörn
°g hljóðeinangrun auk
verksmiðjuryðvarnar
Við verðum með bílasýningu
á hjólreiðahátíð á Hvolsvelli
1. og 2. júlí.
Nissan Sunny 4ra dyra
• 16 ventla vél m/beinni fjölinnsprautun
• Vökva- og veltistýri
• Samlœsing á hurðum
• Hitanlegsæti
• Utvarþ og segulband
• Stillanleg hœð öryggisbelta í framsætum
• Stillanlegir höfuðpúðar í aftursœtum
1—
Pp
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöföa 2
sími: 525 8000
NIS5AIM