Morgunblaðið - 01.07.1995, Page 18

Morgunblaðið - 01.07.1995, Page 18
18 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ IMEYTENDUR Tískufötin af háaloftinu o g flóamarkaðnum Útleiga á tjöldum og viðlegnbúnaði Sportleigan gefur viðskiptavinum sínum bæði kost á að leigja útbún- aðinn og kaupa. Til leigu eru tjöld af öllum stærðum og gerðum, svefnpokar, ferðadýnur, bakpokar, og annar viðlegubúnaður. Að sögn forsvarsmanna hennar hefur aukist úrval af samkomu- og skemmti- tjöldum s.l. ár. Sportleigan hefur verið starfandi í tæpan aldarfjórðung og var starfs- semin framan af bundin við útleigu á tjöldum og viðlegubúnaði, en skíðaleiga kom fljótt til sögunnar auk leigu á samkomu- og skemmt- itjöldum. Á síðari árum hefur þró- unin leitt til aukinnar sölu á tjalda- og ferðavörum á sumrin, skíðavör- um á veturna og útivistarfatnaði fyrir allar árstíðir. Nú er byggt á þjónustu við íslenska og erlenda ferðamenn sem vilja njóta útivistar bæði sumar sem vetur. Verð á samkomutjöldum til leigu yfir helgi (þrír dagar) er 9.800 kr. fyrir 14 fm tjald, 15.000 kr. fyrir 25 fm tjald, 29.800 fyrir 54 fm tjald og 38.900 krónur fyrir 72 fm tjald. Morgunblaðið/Þorkell ÓLAFUR Ástþór Ásgeirsson, 16 ára, í notuðum fötum frá Flaueli. Tískufötin hjá strákum um þessar mundir eru víðar buxur og peysur. Þessi tíska tengist hip-hopinu og Iijólabrettum. Katla Jónsdóttir, 16 ára, og Gígja Dögg einarsdóttir, 15 ára, í diskópíustílnum, skærir litir og glans. Fötin eru öll notuð, innflutt frá Evrópu og seld í verslununum Spútnik og Frikka og dýrinu. Fyrir fáeinum árum var hægt að gera reyfarakaup á Flóamarkaði Hjálpræðis- Veitinga- staður í Kringlunni VEITINGASTAÐUR og kaffihús verður innan fárra vikna opnað í horninu framan við Hagkaup, þar sem ostabúðin var áður. Mirabelle á staðurinn að heita og Skúli Þorvalds- son, annar eigendanna, ráðgerir opn- un um miðjan júlí. Hann segir enga veitingasölu fyrir í þessum enda hússins, en umferð heilmikla og líf á torginu framan við Hagkaup. Mira- belle verður „café-brasserie“ að sögn Skúla, og opinn eins og Kringlan, frá 9 á morgnana til hálf 8 á kvöldin. Skúli rekur Hótel Holt og er jafn- framt einn þriggja eigenda Kvikk- veitingasölunnar í Kringlunni. Þar rekur hann eitt söluborðanna, Pasta- barinn, í samvinnu við Magnús Jó- sefsson matreiðslumann. Magnús, sem hefur í nokkur ár unnið á veit- ingahúsum í Englandi, verður einnig í félagi við Skúla um Mirabelle og mun sjá um daglegan rekstur. Mirabelle er evrópsk plómutegund og veitingastaðurinn verður í evr- ópskum anda að sögn Magnúsar. Hann ætlar að bjóða upp á morgun- mat frá klukkan 9 og hádegishlað- borð milli hálf 12 og 2. „Eina vikuna getur það orðið í ítölskum stíl og aðra í austurlenskum," segir hann, „svo höfum við kannski heilsu- viku og viku með mömmumat. Annars verðum við með létta ij rétti, kökur og mjög gott kaffi sem verður sérstaklega blandað og brennt fyrir okkur. Við ætlum líka að hafa talsvert úr- val af bjór og bjóða jaámEi léttvín. Sem sagt 1 flest annað en ''■* litlu gulu plómuna sem staðurinn heitir eftir.“ hersins eða í Kolaportinu og fá góðan leð- urjakka á þúsundkall eða jakkaföt á nokk- ur hundruð. Helgi Þorsteinsson skoðaði staði þar sem notuð föt eru í boði. BBæði seljendur og kaupendur eru meðvitaðir um gildi notaðra fata. Verðið hefur hækkað og fleiri eru um hituna. Það er fátíðara en áður að heilum fötum sé hent. Tískan er nær alltaf uppsuða úr eldri tísku og þess vegna má búast við því að gömlu fötin verði aftur nothæf. Nokkrar verslanir bjóða notuð föt við hlið hinna nýrra. Þar má nefna verslunina Frikki og dýrið sem rekur tvær búðir, aðra með ný föt og hina einungis með notuð. Flauel við Laugaveg selur gömul föt við hlið hinna nýrri. Spútnik við Vesturgötu hefur sérhæft sig í sölu á gömlum fötum í tíu ár. Verslanirnar kaupa fötin erlendis, frá stórum vöruhúsum í London, Amst- erdam og París, sem safna birgðum af notuðum fatn- aði. Fötin sem íslendingar eru hættir að nota fara hins vegar flest á Flóa- markað Hjálpræðis- hersins í Garðastræti, á markað Dýrarvemd- arsambandsins við Hafnarstræti eða til Rauða krossins sem sendir fötin þurfandi fólki erlendis. Stund- um hefur fatnaði einn- ig verið dreift innan- W lands. Félag einstæðra foreldra hefur verið með markað á notuð- um fötum og í Kolap- ortinu eru alltaf nokkrir fatabásar. Það er í tísku að vera öðruvísi klæddur en næsti maður. Ef keypt eru ný, verk- smiðjuframleidd föt er hætta á því að hverfa í fjöldann. Besta tryggingin fyrir því að vera öðmvísi ÍVAR Guð- munds- son, 14 ára, í notuðum fötum frá Sautján, Lauga- vegi. MIRABELLE er að ganga í gömlum fötum. Þess vegna hafa fjölmargar ungar kon- ur leitað á háaloftinu að gömlu fötunum af mömmu eða ömmu. Saumastofum sem gera við gömul föt hefur fjölgað og þær fá æ oft- ar það verkefni að gera við gamla kjcla eða jakkaföt sem legið hafa í geymslu. Það er ekki tíska í sjálfu sér að ganga í notuðum fötum. Sumum fínnst að vísu að stífar, nýjar bux- ur og jakkar sem ekkert sést á vera hallærislegir. En oftar er nýju og gömlu blandað saman til þess að ná ákveðnum áhrifum. Uppruni fatanna og aldur skiptir þá engu máli. Notuðu fötin eru uppspretta nýrra hugmynda í tískuheiminum. Fötin sem unga fólkið finnur á háaloftinu geta orðið hönnuðum fyrirmynd að nýjum fatnaði. Fyrir nokkru var mikið selt af víðum, ein- öldum buxum í .cjallara Sautján þar sem eru notuð föt. Ári seinna voru komnar nýjar buxur í sama sniði á efri hæðinni. Stundum getur það líka verið góð leið fyrir þá sem vilja fylgja tískunni að leita að gömlum fötum sem eru í sama stíl og nýjasta tísk- an. Gömlu fötin eru enn ódýrari en ný þó að munurinn hafi minnk- að. Notuð föt gefa líka möguleika á persónulegri stíl en ný fjölda- framleidd. NOTAfl EN NÝTILEGT Tvær kynslóðir í notuðum fötum Notuð föt njóta mestra vinsælda hjá ungu fólki. Það hefur stundum verið tregða hjá mömmum ungl- ingsstelpna að sætta sig við að þær væru að kaupa „ógeðsleg" notuð föt dýrum dómum. Þuríður Hauks- dóttir í Spútnik sem hefur langa reynslu af sölu á gömlum fatnaði segir að nú séu tvær kynslóðir sem kaupi þar, þó að yngra fólkið sé í meirihluta. Um skeið hafa víðar buxur og peysur verið mikið í tísku hjá strák- um. Þessi tíska tengist hip-hopinu (eða „skoppinu“ eins og það er stundum nefnt) og hjólabrettum. Nú eru gamaldags skíðajakkar, og jafnvel skíðabuxur, að öðlast mikl- ar vinsældir. Allar þessar helstu tegundir tískufatnaðar fýrir ungl- inga er hægt að kaupa notaðar fyrir lægra verð en ný föt. Morgunblaðið/Golli Forðist steinolíu eða ísvara á grillið EITTHVAÐ hefur verið um að fólk noti steinolíu og ísvara til að kveikja í kolum á grilli í stað þess að nota hefðbundna grillolíu. Það er hins- vegar varasamt og getur beinlínis verið hættulegt. Elín Gunnhildur Guðmundsdóttir efnafræðingur á eiturefnasviði Hollustuverndar mælir ekki með notkun steinolíu eða ísvara á kola- grillið og segir að grillolían sé æski- legri. „Grillolía er betur hreinsuð en steinolía. Eins og nafnið ber með sér inniheldur steinolía meira af aukaefnum sem ekki tilheyra ol- íunni sem slíkri, eins og t.d. ýmsum steinefnum." Elín segir að það sem skipti mestu máli sé að grillolían er með hærra blossamark, þ.e.a.s. hún er ekki eins eldfim og steinolían og því má segja að hún sé hættuminni í meðferð. Steinolía er eldfim og flokkast alltaf sem hættulegt efni og á því að vera með varúðarmerkingum. Áhrif grillolíu og steinolíu á um- hverfið eru svipuð þar sem efnin eru næstum eins að uppbyggingu. Efnin eru lífræn leysiefni sem eru óæskileg fyrir umhverfið og ætti alls ekki að heila þeim í niður- fall. „Hvað varðar ísvara þá er hann yfirleitt ísóprópanól sem er mjög eldfimt efni og þar með hættulegt og einnig leikur grunur á að þetta sé krabbameinsvaldandi efni“, segir Elín. Þessvegna ætti alfarið að forðast að nota ísvara þar sem matvæli eru höfð um hönd og þar með talinn grillkveikivökva.“ Tært kjöt- seyði TÆRT kjötseyði, eða consommé, eins og það er oft nefnt, á mjög oft við sem forrpttur. Það er best sé það gert úr heimalöguðu soði og í Súpubók Matar- og vínklúbbs AB er bent á að gott soð megi gera með því að hægsjóða kjöt eða bein. Til dæmis kjúklinga- eða fiskbein og fiskhausa, ásamt ilmríku græn- meti og kryddjurtum. Einnig má gera soð úr grænmeti og kryddjurt- um. Soð þarf að krauma í langan tíma og sé gert mikið magn í einu, má frysta það og nota síðar. Til að kjötseyði verði tært þarf að skíra það og algengt er að það sé skreytt, áður en það er borið fram í súpuskál, til dæmis með fín- lega skornum grænmetisstrimlum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.