Morgunblaðið - 01.07.1995, Síða 21

Morgunblaðið - 01.07.1995, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ1995 21 ÚRVERINU HAPPAFLEYTAN Knörrinn lætur úr höfn. Morgunblaðið/Muggur Eikarbáturinn Hrönn í ferðir um Skjálfanda BRÆÐURNIR Hörður og Árni Sig- urbjarnarsynir á Húsavík eru stór- huga menn. Þeir keyptu í júní í fyrra eikarbátinn Hrönn frá Grenivík og hafa nú breytt honum í glæsilegt skemmtiskip og gefið því nafnið Knörrinn. Hyggjast þeir bræður bjóða fólki og ferðalöngum upp á skemmtisiglingar um Skjálfandafló- ann í sumar. Að sögn Harðar hafa þeir unnið linnulaust að breytingum á bátnum frá því að þeir keyptu hann í fyrra. Þeir hafi breytt fiskilestunum í vist- arverur og káetur og þar væri meira að segja skólastofa ef skólar hefðu áhuga á að nýta sér þessa sérstæðu þjónustu. Bjóða fugla og hvalaskoðunarferðir Knörrinn er kominn með haffæris- skírteini fyrir farþegaflutninga og Hörður segir að þeim sé ekkert að vanbúnaði að byija af fullum krafti. „Við verðum með náttúruskoðunar- ferðir, bæði fugla- og hvalaskoðun, auk þess sem við bjóðum fólki að reyna sjóstöngina. Við verðum aðal- lega hérna í Skjálfandaflóanum en hugmyndin er að fara stundum í Eyjafjörðinn og inn á Akureyri." Fiskibát úr eik breytt í skemmtiskip Gömlu eikarbátarnir eru miklar gersemar Hörður segir að gríðarleg vinna liggi að baki breytingunum. „Þetta var mjög erfitt því að þessir gömlu eikarbátar eru listasmíð og viðurinn í skilrúmum í lestinni var mjög þykk- ur. í Skandínavíu og Evrópu er al- gengt að menn fari út í slíkar breyt- ingar því flotarnir eru stórir og margir fiskibátar alveg verkefna- lausir og þurfa því að fá ný hlut- verk. Það var norskur sérfræðingur sem teiknaði fyrir okkur breyting- arnar á bátnum en hann hefur breytt mörgum svona bátum og hann var alveg sérstaklega hrifinn af þessum íslensku eikarbátum og sagði þá vera mörgum klössum fyrir ofan sambærilega útlenska báta og þeir vönduðustu sem byggðir hafa verið. Á árum áður voru skipasmíðastöðvar út um allt land sem smíðuðu slíka báta en það er alveg grátlegt hvern- ig farið hefur verið með þá því þetta eru alveg einstök verðmæti. Knörrinn er mikið happaskip Eg get nefnt sem dæmi að þessi bátur er mikil happafleyta. Hann var smíðaður á Akureyri 1963 og í apríl það sama ár gekk mikið óveður yfir landið þannig að íjöldi skipa fórst og sextán manns með. Báturinn stóð af sér veðrið og strax þá höfðu menn á orði að þetta væri happaskip. Við teljum til dæmis að aflaverðmæti skipsins frá upphafi sé vel á annan milljarð króna,“ sagði Hörður. Þjóðleg skírskotun Hörður segir að þeir bræður séu bjartsýnir á árangurinn í ferðaþjón- ustunni. „Það er lítið framboð af svona þjónustu hér um slóðir. Það hefur vantað afþreyingu og upplifun en það er einmitt það sem við ætlum að bjóða uppá með þjóðlegri skírskot- un.“ Hörður og Ámi vinna nú að mark- aðskynningu fyrir næsta sumar í samstarfí við Ferðaskriftofu Húsa- víkur, Flugleiðir, Safnahúsið á Húsa- vík og fleiri aðila, en þessi fyrirtæki munu standa saman að dagsferðum til Húsavíkur í sumar. Stór sjávarútvegssýning í St.Pétursborg í ágúst Islensk fyrirtæki hafa lítinn áhuga á þátttöku SJAVARUTVEGSSYNINGIN Inrybprom-95 verður haldin í St. Pétursborg í Rússlandi dagana 15. til 20.júní. Sýning- unni er ætlað að kynna vélar og tæki fyrir útgerð, físk- vinnslu og fískafurðir og það nýjasta sem er í boði vegna framleiðslu og pökkunar. Sýningin er haldin með stuðn- ingi rússneska sjávarútvegsráðsins og ríkisstjómarinnar og hefur formaður fiskveiðiráðsins, V.F. Korelskyi, viljað vekja sérstaka athygli íslenskra fyrirtækja á sýningunni. Islensk fyrirtæki virðast ekki sýna þessari sýningu mik- inn áhuga að sögn Katrínar Bjömsdóttur, sýningarstjóra hjá Utflutningsráði. Hún segir að ekki verði um sérstakan þjóðarbás að ræða en líklega verði Póls með bás á eigin vegum og einnig muni umboðsaðili Marels hf. í Rússlandi verða með bás á sýningunni. Um 150 rússnesk fyrirtæki hafa nú þegar tilkynnt þátt- töku, bæði frá suður- og norðurhéruðum landsins. Um 100 fyrirtæki frá öllum helstu fískiðnaðarlöndum Evrópu hafa einnig tilkynnt þátttöku, t.d frá Noregi, Danmörku, Bretlandi, Frakklandi og Spáni, auk fyrirtækja frá Kína og Japan. Hægt að ná í góð sambönd María Elínborg Ingvadóttir, viðskiptafulltrúi Útflutn- ingsráðs í Moskvu, segir að Rússar leggi mikla áherslu á að sýningin verði sem veglegust og fullvissa fólk um að þetta verði aðalsýningin í heiminum í ár. María segir að ekki sé hægt að segja til um það fyrr en eftir á hversu viðamikil og mikilvæg sýningin verður, en mótshaldararnir segi að þama verði gott tækifæri til að hitta helstu útgerðarmenn Rússlands og einnig verði þama staddir mikilvægustu kaupendur tækja fyrir sjávar- útveg og vinnslu. íslensk fyrirtæki áhugalaus María segist hafa kynnt sýninguna lítillega fyrir íslensk- um fyrirtækjum í fískvinnslu og framleiðslu véla og tækja fyrir sjávarútveg en fengið lítil viðbrögð. „Það er mér reyndar svoh'tið áhyggjuefni að ekki skuli fleiri fyrirtæki sýna sýningunni áhuga. Ég veit að til dæmis Norðmenn leggja mikla áherslu á sýninguna og við höfum nú hingað til litið á þá sem keppinauta á þessum markaði. En það er fyrirtækjanna að ákveða þetta og það er alltaf erfítt að meta hvort það borgar sig og einnig getur þetta stang- ast á við annað skipulag fyrirtækja," segir María. Frestur íslenzkra fyrirtækja til að tilkynna þátttöku er að renna út nú um mánaðamótin, en allar helstu upplýs- ingar um kostnað og þess háttar gefur Katrín Bjömsdótt- ir hjá Útflutningsráði. FRETTIR: EVROPA Deilur um Schengen-samkomulagið Frakkland vill lengri reynslutíma París, Brussel. Reuter. FRAKKLAND hefur tekið sér ein- hliða rétt til að halda áfram landa- mæraeftirliti, eftir að önnur aðildar- ríki Schengen-samkomulagsins höfnuðu tillögu Frakka um að fram- lengja reynslutíma samkomulagsins um hálft ár. Sex Schengen-ríki fella því niður eftirlit á innri landamær- um sínum að fullu og öllu í dag, en Frakkar grípa til sérstakrar greinar í Schengen-samningnum um „aðlög- un að aðstæðurp". Ráðherrar Schengen-ríkjanna sjö komu saman á fundi í Bmssel á fímmtudag til að ákveða hvort sátt- málinn, sem tók gildi til reynslu í marz síðastliðnum, ætti nú að ganga í gildi án fyrirvara af hálfu ein- stakra ríkja. Eingöngu Frakkar lögðust gegn því. Michel Barnier, Evrópumálaráð- herra Frakklands, sagði frönsk stjómvöld áfram trú Schengen-sam- komulaginu, en það yrði að virka sem skyldi. Gallar á samkomulaginu Barnier lagði fram á fundinum ýtarlega skýrslu um galla á sam- komulaginu. Þar er meðal annars bent á að hið tölvuvædda upplýs- ingakerfi aðildarríkjanna dugi ekki sem skyldi, rakin dæmi um ólöglega innflytjendur, eiturlyfjasmygl frá Hollandi til Frakklands og neitun annarra aðildarríkja að taka við flóttamönnum, sem hafi komizt ólöglega til Frakklands. Jacques Toubon, innanríkisráð- herra Frakka, sagði hins vegar í París að héðan í frá myndi Frakk- land ekki hindra lögreglu annarra aðildarríkja í að elta glæpamenn yfir frönsku landamærin. Slíkt dæmi kom upp gagnvart Belgíu í vor. Toubon sagði að belgískir, spænskir og þýzkir lögreglumenn yrðu hins vegar að fá leyfi fyrir slíkri eftirför og mættu ekki nota skotvopn nema í sjálfsvörn. Þá mættu þeir heldur ekki framkvæma handtöku án tilstyrks franskra lög- reglumanna. Önnur aðildarríki Schengen vildu sem minnst gera úr óþægð Frakka og lögðu áherzlu á að samkomulag- ið væri nú í fullu gildi. Reuter Brundtland í Brussel GRO Harlem Brundtland, forsæt- isráðherra Noregs, og Jacques Santer, forseti framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins, brostu breitt fyrir myndavélarnar er Brundtland kom í höfuðstöðv- ar framkvæmdastjórnarinnar í Brussel í gær. Hún var þar í eins dags opinberri heimsókn, en rík- isstjórn hennar leggur mikla áherzlu á sem nánust tengsl við ESB, þótt meirihluti kjósenda hafi hafnað aðild að sambandinu í nóvember síðastliðnum. ESB hefur viðskipta- viðræður við S-Afríku Brussel. Reuter. EVRÓPUSAMBANDIÐ hóf form- lega viðræður um langtíma við- skiptasamninga við suður-afrísk stjórnvöld í gær. ESB býður Suður- Afríku annars vegar fríverzlunar- samning og hins vegar aðild að sum- um þáttum Lomé-samkomulagsins, sem er áætlun ESB-ríkja til stuðn- ings þróunarríkjum í Afríku, Karab- íska hafinu og Kyrrahafinu. Með því að bjóða S-Afríku þessa tvíþættu samningaleið vill ESB bregðast við þeim klofningi sem ein- kennir efnahag landsins, þar sem gífurlegt ójafnræði er ríkjandi í tekj- um fólks og námuvinnsla hefur yfir- gnæfandi þýðingu, en meira en helmingur allra útflutningstekna koma enn þaðan. S-Afríka hefur fyrst og fremst áhuga á að fá auðveldaðan aðgang að Evrópumarkaðnum en jafnframt að fá að njóta sem mestra hlunninda af Lomé-samkomulaginu, stærstu viðskipta- og hjálparáætlun sinnar tegundar í heiminum, sem ESB og 70 afrísk, karabísk og Kyrrahafsríki (ACP-ríkin) eiga aðild að. ESB mikilvægasti viðskiptaaðilinn ESB er mikilvægasti viðskiptaað- ili S-Afríku, meira en helmingur allra viðskipta landsins er við ESB- ríkin. En s-afrískar vörur eru aðeins um 1% af innflutningi ESB-ríkjanna. Stefnt er að því viðræðunum ljúki snemma á næsta ári og að sam- komulagið geti tekið gildi í janúar 1997.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.