Morgunblaðið - 01.07.1995, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 23
Qttast að tala látinna í rústum verslunarmiðstöðvar í Suður-Kóreu fari yfir 200
„Erfiðast að hætta leit en
heyra hróp úr rústunum“
Seoul. Reuter.
BJÖRGUNARMENN í Seoul í Suð-
ur-Kóreu búast við hinu versta er
þeir hefjast handa við að fjarlægja
stærstu hlutana úr braki verslana-
miðstöðvar sem hrundi í fyrradag.
Hafa sumir þeirra giskað á að yfir
200 manns hafi farist. í gær höfðu
63 lík fundist en 246 manna var
saknað. Ríkissjónvarpið fullyrðir
hins vegar að 95 lík hafi fundist
og um 1.000 manns hafi slasast.
Vitað var um sex manns á lífi í
rústunum, 30 stundum eftir að
húsið hrundi.
Fjöldi sjálfboðaliða tekur þátt í
leitinni að fólki sem kann að vera
á lífi í rústum Sampoong-verslana-
miðstöðvarinnar en helmingur
hennar hrundi á háannatíma á
fimmtudag. Notast leitarmenn m.a.
við háþróaðan tækjabúnað frá
Bandaríkjaher við leit að fólki á
lífi. S-kóreönsk yfirvöld staðfestu
í gær að sex manns, að minnsta
kosti, væru á líf! og lögðu björgun-
armenn höfuðáherslu á að ná fólk-
inu. Alls náðust 58 manns úr
rústunum í gær, þar af 36 á lífi.
Nokkrir þeirra létust hins vegar á
sjúkrahúsi. Talið er að einn þeirra
sem liggja grafnir í rústunum sé
Frakki.
Leit stöðvuð um tíma
í gær voru níu kranar notaðir
til þess að lyfta brakinu ofan af
kjallara verslanamiðstöðvarinnar,
þar sem talið er að mörg lík séu.
Reuter
KRANI lyftir hluta úr braki verslanamiðstöðvarinnar sem hrundi
á fimmtudag. Ottast er að yfir 200 manns hafi farist.
Hins vegar er vonast til þess að
einhverjir séu á lífi á hæðinni sem
turn verslanamiðstöðvarinnar
hvíldi á.
Stöðva varð leitina um tíma af
ótta við að sá hluti hússins sem
eftir stendur myndi hrynja.
Skömmu síðar var tilkynnt að ekki
væri hætta á ferðum. „Erfiðast var
þegar við urðum að hætta leitinni
um stundarsakir vegna hættu á
frekara hruni, en við heyrðum hróp
fólks sem enn var á lífi,“ sagði
byggingaverkamaðurinn Lee
Chang-hwan. „Þegar við snerum
aftur voru hrópin þögnuð.“
Borgarstjórinn í Seoul, Choi By-
ung-yul, lét af embætti í gær í kjöl-
far borgarstjórnarkosninganna.
Sagði hann að lögreglurannsókn
benti til þess að ástæða þessa
skelfilega slyss væri fúsk við bygg-
ingu hússins og slælegt eftirlit með
öryggismálum.
Að sögn björgunarmanna komu
eftirlitssveitir hins opinbera í versl-
unina eftir að húsvörður hafði tek-
ið eftir djúpum sprungum í súlum
og þakstoðum á efstu hæð. Var
gasið tekið af húsinu nokkrum
stundum áður en slysið varð.
Starfsmaður í húsinu hefur fullyrt
að yfirmenn þess hafi verið látnir
vita af sprungunum en að þeir
hafi ekki gripið til neinna ráðstaf-
ana. Yfirheyrði lögregla forstjóra
verslanamiðstöðvarinnar og tvo
undirmenn hans.
Leiðtogakjör breska Ihaldsflokksins
Aukin harka í mál-
flutningi frambjóðenda
Lundúnum. Reuter.
Selurinn
heldur
niðri fisk-
stofnum
Ottawa. Reuter.
STJÓRNVÖLD í Kanada hafa birt
skýrslu um vöxt selastofnsins við
austurströndina og áhrif hans á
fiskstofnana. Kemur þar fram, að
selafjöldinn hafi tvöfaldast frá því
á áttunda áratugnum þegar um-
hverfisverndarsinnar hófu baráttu
gegn veiðunum og fullyrt er, að
selurinn komi í veg fyrir, að fisk-
stofnarnir nái að rétta úr kútnum.
„Þrátt fyrir afar stranga veiði-
stjórn og veiðibann sjást þess lítil
merki, að fiskstofnarnir séu að ná
sér,“ sagði Brian Tobin, sjávarút-
vegsráðherra Kanada, þegar hann
kynnti skýrsluna.
Sækir í smáfiskinn
„Vöðuselnum hefur fjölgað mikið
og hann tekur til sín gífurlegt magn
af smáfiski. Hann og útselurinn
eiga verulegan þátt í að fiskstofn-
arnir ná sér ekki á strik,“ sagði
Tobin en í skýrslunni kemur fram,
að hver selur éti 1,4 tonn á ári en
það gerir samtals 6,9 milljónir
tonna. Sækir hann mikið í smáfisk-
inn, sem er undirstaðan undir end-
urreisn stofnanna.
Áætlað er, að 4,8 milljónir vöðu-
sela séu nú við Austur-Kanada og
er nú verið að íhuga að auka sel-
veiðikvótann þótt hann hafi raunar
ekki verið tekinn nema að hluta á
síðustu vertíð. Á þessu ári hafa
aðeins verið drepnir 60.000 selir
af 186.000, sem veiða mátti, en
talið er, að veiða verði 270.000 seli
til að þeim hætti að fjölga og fleiri
ef á að fækka þeim.
AUKIN harka færðist í baráttuna
um embætti leiðtoga breska íhalds-
flokksins í gær þegar áskorandinn,
John Redwood, lýsti yfir því að John
Major forsætisráðherra gæti aldrei
leitt flokkinn til sigurs í næstu þing-
kosningum. Þessu svaraði Major
með yfirlýsingu í þá veru að flokks-
menn þyrftu ekki að velkjast í vafa
um að þeir myndu láta í
minni pokann fyrir Verka-
mannaflokknum yrði skipt
um leiðtoga.
Redwood, sem sagði af
sér embætti ráðherra mál-
efna Wales áður en hann
tilkynnti um framboð sitt
gegn Major, vísaði einnig á
bug fullyrðingum um að um
afturhvarf til Thatcher-
tímabilsins yrði að ræða
næði hann kjöri. „Sem leið-
togi mun ég innleiða nýjan
stjórnunarstíl og boða
breyttar áherslur. Ég ætla
mér að endurlífga breska
íhaldsstefnu, skapa spennu
og trú á því sem við erum
að gera,“ sagði Redwood. í
bréf sem dreift var til þeirra
329 þingmanna sem taka
munu þátt í kjörinu sagði
m.a: „Valið er einfalt. Viljir
þú bjarga sæti þínu, flokki
og þjóð skaltu kjósa John Redwood."
Frekara andóf ekki liðið
John Major Ieitaði hins vegar út
fyrir veggi þinghússins en þar inni
er andrúmsloft sagt rafmagnað og
átti fundi með flokksmönnum í Chat-
ham og Rochester í Suður-Eng-
landi. Hann lýsti yfir því í viðtali
að hann myndi ekki líða undirróðurs-
starfsemi andstæðinga sinna innan
flokksins eftir leiðtogakjörið.
Vantraust eða
afgerandi sigur?
Samkvæmt reglum breska íhalds-
flokksins mun Major fara með sigur
af hólmi í kosningunni á- þriðjudag
fái hann stuðning meirihluta þing-
manna og 50 atkvæðum betur. Á
hinn bóginn er almennt litið svo á
að kjósi 100 þingmenn annaðhvort
að styðja Redwood eða sitja hjá verði
um að ræða svo alvarlega van-
traustsyfirlýsingu að Major muni
neyðast til að draga sig í hlé. Er
þá talið líklegt að þungavigtarmenn
í íhaldsflokknum komi fram á sjón-
arsviðið og hafa nöfn þeirra Michael
Heseltine viðskiptaráðherra og Mic-
hael Portillo atvinnuráðherra eink-
um verið nefnd í því viðfangi.
Þá þykir ekki óhugsandi að Nor-
man Lamont, fyrrum fjármálaráð-
herra, sem Major vék úr embætti
hugsi honum þegjandi þörfina 'og
reynist tilbúinn til að stuðla
að falli hans og eins hefur
því verið haldið fram að Ken-
neth Clarke fjármálaráðherra
geti vel hugsað sér að gerast
leiðtogi breskra íhaldsmanna.
John Major hefur þráfald-
lega lýst yfir því á undanförn-
um dögum að hann muni
vinna sigur í fyrstu umferð
og hann þykir hafa sýnt auk-
ið sjálfstraust. Frammistaða
hans á þingi á fimmtudag
vakti mikla athygli og þótti
forsætisráðherrann þar af-
sanna að hann sé maður lit-
laus og laus við kímnigáfu.
Staða Heseltines
styrkist
Major varð hins vegar fyr-
ir nokkru áfalli í gær þegar
skoðanakönnun sem birt var
í tímaritinu The Economist
leiddi í ljós að Michael Heselt-
ine væri líklegastur til að geta unn-
ið upp þann mikla mun sem er á
fylgi stóru flokkanna tveggja,
Ihaldsflokksins og Verkamanna-
flokksins. I könnuninni kom fram
að forskot Verkamannaflokksins
yrði 24% ef Major væri við völd en
einungis 18% væri Heseltine leiðtogi
flokksins.
Major og Redwood vara þingmenn
við því að sæti þeirra séu í húfi
Reuter
JOHN Major ásamt Normu, eiginkonu sinni,
er vígður var fyrsti grunnurinn í nýju íbúða-
hverfi í Chatham.
Ríkið ræð-
ur meiri-
hluta
FARI svo að Den norske Bank
kaupi fjármálastofnunina Vital
og Norgeskreditt kaupi Kredit-
kassen, verður rúmlega helm-
ingur fjármálamarkaðarins í
Noregi kominn undir yfirstjórn
fjármálaráðuneytisins. Den
norske bank og Norgeskreditt
hafa heyrt undir ríkið síðan
bönkunum var komið til bjargar
eftir að þeir römbuðu á barmi
gjaldþrots fyrir um tveim árum
síðan.
Lana
Turner látin
BANDARÍSKA leikkonan Lana
Tumer lést í fyrradag á heimili
sínu í Century
City af völd-
um krabba-
meins í hálsi.
Hún var á 76.
aldursári.
Hún var með-
al dáðustu
leikkvenna
hvíta tjaldsins
en hvert hneykslismálið á fætur
öðru í einkalífi hennar varpaði
annars skugga á leikferil henn-
ar. Tumer lék í sinni fyrstu
kvikmynd, Love Finds Andy
Hardy, árið 1938 og vom mót-
leikarar hennar Mickey Rooney
og Judy Garland. Hún lék í
fjölda kvikmynda, allt fram á
níunda áratuginn.
Unnið allt
sumarið
SÚ venja að loka sænskum
fyrirtækjum á meðan starfs-
menn tóku sér sumarfrí virðist
nú vera á undanhaldi. Þannig
hefur fjarskiptafyrirtækið
Ericsson. ákveðið að ekkert
verði lokað í sumar, heldur ein-
ungis dregið úr afköstum.
Náðst hefur samkomulag við
verkalýðsfélög um þetta.
Ástæðan er sú, að mörg sænsk
fyrirtæki hafa haslað sér völl á
alþjóðavettvangi og þess vegna
þykir ófært annað en hafa allar
deildir opnar allt árið. .
Samið um
úran o g vopn
í Moskvu
RÚSSAR og Bandaríkjamenn
náðu í gær samningum í
Moskvu um takmarkanir á
vopnasölu til annarra landa og
aðgerðir til að flýta eyðingu
kjarnavopna Sovétríkjanna
gömlu. AL Gore, varaforseti
Bandaríkjanna og Víktor
Tsjemomýrdín, forsætisráð-
herra Rússlands, skýrðu frá
samkomulaginu á blaðamanna-
fundi og sagði Gore að tryggt
yrði að Rússar fengju strax
greiðslu fyrir úran úr vopnum
sem flutt hefur verið vestur um
haf.
Svartahafs-
ríki huga að
efnahags-
samstarfi
LEIÐTOGAR ríkja sem eiga
land að Svartahafi og nokkurra
nálægra ríkja áttu fund í Búk-
arest í gær og ræddu leiðir til
að efla samstarf í efnahagsmál-
um. Ion Uiescu, forseti Rúm-
eníu, sagði að mikilvægast væri
að ríkin bættu samgönguleiðir
og fjarskipti auk þess sem þau
efldu samvinnu í orkumálum.
Blóðugar deilur milli sumra
ríkjanna valda því að erfitt get-
ur reynst að ná samkomulagi,
ekki síst stríð Armena og Azera
um héraðið Nagorno-Karabak.
Turner