Morgunblaðið - 01.07.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.07.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 25 Má segja að hægari aukning eftirspurnar síðustu árin sé í raun staðfesting á þeim mikla árangri sem náðst hefur í nýtingu innlendrar orku síðustu hálfa öld Landsvlrkjun: Þróun f raforkuframlelðslu og raforkuettlu 1060-1090 6.000 '66 '67 '66 '66 '70 '71 72 ‘72 74 76 76 77 76 70 '60 '11 '62 '82 '84 '86 '86 '87 '88 '86 ‘90 61 '62 '82 '94 '96 Landsvirkjun 1960-1990: Þróun raforkukerflslns f 00 ár Árlð 1960 Áríð 1996 . 'sí ' • - FRAMKVÆMDIR voru að jafnaði mjög miklar frá því hafist var handa við Búrfellsvirkjun og þar til Blönduvirkjun var lokið 1992. Hér er unnið við að leggja stórpípur til hverfla virkjunarinnar. virkjunarstaðir kæmu aðallega til álita, ann- ars vegar að virkja Þjórsá við Búrfell, hins vegar Jökulsá við Dettifoss. Rannsóknir leiddu í ljós að Búrfell var miklu hagkvæm- ara, enda var það nálægt því landsvæði þar sem okkar eigin orkumarkaður er stærstur og fyrirsjáanleg þörf fyrir meiri orkufram- leiðslu." Jóhannes minnist þess ekki að um- hverfisvernd við Dettifoss hafi verið mikið í umræðunni, en mikill áhugi var á Norður- landi að fá virkjun þangað. „Málið komst nú ekki svo langt, sem betur fer má segja í dag“, bætir hann við. Var ekki erfitt að komast af stað út af mikilli lánsfjárþörf og þessháttar? „Að sjálfsögðu var geysilegt fyrirtæki að koma þessum samningum á, þar sem þurfti að gera allt í senn, að byggja nýja virkjun og afla fjár til hennar, en forsenda þeirrar lántöku var að gerðir yrðu traustir samning- ar um sölu verulegs hluta orkunnar til iðnað- ar. Auðvitað urðu þessir samningar að vera samtengdir og voru allir gerðir nánast sam- tímis." Búrfellsvirkjun hefur borgað upp öll sín lán, síðasta lánið fyrir 2-3 árum. Jóhannes segir að útreikningar hafi sýnt að orkusöl- usamningurinn við ísal hafi þegar borgað upp Búrfellsvirkjun. Fjórum árum eftir að Landsvirkjun var stofnuð var fyrsta raforkan afhent, haustið 1969, og virkjunin vígð vor- ið 1970. Þá var fyrsti áfangi ísals kominn í fulla framleiðslu. „í því sambandi er rétt að rifja upp að mikið góðæri var á íslandi þegar farið var af stað vorið 1966. Síldarævintýrið stóð þá sem hæst og menn höfðu þó nokkrar áhyggj- ur af því að þessar miklu framkvæmdir yrðu til að auka á þenslu og erfiðleika á vinnumark- aðinum. Reyndar þurfti að flytja nokkuð af erlendu vinnuafli til landsins. En svo fór að árið eftir hrundi síldarstofninn og 1968 má segja að síldin hafi horfið með öllu. Þetta leiddi að sjálfstöðu til mikils samdráttar og minnkandi atvinnu. En þegar á hólminn var komið reyndust Búrfellsvirkjun og álbræðslan hafa mjög mikil áhrif til að draga úr þeirri efnahagskreppu, sem þá gekk yfir landið." Veitendur í stað þiggjenda Við víkjum talinu að hinni miklu tækni- reynslu sem þessi fyrsta virkjun inni á há- lendi landsins veitti. „Þessi fyrsta virkjun var hönnuð og eftirlit með framkvæmdinni var í höndum banda- rísks fyrirtækis, Harza. Bæði vegna þess að okkur skorti reynslu og líka af því að á þeim tíma þurftum við vafalaust á því að halda vegna þeirra fjármálastofnana, sem veittu okkur lán til framkvæmdanna. En strax með Búrfellsvirkjun jókst stórlega þekking íslendinga á þessu sviði. Margir Islendingar unnu þar á vegum Harza, auk þess sem íslenskur verktaki var með sænsk- um og dönskum fyrirtækjum í samsteypu sem sá um byggingarframkvæmdina við Búrfell. Margir íslenskir verkfræðingar fengu þar ómetanlega reynslu. Með hverri stórri virkjun, sem Landsvirkj- un hefur ráðist í á þessum 30 árum, hefur hlutur íslendinga aukist bæði í hönnun og framkvæmdum, því að Blönduvirkjun, okkar síðasta virkjun, er algerlega hönnuð af ís- lenskum verkfræðingum. Allir helstu verk- takar í byggingunum þar voru íslensk fyrir- tæki og eftirlit í höndum verkfræðinga Landsvirkjunar. Óhætt er að segja að þessi aukna þekking nái til allra þátta í bæði bygg- ingu og rekstri orkumannvirkja. Við höfum sérþjálfað starfslið á öllum sviðum. I stað þess að þiggja eru íslendinga nú veitendur og útflytjendur þekkingar á þessu sviði. Einn af okkar reyndustu verkfræðing- um, Páll Ólafsson, yfirmaður byggingadeild- ar hér hjá Landsvirkjun, er nú í Kína. Má segja að þessi saga komi fram í honum. Hann kom 1966 til starfa hjá Harza, en fór síðan til Landsvirkjunar, þar sem hann hefur m.a. verið byggingarstjóri við Hrauneyja- fossvirkjun og forstöðumaður byggingar- deildar þegar Blönduvirkjun var í byggingu. Og nú þegar vantaði verkefni í bili er hann ráðinn sem eftirlitsverkfræðingur við nýtt orkuver í Kína. Hann kemur svo brátt aftur til að vera með okkur. Þessi aukna þekking nær til allra þátta í byggingu virkjana og þessu sérþjálfaða liði er ekkert að vanbún- aði. í þessari þekkingu og reynslu erum við með mikil verðmæti, sem við þurfum að ávaxta með áframhaldandi uppbyggingu." Við víkjum talinu að hugmyndum um sölu raforku um sæstreng og Jóhannes segir:,, Þegar við skoðum nýtingarmöguleikana á orku í framtíðinni þá er hún aðallega á tveim- ur sviðum. Annars vegar með þvi að byggja upp orkufrekan iðnað og hins vegar selja beint úr landi um sæstreng. Það hlýtur að vera þjóðhagslega hagkvæmara fyrir okkur að öðru jöfnu að selja þessa orku innan- lands. Og að því höfum við fyrst og fremst beitt okkur undanfarin ár. En á hinn bóginn verður að hafa í huga að orkulindir okkar eru svo stórar að mjög ólíklegt er að við getum nýtt þær allar í fyrirsjáanlegri fram- tíð með því að byggja upp orkufrekan iðn- að. Þessvegna er ég þeirrar skoðunar að ef útflutningur reynist vera hagkvæmur þá eig- um við að nýta okkur það tækifæri. Ljóst er að það tekur mjög langan tíma að und- irbúa lagningu sæstrengs til útlanda. í fyrsta lagi er flutningsgeta með tækninni í dag um 600-700 MW, þannig að við getum ekki nýtt þá flutningsgetu nema ráðast í mjög stórar nýjar virkjanir og þær krefjst langs undirbúnings. Það er eitt af því sem tak- markar hve fljótt sæstrengur gæti komið til. Og miðað við núverandi orkuverð í Vest- urevrópu, til daemis frá nýjum gasaflstöðv- um, er orka frá íslandi tæplega samkeppnis- hæf enn sem komið er. Hinsvegar er búist við að orkuverð í Evrópu muni halda áfram að hækka á næstu árum og smám saman verði orka héðan samkeppnishæfari. Við erum því að horfa alllangt fram í tímann. Þessar sæstrengshugmyndir eru mjög háðar því hvemig hagkvæmt sé að virkja á Austur- landi. En langbest liggur við að rafstrengur komi á land á Austfjörðum, eins og síminn gerði í byijun þessarar aldar, 100 árum fyrr." Samkomulag fyrirfram Eru menn nokkuð búnir að gera upp við sig hvort og hvernig þeir vilja virkja þar? „Að undanförnu hefur verið unnið mikið að því að reyna að meta þær virkjunarleiðir sem koma til greina á Norðurausturlandi og Austurlandi. Þau mál hafa verið kynnt heima- mönnum og öðrum bæði á Austur- og Norð- austurlandi undanfarið ár. Þar er um að ræða hvemig sé hagkvæmt og ásættanlegast frá umhverfíssjónarmiði að virkja Jökulsá á Fjöllum og Jökulsá á Brú. Auðvitað er mikil áhersla lögð á það af hálfu Landsvirkjunar og stjómvalda að ná sem bestu samkomulagi við heimamenn. Sannleikurinn er sá að nauð- synlegt er að þetta gerist með þeim hætti að samkomulag komist á um megin-leiðir í virkjunum á Austurlandi áður en farið er að leggja meiri vinnu í undirbúningsrannsóknir á hveijum stað. Slíkar rannsóknir eru-mjög dýrar. Þarf mörg hundruð milljóna fjárveit- ingu áður en hægt er að byija að virkja. Og það borgar sig ekki að leggja í rannsóknir á virkjunarstað fyrr en menn eru nokkurn veg- in vissir um að ekki séu þar óyfírstíganleg umhverfisvandamál. Þessvegna er farin þessi leið að kynna hugmyndir svona snemma. Búið er að rannsaka og undirbúa nægar virkjanir hér til að anna þeirri aukningu orkufreks iðnaðar, sem er líklegur á næstu 5-10 árum", segir Jóhannes ennfremur. „Þannig að þótt í kjölfar stækkunar ísals komi nýtt Atlantal-álver, þá erum við þess vegna ekki háð þessum stóru virkjunum á Austurlandi. Af þeim fullkönnuðu virkjun- armöguleikum sem til greina koma á eftir Blönduvirkjun og fyrrnefndum smærri fram- kvæmdum, þá er fyrst að nefna byggingu Fljótsdalsvirkjunar, eins og fyrirhugað var að byggja í sambandi við Atlantal eða þegar möguleikar opnast aftur." Fyrir utan Fljótsdalsvirkjun eru ýmsir stað- ir rannsakaðir og undirbúnir á Þjórsársvæð- inu. Þar er um að ræða nýtt stöðvarhús við Búrfell og 100 MW stækkun. Síðan er stöðv- arhús við Sultartanga, en þar er þegar fyrir hendi miðlunarlón. Þá er virkjun við Vatns- fell, þar sem nýtt er fallið frá Þórisvatni niður í Sigöldulón. í þriðja lagi má virkja fallið frá Hrauneyjafossi niður að Sultartanga við Búð- arháls. Þá eru einnig möguleikar til að byggja jarðgufustöðvar eða auka framleiðslu, t.d.á Nesjavöllum og væntanlega einnig við Kröflu. Þarf þó að fara í frekari rannsóknir við Kröflu. Við höfum ekki talið tímabært að veija fé til að bora þar meira fyrr en svæðið er orðið öruggara. Að öllu samanlögðu eru orkumögu- leikar tiltækir og hagkvæmir til að sinna mjög mikilli aukningu á orkufrekum iðnaði á næstu árum. Þeir hafa verið rannsakaðir og undirbúnir." Við stjórnvölinn í 30 ár „Ekki er hægt að neita því að orku- og stóriðjumálin hafa verið stór þáttur í mínu starfi síðan 1961 þegar stóriðjunefndin var stofnuð og til þessa dags“ svarar Jóhannes Nordal, þegar haft er orð á því að í þetta hafi hann lagt gífurlega vinnu.„Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og spennandi við- fangsefni þótt skipst hafi á skin og skúrir." Ekki hefur alltaf verið sátt um þessi mál? „Nei, því miður þá hafa íslendingar ekki borið gæfu til að vera fljótir til að sætta sig við nýjungar á þessu sviði. Við vitum hvern- ig fór á fyrri helmingi aldarinnar, þegar Einar Benediktsson og ýmsir aðrir voru að reyna að koma á orkufrekum iðnaði hér á landi. Ekki vil ég fullyrða að þara hafi strandað á íhaldsemi og vantrú íslendinga sjálfra. Margt bendir þó til þess að við hefð- um átt að geta komist af stað með orkufrek- an iðnað ekki miklu seinna en Norðmenn, eða hálfri öld fyrr en við gerðum, og staðið þá í allt öðrum sporum nú.“ Mjög miklar deilur voru um ísal á sínum tíma og tók langan tíma áður en þær lægði. „Sem betur fer hefur orðið mikil breyting í þessu efni núna síðustu árin. Það er ekki fyrr en síðustu 5-6 árin að maður fínnur í rauninni almennan áhuga meðal lands- manna. Ekki virðist lengur ágreiningur um að æskilegt sé að hraða sem mest uppbygg- ingu orkufreks iðnaðar. Og það er enginn vafi á því að í samningum við erlenda aðila skiptir mjög miklu máli að þeir finni að þeir séu velkomnir og að þeir megi vænta góðra viðskipta við alla aðila. Að auki held ég að það hjálpi okkur núna á þessu sviði að við erum nánar tengdir Evrópulöndunum með samningunum um Evrópskt efnahagssvæði. Erlendum aðilum er það trygging fyrir því að hér gildi al- mennt svipað efnahagslegt umhverfí og í öðrum iðnvæddum löndum, frjálsræði að því er varðar fjármagnsflutninga og vinnuafl og svipaðar skattareglur." „Að sjálfsögðu felast í því breytingar að draga sig í hlé eftir svona langan tíma. En það kemur manni sem kominn er á þennan aldur að sjálfsögðu ekkert á óvart," svarar Jóhannes Nordal þegar hann er spurður hvort hann fari frá þessu viðamikla starfí með eftirsjá. „Ég vonast til þess að geta enn um hríð átt einhvern þátt í þessum störfum að því er varðar samninga við erlenda aðila, þó ekkert sé fastráðið í því. Ég mun að minnsta kosti fylgjast af áhuga með því sem gerist í þessum efnum, því að íslendingar þurfa á öllu sinu að halda til að tryggja batnandi lífskjör í framtíðinni."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.