Morgunblaðið - 01.07.1995, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 01.07.1995, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAU GARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 33 AÐSENDAR GREINAR Kvörtun Félags garð- plöntuframleiðenda Hólmfríður Björn Finnbogadóttir Arnason Athugasemd frá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar NÝGERÐUR samningur Skóg- ræktarfélagsins við bæjarstjóm Hafnarfjarðar hefur farið ■ illilega fyrir brjóstið á Félagi garðplöntu- framleiðenda. Kemur þetta fram í sjónvarpsviðtali föstudaginn 16. júní s.l. og í viðtali í Morgunblað- inu 20. júní við sama stjórnarmann í Félagi garðplöntuframleiðenda, Gunnar Hilmarsson, sem er í for- svari fyrir gróðarstöð í Hafnar- firði. Skógræktarfélagið harmar að sjálfsögðu þessi neikvæðu við- brögð Gunnars Hilmarssonar og félags hans og vonar að þótt hon- um hafi þarna orðið það á að „skjóta fyrst og spyija svo“ eða öllu heldur að „skjóta strax og spyija einskis“, þá muni öldurnar lægja og áfram ríkja sá hugsjóna- eldur um skógrækt sem fjölskylda Gunnars er þekkt fyrir hér í bæ. Skógræktarfélagið verður 50 ára á næsta ári og hefur alla tíð starfað á hugsjónagrundvelli. Hef- ur það fengið býsna miklu áorkað, ekki síst fyrir störf heiðursfélaga síns, Jóns Magnússonar í Skuld, sem reyndar er stofnandi og til skamms tíma einkaeigandi þeirrar gróðrarstöðvar, sem Gunnar Hilm- arsson, dóttursonur hans rekur nú. Hér verður ekki fjölyrt umfram þörf, en aðeins upplýst nokkur atriði, sem betur hefðu verið gaumgæfð og hugsuð, áður en gripið var til vopna. • Verið er að koma á útivistar: og ræktunarskipulagi bæjarins. í mótun þess og framkvæmd vill Skógræktarfélagið eiga hlut að máli, bæði til að ýta á eftir ræktun útlands bæjarins og auðvelda al- menningi að njóta lands og gróð- urs. • í félaginu eru nú yfir 500 fé- lagar og á vegum þess eru yfir 130 aðilar, félög, skólar og ein- staklingar með lönd í fóstri. Ekki er vitað gjörla um vinnumagn við þau fósturstörf, en líklegt er að þarna séu unnar minnst 10.000 vinnustundir árlega. í plöntun fara v.æntan- lega tugir þúsunda plantna á ári sem fólk kaupir, framleiðir sjálft eða fær hjá fé- laginu. Elstu spildurn- ar eru nú orðnar fimmtán ára og um- hirðustörf því víða að taka við af plöntun. • Skógræktarfélagið, starfsmenn þess og unglingar úr vinnu- skólanum vinna að landbótum, plöntun og umhirðu svo nemur árlega enn fleiri vinnustundum en áður grein- ir um fósturforeldra spildanna. Þess ber að geta, að í drögum félagsins að hinum umdeilda samningi, var beinlínis ráð fyrir því gert, að allar girðingar sem verið hafa um svæði félagsins verði fjarlægðar og svæðin opnuð almenningi. Jafnframt var ráð fyr- ir því gert, að í staðinn yrði gróðr- arstöð félagsins girt með vandaðri girðingu og rekstur hennar aðskil- inn enn greinilegar en nú er frá öðrum rekstri félagsins. • Öll þessi starfsemi er svo mik- ils metin af bæjarstjórn, að hún er styrkt með beinu fjárframlagi, sem í ár mun nema 2,5 m.kr. Skógræktarfélag Hafn- arfjarðar hefur starfað í tæp 50 ár á hugsjóna- grundvelli. Hólmfríður Finnbogadóttir og Björn Arnason svara Félagi garðplöntufram- leiðenda. Verður félagið að líta svo á, að hér sé bæjarstjórn að leggja fé til ræktunar lands og lýðs og að þetta framlag beri að skoða í sama eða svipuðu ljósi og rekstrarframlög til íþróttafélaga og annarra sem starfa að hugsjónamálum, þ.e. að bæta landið og mannlífið. • í gróðrarstöð félagsins eru ræktaðar plöntur við harla erfíð skilyrði. Plöntur sem þaðan koma eru í góðu áliti, enda þegar hertar í uppvexti við heldur óhagstæð veðurskilyrði. Sala úr stöðinni hef- ur undanfarið verið þessi: Árið 1992: kr. 1.794.466 Árið 1993: kr. 1.879.059 Árið 1994: kr. 1.178.563 Hefur félagið því augljóslega fengið að fínna fyrir samdrætti í þjóðfélaginu og þó sérstaklega harðnandi samkeppni, sem leiðir ekki síst af fjölgun aðila sem rækta og selja. Félagið gætir þess vandlega, að tíunda alla sölu rétt og vísar um- mælum um meint skattfríðindi harðlega á bug. Af framanskráðu má ljóst vera, að leita verður betur, ef fínna á sökudólg til að skýra slaka afkomu gamalgróinna gróðrarstöðva. Heildarvelta félagsins er um 5 m.kr. á ári. Aðrar tekjur en frá plöntusölu koma frá félagsgjöldum og styrlqum. Hafa reyndar kunn- ugir oftsinnis undrast allt það sem tekist hefur að gera með ekki meiri fjármunum. Félagið telur sig hins vegar hafa sannað tilverurétt sinn rækilega með farsælum störfum sínum og að tími sé til kominn að félagar þess megi fínna kröftum sínum viðnám í enn meiri mæli en verið hefur. Bæjarstjórn var greini- lega sömu skoðunar, þegar hún gerði samninginn góða, sem báðir aðilar telja eindregið gæfuspor. Vilji bæjarstjórn breyta einstök- um atriðum samningsins til bóta, er það laust í hendi af hálfu félags- ins, ef hið háleita markmið hans um enn betri og meiri ræktunar- og landbótastörf verður áfram á sínum stað. Við garðplöntuframleiðendur er það eitt að segja, að ræktunarhug- sjón Skógræktarfélagsins og ann-. arra slíkra, að ekki sé talað um þá sem hafa ræktunarstörf einnig að lifíbrauði, er alltof góð og há- leit til að hún megi koðna niður í karpi um meint hagsmunamál. Félagið hyggst hér eftir sem hingað til virða leikreglurnar. Samningur sá, sem hér um ræðir, er til þess gerður að festa í sessi farsæl störf, okkur öllum til hags- bóta og hamingjuauka. Hólmfríður er formaður og Bjöm varaformaður Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. i « Iðnnemasetur + * Odýrt og gott húsnæði fyrir félagsmenn Iðnnemasambands Islands FÉLAGSMENN Iðnnemasam- bands íslands (INSÍ) eiga rétt á dvöl á iðnnemasetri á meðan þeir stunda nám. Iðnnemasetur eru leiguhúsnæði í eigu Félagsíbúða iðnnema (FIN). Iðnnemasetrin eru bæði einstaklingssetur og ijöl- skyldusetur. Einstaklings- og paraherbergi Einstaklingssetrin eru gisti- heimili með frá 8 einstaklings- og paraherbergjum upp í 15 einstakl- ings- og paraherbergi. Á einstakl- ingssetrunum er öll aðstaða eins og á venjulegu heimili og er hún sameiginleg öllum sem búa á setr- inu. Þannig er t.d. sameiginleg eld- unaraðstaða, setustofa með sjón- varpi og þvottaaðstaða. Herbergin eru leigð út með húsgögnum; rúmi, náttborði, skrifborði, stólum, fata- skáp og litlum ísskáp. Leiguverð herbergja Leiguverð á einstaklingsher- bergjum er frá um 14 þúsund krón- um á mann upp í um 17 þúsund og er þá hiti og rafmagn innifalið. Leiguverð á paraherbergjum er frá 18 þúsund til 22 þúsund á mán- uði, hiti og rafmagn innifalið. Forgangsröðun í herbergi Umsækjendum um einstaklings- og paraherbergi er raðað í ákveðna forgangsröð. Þannig koma fyrst umsækjendur sem búa á iðnnema- setrum og uppfylla skilyrði um námsframvindu og hafa ekki lokið námi. Síðan koma umsækjendur með lögheimili utan höfuðborgar- svæðisins. Þar næst er raðað eftir því hvort umsækjandi er að hefja nám eða ekki. Þannig koma þeir á undan sem hafa lok- ið 6 mánaða námi eða meira. Að lokum er síðan raðað eftir tekj- um umsækjenda. Fatl- aðir hafa síðan for- gang að herbergjum sem eru sérsniðin með þeirra þarfír í huga. Hvar eru herbergin? Frá og með haust- inu 1995 verða í eigu FIN 3 iðnnemasetur með samtals 33 ein- staklings- og paraher- bergjum. Þessi setur eru á Njálsgötu 65 en þar eru 15 herbergi og þar af 4 sem eru sérútbúin með þarfir fatl- aðra í huga, á Ránargötu 12 eru 10 herbergi og á Vesturgötu 17 eru 8 herbergi. íbúðir Fjölskyldusetur FIN eru í dag þijú með samtals 26 íbúðum. Á Bergþórugötu 23 eru 8 íbúðir. Þijár 3ja herbergja og fimm 2ja herbergja. í húsinu er einnig sam- eiginlegt_ þvottahús, lesstofa og garður. í Bjarnaborg við Hverfís- götu 83 eru fimmtán 2ja herbergja íbúðir. I Bjarnaborg er sameiginleg þvottaaðstaða, sameiginleg les- stofa, leikherbergi fyrir börn og garður með leiktækjum. Á Lauga- vegi 5 eru 3 stúdíóíbúðir, hugsaðar fyrir barnlaus pör. Á Laugavegi er sameiginleg þvottaaðstaða. Leiguverð á íbúðum Leiguverð 2ja herbergja- og stúdíóíbúðunum er frá um 24 þús- und krónur upp í um 26 þúsund krónur á mánuði. Á 3ja her- bergja íbúðunum er leiguverðið 31 þúsund krónur til 32 þúsund á mánuði. Við leiguverð- ið bætist síðan hús- gjald sem er frá um 2.200 til 3.600 krónur á mánuði. Forgangsröðun í íbúðir Forgangsröðun um- sækjenda um íbúðir er með eftirfarandi hætti: a) íbúðar iðnnema- setra sem uppfylla skilyrði um námsframvindu og hafa ekki lokið námi. Félagsíbúðir iðnnema leigja út einstaklings- og paraherbergi og íbúðir. Kristínn H. Ein- arsson gerir hér grein fyrir starfseminni. b) Sambýlisfólk þar sem báðir aðilar eru í INSÍ með tvö börn eða fleiri. 6) Sambýlisfólk þar sem annar umsækjandi er í INSÍ, hinn í öðru námi eða heimavinnandi, með tvö börn eða fleiri og ein- stæðir foreldrar í INSÍ með tvö börn eða fleiri. d) Sambýlisfólk sem bæði eru í INSÍ með eitt Kristinn H. Einarsson barn og einstæðir foreldrar f INSÍ með eitt bam. e) Sambýlisfólk þar sem annað er í INSÍ en hitt í öðru námi eða heimavinnandi, með eitt barn. f) Sambýlisfólk þar sem annað er í INSÍ og hitt er útivinn- andi, með tvö böm eða fleiri. g) Sambýlisfólk sem bæði eru í INSÍ en barnalaus. h) Sambýlisfólk þar sem annað er í INSÍ en hitt er útivinn- andi, með eitt barn, sambýlis: fólk þar sem annað er í INSÍ hitt í öðru námi en iðnnámi* * I) Sambýlisfólk þar sem annað er í INSÍ en hitt er útivinn- andi, barnlaus. Þegar þessari röðun er lokið er síðan raðað eftir því hvort umsækj- andi í INSÍ er að hefja nám eða ekki. Þannig koma þeir á undan sem hafa lokið 6 mánaða námi eða meira. Að lokum er síðan raðað eftir tekjum umsækjenda. Umsóknarfrestur og leigutimi Umsóknarfrestur um vist á iðn- nemasetrum er til 1. júlí ár hvert. íbúðir eru að jafnaði leigðar út frá 1. september til 20. ágúst. Her- bergi eru ýmist leigð út frá 1. sept- ember til 31. desember eða frá 1. september til 31. maí, eða þá frá 1. janúar til 31. maí. Umsóknar- frestur um herbergi sem leigð eru út á vorönn er til 1. desember. Umsóknum ber að skila á sérstök- um umsóknareyðublöðum sem skrifstofa FIN lætur í té. Með umsóknum þurfa að fylgja ýmis fylgigögn, s.s. námssamningur, skattaskýrsla og staðfesting á skólavist. Öllum umsóknum er svarað og fá umsækjendur sem sækja um fyrir 1. júlí svar í kring- um miðjan júlí. Hverjir eiga rétt á seturvist? Rétt til úthlutunar seturvistar hjá FIN eiga allir samningsbundn- ir iðnnemar sem greitt hafa tilskil- in félagsgjöld til INSÍ og nemend- ur sem koma úr eftirtöldum skólum og eru í, eða að hefja iðnnám. (Ath. nemendur sem eru að koma úr einhveijum þessara skóla teljast í öllum tilvikum hafa lokið 6 mán- aða iðnnámi.) Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, Sauðárkróki, Fjölbrauta- skóli Suðurlands, Selfossi, Fjöl- brautaskóli Suðurnesja, Fram- haldsskóli Vestfjarðar, ísafirði,' Fjölbrautaskóli Vesturlands, Akra- nesi, Framhaldsskóli Vestmanna- eyja, Framhaldsskólinn á Húsavík, Hótel- og veitingaskóli íslands, Iðnskólinn í Hafnarfírði, Iðnskól- inn í Reykjavík, Tannsmíðaskóli íslands, Verkmenntaskóli Austur- lands, Neskaupstað og Vélskóli íslands (félagar í Iðnnemafélagi skólans). Hverjir fá úthlutað í fyrra tókst Félagsíbúðum iðn- nema að leysa úr húsnæðisþörf alls barnafólks sem sótti um íbúð- ir á vegum FIN og fjölda barn- lausra para. Fjöldinn allur af ein-,, staklingum fékk einnig úthlutað húsnæði á vegum FIN. Ohætt er að fullyrða að flestallir sem búið hafa á iðnnemasetrum hafa kunn- að því vel og sækjast eftir að halda áfram. Þó er alltaf mikið um endurnýjun á íbúðum iðn- nemasetra og því lítið af íbúðum og herbergjum sem eru upptekin af þeim sem eru að endurnýja leigusamninga. Varðandi það hvetjir fá úthlutað húsnæði á veg- um FIN eru mörg dæmi um að umsækjendur sem hafa verið neðarlega í forgangsröð sam- kvæmt úthlutunarreglum hafi fengið úthlutað húsnæði. Það eina sem er alveg öruggt varðandi út- hlutun í iðnnemasetrum er að þeir sem ekki sækja um fá örugglega ekki úthlutað. Höfundur er framkvæmdastjóri ' Félagsíbúða iðnnema.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.