Morgunblaðið - 01.07.1995, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
j
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 35 --
AÐSENDAR GREIIMAR
Fiskveiðistefnan —
tillögnr til úrbóta
ÞETTA stendur í gildandi löggjöf
um fiskveiðistefnuna og um það eru
flestir íslendinga sammála. Hvemig
við íbúar landsins afhendum ákveðn-
um aðilum þessa auðlind til ávöxtun-
ar og nýtingar er sá þáttur sem ekki
hefur náðst um víðtækt
sarrikomulag. Yfirleitt
eru svokallaðir hags-
munaaðilar eða stjórn-
málamenn að ræða
þessi mál en minna
heyrist frá hinum al-
menna eiganda fiskim-
iðanna, þ.e. öðrum íbú-
um landsins og má líta
á okkur sem hina litlu
hluthafa í stóru og
öflugu hlutafélagi.
Minnumst þess'að þetta
hlutafélag varð til þeg-
ar fiskistofnarnir urðu
of litlir en ef fiskistofn-
amir væru nægilega
stórir hefði þessi eign
aldrei orðið til.
Sem örlítill hluthafi langar mig til
að koma með tillögur til lagfæringar
á núverandi kvótakerfí, þannig að
þeir gallar sem ég sé við það minnki
en kostirnir haldi sér.
Núverandi kvótakerfi
- kostir og gallar.
Kostir núverandi kvótakerfis sem
undirritaður sér eru:
1. Fiskiskipum er tryggð meðal-
talsveiði síðustu ára í samræmi við
heildarkvótann.
2. Útgerðin (eigandi fiskiskip-
anna) getur veitt sinn kvóta á hag-
kvæman hátt.
3. Þetta er auðveld aðferð fyrir
stjómvöld til að stjórna fiskveiðum
þegar fiskistofnarnir era óeðlilega
litlir eða þegar fiskistofnamir era
eðlilegir en fiskveiðiflotinn of stór.
4. Kvótakerfið hefur stöðvað of-
vöxt þess hluta fískveiðiflotans sem
veiðir kvótafisk en minnkun flotans
virðist gerast hægar en menn reikn-
uðu með.
Gallarnir era t.d.:
1. Þegar það erfiða ástand skapast
að stjórnvöld þurfa að setja kvóta á
fiskistofn gerist það að sumir út-
gerðaraðilar vilja kaupa kvóta og um
leið geta aðrir selt „sinn“ kvóta fyrir
miklar upphæðir, en hinn almenni
Bjarni Gunnarsson
eigandi fískimiðanna kemur þar
hvergi nærri.
2. Þegar kvóti fiskiskips er seldur
úr byggðarlagi fyrir miklar upphæð-
ir fær útgerðin greiðslurnar en eftir
sitja fískvinnslan og byggðin með
sárt ennið eins og dæm-
in sanna og geta lítið
gert sér til bjargar.
3. Því sem er lýst er
hér á undan (liðir 1 og
2) verður oft keðjuverk-
andi, þ.e. sterka útgerð-
in verður sterkari og
sterkari um leið og
byggðunum fjölgar þar
sem kvótinn fer minnk-
andi.
4. Miklar líkur era á
því að smáfiski sé hent
í töluverðum mæli og
er það hugsanlega
stærsti galli núverandi
kvótakerfis.
Ég tel að þær breyt-
ingar sem verða gerðar á fiskveiði-
stefnunni megi ekki vera of róttækar
en verði samt að opna leiðina að frek-
ari breytingum og lagfæringum. Hér
á eftir ætla ég að setja fram tillögur
að breytingum á fiskveiðistefnunni
sem ég tel eðlilegar í stöðunni og
jafnframt tel ég að eigendur fískimið-
anna við ísland gætu horft á þessar
tillögur sem málamiðlun. Breytinga-
tillögurnar eru aðeins tvær og eru
eftirfarandi:
TUlögur til úrbóta
1. Aflakvóta, sem nú er skipt á
fiskiskip landsins (útgerðina), verði
áfram skipt á fiskiskipin og mætti
t.d. kalla þann kvóta sjávarkvóta.
Auk þess verði skilgreindur byggða-
kvóti og væri þar um að ræða skipt-
ingu aflakvótans á byggðarlög (fisk-
vinnslu). Skipting aflakvótans meðal
fiskiskipanna væri t.d. samkvæmt
meðaltalsaflakvóta skips síðastliðin
4-6 ár og nýr kvóti þannig reiknaður
á hverju ári, en meðal byggðanna
væri notað lengra tímabil, t.d. 7-10
ár. Útreiknað meðaltal þarf svo að
leiðrétta í samræmi við heildaraflak-
vóta hverrar fiskitegundar á hveiju
ári.
í framhaldi þess að vera með sjáv-
arkvóta og byggðakvóta væru leik-
reglur þær, að í hvert sinn sem kvóta-
Sem örlítill hluthafi,
segir Bjarni Gunnars-
son, langarmigtil
að koma með tillögur
til hagræðingar í
kvótakerfinu.
fiski væri landað þarf að skrá hann
sem sjávarkvóta og byggðakvóta og
ef t.d. útgerð einhverra hluta vegna
vill landa sínum kvótafiski hjá fisk-
vinnslu, sem hefur ekki byggðakvóta
á móti sjávarkvóta útgerðarinnar,
þá verður útgerðin líka að leggja til
byggðakvótann og er því um leið að
minnka sjávarkvóta sinn sem því
nemur. Hið sama gildir um byggðar-
lag (fiskvinnslu), sem vill kaupa fisk
af kvótalausu skipi, þar þarf byggð-
arlagið að leggja til sjávarkvótann
og minnka þar með sinn kvóta auka-
lega sem því nemur.
Það er því bæði hagur útgerðar
og byggðarlaga að landa aflakvóta
þar sem báðir aðilar geta lagt fram
kvóta.
2. Flytja má kvóta yfirstandandi
fiskiveiðiárs milli fískiskipa annars
vegar og byggðarlaga hins vegar.
Flutningurinn skal fara fram á
kvótamarkaði á markaðsverði svipað
og nú gerist. Helmingurinn af því
verði sem kaupandinn er tilbúinn að
greiða fer til seljandans, en hinn
helmingurinn til ríkisins, t.d. til efl-
ingar fiskirannsókna.
Líkleg áhrif breytinga.
Með þessum tveim breytingatillög-
um við núverandi fiskiveiðistefnu
sýnist mér að kostir núverandi stefnu
haldist óbreyttir. Nýir kostir era t.d.
eftirfarandi áhrif á áður upptalda
galla (sömu númer notuð og í upp-
talningu galla):
1. Það verð sem kaupandi kvóta
er tilbúinn að greiða fyrir stækkun
síns kvóta fer að jafnaði að hluta til
útgerðar, til byggðarlags og að hluta
til ríkisins. Þó hér fari greiðslur til
ríkisins er varla hægt að að kalla
þetta t.d. veiðigjald, heldur væri rétt-
ara að kalla þetta veiðiauka-gjald,
því þennan „skatt“ þarf aðeins sá
að greiða sem vill auka við sinn kvóta
og upphæðin fer eftir framboði og
eftirspum. 2.-3. Byggðarlögum er
tryggð hlutdeild í kvótanum og því
standa þau miklu betur að vígi held-
ur en í núverandi kerfi.
Ef sú staða kæmi t.d. upp, að
byggðarlag/fískvinnsla yrði fyrir ein-
hveiju áfalli, þá er hægt að selja
kvóta það árið og næsta ár er kvót-
inn áfram í byggðarlaginu, þó að
hann hafí eitthvað minnkað.
4. Umræddar breytingar á fískveiði-
stefnunni hafa ekki áhrif á það hvort
(smá-)fiski sé hent. Til að taka á því
vandamáli er lagt til að hinn al-
menni sjómaður gerist eftirlitsmaður
á fiskimiðunum.
Þá er átt við það að hinn aimenni
sjómaður sjái til þess að allur veidd-
ur fískur komi til lands. Þessu mætti
t.d. koma til framkvæmdar með því
að allur veiddur smáfískur sé utan
kvóta og að sjómenn (að undantekn-
um skipstjóram og stýrimönnum) fái
sinn hlut fyrir smáfískinn, en skip-
stjórnarmenn fái t.d. hlut og útgerð-
in fái fyrir kostnaði og greiði ein-
hveija litla sekt. Þannig væri reynt
að tryggja að útgerðin og skip-
stjórnarmenn veiði eins lítið og hægt
er af smáfiskinum, en að sjómennirn-
ir sjái um að koma fiskinum að landi.
Þessar tillögur era settar fram til
að reyna að bæta núverandi kvóta-
kerfí og í þeirri von að meira og
betra samkomulag geti náðst um
fískveiðistefnuna en hingað til hefur
verið. Eflaust má fínna marga galla
á þessum tillögum og líklega verður
lítið með þær gert. En ef þær koma
að einhveiju gagni í umræðunni
næstu misserin um breytta fískveiði-
stefnu, þá er vel.
Stofngjald - veiðileyfagjald
Nú nýverið setti stjórnarformaður
Granda hf., Ámi Vilhjálmsson pró-
fessor, fram hugmyndir að stofn-
gjaldi fyrir varanlegan fiskveiðirétt.
Þetta er athyglisverð hugmynd og
sérstaklega ánægjulegt að þarna
skuli aðili úr hópi útgerðarmanna
ræða þessi mál á þessum nótum.
Sem innlegg í umræðuna um ein-
hvers konar auðlindaskatt vil ég
leyfa mér að vitna í orð prófessor
Árna, þar sem hann setti fram sínar
hugmyndir og sagði m.a. „að núver-
andi handhöfum veiðiréttar, sem vilja
taka við tryggum varanlegum veiði-
rétti, verði gert að greiða einsinnis-
gjald“ og „þennan veiðirétt yrði síðar
unnt að taka eignamámi með góðum
fyrirvara, t.d. ef forsendur veiði-
gjaldsins reyndust verulega rangar,
og kæmu fullar bætur fyrir, sem
tækju mið af upphaflegu gjaldi“.
Sem einn af eigendum fiskimið-
anna við ísland vildi ég frekar að
handhafar aflakvótans myndu ein-
faldlega greiða lágt veiðileyfagjald á
hvert varanlegt kg á hveiju ári og
þyrfti þetta gjald aðeins að vera um
4 kr/kg/ári til að samsvara því kostn-
aðardæmi sem Árni setti fram í sínu
máli.
Ástæðan fyrir þessari skoðun
minni er sú, að ég tel eftirfarandi
atriði í hugmyndum Árna vera óað-
gengileg fyrir megin þorra eigenda
fískimiðanna:
1. Talað er um núverandi hand-
hafa og þar með gefíð í skyn að
aðrir komist ekki að.
2. Þá er talað um varanlegan veiði-
rétt núverandi handhafa sem með
tímanum og hefðinni gerir útgerðina
að eigendum fiskimiðanna og þar
með þarf eignarnám til að breyta
þessum veiðirétti sbr. næstu gr. nr. 3.
3. Að síðustu er lagt til að fullar
bætur komi fyrir veiðirétt sem þarf
hugsanlega að taka eignarnámi.
Ekki er ég tilbúinn að borga fullar
bætur til útgerðanna í landinu fyrir
eignarnám á fískimiðunum okkar,
sameign þjóðarinnar, ef forsendur
veiðigjaldsins breytast í framtíðinni.
Þrátt fyrir þessar aðfínnslur mínar
við hugmyndir Árna tel ég mjög
gagnlegt að þær hafí komið fram
og að þær séu nauðsynlegt útspil í
umræðunni, sem þarf að fara fram
um fískveiðistefnuna. Jafnframt tel
ég nauðsynlegt, að hinn almenni eig-
andi fiskimiðanna við landið tjái sig
um fiskveiðistefnuna.
Samantekt
Hér hefur eftirfarandi verið lagt til:
1. Útgerðin verður áfram með sinn
kvóta (sjávarkvóta) sem verður í
samræmi við meðaltalskvóta á hveij-
um tíma (t.d. meðaltal síðustu 4-6
ára). Aðilar geta aukið sinn kvóta á
fískveiðiárinu með því að kaupa
kvóta af annarri útgerð, á fijálsu
verði, en helmingur verðsins greiðist
til ríkisins (nk. veiðiauka-gjald).
2. Skilgreindur verður byggðakvóti
á sama hátt og sjávarkvóti, en þó er
eðlilegt að stuðst verði við lengri
meðaltöl (t.d. 7-10 ár) og byggðarlög
geta bara verslað með byggðakvóta.
3. Til að allur veiddur fískur komi
til löndunar er lagt til að veiddur
smáfískur verði utan kvóta og að
hinn almenni sjómaður fái sinn hlut
fyrir þann físk, en yfírmenn skipanna
og útgerðin fái í sinn hlut „tæplega
fyrir kostnaði“.
4. Ef upp verður tekinn e.k. auð-
lindaskattur er lagt til að það verði
í formi veiðileyfagjalds á hvert kg/ári
af varanlegum meðaltalskvóta eins
og skilgreindur er í lið 1 hér á undan.
Höfundur er verkfræðingur og
einn af eigendum fiskimiðanna við
ísland.
I
I
I
,
Aldrei meira atvinnuleysi
ÍSKYGGILEGAR tölur um at-
vinnuástandið í landinu halda áfram
að koma fram í dagsljósið. Nýlega
birtust tölur um atvinnuleysið í maí-
mánuði og sýna þær svo ekki verður
um villst að borið saman við maímán-
uð á sl. ári og árin þar á undan er
atvinnuleysið meira en nokkra sinni.
Sérstakar áhyggjur vekur vaxandi
atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu
og Suðurnesjum.
Fyrstu mánuði þessa árs virtist
mega gera sér vonir um að heldur
væri að slá á atvinnuleysisvandann
og ástandið jafnvel ívið skárra borið
saman við sömu mánuði ársins á
undan. Þessar staðreyndir notaði
þáverandi ríkisstjórn sér óspart í
kosningabaráttunni og taldi þær
sýna að ástandið færi batnandi. Ekki
síst var forsætisráðherra, Davíð
Oddsson, iðinn við að hampa þessum
tölum. En því miður hefur síðan sig-
ið á ógæfuhliðina og tölur nú í apríl-
og maímánuði sýna að atvinnuleysið
er síður en svo á undanhaldi. Þannig
fækkar atvinnulausum nánast ekkert
milli mánaðanna apríl og maí eins
og gerst hefur undantekningarlaust
á fyrri árum.
Höfuðborgarsvæðið
og Suðurnes
Ef litið er til þeirra svæða sérstak-
lega þar sem atvinnuástandið hefur
versnað, borið saman
við undanfarin ár, þá
vekur það athygli að á
höfuðborgarsvæðinu
hefur atvinnulausum
íjölgað um 14% borið
saman við maí 1994.
Atvinnuleysið helst
óbreytt milli mánað-
anna apríl og maí eða
5,4 af hundraði, þó eru
það öllu fleiri sem voru
án atvinnu í maí heldur
en í apríl og munar þar
um_ 140 manns.
Á Suðumesjum dró
að vísu heldur úr at-
vinnuleysi milli mánað-
anna apríl og maí eða
úr 6,3% í apríl í 5,9% í maí, en eftir
sem áður er atvinnuleysið hvergi
hærra á landinu og þar mælist at-
vinnuleysi kvennatæp 10%. Atvinnu-
lausir eru 18% fleiri á Suðumesjum
nú heldur en þeir voru á sama tíma
í fyrra.
Þessar tölur eru ískyggilegar og
við hljótum að spyija okkur hvað sé
að þegar hefðbundins bata í atvinnu-
lífinu miðað við árstíma gætir alls
ekki, ástandið fer jafnvel versnandi.
Erum við að sofna á verðinum?
Furðu hljótt hefur verið um þess-
ar niðurstöður og að sjálfsögðu hafa
stjórnvöld að loknum
kosningum sem minnst
viljað um þetta ræða.
Það hljóta að vakna
spurningar um það
hvort við séum að sofna
á verðinum. Er samfé-
lagið að dofna upp,
hætta að skynja verk-
ina sem þessum vá-
gesti, atvinnuleysinu,
fylgja?
Sérstaka athygli vek-
ur þetta ástand í at-
vinnumálum, með hlið-
sjón af því að staða
efnahagsmála er þó
skárri heldur en ráð var
fyrir gert og nýliðið ár
reyndist að ýmsu leyti hagstætt.
Þannig er hagvöxtur hér nú á pari
við það sem gerist að meðaltali í
OECD-löndunum og talsvert betri en
spáð hafði verið. Þjóðarbúskapurinn
hefur sem sagt náð sér á strik eftir
efnahagslægðina á árunum 1988-93
og útlitið er allgott fyrir yfírstand-
andi ár. Eyðsla eða neysla í landinu
fer líka vaxandi sem sést m.a. á því
að dregið hefur úr afgangi af við-
skiptum við útlönd og ekki verður
hægagangi að því leyti til kennt um
að atvinnuástandið hefur ekki batn-
að. Sú spurning sem óhjákvæmilega
vaknar fer einfaldlega þessi; erum við
Atvinnuleysið er meira
en nokkru sinni, segir
Steingrímur J. Sigfús-
son, og áberandi mest á
höfuðborgarsvæðinu.
íslendingar orðnir fastir í því munstri
Vesturlanda sem við höfum séð í
nágrannalöndunum, eins og Dan-
mörku, að þrátt fyrir hagvöxt og
batnandi efnahagsástand haldist at-
vinnuleysi óbreytt eftir að það er
einu sinni orðið fast í sessi. Atvinnu-
leysistölur, sem nú eru að birtast og
sýna að atvinnuleysi er meira nú en
nokkru sinni fyrr, á sambærilegum
árstíma, vekja vissulega ugg. Hitt
veldur einnig áhyggjum hversu lítið
er um þessar staðreyndir fjallað. Að
ekki skuli vera meiri umræða en
raun ber vitni um þetta alvarlega
ástand þar sem milli 5 og 6 af hundr-
aði eru atvinnulaus í flestum kjör-
dæmum landsins. 7.000 manns án
atvinnu í maí er tala sem fyrir nokkr-
um árum hefði svo sannarlega ýtt
hressilega við mönnum en nú virðist
lítið gerast. Erum við að sofna á
verðinum?
Aðgerðarlaus ríkisstjórn
Það vekur athygli einnig að ein
af skýringunum sem gefin er upp
af hálfu vinnumálaskrifstofu félags-
málaráðuneytisins er að nú séu í
gangi færri átaksverkefni. M.ö.o ein
skýringin á auknu atvinnuleysi er
beinlínis minni aðgerðir yfírvalda,
ríkis og sveitarfélaga, til að sporna
gegn atvinnuleysinu. Óþarfi er að
fara mörgum orðum um hlut nýrrar
ríkisstjómar í þessum efnum það sem
af er. Hann er enginn. Alls enginn.
Þrátt fyrir fögur loforð og mikil fyrir-
heit í kosningabaráttunni hefur nú-
verandi ríkisstjórn ekki enn sem
komið er sýnt neina minnstu tilburði
til að takast á við vandann.
Við megum aldrei sofna á verðin-
um og láta af baráttunni gegn at-
vinnuleysinu. Við megum aldrei
sætta okkur við það sem eðlilegt
ástand að þúsundir vinnufærra
manna gangi um atvinnulausir. Þess
vegna má ekki taka fréttum af því
tagi, sem atvinnuleysistölur fyrir
maímánuð eru, með þögninni. Heldur
ber okkur þvert á móti skylda til að
horfast í augu við þær og ræða or-
sakir og afleiðingar þessa ástands.
Síðast en ekki síst verður að grípa
til allra mögulegra ráða til að berj-
ast gegn og sigrast á þessum vá-
gesti sem atvinnuleysið er með allri
sinni sóun og hinum félagslegu og
mannlegu hörmungum.
Höfundur er varaformaður
Alþýðubandalagsins ogsiturí
efnahags- og viðskiptanefnd
Alþingis.