Morgunblaðið - 01.07.1995, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 39
fyrirmynd. í huganum er ég þakklát
fyrir þessa handleiðslu vegna þess
að fyrir ungling er ákaflega auðvelt
að villast af braut. En af hverju gaf
Pétur unglingi þessa fyrirmynd? Jú,
hann var lífsglaður, hann var bind-
indismaður á vín og tóbak, var
íþróttamaður eða hlaupari og hafði
áhuga á búskap.
Eitt það fyrsta sem ég man eftir
Pétri var þegar hann var að reka
féð sitt til Loðmundarfjarðar. Þá
kom hann gjarnan við hjá frændfólk-
inu í Hvannstóði. Hann var alltaf
svo hress og opinn að það var ein-
hvern veginn svo þægilegt að vera
í návist hans. Stuttu seinna trúði
ég bræðrum mínum fyrir því að ég
ætlaði að reka Mosu mína til Loð-
mundarfjarðar, þess ævintýraheims.
Þar lágu leiðir okkar seinna saman
í smalamennsku. Minnist ég Péturs
í góðum hópi smala frá Borgarfirði.
Glaðværð hans og uppátæki settu
ætíð skemmtilegan blæ á hópinn.
Eitt haustið, í kalsarigningu, var
hópurinn staddur á hlaðinu heima í
Hvannstóði. Pabbi hafði einhveijar
áhyggjur af því að mér yrði kalt og
hefur sennilega spurt mig oftar en
einu sinni um regnfötin. Eftir því tók
Pétur. í þessari göngu og í slátur-
húsinu þá um haustið mátti ég oft
heyra áminningu frá Pétri: „Gunna
mín, passaðu að þér verði ekki kalt,
geska, hvar eru regnfötin?" Svo kom
viðeigandi hlátur á eftir.
Við Pétur unnum saman í slátur-
húsinu tvö haust. Þá sem endranær
átti hann til að bregða fyrir sig
glensi.
Hjá Pétri snerist lífið ekki ein-
göngu um búskap en í smala-
mennsku og með hlaupum á eftir
ánum upp um fjöll og firnindi styrkt-
ust skrefin. Pétur var íþróttamaður
og besti langhlaupari Austfirðinga
um árabil. A sviði íþrótta- og æsku-
lýðsmála lagði Pétur á sig mikið og
óeigingjarnt starf bæði fyrir litlu
sveitina sína og U.Í.A. Oft urðu
heybaggarnir hans að bíða dreifðir
um túnin á meðan hann liðsinnti
æskunni á íþróttamótum víðs vegar
um landið. En það var allt í lagi, svo
notuð séu orð Péturs, íþróttamótin
höfðu forgang.
Sjálf átti ég því láni að fagna að
vera í hópi þeirra ungmenna sem
Pétur studdi og hvatti á hlaupa-
brautinni. Man ég hversu mikið mér
var niðri fyrir þegar ég sagði
mömmu að Pétur hefði hringt í mig
og beðið mig um að keppa á Eiðum.
Þau voru þung og erfið síðustu skref-
in í 400 m hlaupinu en hvatningar-
hróp Péturs héldu huganum frá sárs-
aukanum og það var hægt að gera
aðeins betur. Pétur vissi og skildi
hversu erfitt þetta var fyrir tólf ára
barn og þegar hann lagði hendurnar
yfir axlirnar á mér, var eins og sárs-
aukinn og hugsunin um að gera
þetta aldrei aftur, leystust upp.
Strax voru gerð drög að næsta
hlaupi.
Mér er það minnisstætt að á
Landsmótinu á Selfossi 1978 hlutu
Borgfirðingar, þessi fámenna sveit,
níu verðlaun, þar af þrenn gullverð-
laun. Þar er ég viss um að verka
Péturs hefur notið við.
Störf Péturs í þágu íþrótta- og
æskulýðsmála verða seint fullþökkuð.
Eitt af síðustu verkum Péturs var
að gleðja Borgfirðinga þegar hann
fór með hlutverk Halldórs Hómers
í leikritinu „Margt er það í steininum
sem mennirnir ekki sjá“. Erfitt verð-
ur að hlaupa í skarðið fyrir Pétur á
afmælishátíðinni í sumar.
Allir sem þekktu Pétur hafa misst
mikið. Megi minningin um góða og
glaða drenginn sem alltaf var tilbú-
inn að leggja sitt af mörkum, í leik
og starfi, varpa birtu á litla staðinn
ineð fallegu fjöllin.
„Þó ég sé látinn, harmið mig ekki
með tárum, hugsið ekki um dauðann
með harmi og ótta. Eg er svo nærri,
að hvert eilt tár ykkar snertir mig
og kvelur, en þegar þið hlæið og
syngið með glöðum hug, lyftist sál
mín upp í móti til ljóssins. Verið
glöð og þakklát fyrir allt sem lífið
gefur, og ég þótt látinn sé. tek þátt
í gleði ykkar yfir lífinu.“ (Ók. höf.)
Elsku Magga, Gummi, Oddný,
Ríkey, systkini og aðrir aðstandend-
ur, ég sendi ykkur mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Guðrún Sveinsdóttir.
EDDA
PÉTURSDÓTTIR
+ Edda Pétursdóttir var fædd
á Akureyri 23. október
1931. Foreldrar hennar voru
hjónin Pétur Þorvaldsson og
Krisljana Steinþórsdóttir.
Systkini Eddu eru: María, Þor-
valdur, Stella Bryndís og Guð-
mundur Rafn, öll búsett á Akur-
eyri. Börn Eddu eru: 1) Inger
L. Jónsdóttir, sýslumaður, gift
Davíð Baldurssyni, prófasti og
eiga þau þijú börn, Drífu Krist-
jönu, Margréti Hlín og Þorvald.
2) Kristján Ólafur Jónsson,
verkstjóri hjá Pósti og síma og
hljómlistarmaður, sambýlis-
kona hans er Sigurbjörg Ein-
arsdóttir og eiga þau tvær
dætur, Svanhildi Eddu og Ey-
rúnu Sif. 3) Sigurlaug Jónsdótt-
ir, snyrtifræðingur, sambýlis-
maður hennar er Baldur
Skjaldarson, flugvirki, og eiga
þau dótturina Eddu Karitas.
Edda starfaði sem matráðs-
kona við elliheimilið í Skjaldar-
vík á þriðja áratug. Útför henn-
ar fór fram frá Akureyrar-
kirkju hinn 6. júní síðastliðinn.
VIÐ sviplegt fráfall móður minnar
er stórt skarð höggvið í fjölskyld-
una. Áfallið er enn meira, þar sem
veikindi höfðu ekki hijáð hana.
Hraustleg og þróttmikil var hún til
hinstu stundar. Það má með sanni
segja að hennar skapadægur rann
upp fýrirvaralaust.
Margs er að minnast um góða
og fómfúsa konu. Hún ólst upp í
Fjörunni á Akureyri í einkar sam-
heldinni fjölskyldu. Æskuárin liðu
við leik og sumarstörf í sveit. Um-
hverfið var fagurt og þarna léku
stórir hópar barna, áhyggjulaus,
þrátt fyrir skugga kreppunnar
miklu, atvinnuleysisins. Ég sé hana
fyrir mér unga ríðandi eftir Leirun-
um á einum af gæðingum föður
síns, reista og tigulega. Eg sé hana
fyrir mér ganga í salinn á Hótel
Norðurlandi og hljómsveitina taka
til við að leika lagið hennar, þegar
hún birtist. Hún hafði allt til að
bera, glæsileika, dugnað og glað-
værð. Trúlega hefur hún á morgni
lífsins átt væntingar um annað en
það sem hennar beið. Aldrei varð
þó vart beiskju í fari hennar, enda
var hún afar dul um sinn innri
mann.
Fjölskyldan reisti sér stærra hús
er árin liðu. Þar bjuggu saman þtjár
kynslóðir í áratugi. Foreldrar og
þijú systkini ásamt mágkonu og
börnum. Þarna var miðpunktur fjöl-
skyldunnar og óvenju gestkvæmt.
Heimilið bar vitni um smekkvísi
HERMANNIA
SIGRÍÐUR ANNA
MARKÚSDÓTTIR
+ Hermannía
Markúsdóttir
fæddist í Fagurhól
í Landeyjum 5. nóv-
ember 1901. Hún
lést 19. maí síðast-
Iiðinn að Kumbara-
vogi. Foreldrar
hennar voru hjónin
Sigríður Helga-
dóttir og Markús
Sigurðsson tré-
smiður. Hún var
elst af sjö systkin-
um. Hermannia
giftist Karli Moritz,
en hann lést 1944.
Börn hennar eru. Arni Bæron,
sem býr í Reykjavík, Hlín, bú-
sett í Bandaríkjunum, og Krist-
ín Anna í Hafnarfirði. Eftir að
Hermannía missti mann sinn
starfaði hún við sauma og aðr-
ar hannyrðir.
Útför hennar fór fram frá
Fossvogskapellu 2. júlí sl.
MEÐ nokkrum orðum vil ég minn-
ast hennar ömmu minnar, sem
nýverið kvaddi þennan heim.
Mín fyrsta minning um ömmu
mína er minning lítillar fjögurra
ára stúlku. í bítið einn bjartan vor-
morgun fór lítil stúlka á fætur.
Hún læddist léttum fótum fram í
eldhúsið með stóran, rauðan kon-
fektkassa undir hendinni. í honum
geymdi hún dýrustu gullin sín.
„Amma mín,“ sagði hún lágt við
sofandi konuna á eldhúsbekknum.
Og amma mín opnaði augun, sett-
ist upp og tók við að skoða og
dásama gersemarnar í rauða konf-
ektkassanum. Og við hlið hennar
sat ég og horfði á þessa grann-
leitu, bjarteygu konu, með allri
þeirri aðdáun og virðingu sem býr
í bijósti lítils barns. Og alla
morgna, á meðan hún amma mín
úr Reykjavík dvaldi í heimsókn hjá
okkur, vakti ég hana á þennan
hátt. Alrei kvartaði hún eða ávítaði
mig, þó ég vekti hana löngu á und-
an hinu fólkinu í húsinu. Þetta
voru góðar stundir með henni
ömmu minni í gamla eldhúsinu á
Eiðum í Vestmannaeyjum.
Seinna kynntist ég ömmu minni
á annan hátt. Þá bjó ég hjá ömmu
fyrstu tvö árin, er ég
sótti nám í mennta-
skóla í Reykjavík.
Amma var ákveðin og
stjórnsöm kona, og
átti það til að vera
hvöss í orði við mig,
jafnt sem aðra. Lífið
hafði verið henni erf-
itt, en hún var sterk
persona og lét aldrei
bugast. En mótlætið
hafði gefið henni
ákveðni og hörku.
Alltaf var hún sívinn-
andi. Hún saumaði,
pijónaði og vann lista-
verk í höndunum af hárfínni ná-
kvæmni. Vinnu sína seldi hún með-
al annars til vefnaðarvöruverslunar
VBK í mörg ár.
Stórar myndir teiknaði hún uppi
eftir póstkortum og saumaði út.
Slík listaverk gaf hún gjaman fjöl-
skyldu og vinum.
Alltaf var amma að gefa. Og öll
nutum við góðs af gjafmildi ömmu,
böm, bamabörn og barnabama-
böm. Það var kannski hennar leið
til að sýna okkur, hve vænt henni
þótti um okkur. Amma var ekki
mikið fyrir að ræða tilfínningar sín-
ar, hún lét verkin tala.
Þau tvö ár sem ég var hjá ömmu
sagði hún mér margt um ævi sína.
Að hafa ung og ógift eignast þijú
börn og orðið að gefa eitt þeirra 9
daga gamalt. Seinna giftist hún
Karli Moritz slökkviliðsmanni og
þau ættleiddu síðan móður mína,
þá litla 9 mánaða gamla stúlku.
Arin með Karli vom góðu árin henn-
ar ömmu. Móðir mín var aðeins 6
ára þegar amma missir Karl eftir
slys. Og aftur varð lífsbaráttan erf-
ið hjá henni ömmu minni.
En þrátt fyrir þröng kjör og mikla
vinnu, átti amma líka góðar stundir
og góðar minningar. Og á þeim
stundum var stutt í kímnina hjá
henni, sérstaklega þegar góðir vinir
komu í heimsókn. Amma varð göm-
ul kona. Síðustu þijú árin var hún
ekki heilsugóð, en ætíð fylgdi henni
reisn og virðing. Og minningin um
ömmu mun lifa í bijóstum okkar,
sem hana þékktu, alla tíð.
Sigríður Sigurðardóttir,
Þorlákshöfn.
mæðgnanna. Börnin sín þijú ól hún
upp í skjóli foreldra og systkina. í
þessu húsi var gott að alast upp,
umönnun okkar var ávallt í fyrir-
rúmi, fylgst var náið með þroska
okkar og námsárangri. Hún elskaði
ungbörn, þess nutu börn okkar um
lengri eða skemmri tíma svo og
barnaböm systkinanna. Þarna átti
dóttir okkar, Drífa Kristjana, sitt
annað heimili. Aldrei var talið eftir
sér að fóstra barnabarn, ef aðstæð-
ur kröfðust. Slík var unun hennar
af heimilisstörfum og bamauppeldi,
að hún kvaðst mundu hafa viljað
helga sig því alfarið. En hún átti
ekki val. Hún starfaði við matseld
utan heimilis, enda listakokkur.
Áratug á bamaheimili staðarins,
sem þá var rekið yfir sumartímann
og á þriðja áratug sem matráðskona
við elliheimilið í Skjaldarvík. Þar
starfaði hún sinn hinsta dag og
hafði undirbúið þann næsta. Lét
hún sér mjög annt um vistmenn og
hafði átt frábært samstarf við svo
marga á langri starfsævi. Nokkurr-
ar beiskju gætti síðustu árin yfir
auknu vinnuálagi í kjölfar breytinga
á rekstri heimilisins, sem hún hafði
vakið athygli á án árangurs.
Hún var félagslynd kona, en störf
innan og utan heimilis tóku tíma
hennar allan. Góðra stunda naut
hún með saumaklúbbnum sínum og
daglegan samgang höfðu systum-
ar, hún og Stella. Nánast alla tíð
hélt hún heimili með bróður sínum,
Þorvaldi. Nutu þau stuðnings hvort
annars alla tíð.
Nú þegar bjartir sumardagar eru
loks komnir stöndum við eftir hníp-
in. Gestaboðinu er lokið án þess að
nokkur fengi að þakka fyrir sig.
Við gerum það nú. Minningin lifir
um konu sem helgaði líf sitt þjón-
ustu við aðra. Konu sem átti svo
mikilvægu hlutverki að gegna í lífi
okkar allra að erfitt verður fyrir
sum okkar að takast á við það án
hennar. Við minnumst hennar bros-
mildrar, umkringda fjölskyldunni,
veitandi af rausn. Guð blessi minn-
ingu elskulegrar móður okkar.
Inger.
Það sem ég man helst um ömmu
er það að hún var alltaf glaðvær
og mjög gestrisin og hafði alltaf
tíma fyrir alla. Fyrir tveimur árum
fór hún með mig til Mallorca í þijár
vikur og áttum við þar góðar stund-
ir saman. Við fórum í verslunarferð-
ir, á ströndina og út að borða á
kvöldin. Hún var alltaf svo góð við
mig og aðra og hafði alltaf eitthvað
fyrir stafni.
En svo gerðist það sem enginn
átti von á. Þessi glaðlynda kona,
sem var öllum svo kær, dó. í fyrstu
vildi ég ekki trúa því að kona á
besta aldri hefði dáið á einni nóttu,
en ég lærði að lifa við það næstu
daga. Hún var barngóð, sívinnandi,
félagslynd og dugmikil manneskja
og mjög góð amma. Þannig vil ég
muna hana. Hvíl í friði.
Margrét Hlín.
t
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARGRÉT BJARNADÓTTIR,
Dalbraut 27,
verður jarðsungin frá Áskirkju mánu-
daginn 3. júlí kl. 13.30.
Kristinn Jónsson, Sigríður Garðarsdóttir,
Jón Orvar Kristinsson, Hrönn Harðardóttir,
Maren Brynja Kristinsdóttir, Helena Rut Örvarsdóttir.
t
Móðir okkar,
SÓLVEIG EYJÓLFSDÓTTIR,
Miðleiti 7,
Reykjavík,
er látin.
Sigríður Eysteinsdóttir,
Eyjólfur Eysteinsson,
Jón Eysteinsson,
Þorbergur Eysteinsson,
Ólöf Eysteinsdóttir,
Finnur Eysteinsson.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðs-
ins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnar-
stræti 85, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarn-
ar í símbréfi í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðs-
ins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4
miðað við meðallínubil og hæfílega línulengd - eða 3600-4000
slög. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en
ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru
birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er
50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrit-
uð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskling-
ur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í dag-
legu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.