Morgunblaðið - 01.07.1995, Side 41

Morgunblaðið - 01.07.1995, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ1995 41 OSKAR ÞORSTEINSSON + Óskar Þor- steinsson fædd- ist í Vestmannaeyj- um þann 22. mars 1908. Hann lést á Elliheimilinu Hraunbúðum Vestmannaeyjum 22. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorsteinn Sig- urðsson, verslunar- maður frá Odda- koti í Vestur- Lan- deyjum, f. 1875, d. 5.8. 1935 og Kristín Vigfús- dóttir fædd í Skálakoti undir Vestur-Eyjafjöllum, 19.7. 1874, d. 23.7. 1936. Óskar átti tvö hálfsystkini, Sigurbjörgu, f. 1915, d.1990 og Huldu, f. 1927. Þau voru samfeðra og öll fædd í Vestmannaeyjum. Óskar eign- aðist einn son fyrir hjónaband, Anton Einar sjómann f. 1935. Óskar kvæntist Þórdísi Jó- hannesdóttur 29. maí 1937. Hún var f. 14.10. 1913 að Stóra-Dunhaga í Hörgárdal. Þau eignuðust saman tvo drengi, Viðar rafvirkjameistara, f. 1938 og Jóhannes rafvirkjameistara, f. 1940. Viðar er kvæntur Sigur- björgu Jónasdóttur frá Grundarbrekku í Vestmannaeyjum. Þau eiga tvo syni, Jónas Rúnar og Hafþór Óskar. Jó- hannes er kvæntur Asgerði Margréti Þorsteins- dóttur frá Reykjavík. Þau eiga þijá syni, Þorstein, Óskar Þór og Jóhannes. Þorsteinn á tvær ungar dætur. Elsti sonur Ósk- ars, Anton Einar, er ókvæntur. Hann á eina dóttur, Lindu. Hún á fjögur börn og tvö barnabörn. Óskar verður jarðsunginn frá Landakirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 15.30. „Er árin færast yfir, vaxa sviði og sár. Með hverri nótt sem nálgast, falla fleiri tár.. (Davíð.Stef.) Elskulegur móðurbróðir minn, Óskar Þorsteinsson, er látinn 87 ára að aldri. Hann var tilbúinn að deyja, af hveiju er ég þá að gráta? Jú, vegna þess að við sitjum öll uppi með þá afstöðu að það sé í raun óásættanlegt að kveðja hjart- fólgna vini. Þess vegna er það, að þeir sem hafa náð svo háum aldri eru tilbúnir að deyja. Þeir eru bún- ir að fella of mörg tár. Þorsteinn afi minn átti þijú börn, Óskar, móður mína Sigurbjörgu og Huldu sem var talsvert yngri en þau. Systkinin ólust upp hvort í sínu lagi enda áttu þau ekki sömu móð- ur. Þegar Óskar kom með yndislega konu sína, Dísu okkar, til Vest- mannaeyja, kynnti hann hana fyrir móður minni. Þá mynduðust þau tengsl á milli systkinanna sem gerðu fjölskyldur okkar ekki að tveim, heldur einni. Óskar kynntist Dísu þegar þau unnu bæði í Reykjavík. Hann rifjaði það upp með okkur systrunum fyr- ir nokkrum árum. Hún vann á matstofu sem frænka hennar rak, hann var þar í fæði. Þetta var árið 1936, árið eftir að hann missti föð- ur sinn, en sama ár og hann missti ástkæra móður sína Kristínu. Krist- in og Þorsteinn afi minn skildu þegar Óskar var drengur. Hann hafði því verð einn með móður sinni lengi. Þau voru mjög samrýnd og hann saknaði hennar mikið. „Eg held að Dísa hafi bara vorkennt mér til að byijað með.“ Sagði hann við okkur systur. Við brostum að athugasemd frænda okkar. Við vissum betur. Satt að segja hef ég sjaldan eða aldrei séð fallegra sam- band á milli hjóna. Á hverju ári sem þau áttu saman fór hann með hana norður á Akur- eyri. Þar voru systkini hennar. Hún hafði sjálf misst móður sína 14 ára gömul, þá sorg bar hún alla ævi. Þau skildu hvort annað, voru góð hvort við annað. Hún var mikil blómakona, ilmur- inn úr garðinum hennar á Brimhóla- brautinni er enn í vitum mér, nætur- fjólurnar, yndislegur ilmur nætur- fjólunnar. Garðurinn var þeirra líf. Þar var sáð og uppskorið, hlúð að og verndað. Þar lærði ég fyrst á blómin. Þar var þessu fræi sáð í sál mína, það að rækta garðinn sinn. Eg var bara lítil þegar ég fékk að planta út með þeim því sem hún var búin að koma til yfir veturinn. Hann snerist í kringum elsku kon- una sína, málaði grindverk utanum beð og smíðaði vermireiti. Sam- heldni þeirra er svo falleg í minning- unni. Óskar frændi minn var ekki bara frændi sem sagði halló og bless. Hann var fændi sem sýndi mér og systkinum mínum í orði og verki að honum þótti vænt um okkur. Við rifjum upp hvemig hann lánaði okkur verkfærin sín og kenndi okk- ur að nota þau, leyfði okkur að hjálpa til í garðinum, leika okkur á háaloftinu, treysti okkur fyrir fína kíkinum sínum og fór með okkur í bíltúr á stóra vörubílnum sínum. Eldri systkini mín, Helga og Fiddi, muna enn eftir því þegar hann kom með þann einkennilega ávöxt, ban- ana, og færði þeim í fyrsta sinn. Þau eiga ómetanlegar minningar frá því, þegar Óskar og Dísa bjuggu á Vesturveginum, þar sem dreng- irnir þeirra, Viðar og Jóhannes, fæddust. Viðar, Jóhannes, Helga og Fiddi fæddust öll með tveggja ára millibili. Ég kom ekki í heiminn fyrr en 1949 og lítli bróðir minn Sigþór, fjórum árum síðar. Áfi minn var einn af eigendum í útgerðar- og verslunarfélagi í Vestmannaeyjum sem hét Fram. Á yngri árum vann Óskar hjá þessu fyrirtæki. Síðar keypti Einar Sig- urðsson Fram og rann það saman við Hraðfrystistöðina. Óskar rak síðar og átti ásamt Þorsteini Lofts- syni tvo vörubíla. Sennilega hafa þeir verið á meðal stofnenda Vöru- bílastöðvar Vestmannaeyja. Stærstan hluta ævi sinnar vann hann þó við vörubílaakstur fyrir Hraðfrystistöðina en síðar við neta- gerð. Þegar ég var lítil stúlka í Vest- mannaeyjum voru einu bílarnir í Eyju vörubílar. Einni „drossíu" man ég þó eftir. Hana fengum við leigða þegar litli bróðir okkar var skírður og keyrðum við í kringum Helga- fellið í tilefni dagsins. Ég er ekki frá því að okkur hafi fundist stóri vörubillinn hans Óskars mun tign- arlegri. Hann átt sinn stað við hús- ið á Brimhólabrautinni. Húsið sem + Systir okkar, BRYNHILDUR PÁLSDÓTTIR, lést miðvikudaginn 28. júní. Kristín Pálsdóttir, Guðrún Ullsten, Jóhann Pálsson. hann byggði fyrir Dísu sína. Ég man ekki hvað ég var gömul þegar ég fór með vinkonum mínum frá Reynisstað, Ernu og Maddý, í leiðangur til að sína þeim fína hús- ið hennar Dísu á Brimhólabraut- inni. Við höfðum að sjálfsögðu ekki fengið leyfi til að taka okkur svo langa ferð á hendur. Það var grenj- andi rigning og við vorum dregnar inn. Ég man að fólkið hagaði sér eins og það hefði heimt okkur úr helju, skildi ekkert í því, eins og þetta var góð ferð. Fjölskylda mín fluttisfy frá Vest- mannaeyjum árið 1955. Ég var svo lánsöm að fá að vera hjá þeim Ósk- ari og Dísu á sumrin næstu árin. Þau tóku mig oft með sér þegar þau komu að norðan. Bernskuminn- ingar mínar úr fína húsinu á Brim- hólabrautinni eru hver annarri fal- legri. Þar voru margar ævintýraleg- ar vistarverur. Við rifjum enn upp systurnar, þegar Óskar tók til í kartöflugeymslunni á vorin, bara fyrir okkur. Ég hélt reyndar að hann hefði bara gert þetta fyrir mig. Nei, hann hafði líka gert þetta fyrir systur mína. Þessi geymsla var ekki með venjulega lofthæð en passaði sem dúkkuhús fyrir okkur. Systir mín rifjar upp um leið og hún hlær að búskapurinn hafi greinilega ekki verið eins myndar- legur hjá henni. „Þegar þú varst þarna að leika þér spurði fólk Viðar að því, hvort einhver væri farinn að búa í kjallaranum," og við hlæj- um báðar. Mjög margar fallegar minningar á ég frá þessum árum, en við feng- um að eiga elsku frænda okkar þar til hann var 87 ára gamall og minn- ingarnar urðu fleiri. Þær blandast saman við létta lund, örlitla stríðni og gott skopskyn. Það er gott að vera samvistum við fólk sem á auð- velt með að hlæja. Áttatíu og fímm ára gamall fór hann í sína fyrstu utanlandsreisu með Jóhannesi og Maggí. Þau vildu stöðugt hlífa hon- um, töldu sig vera að leggja of mikið á hann. Hann var aldeilis ekki á því, vildi sjá meira og meira og áfram var keyrt, alla leið til ítal- íu. Systir mín tók á móti þeim á Keflavíkurflugvelli. Hún sagði mér að hann hefði verið eins og ung- lamb, hressari en allir hinir til sam- ans. Þrátt fyrir þennan háa aldur hélt frændi minn ætíð sinni reisn. Hann naut þeirra forréttinda að hafa góða líkamlega og andlega heilsu lengur en flestir. Afburða snyrtimennska einkenndi hann alla ævi. Hún færði honum og því umhverfi sem hann annaðist, blæ virðuleika. Heimilislíf hans og Dísu hafði reyndar yfír sér sérstakan blæ sem bæði ég og aðr- ir báru mikla virðingu fyrir. Það var sá blær sem mestu máli skiptir hér á þessari jörðu. Blær trúarinnar. Á fyrstu árum sínum í Vest- mannaeyjum gekk Dísa í Betelsöfn- uðinn. Hún var afar sterktrúuð kona. Hjá henni spruttu fræ sem aldrei deyja. Óskar fylgdi konu sinni í trúnni, en hélt þó tryggð við þjóð- kirkjuna. Við sem þekktum þau verðum aldrei söm. Á síðustu jólum sagði annað barna minna þegar við settumst að jólaborðinu, „mig lang- ar að fara með borðbæn eins og gert var hjá Dísu,“ og við báðum Guð að blessa máltíðina og stundina sem við áttum saman. Fjölskyldan á Brimhólabraut stækkaði. Þau eignuðust tengda- dætur, barnabörn og barnabarna- börn. Tengdadætur þeirra Sigur- björg og Maggí voru þeim ómetan- lega góðar. „Þær gætu ekki verið betri við mig þótt þær væru dætur mínar,“ sagði hann oft við mig. Hann var þakklátur þeim og drengj- unum sínum fyrir ást þeirra og umhyggju. Móðir mín og Óskar bróðir henn- ar áttu margt sameiginlegt. Hún var besta mamma í heimi. í gegnum lífið, frá því ég var lítil stúlka, var það mamma mín sem tók í hönd mín og sagði, „Stella mín þú ert svo ..., mér þykir svp ...“. Eftir að hún dó, var það Óskar bróðir hennar sem gerði nákvæmlega eins og systir hans, aftur og aftur, „Stella mín, þú ert svo ..., mér þykir svo..." Aldrei get ég þakkað Guði nóg- samlega fyrir samfylgd þessarra ástvina minna. Ég kveð þau með tárum og árin færast yfír... „Margt er það, og margt er það, sem minningamar vekur og þær em það eina, sem enginn frá mér tekur." (Davíð.Stef.) Ég vil, fyrir hönd systkina minna, votta elskulegri móðursystur okkar Huldu, Antoni, Viðari, Jóhannesi og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð við skilnaðarstundina og bið Guð að blessa minningu Óskars Þorsteinssonar. Stella Óskarsdóttir. Fimmtudaginn 22. júní bárust mér þær fréttir að afi minn væri dáinn þrátt fyrir að ég hafí haft töluverðan tíma til að undirbúa mig undir þessa fregn, þá stakk hún mig gífurlega og ég fann fyrir mikl- um tómleika. Amma mín var vön að vitna í Job þegar eitthvað bját- aði á og sagði þá: „Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins." Þessi orð vil ég nú gera að mínum. Ég mun sakna afa míns mikið en er þó fyrst og fremst þakk- látur' fyrir þann tíma sem ég hef fengið að eiga með honum. Þegar ég var að vaxa úr grasi, leið varla sá dagur að ég færi ekki í heimsókn til ömmu og afa á Brim- hólabrautinni. Ég var þá vanur að setjast hjá afa og spjalla við hann um daginn og veginn. Mesta sport- ið var þó þegar afi var að skera af netum og ég fékk að hjálpa til. Þá var ég aldeilis stór karl. Þegar fram liðu stundir og ég fékk bíl- próf, fórum við afi að stunda bryggjurúntinn í auknum mæli og var þá oft mikið spjallað og velt vöngum. Nú er hann afí farinn, en við eigum minninguna eftir. Bless afí, ég mun sakna þín. Jónas Rúnar Viðarsson 4ra herbergja 7.300.000 Viö undirritun samnings 200.000 Húsbréf 5.110.000 Lán frá seljanda 1.000.000* Við afhendingu 990.000 *Gegn traustu fasteignaveði álftáróshfI SMIÐJUVEG 11 - 200 KOPWOGI • S: 5641340 PERMAFORM Til sölu Permaformíbúðir verðfrákr.E PERMAPORM - BYGGINGARMÁTI NÚTÍMANS 3ja herbergja 6.800.000 Við undirritun samnings 200.000 Húsbréf 4.760.000 Lán frá seljanda 1.000.000* Við afhendingu 840.000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.