Morgunblaðið - 01.07.1995, Page 42

Morgunblaðið - 01.07.1995, Page 42
42 LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ INGIBJORG JÓHANNSDÓTTIR + Ingibjörg J6- hannsdóttir hússijórnarkennari fæddist á Löngu- mýri í Skagafirði I. júní 1905. Hún lést á Borgarspíta- lanum 9. júní síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 19. júní. KÆR VINKONA mín, Ingibjörg frá Löngu- mýri, hefur kvatt þennan heim eftir langan og giftudtjúg- an æviferil. Ekki óraði mig fyrir því að ég væri að kveðja hana í síðasta sinn þegar ég heimsótti hana í tilefni af níræðisafmæli hennar hinn 1. júní sl. Sem ætíð fyrr hvfldi yfir Ingibjörgu heiðríkja og höfðingleg reisn þegar hún ávarpaði hinn mikla fjölda afmælis- gesta í lok samkomunnar, þakkaði fyrir samfylgdina og bað öllum blessunar. Það var hátíðleg stund. Fáum dögum síðar var hún öll. En söknuðurinn situr eftir eins og ávallt þegar vinir kveðja, en jafnframt gleði og þakklæti fyrir að hafa orðið aðnjótandi dýrmætrar vináttu hennar og visku sem hún átti í ríkum mæli og miðlaði vinum sínum til andlegrar uppörvunar. Ingibjörg ólst upp á annáluðu menningarheimili í faðmi Skaga- fjarðar þar sem kærleikur, um- hyggja og mannrækt voru í fyrir- rúmi. Hún hlaut í vöggugjöf óvenjulega fjölhæfar gáfur og glæsileik sem vel var hlúð að í for- eldrahúsum og reyndist henni dýr- mæt heimanfylgja þegar hún hélt úr föðurgarði til að undirbúa sig undir lífsstarfíð. Ingibjörg settist í Kennaraskól- ann og lauk þaðan prófi vorið 1936. í starfi sínu sem kennari var hún i fararbroddi varðandi menntun kvenna og þar komu mannkostir hennar og hæfileikar vel í ljós og fengu að njöta sín til heilla fyrir nemendur hennar sem nú skipta hundruðum. Ingibjörg gerðist fyrst forstöðu- kona húsmæðraskólans á Staðar- felli í Dölum rúmlega þritug að aldri og stýrði honum af miklum dugnaði og skörungsskap þau sjö ár sem hún sat þar við stjómvölinn. En römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til. Þrátt fyrir mikla velgengni á Staðarfelli, og eftirsjá sveitunga hennar þar afréð Ingibjörg að hverfa heim til Skaga- fjarðar árið 1944 og réðst í það stórvirki að setja á stofn hússtjóm- arskóla á föðurleifð sinni, Löngu- mýri og starfrækti hann í 23 ár við góðan orðstír og mikla aðsókn. En Ingibjörg lét sér ekki nægja að sinna skólastarfinu , heldur átti hún frumkvæði að því að koma á fót sumarbúðum fyrir böm á Löngu- mýri, fyrst á vegum Rauða krossins og síðar á vegum Þjóðkirkjunnar. Hún var óþreytandi alla tíð í að hlynna sem best að hverskyns gróðri á akri mannlífsins og veita þeim skjól og vaxtarskilyrði sem þess þurftu með, til að ná sem bestum þroska. En Ingibjörg var íl SérlMingar í l»lóniaskn‘y<iii£iim vió öll la-kilici i Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaóastrætis, síiui 19090 einnig mikill náttúm- unnandi og var í farar- broddi í skógræktar- málum í Skagafirði. Þannig var hún einn af stofnendum Skóg- ræktarfélagsins um miðjan fjórða áratug þessarar aldar og um svipað leyti birti hún grein um gildi skóg- ræktar í landinu. Árið 1967 var svo komið að sjón Ingi- bjargar var tekið mjög að hraka og fluttist hún þá ásamt vinkonu sinni og samkennara Björgu Jó- hannesdóttur til Reykjavíkur þar sem þær áttu heimili sitt upp frá því. Eg átti þess kost á unglingsár- um að njóta um skeið handleiðslu þessara tveggja mikilhæfu kvenna og bý enn að þeim tíma í lífi mínu. Síðan skildu leiðir um margra ára bil vegna dvalar minnar erlendis og fjarlægðar milli heimila okkar. Eftir að þær Ingibjörg og Björg fluttu til Reykjavíkur var þráðurinn tekinn upp aftur því margt tengdi okkur saman þrátt fyrir aldurs- muninn. Oft var flogið í anda norður í okkar kæra Skagafjörð og staldrað við hjá Glóðafeyki eða Mælifells- hnjúk og rifjuð upp atvik um menn og málefni. Þar var af mörgu að taka því Ingibjörg var hafsjór af fróðleik um liðna tíma. Hún kunni ógrynni af ljóðum og stökum og orti sjálf bæði í bundnu og óbundnu máli. Fögur er kveðjan hennar í eftirfarandi stöku: Frá björtum himni brosin skína. Blómálfarnir dansa um jörð. Vorið breiðir vængi sína víðan yfír Skagafjörð. Þrátt fyrir að Ingibjörg væri blind í mörg ár og oft sárþjáð og þrotin að kröftum, minnist ég þess ekki að hún hafí nokkumtíma æðr- ast yfír því hlutskipti sínu. Hún átti sér ákaflega auðugt innra líf og sterka trú og hafði skarpari sýn á mannlífið og lífsgildin en flestir aðrir sem ég hef kynnst á lífsleið- inni. Blessuð sé minning Ingibjargar á Löngumýri. Margrét Margeirsdóttir. Hinsta kveðja frá nemend- um í Skagafirði Hittum við þig haustið kalt, hikandi með ijóðar kinnar. Handtakið var okkur allt, augun spegill sálar þinnar. Lífsins göngu lokið er, laus við alla byrði. Kæra senda kveðju þér, konur úr Skagafírði. Erla Jónsdóttir. Kjamakonan og mannvinurinn Ingibjörg Jóhannsdóttir frá Löngu- mýri í Skagafírði er farin yfír móð- una miklu. Langri og gifturíkri ævi er lokið. Ingibjörg var afburðagreind, víð- sýn og haldin fróðleiksþorsta. Hún tók kennarapróf frá Kennaraskóla íslands og hugur hennar stóð til meira náms, en á fyrri hluta þessar- ar aldar var ekki auðvelt fyrir fá- tæka bóndadóttur að fara i lang- skólanám. Hún sneri sér þá að þvl að mennta aðra. Á árunum fyrir stríð gerðíst hún skólastýra við Húsmæðraskólann á Staðarfelli í Dölum við góðan orðstír. Þar var þá handavinnukennari Björg Jó- hannesdóttír frá Móbergi í Langa- dal. Þær bundust vináttuböndum sem entust meðan báðar lifðu. IngibjÖrg rak sumardvalarheim- íli nokkur sumur á Löngumýri á stríðsárunum. Haustið 1944 stofn- aði Ingibjörg húsmæðraskóla á LÖngumýri, föðurieifð sinni. Fyrstu MIIMNIIMGAR árin var notast við íbúðarhúsið, en svo réðst Ingibjörg í að byggja nýtt skólahús. Það þurfti mikla framsýni og dugnað til slíkra fram- kvæmda. Þá vom engar lánastofn- anir sem hægt var að leita til, en einhvern veginn tókst Ingibjörgu með aðstoð góðra manna að koma upp skólanum. Það var Ingibjörgu mikill styrkur að eiga svo góða og trausta vinkonu sem Björgu, enda varð þetta sameiginlegt lífsstarf beggja. Ingibjörg lagði mikla áherslu á að kenna íslenskt mál og að nem- endur gætu komið hugsunum sín- um á blað. Hún fékk nemendum sínum margvísleg ritgerðarefni til að þroska hugsunina. Ingibjörg kom upp tijágarði og grænmetis- reit, því eins og hún sagði: „Garð- yrkja auðgar andann.“ Hún kenndi nemendum sínum að meta tónlist og bókmenntir, en hún var líka mikill æringi og enginn hafði eins gaman að græskulausum glettum og prakk-arastrikum. Hún hafði tónlistarkennslu, kennslu I þjóðd- önsum og í útskurði. Jón Bergsson myndskeri frá Akureyri, sá mæti maður, kenndi tréskurðarlist. Þá fengust ekki nein tæki til útskurð- ar, svo að notast var við regnhlífar- járn með góðum árangri. Það var svo ótalmargt sem Ingibjörg hafði áhuga á. Sólarhringurinn hefði ekki nægt henni til, en fyrst og fremst var hún mannvinur og kærleiksrík manneskja. Hún var mjög trúuð og lifði 1 samræmi við það. Upp úr 1960 fékk Ingibjörg augnsjúkdóm sem varð til þess að hún missti smám saman sjónina. Þegar hún fann að hveiju stefndi vildi hún koma skólanum sínum I öruggar hendur og gaf hún hann þeim sem hún treysti best, Þjóð- kirkjunni. Þær vinkonurnar fluttu til Reykjavíkur og hlúði Björg að Ingibjörgu á allan hátt, þótt sjálf væri hún farin að heilsu, þar til þær fluttu I Skjól, þar sem þær nutu góðrar aðhlynningar þessi síð- ustu ár. Sigurlaug Sigurðardóttir, syst- urdóttir Ingibjargar, og hennar börn, hafa sýnt Ingibjörgu ómælda elsku og umhyggju. Sigurlaug var vakin og sofin yfír velferð frænku sinnar. Ingibjörg var fljót að sjá náms- hæfni nemenda sinna, og mörgum þeirra leiðbeindi hún til frekara náms. Hún fylgdist vel með nem- endum sínum og högum þeirra að skólavist lokinni. Ef veikindi eða andlát bar að höndum varð hún manna fyrst til að hringja og reyna að hugga. Hún var einstakur upp- fræðari og hafði góða stjórn, án þess nokkum tíma að hækka róm- inn. Við systir mín urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að vistast I skól- anum fyrsta veturinn sem nýja skólahúsið var tekið I notkun. Þann vetur fæddi ein skólasystir okkar lítinn dreng rétt fyrir sumarmál. Enginn vissi að stúlkan ætti von á bami, en enginn hefði getað verið ungu móðurinni jafnhlýr og góður og skólastýran. Þar sem oftar sýndi hún mannkosti sína og trúarkær- leika. Síðasta afrek Ingibjargar var að ýta úr vör útgáfu blindrablaðs. Við árgangurinn 1949 - ’50 sendum Björgu okkar innilegustu kveðjur. Guðlaug Hraunfjörð. Ingibjörg Jóhannsdóttir kvaddi með þeirri feisn sem einkennt héf- ur líf hennar alla tíð. Nokkrum dögum fyrir andlátið fagnaði hún fjölda vlna og ættmenna sem glöddust með henní á 90 ára af- mæli hennar. Hún ávarpaði gesti sína og þakkaði alla vinsemd og vináttu og þakkaði drottni sínum fyrir þá góðu ævi sem hún taldi sig hafa átt. Hún þakkaði sérstak- lega Björgu vinkonu sinni fyrir rúmlega hálfrar aldar vináttu og samfylgd. Það var sem hún vissi að hverju dró. Þegar þær vinkonur, Ingibjörg og Björg, fluttust á Hjúkrunar- heimilið Skjól fyrir sex árum kom strax í ljós hinn eldlegi áhugi Ingi- bjargar á mönnum og málefnum. Þó alblind væri virtist það ekki há henni I neinu og segulbandið var alltaf við höndina. Hún var aðal- hvatamaður að vikulegum fundum þar sem heimilisfólk rifjaði upp eitt og annað sem á dagana hafði drifíð og sagði frá ýmsum vinnu- brögðum, siðum og venjum sem tíðkuðust á heimilinu. Ingibjörg var hafsjór af fróðleik og miðlaði óspart. Hún kunni fjöldann allan af vísum 'og fór oft með heilu kvæðabálkana og flutningur henn- ar á Gunnarshólma var ógleyman- legur. Oftast var segulbandið með í förinni og það efni sem hún hef- ur tekið upp innan veggja Skjóls skiptir tugum klukkustunda og verður sjóður sem örugglega á eft- ir að sækja í á komandi árum. Ingibjörg bar hag Skjóls mjög fyrir bijósti og fagrir gripir sem hún og vinkona hennar Björg hafa gefíð prýða Skjól. Það má sannarlega segja að Ingibjörg hafí verið okkur fagurt fordæmi með dugnaði sínum, æðruleysi og reisn til hinstu stund- ar. Blessuð sé minning Ingibjargar Jóhannsdóttur. Rúnar Brynjólfsson. Nú er horfin sjónum okkar kæra vinkona Ingibjörg frá Löngumýri. Við stöndum hljóð I huga einni drengskaparkonunni færri og minningar sækja á hugann. Hún rétti alltaf alla höndina til vináttu og því handtaki var aldrei sleppt. Því þakka ég vináttu og tryggð I hálfa öld. Fyrstu kynni okkar voru er hún hóf hið mikla starf að stofna hús- mæðraskóla á föðurlejfð sinni Löngumýri í Skagafirði. Áður hafði hún veitt forstöðu húsmæðraskól- anum að Staðarfelli í Dalasýslu. Þar áð.ur var hún kennari I Norður- árdal I Borgarfírði þar sem hún naut vinsælda og bast góðri vináttu við frændfólk mitt þar. Er hún hóf starfíð á Löngumýri réð hún mig þar til starfa. Fól hún mér að gera innkaup fyrir skólann á búsáhöld- um og ýmsu er að skólastarfínu laut. Það tók mig tvo daga að kom- ast að Löngumýri með gistingu á Blönduósi. Ógleymanlegt er mér er ég sá Skagafjörð I fyrsta sinn ofan frá Vatnsskarði og við mér blasti hin mikla víðátta og fagur fjaliahring- ur. Úti I hinum fallega Vallhólma sá ég heim að Löngumýri, þangað sem ferðinni var heitið. Reisulegt býli á fallegum flötum. Á Löngumýri tók á móti mér hin verðandi forstöðukona Ingibjörg, alúðleg og festuleg. Það var eftirminnilegt að koma inn í gömlu stofuna, en þar tóku á móti mér gömlu húsbændurnir, for- eldrar Ingibjargar sem þá voru að hætta búskap. Gestrisni og hlýju þessa höfðinglega fólks geymi ég í þakklátum huga. Frú Sigurlaug móðir Ingibjargar var óvenjulega tignarleg kona og göfugmannleg og milli mæðgnanna var mikið traust og kærieikur. Með hjónunum í Krossanesi, Sigurði Oskarssyni og Ólöfu konu hans, systur Ingibjargar, ríkti mikil sam- heldni og skilningur á starfí Ingi- bjargar sem var henni mikill styrk- ur. Einnig er Steinunn systir henn- ar kennari og Haukur Vigfússon níáuUF hénnar reistu þar nýbýli. Sambúð þessa fólks var sem eitt kærleiksheimili. Kynni mín af fjölskyldu Ingi- bjargar áttu eftir að þróast og verða ævilöng. Við skólann tókst gott samBtarf og verkaskipting. Áður höfðu þær starfað hlið við hlið á Staðarfeili Ingibjörg forstöðukona og Björg Jóhannesdóttir handavinnukenn- arí. Samstarf þetta héist óbreytt er á Löngumýri kom, auk mat- reiðslukennara og vefnaðarkenn- ara sem var Ingibjörg Jónsdóttir frá Akri. Ánægjulegt var er hinar ungu og efnilegu námsmeyjar komu víðs vegar að til náms og þroska og yfir skólastarfinu á Löngumýri ríkti hinn góði andi hins gamla höfðinglega heimilis. Skólanum þarf ég ekki að lýsa, það eru svo margir búnir að skrifa um störf Ingibjargar og aldrei of mikið. Eitt var það í fari Ingibjarg- ar sem mig undraði mest, en það var hve stórhuga hún var og bjart- sýn og sterk að koma fram því ómögulega. Þetta hugsaði ég oft um gegnum árin en hún hafði sterka guðstrú að leiðarljósi og á því byggði hún lífsstarf sitt. Líf hennar var óvenju- legt, ekki síst vegna þess kærleika sem hún hafði til að gefa öðrum. Hún sagði: „Guð gaf mér kærleika og ég vil gefa hann öðrum.“ Þannig lifði Ingibjörg lífínu til blessunar samferðafólki sínu og seinna þegar hún kom sem vistkona á hjúkrunarheimili aldraðra hélt hún áfram að gefa. Áfram var sama birtan og blessunin sem staf- aði frá henni og hún sem hafði þá misst sjónina hafði svo mikla innri sjón og kærleika og vilja til að gefa og það gerði hún fram á síð- ustu stundu. Ingibjörg var mikil sagnakona. Hún sagði vel frá á fallegu íslensku máli sem hún unni. og lagði mikla rækt við. Hún kunni óendanlega mikið af ljóðum og flutti þau á kvöldvökum öðrum til unaðar og sjálfri sér til styrktar. Það hjálpaði henni sjálfri að halda hugsun og máli. Náin vinátta hélst ávallt við heimili mitt. Dvaldi Ingibjörg þar oft og gisti, ræddi um sín áhuga- mál sem ég og maður minn dáðum hana fyrir. Einnig áttum við hjónin margar yndislegar sumardvalir heima á Löngumýri í skjóli vináttu hennar og umhyggju. Það var Ingibjörgu ómetanleg gleði að hún vissi að staðurinn sem hún hafði byggt upp og gefið Þjóð- kirkjunni hlaut góða stjórn og vel hafði tekist til að velja forstöðu- konu á staðinn sem starfaði í henn- ar anda. Megi blessun fylgja Löngumýri og starfínu þar. Ég ætla með þessum fáu línum að þakka samferðakonu minni og óska þess að ísland eigi margar slíkar, sem geta gefíð af heilum hug og kærleika sitt starf og eld- móð. Guð blessi Ingibjörgu og trúi ég hún fari nú til frekari starfa því enga konu þekki ég betur til þess undirbúna. Jóna Kristín Magnúsdóttir. Elskuleg ömmusystir mín Ingi- björg Jóhannsdóttir er látin. Þrátt fyrir háan aldur og versnandi heilsufar kom fráfall hennar mer og öðrum nokkuð á óvart. Ég gladdist þó yfir að hún hafði getað haldið upp á níræðisafmælið aðeins rúmri viku fyrir andlátið og hitti vini og gamla nemendur sem henni þótti svo vænt um. Ingibjörg frænka var alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér. Fyrstu kynni mín af henni voru í frum- bemsku þegar ég heimsótti hana á Reynimelinn með fjölskyldu minni. Þá var Ingibjörg orðin alveg blind. Svo liðu árin og ég fór sjálfur að sækja í félagsskap þessarar merk- iskonu. Kynni mín af Ingibjörgu voru ákaflega ánægjuleg og var gott að eiga Ingibjörgu að og njóta um- hyggju hennar og leiðsagnar á uppvaxtarárum mínum. Ekki haml- aði kynslóðabil góðum samskiptum okkar og fannst mér ég ávallt vera að ræða við jafnaldra. Minningar um skemmtilegar samverustundir og samtöl eiga eftir að ylja mér um ókomin ár. Enda var frænka min stórvel gefín og fróð. Sérstak- lega hafði ég ánægju af því hvað hún var ættfróð og gat rakið ættir í ýmsar áttir. Ingibjörg kunni ógrynni af ljóðum og frásögnum, hafði alla tíð stálminni og sagði mjög skemmtilega frá. Það er lán að hafa eignast Ingi- björgu að vini og fyrir það er ég þakklátur. Ólafur Þ. Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.