Morgunblaðið - 09.07.1995, Side 4

Morgunblaðið - 09.07.1995, Side 4
4 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 2/7 - 8/7. ►HAFT var eftir frú Vig- dísi Finnbogadóttur, forseta íslands, í stærsta dagblaði Tævan, United Daily News, á mánudag, að forseti Tæv- an, Lee Teng-hui, væri vel- kominn í einkaheimsókn til íslands þrátt fyrir mótmæli kínverskra stjórnvalda. Frú Vigdís sagði í yfirlýsingu frá skrifstofu forseta ís- lands að blaðakonan sem skrifaði greinina hefði haft rangt eftir sér. Blaðakonan sagði í viðtali viðMorgun- blaðið að forseti íslands hefði ekki boðið forseta Tævan í heimsókn heldur sagt að hann væri velkom- inn í einkaheimsókn til ís- lands jafnt og aðrir. ►SLÁTURFÉLAG Suður- lands flutti inn erlendan ís og dreifði í verslanir á þriðjudag en innflutningur á ís varð heimill 1. júlí. Guðrún Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Kjöríss, sagði að innflutningurinn mundi skekkja samkeppnis- stöðu fyrirtækisins veru- lega en danskir isframleið- endur greiði t.d. aðeins um þriðjung af því hráefnis- verði sem Kjörís þurfi að greiða. ►VERSLUNINNI Bónus bárust 100 klló af kalkúna- lærum frá Danmörku í vik- unni en lærin hafa ekki fengist tollafgreidd. Jó- hannes í Bónus framvísaði í fyrstu vottorðum frá Dan- mörku en síðar kom í ljós að þar sem lærin eru fram- leidd í Hollandi þurfti hol- lensk vottorð. Nýr meirihluti i Hafnarfirði NÝR meirihluti Alþýðuflokks og tveggja bæjarfulltrúa sjálfstæðis- manna tók við í Hafnarfírði á þriðju- dag. Ingvar Viktorsson er bæjarstjóri og Ellert Borgar Þorvaldsson er for- seti nýju bæjarstjórnarinnar. Málefna- samningurinn var einróma samþykkt- ur á fulltrúaráðsfundi Alþýðuflokks á mánudagskvöld. Davíð Oddsson, for- sætisráðherra, lét hafa eftir sér að Sjálfstæðisflokkurinn myndi verða í andstöðu við nýja meirihlutann. Davíð Oddsson í Namibíu DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, var í fjögurra daga opinberri heimsókn í Namibíu í vikunni, ásamt eiginkonu sinni og sjö manna föruneyti. Sam Nujoma, forseti Namibíu, sagði í ávarpi í upphafí heimsóknarinnar að Namibíumenn mætu aðstoð Islendinga í sjávarútvegsmálum mikils. Fram kom að aðstoðin næmi 240 milljónum króna á árunum 1995-98. Samstarf þjóðanna beinist nú að menntun og þjálfun heimamanna í sjávarútvegsmálum. Leit hætt vegua illviðris HÆTTA varð leit að tveimur spænsk- um ferðamönnum, sem ætluðu að ganga á Drangajökul, á miðvikudags- kvöld vegna illviðris. Aftakaveður var á svæðinu, 10-12 vindstig af norð- austrij og snjóaði niður í byggð. Átta- tíu björgunarsveitarmenn tóku þátt í Ieitinni. Ferðamennirnir fundust heilir á húfí um sólarhring eftir að leit hófst og virtust hissa á að þeirra væri leit- að. Björgunarsveitarmenn telja brýnt að fólk sem ferðast á Drangajökul og um nágrenni hans geri grein fyrir ferð- um sínum áður en það leggur 'af stað. Major vinnur ótvíræðan signr JOHN Major, forsætisráðherra Bret- lands, sigraði með nokkrum yfírburðum í leiðtogakjöri breska íhaldsflokksins á þriðjudag, með at- kvæðum 218 af 329 þingmönnnum. Daginn eftir stokk- aði hann upp í stjóm sinni og Mic- hael Heseltine tók við embættum að- stoðarforsætisráð- herra og fyrsta rík- isráðherra. Hægri- maðurinn Michael Portillo, áður atvinnumálaráðherra, tók við embætti vamarmálaráðherra og Malcolm Rifkind tók við utanríkisráðu- neytinu af Douglas Hurd. Rifkind sagði það einarðan ásetning sinn að styrkja samstarf Bandaríkjamanna og Breta og efla Atlantshafsbandalagið (NATO). Morð varpar skugga á viðræður í Grosní SAMNINGAMENN Rússa og Tsjetsj- ena hófu viðræður að nýju í Grosní eftir að við hafði legið að þeim yrði hætt þegar sjö manna fjölskylda var myrt í úthverfi borgarinnar. Aðalsamn- ingamaður Tsjetsjena hafði lýst því yfír að viðræðunum yrði ekki haldið áfram fyrr en morðingjamir næðust. Rússneski herinn kveðst ekki hafa átt þátt í morðunum en Tsjetsjenar segja að menn í rússneskum herklæðum hafí framið morðin snemma á föstudag. Borís Jeltsín Rússlandsforseti skipaði á fímmtudag Anatolíj Kúlíkov í emb- ætti innanríkisráðherra en hann var yfirmaður herafla Rússa í Tsjetsjnfju. Er skipun hans talin merki um að auka eigi ítök hersins i Rússlandi. ►BOSNÍU-Serbar skutu sprengjum að þyrlu Carls Bildts, sáttasemjara Evr- ópusambandsins i Bosníu, skömmu áður en henni var flogið frá flugvelli smábæj- ar skammt frá Sarajevo á föstudag. Bildt sakaði ekki en hann var á leiðinni til viðræðna við forseta Serbíu í Belgrad. ►ÍRAKAR hafa viðurkenrtt í fyrsta sinn að þeir hafi framleitt sýklavopn í þvi markmiði að nota þau í hemaði, að sögn Rolfs Ek- eus, formanns nefndar Sameinuðu þjóðanna sem fylgist með eyðingu íraskra vopna. ►NORSKIR hvalfangarar veiddu ekki allan hrefnu- kvótann, sem norska stjórn- in hafði heimjlað þeim á þessu ári. Alls höfðu 213 hrefnur veiðst þegar veiði- tímabilinu, sem stóð i tvo mánuði, lauk á miðvikudag en kvótinn hjjóðaði upp á 232 dýr. ►ÍSRAELAR og Palestínu- menn hafa ákveðið að 25. júlí muni þeir skrifa undir samkomulag um útfærslu sjálfstjórnarsvæðis Palest- inumanna á Vesturbakkan- um. Yasser Arafat, leiðtogi Palestinumanna, sagði eftir viðræður við Shimon Peres, utanrikisráðherra ísraels, á þriðjudag að þeir vonuðust til að komast mætti að sam- komulagi um brottflutning ísraelskra hermanna og kosningar meðal Palestínu- manna fyrir þann tíma. Ragnar Torseth, leiðangursstjóri á Gaia og sérfræðingur um víkingaskip segir þau hafa reynst örugg Morgunblaðið/Þorkell RAGNAR Torseth er nú að skipuleggja leiðangur víkingaskipa í tilefni af 1000 ára afmæli Þránd- heims 1997. Haldið verður frá Þrándheimi 1. ágúst 1996 norður fyrir Noreg, inn Hvítahaf og um fornar vatnaleiðir Garðaríkis allt til Eystrasalts. Þaðan verður haldið suður fyrir Skandinavíu og aftur til Þrándheims. Óráðlegt að breyta skipinu Ragnar Torseth nýtur mikillar viðurkenningar fyrir þekk- ingu sína á víkingaskipum og siglingu þeirra. Ragnar telur Gauksstaðaskipið hápunkt skipa- smíðalistar víkingatímans og segir að nútímamenn séu búnir að þraut- reyna það byggingarlag við erfiðar aðstæður. Ætli menn að breyta út af því sé verið að renna blint í sjóinn og ómögulegt að segja fyrir um til hvers það leiði. Siglingamálastofnun hefur krafíst verulegra breytinga á bol víkinga- skipsins, sem Gunnar Marel Eggerts- son er að byggja. Ragnari var kunn- ugt um þessar kröfur, enda hefur Gunnar meðal annars leitað til hans um ráðgjöf. Um kröfurnar sagði Ragnar: „Þær bera vott um að menn skilja ekki hvað við erum að gera þegar við byggjum víkingaskip eftir gamalli fyrirmynd. Gauksstaðaskipið var allt að því fullkomið, menn voru þá komnir á hápunktinn í skipasmíði. Það hafa ekki fundist nein betri skip frá þessum tíma. Það hafa verið gerðar prófanir á skrokklaginu við NTH í Þrándheimi og ef hið full- komna fær einkunnina 1 þá fær þessi skrokkur 0,999. Hann er eins góður og mögulegt er.“ Gauksstaðaskipið fannst 1880 og 1893 var fyrsta eftirmyndin, Viking, smíðuð. Viking sigldi yfír Atlantshaf- ið og lenti í óveðrum en komst á leiðarenda. Árið 1928 var önnur eft- irmynd Gauksstaðaskipsins, Hjem- komst, byggð í Duluth í Bandaríkjun- um og sigldi hún til Noregs án vand- kvæða. Þriðja skipið var Gaia sem sigldi 1991 frá Noregi til Ameríku og alla leið til Brasilíu. „Það hefur ekkert komið fram í þessum skipum sem bendir til neinna alvarlegra galla í byggingu eða hönnun og alls ekk- ert sem gefur tilefni til krafna af þessu tagi,“ segir Ragnar um at- hugasemdir Siglingamálastofnunar. Vanþekking á víkingaskipum - En nú telja yfírvöld sig vera að gæta öryggis með kröfunum? „Það er tvennt sem þarf að athuga í því sambandi. Ef menn ætla að byggja víkingaskip og nota það í menningarlegu samhengi, þá verður að byggja sem líkast hinu uppruna- lega. Það er út í hött að reyna að betrumbæta það. Hitt snýr að svo- kölluðum endurbótum sem siglinga- málayfirvöld krefjast. Það veit eng- Ragnar Torseth, leið- angursstjóri á Gaia, og sérfræðingur um vík- ingaskip telur óráð að breyta frá hefðbundnu byggingarlagi Gauksstaðaskipsins. Guðni Einarsson ræddi við Ragnar. inn hvað þær breytingar hafa í för með sér. Það getur vel verið að skip- ið verði mun verra." Ragnar Torseth segir að ýmislegt í bréfí Siglingamálastofnunar til Gunnars Marels opinberi vanþekk- ingu á skipum af þessari gerð. Ragn- ar ræddi athugasemdimar bæði við skipasmiði í Noregi og sérfræðinga við Óslóarháskóla. Ragnar segír svipað eiga við um víkingaskip og hundasleða eskimóa eða þá farþegaþotur. Sveigjanleikinn sé nauðsynlegur eiginleiki allra þess- ara farartækja. Þess vegna geti hundasleðinn liðast yfír ójafnar ís- breiður, en um leið og hann sé fast- negldur þá brotni hann. „Öll hönnun- in byggist á sveigjanleika," segir Ragnar. „Ef menn ætla að læsa ákveðnum þáttum með styrkingum þá verður skipið vissulega sterkara á þeim stöðum en kraftamir fá bara útrás annars staðar. Það er út í hött að fara fram á þetta. Það hafá þtjú skip byggð á þennan hátt siglt yfír Atlantshafið og lent í vondum veðr- um. Þau hafa öll haft þennan sveigj- anleika." - Nú er hugmyndin að hafa vél í skipinu. Breytir það engu? „Vél eykur á öryggið, líkt og björgunarbátar, bjargvesti og annað slíkt. Vélin gerir kleift að hafa ör- ugga stjórn á skipinu við flestar kringumstæður. Ég hef notað vélar í mínum víkingaskipum. Ef sett er 500 hestafla vél í skipið, þá þarf örugglega styrkingu. En hér er verið að tala um 50 hestafla vél sem knýr skipið svipað og 20 til 30 ræðarar. Þetta er því tvennt ólíkt.“ Ragnar segir að fyllstu kröfur eigi að gera um öryggisbúnað. Ekki megi heldur gleyma hlut áhafnarinnar. Gunnar komi til með að verða með • atvinnumenn í áhöfn. Gaia fékk siglingaleyfið hér Nú hafa þijú víkingaskip leyfi til siglinga með ferðamenn gegn gjaldi í Noregi - Gaia, Kvitserk og Borg- und Knarren. Ragnar segir siglingar- leyf! þeirra allra háð takmörkunum hvað varðar starfstíma og siglinga- svæði. Skipstjórnarmönnum þeirra sé uppálagt að sigla ekki nema í góðu veðri. Ekki sé hægt að leggja sama mælikvarða á þessi skip og farþegaskip í áætlunarferðum. „Vík- ingaskip er ekki jafn gott og farþega- skip sem byggð eru nú,“ segir Ragn- ar. „Þess vegna er ljóst að það verða að vera takmarkanir." , Hann segir víkingaskipið Gaia hafa siglt undir íslenskum fána í nærri tvö ár. „Hún hafði leyfi til að sigla frá Noregi til Shetlandseyja, Færeyja, íslands, Grænlands og til Ameríku. Við sigldum með farþega; kónga, drottningar, forseta og börn í þúsundavís. Forseti íslands var þarna á meðal. Það er undarlegt að systurskipið skuli ekki fá siglingar- leyfí hér.“ Ragnar hefur skoðað víkingaskip Gunnars Marels Eggertssonar og segir að það sé betra skip en Gaia. Gauksstaðaskipið var allt smíðað úr eik en Gaia er úr eik og furu. í skipi Gunnars er meira af eik en í Gaia og eins er betra efni í hnjám við byrðing. Ragnar segir að þær at- hugasemdir sem Siglingamálastofn- un gerir við efnisval í skipi Gunnars beri þess merki að menn viti ekki um hvað þeir eru að tala. Víkingaskip og landnám „Það á að nota þetta skip til að fræða um menningu okkar og hefð- ir,“ segir Ragnar. „Hvað væri ísland án víkingaskipa? Það væri ekki til einn einasti íslendingur! Það er bein- línis hlægilegt ef það verður bannað að byggja víkingaskip á íslandi meira en þúsund árum eftir landnám. Það er svo hlægilegt að það tekur ekki nokkru tali! Ætli það sé ekki vænleg- ast fyrir Gunnar að skrá víkingaskip- ið í Belize og fara svo í Smuguna," sagði Ragnar og hló að víkingasið. Ragnar Torseth er staddur hér á landi í tilefni víkingahátíðar. Hann hélt erindi í Hafnarborg í gær og verð- ur í Norræna húsinu kl. 20 í kvöld með fyrirlestur og kvikmyndasýningu um ferðir sínar á víkingaskipum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.