Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERIIMU Morgunblaðið/Birgir Þórbjamarson A handfærum við Gjögur GUÐMUNDUR Jónsson, trillukarl, á Ströndum, og sóknardagakerfi eða þorskaflahámarks. Afla- er einn þeirra fjölmörgu sem nú standa frammi hámarkið miðast við aflareynslu og stendur fyrir því að velja á milli krókaleyfis með bann- mönnum því mismikið til boða. EIMSKIPS OTIÐ 15. júlí nk. / % / / y / Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Glæsileg verðlaun eru veitt fyrir 1., 2. og 3. sæti með og án forgjafar: verðlaunagripir ásamt golfvörum. verða veitt þeim sem komast næst holu á 2./11. brautog5./14. braut. Glæsileg ferðaverðlaun með Flugleiðum til Evrópu að verðmæti 100 þús. kr. eru veitt fyrir holu í höggi á 5./14. braut. % Sérhver þátttakandi fær vandað ennisband fra Eimskip. % Skráning í mótið í síma 561 1930. Nesklúbburinn - Golfklúbbur Ness. EIMSKIP Trillukarlar velja á milli sóknar og þorskaflahámarks Telja lög um veiðistjórnun illa kynnt SMÁBÁTAEIGENDUR hafa frest til 25.júlí til að ákveða hvort þeir ætla að róa eftir bann- og sóknar- dagakerfi á næsta fiskveiðiári eða hvort þeir fara á svokallað þorskafla- hámark en samkvæmt nýjum lögum sem samþykkt voru á Álþingi nú í vor standa smábátaeigendum þessi kostir nú til boða. Fiskistofa sendi um 1100 smábátaútgerðum tilkynn- ingar þess efnis en ef ekki berst svar fyrir tilskyldan tíma fer viðkom- andi útgerð sjálfkrafa inn í bann- og sóknardagakerfið. Velji menn hinsvegar þorskaflahámarkið verður þeim úthlutuð aflaheimild og verður tekið mið af aflareynslu tveggja bestu af síðustu þremur fiskveiðiár- um. Það er ekki eiginlegur kvóti því að heimildin er ekki framseljanleg heldur bundin við veiðileyfið. Hjá Fiskistofu fengust þær upp- lýsingar að nú hefðu um 100 bátar af þeim 1100 sem fengu bréf, sent inn tilkynningar og þar af hefðu um 25 valið þorskaflahámarkið en hinir bann- og sóknardagakerfið. Trillukarlar tvístígandi Örn Pálsson, hjá Landssambandi smábátaeigenda, segir að á þeim fundum sem hann hafi setið með trillukörlum að undanförnu hafi greinilega komið fram að þeir séu mjög tvístígandi varðandi þessi mál. Örn segir að mikil óanægja sé með- al þeirra með hve illa lögin séu kynnt og ekki sé enn búið að gefa út reglu- gerðina. Menn skorti því hreinlega nægilegar upplýsingar til að taka slíkar ákvarðanir. Öm segir að margskonar spum- ingar hafi vaknað sem að lögin nái ekki til að svara og greinilega hafi komið fram að þau eru ekki galla- laus. „Til dæmis hef ég verið spurð- ur um það hvort að smábátaeig- andi, sem velur þorskaflahámark en lendir síðan í óhappi, báturinn hans sekkur eða eitthvað slíkt, getur flutt aflareynslu sína með sér yfir á nýjan bát og er honum þá heimilt að fá sér stærri bát eða nýrri, með stærri vél og svo framvegis. Þá var talað um það í þinginu þegar frumvarpið var til meðferðar að heimilt yrði að færa sóknardaga yfir á sumartímann en í lögunum segir að það verði ekki hægt fyrr en á fiskveiðiárinu 1996-7. Þá geta menn fært daga yfir á sumarið en það kostar einhveija skerðingu á sóknardögum. Menn vilja þá vita hvort að dögum fjölgi þá ekki ef þeir eru færðir af sumrinu yfir á annann árstíma." 32 dagar næsta sumar Örn segist hafa fundið að smá- bátaeigendur ættu mjög erfitt með velja. „Ef afli fer yfir ákveðið mark fækkar sóknardögunum og þeir eru nú ekki nema 32 yfir sumarmánuð- ina fjóra á næsta ári, burtséð frá því að það eru ekki hvaða dagar sem er. Trillukarlar vilja að þingmenn ákveði það í eitt skipti fyrir öll hvort þeir vilji hafa þessa útgerð áfram eða ekki,“ sagði Örn. Eins og áður sagði hafa smábáta- eigendur frest til 25.júlí til að skila inn upplýsingum um aflareynslu síð- ustu þriggja ára til Fiskistofu og segist Örn hafa hvatt smábátaeig- endur til að bíða með að svara fram á síðasta dag. Japanir hyggjast takamarka veiðar JAPÖNSK stjórnvöld hafa nú í hyggju að skerða aflaheimildir innan fiskveiðilögsögu sinnar árið 1997. Allt bendir til að sett verði árlegt aflahámark fyrir hveija fiskitegund, fjölgun skipa og báta verði heft og veiðidögum fækkað. Þær tegundir, sem eru taldar of- veiddar eru meðal annarra sardína og makríll. Talið er að þessar aðferð- ir muni einnig hafa áhrif á veiðar annarra þjóða innan lögsögu Japana og er Suður-Kórea þá gjarnan nefnd til sögunnar. Þá hefur sjávarútvegsráðuneyti Japans hafið undirbúning að nýjum viðræðum við Kína, Suður-Kóreu og Rússland um gagnkvæmar veiði- heimildir. Búizt er við því að þær skili árangri innan næstu fímm ára. N Í < W * Tjaldadagar í Skátabúðinni Alla fimmtudaga í sumar sýnum við þær 40 tegundir af tjöldum sem fást í Skátabúðinni. Þá færðu tjaldið sem þig vantar með allt að 10% staðgreiðsluafslætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.