Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4 AÐSENDAR GREINAR Af fálkum 2. Embætti byggingarfulltrúa um allt land verði skipuð arkitekt- og smáfuglum arkitektar ARKITEKTUR kall- ast hin formræna um- gjörð utan um líf mannsins. Óhætt er að fullyrða að íslendingar eyði mestum tíma lífs síns innan þessarár umgjarðar eða í hýbýl- um heimilis og vinnu. " Þeir eyða ennfremur dijúgum hiuta ævinnar í að koma sér upp þaki yfir höfuðið og leggja ýmist meiripart tekna sinna eða aleiguna í húsnæðiskaup. Allt þetta hlýtur að stað- festa hversu ákaflega mikilvægu hlutverki gegna í íslensku samfélagi. Það er þess vegna engin tilviljun að nám í arkitektúr er með lengsta námi á háskólastigi sem stundað er og er einungis hægt að sækja það erlend- is. Fjöldi háskólaáranna spannar allt frá 6-8 árum eftir því hvar í heimin- um námið fer fram. Námskostnað- urinn er líka í samræmi við þetta -langvarandi há útgjöld hvað varðar uppihald, námsgögn og ferðalög. Þar fyrir utan eru námsmenn í þess- ari námsgrein fjarri ættjörð sinni, ættingjum og vinum á meðan á þess- um langa námstíma stendur. það er sem sagt mikið á sig lagt til að verða arkitekt, en ekki í frásögur færandi væri staðreyndin sú að lífs- skilyrðin bötnuðu til muna þegar heim væri komið að námi loknu. Því ^ miður er það svo að þá tekur við lífsbarátta af öðrum og verri toga - barátta milli fálka og smáfugla, þar sem fálkarnir hafa gegnum tíðina unnið sér land og mega einungis sjá af nokkmm brauðmolum í soltna smáfuglana. Heim í heiðardalinn Páll Björgvinsson KlllER UMJJ Sólgleraugu í sérflokki V'í '*is.i -'iiu -vo *C'oC./Ji"-.* mmuTiLiFPm^ GLÆSIB/E • SÍMI 581 2922 heiminn. Reynsla þeirra ungu arkitekta sem hafa snúið heim á nýliðnum árum er sú að á íslandi er mark- aðurinn í höndum fárra útvaldra og hér ríkir algjört áhuga- leysi ráðamanna í því sambandi að hleypa að nýju blóði í stéttina. Þegar heim er komið þurfa arkitektar að byija á því að sækja um leyfi fyrir starfs- heiti sínu hjá Iðnaðar -og viðskiptaráðu- neytinu og ganga í Arkitektafélagið. Hinum nýju út- lærðu arkitektum er síðan uppálagt að starfa í 2 ár hjá öðrum arkitekt- um hérlendis, bannað að auglýsa sig og þannig komið í veg fyrir að þeir geti starfað sjálfstætt. Að þessum 2 árum liðnum verða þeir síðan að framvísa starfsvottorðum uppá þennan starfstíma með undir- skrift vinnuveitenda til þess að fá leyfi til að skila inn teikningum til bygginganefnda. Tekið skal fram að Island er eitt tveggja landa í heiminum sem leyfir sér slíka með- höndlun á háskólamenntuðum arkitektum og það er með öllu óskiljanlegt að þessi rangindi séu látin lifa áfram í stéttinni. Eina raunhæfa skýringin á því að menn hafa látið bjóða sér þetta hlýtur að vera sú að það tekur nokkurn tíma að átta sig á því hvernig hlut- irnir ganga fyrir sig hér heima, menn eru langvarandi blankir og fegnir að fá loksins kaup, og illa haldnir af heimþrá þegar þeir að endingu snúa heim. Samstaða Samkvæmt upplýsingum Arki- tektafélagsins eru nú ca. 250 arki- tektar starfandi á íslandi. Árlega útskrifast ca. 12 og þegar þetta er skrifað er 81 einstaklingur í námi í arkitektúr víðs vegar um AMDREW ✓ Úrval fylgihluta fyrir GSITl farsíma ✓ Hraðhleðsla í bílinn - Rafhlöður - Ýmsir gagnlegir aukahlutir ✓ Gaeðavara á góðu verði J. áSTVRLDSSON HF. Skipholti 33.105 Reykjavik, sími 553 35E0 omRon sjóðsvélar verð frá kr. 24.900 26 ít* ARÁt NÝHERJI SKAFTAHLÍÐ 24 - SlMI 569 7700 Alltaf skrefi ú utulun Nálægt 250 arkitektar eru starfandi hér á landi, segir Páll 3. Ráðuneyti sem sjá um hús- eignir ríkisins hafí arkitekta í föstu starfi. 4. Krafist verði starfa arkitekta hjá Fasteignamati ríkisins, Fram- kvæmdasýslu Ríkiskaupa, Ríkisspí- tölum, Borgarverkfræðingi, banka- stofnunum landsins svo og trygg- ingarfélögum og lífeyrissjóðum. 5. Leitað verði fanga fýrir arki- tekta á fasteignamarkaði og komið á samvinnu við fasteignasala. Björgvmsson, og Stéttleysisfélagið rúmlega 80 eru rétt ókomnir úr námi. ljóst að máttur samstöðu er afger- andi til þess að ná árangri í stöðu- veitingum og lífskjarabaráttu. Þeim kæmi heldur ekki til hugar að taka þátt í samkeppnum til þess að fá eitthvað að gera og eyða hundruð- um eða þúsundum vinnustunda í verkefni sem þeir vissu ekki hvort þeir fengju borgað fyrir eða ekki: Þessar stéttir gefa ekki vinnuna sína! Arkitektar og fjöldi annarra stétta geta margt lært af fyrr- greindum stéttum, bæði hvað sam- stöðu varðar og hvernig best er að koma ár sinni fyrir borð í samfélag- inu. Að undanskildu Tækni-og verk- fræðingafélaginu ganga menn í þessum stéttarfélögum ekki um at- vinnulausir og þegar útlit er fyrir að þeir missi spón úr askinum leggj- ast þeir allir á eitt gegn því og nota óspart fjölmiðlana til að koma sínu fram. Gott dæmi um þetta er tilvísanakerfið og sérfræðingarnir. Sem sagt:“... Samhugur er vegur vorrar giftu.“ Kröfur - framtíðarmarkmið Þær stéttir sem hafa náð hvað bestum lífskjörum á íslandi eru læknar, lögfræðingar, tannlæknar og verkfræðingar. Áðferðin sem stéttarfélög þeirra hafa beitt er ein- föld -óhagganlegur einhugur og samstaða. Stéttarfélögum þeirra er Arkitektar eru ein af fáum stétt- um sem sameinar bæði fagurfræði og tækni og þeir eru þ.a.l. ómiss- andi sérfræðingar þegar taka á ákvarðanir er varða húsagerðarlist og skiputag jafnt innan- sem utan- dyra. Það er tímabært að ráðamenn landsins virði þennan sannleika og styðji í verki eftirfarandi sanngirn- iskröfur úngra arkitekta sem eru að hasla sér völl á markaðinum: 1. Allar byggingarnefndir á landinu hafi a.m.k. einn arkitekt innanborðs. VIRKA MÖRKINNI 3 (VIÐ SUÐURLANDSBRAUT), SIMI 568 7477 Bútasattmsefní Bútasaumsvörur, nýjar bækur, ný föndursnið, nýjar smávörur fýrír bútasaum. ingaleiðum fyrir stéttina. Nærtæk- asta lausnin á vanda ungra félags- manna gæti legið í því að gangia í eina sæng með Tækni-og verk- fræðingafélaginu og sameinast einnig lífeyrissjóði þeirra. Slíkt stéttarfélag ætti að hafa þann 'styrk til að bera að geta stigið öld- una þegar óveður ganga yfir í at- vinnulífinu. Úrræða er þörf sem fyrst - unga blóðið sættir sig ekki lengur við stéttlaus réttindi sín og máttlausa forystu atvinnurekenda sem hafa hreiðrað makindalega um sig og kæra sig kollótta um neyð ungu kynslóðarinnar. Eins og komið hefur fram er 81 nemi rétt ókominn heim úr arki- tektanámi. Verði ekkert að gert á atvinnumarkaðinum er hætt við að heimkoma þessa fólks verði full vonbrigða. Það væri hreint ábyrgð- arleysi af Arkitektafélaginu að taka þetta unga fólk upplýsinga- laust inn í félagið og láta það greiða himinhá félagsgjöld án þess að greiða á nokkurn hátt götu þess eða vara það við hinum erfiða markaði hérlendis. En það er líka siðferðileg skylda þeirra sem lifa nú þegar við sultarkjörin hér heima að láta heyra í sér öðrum til viðvör- unar og hvatningar. Svo vikið sé að vanda félagsins. sjálfs þá snýst hann m.a. um það að ekki er um raunverulegt stéttarfélag að ræða heldur fagfélag manna sem reka eigin teiknistofur og byggja rekst- urinn oft á tíðum á ungum nýút- skrifuðum arkitektum sem einnig eru félagsmenn. Uppbygging þessa fagfélags hefur ævinlega miðast við góðæri eða nægilegt framboð og eftirspurn: Þetta er ástæðan fyrir því að þegar á móti blæs á vinnumarkaðinum eins og nú standa arkitektar uppi eins og höf- uðlaus her - án stéttarfélags og talsmanna sem gætu tekið upp baráttumál og samningagerð fyrir þeirra hönd í samfélaginu. Arki- tektar fara heldur aldrei í verkfall, þeir hafa ekki heimild til þess og þeir virðast heldur ekki geta samið um launin sín við hið opinbera - fagfélagið hefur fram að þessu. miðað laun þeirra við taxta stéttar- félags verkfræðinga á hveijum tíma! Núverandi félag hefur eins og gefur að skilja engan veginn bolmagn til þess að gegna róttæku hlutverki stéttarfélags í öldudal atvinnuleysis og verkefnaskorts, og mun ekki finna uppá nýjum sigl- Hvað er siðleysi? - Að þrátt fyrir yfirlýsta útboðs- stefnu reki ríkið stærstu teiknistofu landsins sem fleytir ijómann af helstu verkefnum sem bjóðast á landinu eða verkefni hins opinbera séu boðin út á fijálsum markaði og öllum tryggð vinna á þann hátt? - Að eyða mestum tekjum fagfé- lagsins í afborganir af gömlum lán- um og laun starfsmanna eða byggja upp virkt og öflugt stéttarfélag með sjóð til atvinnuleysisbóta sem stend- ur vörð um samstöðu og hagsmuni allra félagsmanna? - Að láta síversnandi markaðsá- stand reka á reiðanum eða krefíast viðræðna við stjórnvöld um stórauk- ið framboð á stöðum og verkefnum félagsmönnum til handa? - Að ætlast til að félagsmenn gangi “betligang" á milli teiknistofa í leit að vinnu eða rekin verði sóma- samleg vinnumiðlun fagmanna fyrir þá sem ekki óska að starfa sjálf- stætt? Að syngja í kór Það er ljóst að ekkert er auðveld- ara fyrir ungan arkitekt en að gefast upp á Islandi og gerast far- fugl, en það er nú einu sinni svo að landið þarfnast söngs smáfugla, og síðan hvenær geta fálkar sung- ið einir? Smælingjarnir verða ein- faldlega að taka sig saman um að temja ætisþörf fálkanna ef þeir ætla að ná tilverurétti sínum og mannsæmandi kjörum: Þeir verða að læra að syngja í kór! Það getur sem sagt verið sársaukafullt að fæðast “með blágrýti í beinum“ eins og ungur íslenskur rithöfund- ur komst að orði og ungir arkitekt- ar eru þar engin undantekning: Fæstir hverfa þeir sjálfviljugir af landi brott, en hver getur dregið fram lífið á ættjarðarástinni einni saman? Látum Tómas setja orð á þessar tilfinningar sem hann skrif- aði á sínum tíma til fóstuijarðar- innar með þeirri von að framundan sé betri tíð samstöðu í arkitekta- stéttinni og fálkar gerist nú vinir og kórfélagar smáfugla: „Og er þitt trygga tiilit hvíldi á mér, ég tók mér nærri að lesa úr augum þér þá spurn, hvort nokkur vinur gæti vikið frá vini, sem hann unni svona mikið.“ Höfundur er sjálfstætt starfandi arkitekt. vantar þig fæst hia ok .■ Skeljungsb Suöuríandsbraut 4 Sími 560 3878 úöi n Cl! i 1 € I i i i í í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.