Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1995 2 7 Dansað á sýningar- pallinum FATAHÖNNUÐIR leita sífellt nýrra leiða til að kynna og sýna fatnað sinn. Japaninn Issey Miy- ake er einn þeirra og hefur hann fengið bandaríska ballett- dansarann Stephen Galloway, 28 ára, til að semja danssporin á tískusýningu í París. Galloway dansar með Frankfurt Ballet, sem William Forsythe stjórnar, en hefur undanfarin þrjú ár unnið með tískuhönnuðum að því að hressa upp á sýningar þeirra. í samtali við The European segist hann verða að hafa hraðar hendur þegar hann vinnur við tískusýningarnar, því hann sjái fatnaðinn aðeins fimm dögum fyrir sýningu. Þá velur hann sýningarstúlkur og hug- myndavinnan hefst. „Ég á alltaf nokkur dansspor, stef og þemu til að grípa til þegar ég tel að það passi við fatnaðinn sem ég hef í höndunum hverju sinni,“ segir Galloway. I ár munu dans- arar úr Frankfurt-ballettinum koma fram á tískusýningunni enda telur Galloway mestu skipta hvernig sýningarfólkið hreyfir sig og hvernig fötin hreyfast á því. -----♦ ♦ ♦ .— Sumarsýning* í Humarhúsinu Á SUMARSÝNINGUNNI í Humar- húsinu eru glermyndir Mörtu Maríu i Hálfdánardóttur og leirverk eftir Sigrúnu Gunnarsdóttur. Marta María hefur starfað að glerlist til margra ára í vinnustofu sinni, Markaflöt 6 í Garðabæ. Sigrún hefur rekið ART-HÚN í Stangarhyl 7 í Reykjavík í sjö ár ásamt ijórum öðrum listakonum, en þar eru vinnustofur þeirra og I sölugallerí, sem er opið alla virka daga frá kl. 12-18. Báðar hafa Marta María og Sig- I rún tekið þátt í sýningum heima og erlendis. Út í bláinn KVIKMYNÐIR Háskólabíó: Frönsk kvikmyndahátíð HIÐ STÓRA BLÁA (LE GRAND BLEU) Leikstjóri Luc Besson. Handritshöf- undur Luc Besson, Robert Garland, Marilyn Goldin, Jacques Mayol, Marc Perrier.Tónlist Eric Serra. Kvik- myndatökustjóm Carlo Varini, Luc Besson, Christian Petro. Aðalleik- endur Jean-Marc Barr, Jean Reno, Rosanna Arquette, Paul Shenar, Griffin Dunne. Frakkland 1988. Hið stóra bláa setti allt á annan endann í Frakklandi þegar hún var frumsýnd árið 1988 og varð mest sótta myndin með yfirburðum. Hinsvegar kolféll hún víðast hvar annarsstaðar. Ástæðan liggur í augum uppi, myndin er innihalds- lítill langhundur og leikaravalið meingallað. Hinsvegar er kvik- myndataka undirdjúpanna og tón- list Eric Serra einstaklega hrífandi. Myndin hefst í Eyjahafinu. Tveir snáðar reyna með sér í köfun og er það vísirinn að því sem koma skal. Arin líða og er þeir fullorðn- ast eru þeir enn keppendur, að þessu sinni um heimsmeistaratitil- inn í djúpköfun. Myndin væri mikið mun betri ef ekki kæmi til óspennandi, lang- dregin ástarsaga milli tryggir.ga- spæjara (Rosanna Arquette) og annars kafaranna (Jean-Marc Barr). Eins og hún er meðhöndiuð hér þjónar hún litlum tilgangi í myndinni, sem byggist á glæsileika köfunaríþróttarinnar en þó fyrst og fremst fegurð og dulúð undir- djúpanna og íbúanna. Fegurð þeirra hefur ekki verið jafn listilega fönguð í venjulegri kvikmynd sem hér. Til að bæta gráu ofaná svart er leikur Rosönnu Arquette með ólíkindum vondur. Fransmennirnir eru báðir ábúðamiklir þrekskrokk- ar og segja fátt. Vel við hæfi Ren- os og Barrs. Þá fer hér með lítið hlutverk Bandaríkjamaðurinn Paul Shenar, góður skapgerðarleikari sem féll fyrir aldur fram úr eyðni. Sem fyrr segir þá eru það kvik- myndatökumennirnir og tónlistar- smiðirnir sem eru stjömurnar í Hinu stóra bláa sem er sem fyrr augna- og eyrnakonfekt þrátt fyrir lengdina, veikan söguþráð og ungfrú Arquette. Sæbjörn Valdimarsson RÆKTAÐU ÞAÐ SEM GEFUR ÞER MEST og láttu okkur tryggja þér stöðugar greiðslur - allt að 10% á ári Viltu tryggja ... þér stöðugar greiðslur af sparifé þínu? Viltu nýta... Viltu auka... Viltu vita... bestu tækifæri sem gefast til íjárfestinga hverju sinnir fjárhagslegt öiyggi þinna nánustu með íjárfestingarábyrgði* af sparifé þínu hjá traustum aðila sem veitir þér ítarlegar upplýsingar um eign þína á þriggja mánaða fresti? GRUNNVAL - til að njóta lífsins betur. Komdu eða hringdu. ;■ GRUNNVAL með fjárfestingarábyrgð er ný og einstök þjónusta fyrir sparifjáreigendur sem enginn annar býður. LANDSBREFHF. Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 588 9200, bréfasími 588 8598. Löggilt veröbréfafyrirtæki. Aöili aö Veröbréfaþingi íslands. HÉR & NÚ AUGlÝSINGASTOfA/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.