Morgunblaðið - 14.07.1995, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1995 27
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDl: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRl: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ALVARLEGT
FRUMHLAUP
NORÐMANNA
FRAMKOMA Norðmanna í garð íslenskra sjómanna,
þegar þeir meinuðu togaranum Má frá Ólafsvík að
leita hafnar, er skipið var í vanda statt, er þeim ekki
sæmandi. Það er ekki samboðið Norðmönnum, að stjórn-
völd taki ákvörðun um að aðstoða ekki skip í nauð, þeg-
ar~skipstjórinn hefur metið vandann á þann veg, að að-
stoðar sé þörf. Þegar frændur okkar Norðmenn eiga í
hlut, verður framkoma sem þessi enn alvarlegri vegna
sterkra tengsla vináttu og frændskapar þjóðanna um
aldir.
í samskiptum þjóða er skiljanlegt og eðlilegt að pólit-
ískur ágreiningur sé til staðar og ekkert við því að segja.
Norðmenn líta á veiðar íslenskra fiskiskipa í Smugunni,
sem brot á norskum lögum um fiskveiðistjórnun. Islend-
ingar líta á Smuguna sem alþjóðlegt hafsvæði. Um þetta
atriði hafa þjóðirnar tekist á og gera enn. Viðræður
þeirra í millum hljóta að lokum að leiða til málamiðlunar.
Það er hins vegar fráleitt að nota þennan pólitíska
ágreining á milli þjóðanna, til þess að neita íslensku fiski-
skipi um viðgerð í norskri höfn og reka á haf út. Tekið
skal undir orð Reynis Georgssonar, skipstjóra Más, í
Morgunblaðinu í fyrradag: „Eg hélt að það myndi ekki
gerast í nokkru siðmenntuðu landi að skipi í þessari stöðu
væri neitað um aðstoð, og hefði ekki trúað því að
óreyndu.“
Það hlýtur ávallt að vera á valdi skipstjóra að meta
haffærni skips sem hann stýrir. Ábyrgðin á Iífi og limum
skipveija hvílir á herðum skipstjórans og því verður
matið að vera hans, en ekki norsku strandgæslunnar,
ekki norskra hernaðaryfirvalda og alls ekki norskra
embættismanna. Hér er um alþjóðlegar reglur að ræða,
sem eru viðurkenndar hvarvetna í heiminum - reglur,
sem Norðmenn kusu að hundsa síðastliðinn þriðjudag.
Skipstjóri Más mat ástand vélar og skrúfu skipsins
þannig, að það væri engan veginn forsvaranlegt að leggja
á haf út. Skipið væri vanbúið til siglinga og hann legði
ekki í siglingu til íslands nema í algerri neyð.
Það voru rétt viðbrögð íslenzkra stjórnvalda að senda
varðskipið Tý til aðstoðar Má. Með því er Norðmönnum
sýnt, að við erum fullfærir um að aðstoða okkar eigin
skip á fjarlægum miðum, ef og þegar þeir lúta svo lágt,
eins og nú hefur gerzt. íslenzk og norsk stjórnvöld eiga
að leggja áherzlu á að halda fiskveiðideilu þjóðanna inn-
an skynsamlegra marka. Norðmenn hafa farið út fyrir
þau mörk gagnvart togaranum Má. Það leiðir til þess
eins að aukin harka færist í deiluna. Telja Norðmenn
að það henti þeirra hagsmunum? Eru þetta þeirra hug-
myndir um hvernig norrænar bræðraþjóðir eiga að leysa
deilumál sín?
DAUÐANSALVARA!
ÞRÁTT fyrir geysilegar samgöngubætur, sem orðið
hafa á íslensku vegakerfi á undanförnum árum og
áratugum, hefur alvarlegum umferðarslysum, sem leiða
til örkumls og dauða, ekki fækkað að sama skapi.
Tölfræðilegar upplýsingar frá Umferðarráði um tíðni
umferðarslysa og aldur ökumanna í bílslysum eru slá-
andi. Sautján til átján ára ökumenn eru undir stýri í
þremur fjórðu hlutum allra bílslysa, samkvæmt upplýs-
ingum ráðsins fyrir síðastliðin tvö og hálft ár. Þetta er
ógnvekjandi hátt hlutfall.
Við hljótum að spyrja hvar okkur hefur mistekist í
undirbúningi ungra ökumanna. Fá ungir ökumenn næga
þjálfun við akstur á vegum úti? Læra þeir að bregðast
við breyttum aðstæðum svo sem lausamöl, blindhæðum
og vegaþrengslum? En stærsta spurningin er sjálfsagt
þessi: Hefur okkur mistekist að innræta unga fólkinu
þá staðreynd, að akstur er dauðans alvara?
Framundan eru mestu umferðarhelgar ársins. Spenn-
um beltin, ökum varlega, sýnum öðrum umburðarlyndi
og tillitssemi í umferðinni. Komum heil heim. Þessi eiga
að vera einkunnarorð umferðarhelganna.
Rekstur Reykjavíkurborgar hefur veríð neikvæður síðustu fjögur árin
Símahleranir valda hneyksli í Portúgal
Skuldit Rekstur Hlulfall af skafflekjum
11|®% máfaflokka
ánvaxta
92,6%M 93æ% Gjaldfærð
og eignfærð
65,7%bb 6237“'1í1| fjárfesting
' Greiðslu-
byrði lána, Peninga-
nettó legstaða
5 - 51 '91 '92 '93 '94
'91 '92 '93 '94 '91 '92 '93 '94 '91 '92 '93 '94 '91 '92'93'94 ,4“
-23,9%
Úr ársreikningi borgarsjóðs
1991 til 1994
121
þús._kr.
Skuldir
95
Þúsundir kr. á hvern íbúa
72
48 B
i
Skatttekjur
'91 '92 '93 '94 '91 '92 '93 '94
'91'92'93'94 '91 '92 '93 '94
52,1% I
Óráöst. tekjur "" 32
skv. fjárm.yfirliti
-84,4%
Peningaleg staða
Utgjöid vegna reksturs
málaflokka C 5,3% (ram
milljónir kr.
á verðlagi
1994
úr áætlun
10.000
8.000
6.000
4.000
2.000
1991 1992 1993 1994
Kostnaðarhækkanir
milljónir kr. á verðlagi 1994
Hækkun
vegna
framúr-
keyrslu
Aætluð
hækkun
kostnaðar
1991-92 1992-93 1993-94
Minni skatttekjur
aðalástæða
versnandi stöðu
Ársreikningar Reykj avíkurborgar
fyrir árið 1994 sýna að fjárhagsstaða
borgarinnar hefur versnað verulega
á undanfömum árum. Kristín
Gunnarsdóttir leitar álits þeirra Sig-
rúnar Magnúsdóttur, borgarfulltrúa
Reykjavíkurlistans, og Árna Sigfús-
sonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins,
um hvað liggi að baki
Sigrún Árni
Magnúsdóttir Sigfússon
ISKÝRSLU borgarendurskoð-
anda með ársreikningum
borgarinnar kemur fram að
peningaleg staða borgarsjóðs
hafi verið neikvæð um rúma 8,7
milljarða um síðustu áramót en í lok
ársins 1990 hafi hún verið jákvæð
um rúma 1,2 milljarða á verðlagi
ársins 1994.
Borgarfulltrúarnir Sigrún Magn-
úsdóttir R-lista og Árni Sigfússon
D-lista eru sammála um að minni
skatttekjur eigi einn stærsta þátt í
versnandi stöðu borgarsjóðs. í
skýrslunni vekur athygli að nettó-
skatttekjur voru rúmir 10,3 millj-
arðar árið 1991 en það ár var eyðsla
umfram fjárhagsáætlun 70,3 millj-
ónir. Árið 1992 voru nettó-skatt-
tekjur rúmir 11,4 milljarðar og
eyðsla umfram fjárhagsáætlun
421,7 milljónir. Árin 1993 og 1994
voru nettó-skatttekjur rúmir 9,9
milljarðar bæði árin og eyðsla um-
fram fjárhagsáætlun 432,8 milljónir
árið 1993 en 483,1 milljón árið
1994.
Halda þarf um hvern eyri
„Þessi skýrsla er eins og töluð
úr mínum munni,“ sagði Sigrún.
Hún kveðst sjálf hafa staðið í rekstri
fyrirtækis og kynnst því af eigin
raun að halda þarf um hvern eyri.
Sigrún sagðist fara vel yfir allar
skýrslur og að það væri ekkert nýtt
að eytt væri umfram áætlun. Það
hafi viðgengist þann tíma sem hún
hafi verið borgarfulltrúi og oft hafi
hún gagnrýnt svör forstöðumanna
við eyðslu umfram fjárhagsáætlun.
„Ég held að þetta hafi verið í
lagi á meðan borgin fékk inn meiri
tekjur en áætlað var,“ sagði hún.
„Síðan kemur að því að tekjur drag-
ast saman og þá verður umfram-
eyðslan meira áberandi og fer að
hafa virkileg áhrif á hag borgarinn-
ar. Ég held að það sé ein aðalástæð-
an fyrir slæmri stöðu borgarinnar
nú. Menn hafa einfaldlega ekki alist
upp við aðhald. í raun er enginn
þeirra búinn að söðla um jafnvel
þó þetta sé fjórða árið sem tekjur
dragast saman miðað við áætlun.
Ég fullyrði að þeir séu ekki skólaðir
í að vera stífir framkvæmdastjórar
og fylgjast með hverri krónu.“
Hættumerki fyrir 5 árum
Sigrún sagði það athyglisvert að
forstöðumenn borgarfyrirtækja hafi
einungis nefnt örfá dæmi um um-
frameyðslu þegar spurt
var um mitt ár 1994 hvort
búast mætti við umfram-
eyðslu umfram það sem
þá var þegar komin fram.
Síðar kom í Ijós gífurlegur
munur, sem hefði átt að vera búið
að sjá fyrir í ársbyrjun.
„Mér finnst stundum eins og ég
hafí verið hrópandinn í eyðimörk-
inni um aðhald og um að menn
færu að gæta að sér, því ég sá
hættumerki fyrir fimm árum,“ sagði
Sigrún. „Það hefði verið öðruvísi
fjárhagur hjá borginni ef við hefðum
þá tekið okkur til og endurskoðað
og gert framkvæmdastjórum og
deildarstjórum grein fyrir að huga
þyrfti betur að peningunum í því
smáa. Ég veit að sumir gera það.
Ég hefði líka viljað að menn skildu
að þetta er einn og sami potturinn
hvort sem um er að ræða skóla-
mál, menningarmál, dagvist eða
íþrótta- og tómstundamál. Ég tel
að á mjög mörgum sviðum sé hægt
að samræma með rekstrarhag-
kvæmni í huga.“
Langtímalán skynsamleg
Sigrún benti á að skynsamlegra
hefði verið að taka langtímalán til
tíu ára strax árið 1988 áður en
hafist var handa við byggingu Ráð-
hússins í stað þess að taka af fram-
kvæmdafé borgarinnar. Fram-
kvæmdafé þurfi að nýta í uppbygg-
ingu gatna, leikskóla og aðrar fram-
kvæmdir. „Ég fullyrði að vísvitandi
var ekki tekið langtímalán á þessum
tíma því það hefði vakið enn meiri
umræðu ef það hefði verið gert,“
sagði hún. „Ég vil samt
ekki segja að það sé óeðli-
legt að borg á stærð við
Reykjavík sé með einhver
stór verkefni í gangi á
hveijum tíma en það má
ekki gerast með þeim hætti að það
komi niður á þjónustunni eða fjár-
hag.“
Aukning í rekstri borgarinnar
Kostnaður vegna átaksverkefn-
anna er eins og dropi í hafið að
mati Sigrúnar og kveður hún hann
ekki ná því sem eytt hafi verið
umfram fjárhagsáætlun. „Það er
fyrst og fremst rekstur borgarinn-
ar, sem hefur vaxið svona,“ sagði
hún. Samkvæmt viðmiðunarreglum
félagsmálaráðuneytisins er talið
óheppilegt að rekstur sveitarfélags
fari yfir 75% af tekjum en hjá borg-
inni nær reksturinn 95% af tekjum.
„Ég tel að við eigum að setja
nefnd til að hagræða og fara yfir
hvað hægt er að gera,“ sagði Sig-
rún. „Ég horfi til nýs borgarritara
í því sambandi, því borgarritari á
að fylgjast með forstöðumönnum
stofnana. Þeir hafa ekki haft nægi-
lega stíft aðhald og það á ekki ein-
göngu við um forstöðumenn heldur
alveg niður til síðasta manns. Við
verðum að fara að hugsa upp á
nýtt.“
Umframeyðsla 800 milljónir
Árni Sigfússon sagði að nokkrir
þættir réðu því að niðurstaða árs-
reikninganna væri með þeim hætti
sem skýrsla borgarendurskoðanda
sýndi. Éinn þátturinn væri eyðsla
umfram fjárhagsáætlun. „Reyndar
höfum við spurt hvað valdi þessum
mikla mun, sem er frá áætlun sem
lögð var fram á miðju ári þegar
R-listinn tók við og þeirri lokaniður-
stöðu, sem varð,“ sagði hann. „Á
þeim tíma hefur umframeyðslan
farið um 800 milljónir fram úr
áætlaðri umframeyðslu. Þarna er
ákveðinn munur sem við höfum
reynt að leita skýringa á. Það hefur
greinilega ekki verið tekið í taum-
ana. Þess vegna heldur þessi kostn-
aður áfram að hlaðast upp.“
Árni sagði að fyrir kosningar
hafi sjálfstæðismenn ráðið nýjan
borgarendurskoðanda til að taka
endurskoðunina nýjum tökum. „Við
höfum séð það erlendis að miklar
kröfur eru gerðar til borgarendur-
skoðunar,“ sagði hann. „Við höfum
talið að þessi nýja nálgun, stjórn-
sýsluendurskoðun, þar sem spurt
er hvað fæst fyrir peningana, sé
mjög mikilsverð fyrir borgarrekst-
urinn. Hún er nú að skila inn fyrstu
sterku gagnrýninni. Borgarendur-
skoðun er stjórntæki sem hlustar á
niðurstöður og vinnur eftir þeim.
Það tel ég vera mjög áhugavert
verkefni til framtíðar fyrir stjórn-
endur borgarinnar."
Skertar skatttekjur
Ámi sagði að þróunin væri aug-
ljóslega sú að skatttekjur væm að
skerðast. Þá hafi aðstöðugjaldið ekki
skilað sér að fullu til borgarinnar
um leið og kröfur færu vaxandi.
„Við höfum margsinnis bent á að
glímt er við félagsleg vandamál í
borginni," sagði hann. „Félagslegur
kostnaður er miklu meiri
en víðast annarsstaðar.
Hér eru stofnanir fyrir fólk
sem þarf gjama á miklum
stuðningi að halda og ut-
anbæjarfólk ílendist oft í
Reykjavík. Auk þess em vaxandi
kostnaðarliðir eins og til dæmis hjá
Dagvist barna. Kostnaður, sem hlýt-
ur að kalla á breytingar.“
Ámi sagði að annar þáttur sneri
að forstöðumönnunum. Auðvitað
ætti að gera þá kröfu að stofnanir
búi við slíkt upplýsingakerfi í fjár-
málum að hægt sé að gefa upp hver
staðan er hveiju sinni. Þar hefði
verulega skort á og því erfitt að fá
uppgefna rétta stöðu mánaðarlega.
Árni sagði að unnið hefði verið að
úrbótum hjá mörgum borgar-
stofnunum og telur hann að lokastig
sé í nánd. „Eg tel að ekki sé hægt
að kalla forstöðumenn til ábyrgðar
fyrir það að rekstrarkerfíð svarar
ekki nútíma þörfum auk þess em
nýir menn að koma inn sem taka á
þessum hlutum,“ sagði hann.
Vissum að farið var
fram úr áætlun
„Það er rétt að ítreka það sem við
höfum sagt undanfarin ár að menn
hafa gert sér fulla grein fyrir að við
væmm að fara fram úr,“ sagði Ámi.
„Við höfum keyrt framlög borgarinn-
ar í botn til að halda uppi atvinnu-
stigi. Það var meðvituð pólitísk
ákvörðun á meðan fyrirtækin í borg-
inni höfðu ekki bolmagn til að halda
uppi atvinnustigi og taldi borgin sig
hafa tök á að bregðast þannig við
tímabundið. Þegar fyrirtækin hefðu
náð sér að nýju væri það verkefni
borgarinnar að draga saman í rekstri
og greiða skuldir sem safnast hefðu
fyrir. Það kemur því engum á óvart
að skuldir hafa aukist. Við hins vegar
sjáum það að ef blaðinu er snúið við
þá getum við vemlega náð niður
skuldunum upp úr aldamótum."
Ámi benti á að ekki væri óeðlilegt
að fjárfestingar sem nýtast næstu
áratugi, séu afskrifaðar á löngum
tíma rétt eins og í rekstri fyrirtækja.
Það ætti til dæmis við um holræsa-
framkvæmdimar. „Það er ekki óeðli-
legt að sveitarfélag taki lán fyrir
ákveðnum verkefnum og greiði það
niður á löngum tíma,“ sagði hann.
„Það mætti frekar halda því fram að
óeðlilegt sé að skattborgarar í dag
greiði að fullu fyrir þær framkvæmd-
ir.“
Ráðhúsið gömul lumma
„Þegar við stöndum uppi með
skuldir og spurt er hvaða einstaka
framkvæmdir urðu til þess að þær
komu til, þá er í sjálfu sér sama
hvað þú nefnir en það að vísa á
Ráðhúsið núna er gömul lumma,“
sagði Árni. „Það er búið að byggja
Ráðhúsið og það voru ekki tekin lán
fyrir því. Það mætti nánast nefna
hvað sem er.“
Árni sagðist einkum vilja nefna
tvennt sem hefði haft veruleg áhrif
á fjárhagsstöðuna og það væm
minnkandi skatttekjur og átaksverk-
efnin sem visvitandi hafi verið ráðist
í. Á árunum 1993 og 1994 hafi ver-
ið veitt rúmum milljarði í þau sér-
stöku verkefni auk þess
sem framkvæmdir á veg-
um borgarinnar hafi verið
spenntar upp. „Það er
augljóst að þetta er það
sem helst hefur haft áhrif
á aukna skuldastöðu um leið og
reksturinn er að taka meira til sín,“
sagði Árni. „Ég hef reyndar bent á
að það horfir ekki til betri vegar að
gera áætlun og gefa loforð um upp-
byggingu í dagvistarmálum, þar sem
börn frá 6 mánaða aldri eiga að
fara inn á leikskóla. Ef stefnan er
sú er augljóst að rekstrarkostnaður
borgarinnar miðað við óbreytt
greiðslufyrirkomulag mun stórauk-
ast.“
Ekki nýtt að
eytt sé um-
fram áætlun.
Greinilega
ekki tekið í
taumana.
Eftirsóttir hler-
unarlistar selja
stjórnina í vanda
Reuter
DRAUMSÝN leiðtoga sósíal demókrata (PSD) í Portúgal er að
stuðningur á borð við þennan tryggi þeim hreinan meirihluta í
þriðju þingkosningunum í röð, en hlerunarhneyksli gæti sett strik
í þann reikning.
Það virðist vera í tísku
á Pýrenneaskaga að
hlera síma. Nýverið
fengu ráðherrar að fjúka
á Spáni vegna hlerunar-
hneykslis, en nú er röðin
komin að Portúgölum.
í haust verða kosningar
í Portúgal og þetta mál
gæti veikt stjórnina,
sem nú þegar hefur á
brattann að sækja.
ASAKANIR um að portúg-
alska leyniþjónustan
(SIS) hafi stundað ólög-
legt eftirlit með stjórnar-
andstæðingum og öðrum frægu
fólki hafa komið stjórnvöldum illa.
Vegsemd fórnarlamba þessara
njósna hefur hins vegar aukist og
enginn þykir maður með mönnum
nema að hafa verið á blaði hjá leyni-
þjónustunni
Það heyrist jafnvel að þeir, sem
ekki voru á símhlerunarlistum leyni-
þjónustunnar, geti farið að örvænta
um frama sinn. António Guterres,
leiðtogi sósíalista, og Manuel Mon-
teiro, leiðtogi Lýðfylkingarinnar,
sem er til hægri, og Pedro Santana
Lopes, fyrrum menningarmálaráð-
herra og forseti knattspyrnuliðsins
Sporting Lissabon, eru meðal þeirra
sem voru hleraðir, samkvæmt viku-
blaðinu Expresso í síðustu viku.
Allir vilja á listann
Eftir að grein þessi birtist hafa
ýmsir aðrir komið fram á sjónarsvið-
ið og haldið því fram að símar þeirra
hafi einnig verið hleraðir. Þar á
meðal eru félagar úr Kommúnista-
flokknum og katólsk sjónvarpsstöð,
sem heldur því fram að fylgst hafi
verið með fréttamönnum á hennar
snærum vegna áleitinnar rannsókn-
arblaðamennsku þeirra.
Þetta mál hefur hins vegar síður
en svo orðið stjórn sósíaldemókrata
(PSD) til framdráttar. Portúgalar
ganga til kosninga í október og sós-
íalistar hafa nú sex prósentustiga
forskot á PSD. Svipað hneyksli hefur
gert stjórn Spánar erfitt fyrir og þar
hafa tveir ráðherrar orðið að víkja
úr starfi. Liðsmenn PSD eru því farn-
ir að örvænta um að þeim takist að
fylgja eftir þeim árangri, sem þeir
náðu í kosningunum 1987 og 1991
þegar þeir fengu hreinan þingmeiri-
hluta.
Sósíalistar geta hins vegar farið
að gera sér vonir um að ná aftur
þeim völdum, sem þeir höfðu í tíð
Marios Soaresar. Stjórn hans leystist
upp daginn eftir að Portúgalar gengu
í Evrópubandalagið árið 1985 og
boða varð til kosninga.
Því er haldið fram áð tilgangur
hlerananna hafi verið að finna upp-
lýsingar^. sem hægt væri að nota
gegn stjórnarandstöðunni í kosn-
ingabaráttunni. Stjórnarliðar hafi
einkum verið á höttunum eftir því
hvaða fjársterku aðiljar stæðu að
baki sósíalistum, eftir áberandi og
dýra áróðursherferð þeirra.
Ekki þykir bæta úr skák að þess-
ar njósnir voru samfara herferð
Fernandos Nogueiras, leiðtoga PSD,
um að uppræta spillingu og koma á
umbótum í fjármálum flokka.
Hvorki ríkisstjórnin né yfírmaður
leyniþjónustunnar, Daniel Sanches,
viðurkenna að hafa haft rangt við,
en útiloka ekki að einstakir starfs-
menn leyniþjónustunnar kunni að
hafa brotið lögin af eigin frumkvæði.
Fortíðardraugur vakinn upp
Portúgalar hafa ekki gleymt áhrif-
um Pide, pólitísku lögreglunnar, sem
teygði anga sína um landið í valda-
tíð Antonios Salazars og hélt velli
allt til ársins 1974, og stendur því
ekki á sama þegar leyniþjónustan
er sökuð um að hafa farið út fyrir
valdsvið sitt. Pide pyntaði og fang-
elsaði andstæðinga stjórnarinnar að
vild og þegar SIS var stofnuð var
því reynt að takmarka vald hennar
mjög. Leyniþjónustunni var meðal
annars bannað að stunda hleranir
og má ekki eiga búnað til slíks.
Sósíal demókratar og sósíalistar
hafa ekki getað komið sér saman
um það að hve miklu leyti SIS eigi
að standa þinginu reikningsskil á
starfsemi sinni.Vegna þessa ágrein-
ings hefur nefnd allra flokka, sem
ætlað er að fylgjast með leyniþjón-
ustunni,»ekki komið saman í rúmt
ár. PSD er alfarið á móti þeirri kröfu
sósíalista að nefndin fái fyrirvara-
lausan aðgang að gögnum leyniþjón-
ustunnar.
Ein skýringin, sem gefin hefur
verið á þessum meintu hlerunum, er
sú, að leyniþjónustan hafi svo fá
verkefni að starfsmenn hennar leið-
ist út í ólöglegar aðgerðir.
„Fyrir utan starfsemi nokkurra
lítilla öfgahópa og einhverra utanrík-
ismála, hefur SIS fremur fá mikil-
væg mál á sinni könnu,“ sagði Marc-
elo Rebvelo de Sousa, félagi í PSD
og fyrrum ráðherra, í samtali við
dagblaðið Financial Times og taldi
að þetta gæti verið ástæðan fyrir
því að leyniþjónustan hafi brotið lög.
Hann er nú stjórnmálaskýrandi
og heldur því fram að rafmagnsmæl-
ingar hafi sýnt að sími sinn væri
hleraður. Hins vegar hefði hann eng-
ar vísbendingar um það hver bæri
ábyrgð.
Hnýsni í einkalíf fólks leiddi til af-
sagnar Ramiros Ladeiros Monteiros,
yfirmanns SIS, fyrir ári. Hann varð
að axla ábyrgðina á því að sjötugur
útsendari SIS í Madeira hafði ekki
taumhald á ötulli njósnastarfsemi
bílstjóra síns og garðyrkjumanns um
embættismenn á staðnum. Glæpur-
inn: að safna blaðaúrklippum af ofur-
kappi.
Innanríkisráðherra Portúgals,
Manuel Dias Loureiro, hefur fyrir-
skipað rannsókn lilerunarmálsins og
verður hún í höndum Joses Cunhas
Rodrigues, ríkissaksóknara. Falinn
hljóðnemi fannst í skrifstofu hans á
síðasta ári og því sennilegt að hann
reyni að fylgja málinu rækilega eft-
ir. Portúgalar eru hins vegar ekki
þekktir fyrir að leiða mál af þessu
tagi til lykta.
• Byggt á Financial Times