Morgunblaðið - 14.07.1995, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 14.07.1995, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMINGAR FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1995 35 Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom grætir. Þá líður sem leiftur úr skýjum, ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgr.J. Hallgrímsson) Matthías Guðm. Pétursson. Hetjulegri baráttu er lokið við illvígan sjúkdóm. Barist var af hörku til síðustu stundar og í engu gefíð eftir fyrr en í fulla hnefana. Olafur átti góða að sem stóðu með honum eins og klettar við hlið hans þar til yfir lauk. Kynni mín af Óla, eins og vinir og samstarfsmenn nefndu hann oftast, eru allt frá unglingsárum hans en Þórir faðir hans og kona mín eru systkinabörn. Kynni okkar Óla styrldust meira þegar hann lagði fyrir sig vélvirkjanám og síðar vélfræðinám við Vélskólann eins og undirritaður hafði áður gert. Þetta varð til þess að við töluðum gjaman um fagsvið okkar þegar fundum okkar bar saman. Að loknu vél- fræðiprófi frá Vélskólanum 1975 starfaði Óli hjá Eimskipafélagi ís- lands í smiðju og við vélstjórn til 1978 en rak síðan eigið fyrirtæki um nokkurt skeið uns hann réðst til Vinnueftirlits ríkisins síðsumars 1981 og urðum við þá vinnufélagar og nánir samstarfsmenn næstu 7 árin. Þessi ár gáfu tækifæri til nán- ari kynna í leik og starfi. Störf Óla hjá Vinnueftirlitinu vom eftirlits- störf með aðbúnaði, hollustuháttum °g öryggi á vinnustöðum, sem að stærstum hluta voru iðnfyrirtæki. Síðar færðist staða Ola innan stofnunarinnar í „Farandvinnuvéla- deild“ og varð sérsvið hans skoðan- ir og „úttektir" á krönum og ýmsum lyftibúnaði. Óli reyndist góður og traustur starfsmaður og naut mik- ils álits yfirmanna og samstarfs- manna. Verulegur þáttur í starfi Óla hjá Vinnueftirlitinu voru fræðslustörf á námskeiðum fyrir verðandi tækjastjóra þungavinnu- véla og prófdómarastörf í framhaldi slíkra námskeiða. Fórust honum öll þessi störf vel úr hendi. Fyrri hluta ársins 1988 höfðu þau Óli og Júlía ráðist í byggingu einbýl- ishúss, sem nú stendur fullklárað á fögmm stað í Kópavogi. Fjölskyld- an var stækkandi og metnaður þeirra hjóna var að skapa sér og sonum sínum fallegt og rúmgott framtíðarheimili. Laun tæknifull- trúa hjá hinu opinbera hrukku ekki til þessa átaks, svo Óli sagði starfí sinu lausu hjá Vinnueftirlitinu 1988 og réðst sem vélstjóri á frystitogara þar til í desember 1992 er hann greindist með illvígan sjúkdóm sem ekki tókst að sigrast á. Við vinnufé- lagarnir höfðum þó stundum sam- band við Óla eða gagnkvæmt að hann leit inn á sinn gamla vinnu- stað og fékk sér kaffisopa með okkur. Þetta hélt sambandinu við, sem við mátum mikils. Júlía mín. Um leið og við Jóna biðjum góðan Guð um að styrkja þig, synina og aðra í fjölskyldunni, sendum við ykkur öllum innilegustu samúðarkveðjur. Sérstaklega hef ég verið beðinn um að koma á fram- færi samúðarkveðjum fyrrum vinnufélaganna í Vinnueftirlitinu. Guðmundur Eiríksson. Mágur minn, Ólafur Þórisson lést á heimili sínu þann 7. júlí sl. Ólafur hafði um nokkurt skeið háð stríð við illskæðan sjúkdóm. Lengi vel virtist sem að í þetta sinn myndi sjúklingurinn hafa betur. Óli var mikið hraustmenni, hár og grannur og spengilegur. Hann var mikill útivistarmaður og var því heilsu- hraustur. Fram undir síðustu mán- uði hafði ég aldrei séð hann mæð- ast þó að oft væri tekið hraustlega á. Þrátt fyrir erfið veikindi hafði hann alltaf sama viðkvæðið er hann var spurður um líðan sína - Mér hefur aldrei liðið betur. Oft fannst mér sem vinnan væri honum sem íþrótt, hann óx allur við að takast á við erfið störf og var því oft leit- að til hans af vinum og ættingjum ef eitthvað bjátaði á. Hann gat unnið öll störf, smíðar, raflagnir, pípulagnir, vélaviðgerðir eða hvað annað sem gera þurfti. Óli var að jafnaði geðbesti maður sem ég hef kynnst en var þó ekki skaplaus. Öll störf vann hann af sérstakri háttvísi og kímnigáfan var aldrei langt undan. Ég á eftir að sakna þess mikið að sitja með Óla á góðri kvöldstund. Ég kynntist Óla fyrst þegar hann kynnti sig á heimili foreldra minna sem unnusti elstu systur minnar. Þau voru átján ára og ég nýlega orðinn táningur. Ég hef alltaf verið stoltur af stóru systur þótt það væri ekki alltaf látið í ljós á áber- andi hátt á þessum árum. Vonbiðlar áttu ekki auðvelt að komast í gegn- um mitt nálarauga enda átti stóra systir aðeins það besta skilið. Fljót- lega kom í ljós að enginn gat óskað sér meiri félaga og vinar en Óli var. Oft höfðum við bræður talað um það hvað Óli væri okkur kær og væri sem fjórði bróðirinn. Eftir að Júlía og Óli hófu búskap á Bald- ursgötunni varð ég tíður gestur á heimili þeirra og oft hefur mér fund- ist sem þeirra börn gætu ekki verið skyldari mér en mín eigin. Eftir að ég stofnaði eigið heimili naut ég góðs af greiðvikni og verklagni Óla. Fyrsta þvottavél okkar hjóna var erfðagripur sem bilaði fljótlega eft- ir að við eignuðumst hana. Skömmu síðar birtist Óli á heimili okkar, hann hafði heyrt af biluninni og vildi líta á gripinn. Hann gerði við vélina á augabragði og hún bilaði aldrei eftir það. Á þessum fyrstu búskaparárum okkar Dóru kom Óli ósjaldan í heimsókn til þess að að- stoða okkur hjónin með eitt og ann- að og munum við alltaf minnast vinarþels hans með sérstökum hlý- hug. Oli var mikill fjölskyldumaður sem leið hvergi betur en í faðmi fjölskyldu sinnar. Óli og Júlía áttu fallegt heimili sem þau höfðu byggt frá grunni með eigin hendi. Ætíð var gestkvæmt á heimili þeirra enda var vinahópurinn stór. Við sem fengum að njóta óla þessa fögru stund hefðum svo gjarnan viljað að hún hefði varað miklu lengur. Ég verð Óla að eilífu þakklátur fyrir okkar hlýlegu sam- verustundir. Ég bið algóðan guð að blessa systur og systursyni mína sem hafa orðið fyrir þungbærum missi. Einn- ig vil ég votta foreldrum Óla, Ingu Jónu og Þóri, innilega samúð mína. Megi guð blessa ykkur öll og hjálpa ykkur að komast yfír sorg ykkar. Megi minningin um góðan dreng lýsa okkur öllum bjartan veginn um ókomna framtíð. Grétar Már Sigurðsson. Mágur minn og vinur, Ólafur Þórisson, er fallinn frá eftir tæplega þriggja ára baráttu við krabbamein, frá konu sinni og þremur ungum sonum. Minningar leita á hugann, en ég vil sérstaklega minnast þess tíma sem hann átti með fjölskyldu sinni, vinum og vandamönnum eftir að sjúkdómurinn greindist. Bar- áttuandi og gáski Olafs varð þess valdandi að þrátt fyrir mótlætið yfirgnæfa góðu minningarnar þær erfiðu. Ólafur var upplýstur um að hann hefði illvígan sjúkdóm, sem þó væri hægt að halda niðri, að minnsta kosti tímabundið, með krabba- meinslyfjum og að helmingslíkur væru á lækningu með því að beita þungri lyfjameðfei’ð í allt að sex mánuði. Meðferðin gekk vel og sjúkdómurinn minnkaði. En sjúk- dómurinn hvarf þó ekki og í kjölfar- ið var meðferðarþunginn aukinn og meðferðartíminn lengdist. Róðurinn var oft þungur, en Ólafur var þann- ig skapi farinn að hann missti ekki kjarkinn. í mótlæti horfði hann gjarnan á hið broslega í tilverunni, jafnvel þótt það væri eigin neyð. Loks, eftir að hafa verið í meðferð í eitt ár, virtist sem tekist hefði að útrýma sjúkdómnum og meðferð- inni var hætt. Ólafur náði fljótt að jafna sig og leit hann og fjölskyldan björtum augum fram á veginn vorið 1994. Júlía eiginkona hans hafði þá ásamt vinkonu sinni stofnað fyrirtækið Grænt og gómsætt sem fékk frá byijun góðar viðtökur. Ég vil minnast sérstaklega veiði- ferðar í Flekkudalsá þá um sumar- ið, þar sem saman komu systkini okkar Júlíu ásamt mökum og börn- um, alls tuttugu og fjögurra manna hópur. Ólafur var í forsvari og sá til þess að allt yrði eins og best væri á kosið. Þessir áhyggjulausu dagar eru okkur öllum ógleyman- legir. Mönnum leið vel og samfögn- uðu Ólafí og hans fjölskyldu. Sú hugsun var fjarlæg að þetta væri síðasta ferðalag allrar fjölskyldunn- ar saman. Ferðin verður endurtekin núna í sumar og þó svo að Ólafur verði ekki með þá mun gáskafullur andi hans svífa yfir vötnum. Sjúkdómurinn tók sig svo upp aftur nokkru síðar og jafnframt varð ljóst að markmið meðferðar hér eftir yrði ekki lengur lækning heldur að halda sjúkdómnum í skefjum eins lengi og mögulegt væri. Ólafur neitaði þó að leggja árar í bát. Hann var staðráðinn í því að nýta vel þann tíma sem hann átti eftir. Ferðaðist mikið um landið og stundaði veiðar samhliða því sem hann var í meðferð. Eitt sinn fór hann á ijúpnaveiðar þrátt fyrir að vera frekar illa fyrirkallaður eftir meðferð. Hann varð viðskila við veiðifélaga sinn og það dróst von úr viti að hann kæmi til byggða og að lokum var haft samband við Hjálparsveit skáta. Leitarhundur var látinn þefa af náttfötum Ólafs, en fljótlega eftir að leit hófst skil- aði Ölafur sér til byggða. Ólafur botnaði hvorki upp né niður í þess- um látum og þegar leitarmennirnir afhentu honum náttfötin, spurði hann furðu lostinn; hefur Júlía kast- að mér á dyr? Fyrir um mánuði lá ljóst fyrir hvert stefndi; sjúkdómurinn fór versnandi. Eftir að spilin höfðu ver- ið lögð á borðið Iifði Ólafur eftir einkunnarorðunum „sérhver dagur sem ég lifi er sá mikilvægasti í lífi mínu“. Hann nýtti tímann vel til að gera upp við Guð og menn. Ólaf- ur hafði flugmannspróf og flaug um landið og tók meðal annars ljós- myndir úr lofti af þeim stöðum sem hann unni mest - Þingvöllum, Sælingsdal og Flekkudal. Á mið- vikudögum hittust spilafélagarnir faðir minn og bræður ásamt Ólafi og breytti engu hvort hann var á sjúkrahúsi eða heima, og var þá jafnan glatt á hjalla. Rúmri viku fyrir andlát Ólafs lenti Kári sonur hans í slysi og var óttast um tíma að hann væri mikið slasaður. Ólafur var hjá syni sínum nóttina löngu á Borgarspítalanum. En Kári er eins og faðir hans mik- ið hreystimenni og allt fór vel. Viku fyrir andlátið hringdi Ólafur í mig og sagði: „Helgi, ég er búinn að bóka okkur í veiði við opnun Flekku- dalsár á morgun." Við héldum þangað ásamt Sigurði syni hans og tókum þátt í gleðskap veiðifélagsins Laxmanna langt fram á nótt, en þeir eru leigutakar Flekkudalsár. Þarna hitti Olafur félaga sína og ýmsa bændur í sveitinni. Daginn eftir tók Ólafur upp stöng sína og hélt út í á til veiða. Farið var um veiðisvæðið og helstu svæði skoðuð. Breiðafjörður og eyjar hans skört- uðu sínu fegursta þennan dag með sól og blíðu. Sama dag var haldið heim á leið og þá óskaði Ólafur þess að komið Væri við í Sælings- dalnum, þar sem Laxmenn eiga sumarbústað. Þar kvaddi hann að nýju ýmsa félaga sína og gekk um svæðið. Hafði svo á orði að það yrði að merkja betur veiðistaði við Flekkuna, þar sem nokkur skilti hefðu fallið og málning máðst af öðrum. Síðustu ævidagana átti hann á heimili sínu í faðmi fjölskyldu sinn- ar, foreldra, systkina og maka þeirra, sem önnuðust hann með aðstoð lækna og hjúkrunarfræðinga Heimahlynningar. Ólafur yar trúrækinn og trúin hjálpaði honum í blíðu og stríðu. Hann var glæsimenni, snyrtimenni, orðvar, hjálpsamur og hann kom jafnan til dyranna eins og hann var SJÁ NÆSTU SÍÐU t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓRUNN ÞÓRÐARDÓTTIR, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 17. júlí kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hennar, eru vinsamlegast beðnir að láta hjúkrunar- heimilið Skjól, eða aðrar líknarstofn- anir, njóta þess. Þórður Einarsson, Kristín Linnet, , Sigurður Örn Einarsson, Kristín Þórdís Ágústsdóttir, Sesselja Edda Einarsdóttir, Sigurveig Jóna Einarsdóttir, Óskar F. Sverrisson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SOLVEIG HJÖRVAR, sem lést 4. júlí, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 18. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Helgi Haraldsson, Rósa Haraldsdóttir, Guðrún Haraldsdóttir, Vilhjálmur H. Baldursson, Jóhann Þorsteinsson, Elfa Elfarsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför VALGEIRS ÁGÚSTSSONAR, Höfðabraut 21, Hvammstanga. Náttfríður Jósafatsdóttir, Ágúst Valgeirsson, Indíana Höskuldsdóttir, Ragnhildur Valgeirsdóttir, Bjarni Guðmundsson og barnabörn. + Innlegar þakkir til allra, sem sýndu okk- ur samúð og hlýhug við andlát og útför sonar okkar, bróður og barnabarns, MAGNÚSAR VÍÐIS AÐALBJARNARSONAR, Reyrhaga 1, Selfossi. Guðbjörg Erla Kristófersdóttir, Birgir Aðalbjarnarson, Henný Þórðardóttir, Þórdis Frímannsdóttir, Aðalbjörn Þór Magnússon, Eva Hrund Aðalbjarnardóttir, Kristófer Ásgrímsson, Magnús Aðalbjarnarson. + Hjartans þakkir færum við þeim fjöl- mörgu, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, FRIÐFINNU SÍMONARDÓTTUR frá Hrísey, til heimilis íTúngötu 10B, Siglufirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkra- húss Siglufjarðar fyrir kærleiksríka umönnun í veikindum hennar. Einnig þakkir til frænd- og vinafólks í Fljótum fyrir góða hjálp. Guð blessi ykkur öll. Gestur Á. Frfmannssson, Símon Ingi Gestsson, Heiðrún Guðbjörg Alfreðsdóttir, Elín Anna Gestsdóttir, Guðmundur Jón Skarphéðinsson, Þórhallur Jón Gestsson, barnabörn og barnabarnabörn. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sin en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.