Morgunblaðið - 14.07.1995, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1995 39
Afmæli
SIGURÐUR
ÁRNASON
SIGURÐUR Árnason
bóndi á Sámsstöðum
í Fljótshlíð er 95 ára
í dag.
Kynni mín af Sig-
urði hófust í einu af
dómabindum Hæsta-
réttar en í lagadeild-
inni var hann skyldu-
lesning til prófs
vegna aðildar að lög-
bannsmáli fyrir
nokkrum áratugum.
Mig grunaði auðvitað
ekki við próflesturinn
að ég ætti skömmu
I síðar eftir að kynnast
þessum manni sem hélt málstað
sínum svo fast fram fyrir dómstól-
um. Ekki líkaði Sigurði niðurstað-
an en sagði bara: Hann Bjössi
kunni aldrei neitt að dæma.
Annars er það merkilegt að ég
skyldi yfirleitt fá tækifæri til að
kynnast Sigurði bónda, einkum
I fyrir þá sök að hann var þá orðinn
rúmlega áttræður en svo sem
Ikunnugt er eru langflestir venju-
legir menn dauðir áður en þeim
aldri er náð. Sigurður er maður
hávaxinn, veðurbarinn og lítillega
lotinn þegar ég kem til sögunnar.
Hárið er hvítt og strítt og toppur
fram á ennið. Hann er þá full-
hress en gengur ekki til verka
annarra en þeirra að stjórna því
j sem honum sýnist. Helst fæst
hann við lestur, einkum ljóða og
gott þykir honum að halla sér
| afturábak í rúm sitt og yrkja vísur
á lausblöð, gamla dagbók og
snepla. Vísurnar eru rammpólit-
ískar og beittar. Og þegar hann
les fyrir mig endar hann ævinlega
lesturinn með því að segja: Finnst
þér þetta ekki gott hjá mér? Vísur
eftir Sigurð eru til um fjölmarga
stjórnmálamenn. Eldri vísur um
( Hermann, Eystein, Jónas og
; Hannibal en á seinni árum var
á honum Jón Baldvin einkar hug-
I leikinn. Ekki hef ég leyfi né þor
til að birta neitt af vísum þessum
nú.
Sigurður Árnason er fæddur á
Sámsstöðum í Fljótshlíð 14. júlí
árið 1900 eins og reikningsglögg-
ir menn munu þegar vera búnir
að átta sig á. Foreldrar hans voru
hjónin Þórunn Jónsdóttir og Árni
■ Árnason frá Kirkjulæk í Fljótshlíð
en þau bjuggu lengst af á Sáms-
a stöðum. Sigurður kvæntist Odu
^ Hildi síðar Árnason 1934 og
bjuggu þau á Sámsstöðum til árs-
ins 1989 er þau fluttu
sig um set að Kirkju-
hvoli á Hvolsvelli.
Hildur og Sigurður
eignuðust sjö börn
sem eru: Unnur, Val-
borg, Sara Hjördís,
Árni Þorsteinn, Þór-
unn Björg, Hrafnhild-
ur Inga og Þórdís
Alda. Svo sem sjá má
eru systurnar þar í
auknum meirihluta en
Árni smiður eini son-
urinn býr nú á Sáms-
stöðum. Þær systur
eru kunnar fyrir fríð-
leika og skörungsskap en sumum
þykir þó að það fyrrnefnda hefði
mátt duga. Árni er maður dverg-
hagur bæði á „málm og tré“ eins
og þar stendur. Samferð Sigurðar
og Hildar hefur verið löng og
gæfurík. Þessi lágvaxna, laglega
og netta kona hefur haldið sínu
fólki til verka og kunnað vel tök
á karli þegar svo hefur borið
undir.
Nú er það gjarnan svo þegar
menn eru komnir á níræðisaldur,
að ekki sé talað um tíræðis, að
þeir geta haft sína hentisemi með
ýmsa hluti enda láta þeir sig ekki
eins miklu varða hvað öðrum
finnst eins og okkur sem yngri
erum. Sömuleiðis verður mikið
álitamál hversu mikla tilsögn
menn eru móttækilegir fyrir á
þessum aldri. Oftast enga en samt
getur á köflum þurft að siða þá
dálítið til eins og aðra. í einu til-
viki sem hér má tilfæra fór það
svo þegar einn tengdasonurinn
hafði fært afmælisbarninu dálitla
bijóstbirtu, að þegar líða tók á
þótti vatnsbragð vera orðið óþægi-
lega mikið. Sigurði var strax ljóst
hvers kyns var og sagði: Við höf-
um öll heyrt um það þegar Jesús
breytti vatni í vín en hún Hildur
mín er sú eina sem getur breytt
víni í vatn. Segir þessi saga margt
um Hildi og Sigurð; Hildur gætir
vel að sínum og Sigurður þekkir
sitt heimafólk.
Sigurður heldur upp á afmælis-
daginn heima á Sámsstöðum með
börnum sínum. Þaðan sést Eyja-
fjallajökull. Og þótt sjón hafi dapr-
ast veit ég að þú finnur að hann
er þar. Eins og þú sagðir sjálfur
um daginn: Það dugar.
Bestu hamingjuóskir í tilefni
dagsins.
Oskar Magnússon.
Breytingar á vinnufyr-
irkomulagi á spítölum
! MORGUNBLAÐINU hefur borizt
| eftirfarandi fréttatilkynning frá
hjúkrunarstjórn Landspítala og
Borgarspítala:
„Eins og fram hefur komið í fjöl-
miðlum hefur verið ákveðið að
breyta vinnufyrirkomulagi á skurð-
og svæfingadeildum Landspítala og
Borgarspítala og taka breytingarn-
ar gildi hinn 1. október nk.
4 Á síðustu árum hefur álag á
skurðstofum stóru sjúkrahúsanna
J aukist mikið og fer nú töluverður
4 hluti vinnunnar fram utan venjulegs
dagvinnutíma.
Þetta hefur leitt til þess að ekki
er óalgengt að hjúkrunarfræðingur
sem tekur gæsluvakt að lokinni
dagvinnu vinni 16-24 tíma sam-
fellt, en samkvæmt lögum um
vinnuvernd og kjarasamningum
hjúkrunarfræðinga skal starfsmað-
( ur fá a.m.k. 8 tíma hvíld þegar
, j hann hefur unnið 16 tíma samfellt.
Ú Til þess að tryggja tilskylda hvíld
1 er síðan eins konar refsiákvæði í
samningnum sem felur í sér
greiðslu tvöfaldrar yfirvinnu ef lág-
markshvíld fæst ekki.
Því hefur verið ákveðið að gera
eftirfarandi breytingu á vinnutíma
hjúkrunarfræðinga á skurð- og
svæfingadeildum Landspítala og
Borgarspítala:
Á Landspítala komi hjúkrunar-
fræðingur sem taka á gæsluvakt
til vinnu þann dag (u.þ.b. einu sinni
í viku) kl. 13 í stað 7.30 og á Borg-
arspítala kl. 12 í stað 8.
Hér er því um minniháttar breyt-
ingu á vinnutíma að ræða og alls
ekki verið að taka upp vaktavinnu
eins og fram hefur komið í fjölmiðl-
um.
Tilgangurinn með þessum breyt-
ingum er að draga úr óhóflegu
vinnuálagi hjúkrunarfræðinga,
tryggja gæði, þjónustu og öryggi
sjúklinga og hagkvæmari rekstur á
dýru húsnæði og tækjum skurð-
stofa. Þessar breytingar munu
væntanlega einnig draga úr greiðsl-
um tvöfaldrar yfirvinnu vegna brota
á lágmarkshvíldarákvæðum."
FRÉTTIR
KRISTBJÖRG Sigurðardóttir og Sigþór Pétur Sigurðarson
í nýju versluninni.
Sjónmælingar í nýrri
gleraugnaverslun
NÝLEGA var opnuð ný gleraugna-
verslun, Gleraugna-Galleríið, í
Kirkjuhvoli, Kirkjutorgi 4.
Gleraugna-Galleríið hefur þá sér-
stöðu að vera fyrsta og eina gler-
augnaverslunin á íslandi sem getur
boðið viðskiptavinum sínum upp á
sjónmælingar, segir í frétt frá fyrir-
tækinu.
Eigendur verslunarinnar eru þau
Kristbjörg Sigurðardóttir og hjónin
Þyrí Grétarsdóttir og Sigþór Pétur
Sigurðarson sem nam við Dan-
marks Optiker Skole. Sigþór hefur
unnið sem sjóntækjafræðingur hjá
annarri stærstu keðju Danmerkur
á þessu sviði, F.A. Thiele, síðastlið-
in sex ár.
Ætlunin er að nýta aðstöðu versl-
unarinnar til kynningar á lista-
mönnum með smærri myndverka-
sýningum.
Fyrsti listamaðurinn er Kjartan
Guðjónsson listmálari, sem sýnir
olíumyndir, penna- og krítarteikn-
ingar. Verslunin er opin alla virka
daga frá kl. 10-18 og laugardaga
frá kl. 10-14.
Þing-
flokkur
mótmælir
dómum
„ÞINGFLOKKSFUNDUR
Þjóðvaka, haldinn 12. júlí,
mótmælir þeirri lítilsvirðingu
og því óviðunandi misrétti
sem fram kemur I dómum
Hæstaréttar og Héraðsdóms
Reykjavíkur þar sem konum
eru dæmdar lægri örorku-
bætur en karlmönnum," segir
í frétt frá þingflokknum.
Það mat er lagt til grund-
vallar í dómunum, að framtíð-
artekjur kvenna verði um
25% lægri en framtíðartekjur
karla. Þingflokkur Þjóðvaka
telur fráleitt að það launamis-
rétti sem nú viðgengst sé
notað gagnvart þeim konum
sem rétt eiga á örorkubótum
þannig að þær þurfi um alla
framtíð að líða fyrir það óþol-
andi misrétti sem nú á sér
stað.
Þingflokkur Þjóðvaka mun
á haustþingi leggja til lög-
festingu þess að óheimilt
verði að mismuna konum og
körlum við mat á örorkubót-
um.
Nýr golf-
völlur í Mið-
dal við
Laugarvatn
í SÍÐASTA mánuði opnaði golf-
klúbburinn Dalbúi á Laugarvatni
nýjan golfvöll. Er það 9 holu völlur
og er hann staðsettur á kirkjujörð-
inni Miðdal, um 3 km innan við
Laugarvatn.
Golfklúbburinn leigði um 40
hektara lands af Félagi bókagerðar-
manna og teiknaði Hannes Þor-
steinsson golfvallahönnuður völlinn.
Nægt landrými er fyrir 18 holu
völl á staðnum en byijað er með 9
holur. Klúbbhúsið er neðsta hæð
íbúðarhússins í Miðdal og hefur það
verið innréttað. Veitingar eru þar
seldar um helgar.
Fyrsta golfmótið var nýlega hald-
ið á vellinum og firmamót verður
þar 15. júlí sem öllum er opið. Völl-
urinn er opinn alla daga félags-
mönnum sem öðrum og kostar dag-
urinn kr. 500. Formaður golf-
klúbbsins Dalbúa er Gunnar G.
Schram.
FRÁ vinstri: Bjarni Daníelsson staðarhaldari, Gunnar G. Schram
formaður golfldúbbsins, Jón Þ. Hilmarsson form. mótanefndar
og Hilmar Einarsson gjaldkeri.
■ HLJÓMS VEITIN KOS leikur sveitina skipa Sigurður Dag-
nú um helgina, 14. og 15. júlí á - bjartsson, Kristján Óskarsson og
Café Royale í Hafnarfirði. Hljóm- Eva Ásrún Albertsdóttir.
Vestfjarða-
víkingurinn
krýndur um
helgina
HIÐ ÁRLEGA aflraunamót
„Vestfjarðavikingurinn" fer nú
fram og leiða þar saman hesta
sína nokkrir af sterkustu
mönnum íslands og Andy And-
erson frá Skotlandi.
í dag verður keppt í axlar-
lyftu í Flókalundi kl. 9:30, í
steinatökum að Minjasafninu
að Hnjóti kl. 14, hleðslugrein
á Patreksfirði kl. 16:30 og
sundlaugagrein á Tálknafirði
kl. 18:30.
Á morgun verður keppt í
flugvéladrætti á Patreksfirði
kl. 10:30, drumbalyftu í Sel-
árdal kl. 14 og bóndagöngu í
Otradal kl. 17. Loks verður
sveitaball með GCD á Bíldudal
á laugardagskvöld.