Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lundakarlar í Alsey Einn með veiðikort MÁL lundaveiðimanna í Álsey er í rannsókn hjá lögreglunni í Vest- mannaeyjum. Afli þeirra, um 1.400 fuglar, var gerður upptækur í fyrra- kvöld þegar komið var með hann til Heimaeyjar vegna gruns um að þeir hefðu ekki veiðikort. Tryggvi Ólafsson, lögreglufulltrúi í Vestmannaeyjum, var annar tveggja lögreglumanna sem fóru út í Álsey í fyrrakvöld. Hann segir að þegar þangað kom hafí þrír menn verið í eynni og enginn þeirra með veiðikort. Fjórði maðurinn, sem er handhafí veiðikorts, var farinn úr eynni.Að sögn Gríms Gíslasonar, eins veiðimanna í Álsey, var vel tekið á móti lögreglumönnum þegar þeir komu í eyna. Hann segir að hand- hafí veiðikortsins hafí einn veitt lunda, hinir þrír hafí verið við fugla- skoðun og ljósmyndun. Hann reiknar því ekki með kæru og segist fastlega gera ráð fyrir að aflanum verði skil- að. Tryggvi Ólafsson segir aðspurður að ekki sé um hertar aðgerðir gegn lundaveiðimönnum að ræða frá því í fyrra. Þá hafí verið gefíð út eitt veiði- kort fyrir allar eyjamar af umhverfís- ráðuneytinu til aðlögunar. Nú verði hins vegar hver veiðimaður að hafa sitt kort. „Þetta er eins og þegar menn keyra bíl, þá verða þeir að hafa öku- skírteini. Þegar þeir veiða, þá verða þeir að hafa veiðikort." Hann segir að lögunum verði að sjálfsögðu framfylgt eins og öðmm lögum og séu aðgerðimar í fyrra- kvöld til marks um það. Hann segir að ekki þýði að rífast í lögreglumönn- um fyrir að vinna sín störf, ef menn hafí eitthvað við lögin að athuga verði þeir að mótmæla við alþingis- menn. Hann segir aflann geymdan í frysti og honum verði ekki ráðstafað fyrr en komist verði til botns í því hver eða hveijir hafí veitt hann. Morgunblaðið/Árni Sæberg MAÐURINN virðist ósköp lítill við hlið ofurfyrirsætunnar Cindy Crawford, sem prýðir nú risavaxið auglýsingaskilti við Glæsibæ í Reykjavík. Engin opinber afstaða Islands til árása Serba ÍSLENSK stjómvöld hafa ekki tekið ákveðna afstöðu til þess hvernig bregðast skuli við við árásum Bosn- íu-Serba á griðasvæði Sameinuðu þjóðanna á svæði múslíma. Frakkar hafa hvatt til þess að vestræn ríki sendi herlið til að stöðva Bosníu- Serba. Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra telur koma til greina að beita valdi til að veija griðasvæði SÞ. Hann álítur að enn eigi að reyna sáttaleiðina, því öðmvísi náist ekki friður til frambúðar. Að sögn Halldórs Ásgrímssonar taka íslendingar þátt í samráði innan NATO. Hann sagði að við hefðum þá sérstöðu að engir friðargæsluliðar frá okkur væm á þessu svæði. Ákvarðanir um þetta mál væm í höndum SÞ og NATO hafí framfylgt þeim undanfarin ár. Reynslan hafi sýnt að erfítt sé að ná fram niður- stöðum innan SÞ því ákveðin ríki geti beitt neitunarvaldi. Halldór taldi að yfírgangur Bos- níu-Serba nú setti þessi mál í mjög mikla óvissu. Ef svo héldi fram sem horfði stæðu menn frammi fyrir tveimur kostum: Að draga friðar- gæsluliðið til baka eða að beita her- valdi. Báðir kostimir væm slæmir. Willy Claes, framkvæmdastjóri NATO, kemur hingað til lands á miðvikudag og fastafulltrúi íslands í höfuðstöðvum NATO, Þorsteinn Ingólfsson, er einnig væntanlegur. Þá verða þessi mál rædd sérstaklega að sögn Halldórs. Leita ber sátta íbúar Laugameshverfis sáttir við tillögur um nýjan leikskóla Framkvæmdir hefjast að nýju eftir helgi TILLÖGUR til úrbóta í umferðarmál- um í nágrenni nýs leikskóla fyrir 80 böm á lóð við Laugamesskóla á homi Gullteigs og Hofteigs vom kynntar á borgarafundi í Laugameshverfí í fyrradag. Að sögn Áma Þórs Sig- urðssonar, formanns Dagvistar bama, mæltust þær vel fyrir og sagði hann að framkvæmdir við byggingu leikskólans hæfust að nýju eftir helgi. I tillögunum er komið til móts við óskir íbúa á svæðinu. Gert er ráð fyrir að aðkomu að leikskólanum verði breytt og ráðstafanir gerðar til að draga úr ökuhraða á Gullteig. íbúamir höfðu mótmælt byggingu leikskóla á þessum stað af ótta við aukna hættu samfara þyngri umferð um Gullteig. Umferðin væri þegar hröð á þessari tengigötu í gegnum hverfíð milli Sundlaugavegar og Sigtúns. Framkvæmdum var frestað á meðan kannað var með hvaða hætti væri hægt að leysa umferðar- vandamál í nágrenni leikskólans. Innkeyrsla færð til Guðmundur Pálmi Kristinsson hjá byggingadeild borgarverkfræðings sagði í samtali við Morgunblaðið að breytingamar fælust einkum í því að innkeyrsla á bflastæði við leikskól- ann hafí verið færð norðar á Gull- teig. Þannig væri hún ekki lengur beint á móti Silfurteigi. „Með þessu móti myndast ekki eins mikill hnút- punktur bíla og gangandi fólks,“ sagði hann. „Ennfremur breikkuðum við gang- stíginn verulega meðfram leikskólan- um og stýmm gönguleið bamanna í Æðardúni stolið STULDUR á 13 kílóum af æðardúni úr geymslu við nýja dúnhreinsunar- stöð á Miðhúsum í Reykhólasveit uppgötvaðist á föstudag. Dúnninn var í eigu tveggja hlunnindahafa og er tæplega 400 þúsunda króna virði. Að sögn Sveins Guðmundssonar, bónda á Miðhúsum, hefur verið unn- ið dag og nótt í stöðinni undanfarið. Því segir hann þjófínn ansi klókan að hafa komist inn í geymsluna þar sem dúnninn var þótt hún hafí verið ólæst. Sveinn segir þjófnaðinn hafa uppgötvast þegar verið var að ganga frá dúni til útflutnings til Japan. Þá hafi komið i ljós að dún frá tveimur eigendum hafi vantað. Hann segir stöðina bera ábyrgð á dúninum með- an hann sé í vörslu hennar og verði eigendur hans því ekki fyrir tjóni. Hann segir að stöðin hafí verið brunatiyggð en honum hafí ekki dottið til hugar að ástæða væri til að þjóftryggja og að sér fínnist verst að þurfa að fara að læsa húsum, þess hafi ekki þurft í þau 40 ár sem hann er búinn að vera á Miðhúsum. Sveinn segir að stöðin muni geta staðið við skuldbindingar sínar um útflutning því ekki sé samið um ákveðið magn heldur það sem til er á tilteknum tíma. Komið var til móts við krðfur fbúa! Lauoarneshverfi með bví að breyta aðkomu að ifiikskóiaióð vtð sundlaugavecup GullieiQog setja hraöahindranír HRAUNTBiOUft* á götuna. = KlftKJUTEIOV" I •r =3 CD 5 m* LíugafneMkM 2 IWtðTIASV/BllO t ILAUGAHDAL Framkvæmdunn verður Iramhaldið i lelkskólalóð vlð Laugarnesskóla 200 fWS/ATEIGUB 400 m Uragatila«f*91 skólann með girðingum. Loks er stefnt að því að búa til hraðahindran- ir á Gullteiginn með því að setja þrengingar á götuna milli Kirkjuteigs og Hofteigs og upphækkun á gatna- mótum Silfurteigs og Gullteigs. Reynslan hefur kennt okkur að um- ferð virðist vera nokkuð hröð eftir Gullteignum.“ Guðmundur sagði að stæðum við leikskólann hafí verið fjölgað í leiðinni en þau séu einkum ætluð kennurum í Laugarnesskóla. Hugmyndunum vel tekið Ámi Þór Sigurðsson fullyrti að hugmyndunum hafí verið vel tekið og þess vegna telji borgaryfirvöld að komið hafí verið til móts við kröf- ur íbúa. Tillögur að breytingum á skipulagi svæðisins við Laugames- skóla verða fljótlega lagðar fyrir nefndir og ráð borgarinnar en verða loks kynntar í borgarráði. Um afstöðu Frakka til hemaðar- íhlutunar og yfirlýstan vilja þeirra til að færa fómir í því sambandi sagðist Halldór telja Ijóst að hemað- aríhlutun myndi þýða mikið mann- fall. „Mín afstaða hefur verið sú að það eigi að reyna enn á ný að leita sátta. Það er ljóst að Rússar hafa þar mjög miklu hlutverki að gegna. Það eru helst þeir sem geta beitt þrýstingi gagnvart Serbum. Ef þeir gera það ekki má segja að málið sé komið í öngstræti," sagði Halldór. Hann sagði söguna sýna að valdbeit- ing leysti ekki málin til frambúðar. Nú kæmi valdbeiting fyrst og fremst til greina til að veija griðasvæðin. Halldór sagðist persónulega telja það vel koma til greina. ♦ ♦ ♦----- * Utaf í lausamöl BÍLL lenti utan vegar og valt eftir að hafa runnið til í lausamöl við Sauðárkrók í gærmorgun. Tveir menn voru í bílnum en þeir sluppu lítið meiddir. Mennimir em erlendir knatt- spyrnumenn, sem leika með knatt- spyrnuliðinu Leiftri. Að sögn lögregl- unnar á Sauðárkróki má rekja slysið til þess að mennimir eru ekki vanir að aka á íslenskum vegum og vöruðu sig ekki á lausamölinni. Þeir vom ekki í bílbeltum og köstuðust báðir út úr bílnum, en sluppu með skrám- ur og mar. Annar þeirra var þó lagð- ur inn á spítala til frekari skoðunar. Bíllinn er ónýtur. Slys við Dettifoss 89 ÁRA gömul bresk ferðakona fót- brotnaði í skoðunarferð við Dettifoss á föstudag og var hún flutt til Akur- eyrar í aðgerð. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er aðgengi mjög slæmt að þessum vinsæla ferðamannastað, en konan datt á illfærum göngustíg. A ► 1-44 Hvað varð um efna- hagsbatann? ►í samtölum við atvinnurekendur í ólíkum atvinnugreinum kemur fram að efnahagsbatinn hefur að miklu leyti farið í að styrkja inni- viði fyrirtækjanna í landinu, sem leggja gmnn að efnahagsbata framtíðarinnar með því að draga úr skuldum, hagræða í rekstri, auka framleiðni og færa arðsemi nær því sem viðgengst í nágranna- löndunum./lO Niðurlæing Vestur- ianda ►Fall bæjarins Srebrenica er nið- urlæing fyrir Vesturlönd og friðar- gæslusveitir Sameinuðu þjóð- anna./12 íslenskt lambakjöt á borð Ameríkumanna ► Undanfarnar vikur hefur neyt- endum í New York gefist kostur á að kaupa íslenskt lambakjöt í 30 matvömverslunum./16 Aðeins það besta er nógu gott ►í Viðskiptum og atvinnulífí á sunnudegi er rætt við Rósu V. Guðmundsdóttur framkvæmda- stjóra Ásútgáfunnar og Ás- prent/POB á Akureyri./18 B ► 1-24 íslenska nýbyggðin Namibía ►Á seinustu árum hafa sífellt fleiri íslendingar tekið sér bólfestu í Namibíu þar sem þeir starfa við þróunaraðstoð, hjá sjávarútvegs- fyrirtækjum og við önnur störf. í kjölfarið hafa svo fylgt aukin við- skipti fyrirtækja á lslandi við þetta yngsta lýðveldi Afríku./l Jesús á Álfaborginni ►Borgarfjörður eystra á nú 100 ára verslunarafmæli og er bók væntanleg um þá sögu./4 Á bjórslóðum í Brima- borg ►Þjóðveijar em mesta bjór- drykkjuþjóð heims og hver þeirra þambar að meðaltali tæpa 140 lítra árlega./lO Með fuglum og fólki í Flatey ►Flatey á Skjálfanda fór í eyði árið 1967, en nokkur ár em nú liðin síðan nokkrir gamlir Flatey- ingar leituðu uppmna síns á ný og hófu að byggja upp gömlu hús- in, sem reyndust vera í misjöfnu ásigkomulagi./12 BÍLAR______________ ► 1-4 Sérútbúinn Voyager ►Jöfur hf. hefur afhent fjölnota- bíl sérútbúinn fyrir fatlaða./l Reynsluakstur ► Sjálfskiptur Suzuki Baleno, sá nýjasti á markaðnum. /3 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Velvakandi 32 Leiðari 22 Fólk í fréttum 34 Helgispjall 22 Bió/dans 36 Reykjavíkurbréf 22 Iþróttir 40 Minningar 24 Útvarp/sjónvarp 41 Myndasögur 80 Dagbók/veður 43 Brids 30 Mannlifsstr. 6b Stjömuspá 30 Kvikmyndir 8b Skák 30 Dægurtónlist 14b Bréf til blaðsins 30 INNLENDAR FH ÉTTIR: 2—4—8—BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4-6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.