Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1995 31 ________BRÉF TIL BLAÐSIIMS__ Éttu það sem úti frýs EIGMMIÐLUMN % ✓ - Abyrg þjónusta í áratugi. Sími: 588 9090 Síðimmla 21 Frá Sævari Pálssyni: HVER er sinnar gæfu smiður. Við íslendingar eigum fjölda svona spakmæla, fundin upp og notuð af mismunandi vitrum mönnum. En það eru oft ljón í veginum eða ef til vill Jón í vegin- um. Ljónin ráðast ekki á neinn nema þeim sé ógnað eða þegar þau eru svöng. En hver er þá þessi Jón. Hann getur verið hver sem er. Munur- inn á honum og ljóninu er að hann segist geta hugs- að og tekið ákvarðanir í lífi sínu en ljónið notar eðlishvötina til þess að fara í „vinnuna". Einnig er annar munur á þessum dýrum. Maðurinn getur verið grimmasta dýr jarðarinnar en notar „greind" sína til þess að réttlæta grimmdarverk sín og horfa fram hjá afleiðingum þeirra. Ein aðalaðferð mannsins til að fullnægja framapoti sínu og græðgi er að ryðja öðrum úr vegi, ef þeir eru fyrir á leiðinni að markmiðum hans. Afleiðingar fyrir hinn aðilann skipta ekki máli. Aðalatriðið er að ná markmiðinu. Sumir kalla þetta að fremja glæp, aðrir ekki. Þá er sagt að menn séu klókir og sniðug- ir í að koma sér áfram. í íslensku þjóðfélagi eru mörg dæmi um þennan yfírgang og fjöl- breytileikinn er mikill. En afleiðing- arnar hafa oft á tíðum verið hörmu- legar og meira að segja valdið mikl- um veikindum og jafnvel dauða. „Siðfræði“ er eitt af undirstöðu- atriðum í menningu mannsins til uppbyggingar í samfélagi hans. Það er alveg sama hversu frum- stætt samfélagið er, það eru alltaf reglur sem menn viðhafa í sam- skiptum hver við annan, annars vegar eru skyldur einstaklingsins og hins vegar réttur hans í samfé- laginu. Siðfræðin hefur skolast til í okkar litla samfélagi virðist „siðfræðin“ eitthvað hafa skolast til. Hér þekkja allir alla, eru frænd- ur, vinir eða kunningjar. Hér virð- ist sú regla vera, að ef þú hefur einhvern sem vill þér vel og er þér hjálplegur, en hann getur hugsan- lega skyggt á þig, þá skal ganga yfir hann og troða á honum í tíma og til öryggis. Ef hann er ekki stilltur og hlýðinn og heldur sig í skugganum hlýtur hann verra af. Ef þú ert skapmikill, duglegur og metnaðarfullur fyrir þina hönd og þeirra sem þú starfar fyrir, en ert ekki af rétta fólkinu og ekki með réttu samböndin, þá skal gæta þess að þú náir ekki of langt og verðir vinsæll og virtur af dugnaði þínum og árangri. Þá kemur upp „siðfræði" þessara „klóku og snið- ugu“ manna sem hafa völd og koma verr fram við þig heldur en tölvuna sína. Starf þitt er hirt af þér og afhent vinum sem fá heiðurinn af frama þínum og dugnaði. Hvort líf þitt og mannorð verði lagt í rúst kemur þessum mönnum ekki við. Heldur koma þeir þreyttir heim til konu og barna og á meðan konan nuddar á þeim bakið, segja þeir hvað dagurinn var erfiður en ár- angursríkur, óæskilegir menn fjar- lægðir og klókindi þeirra og snilld við framkvæmdina útlistuð og lof- uð. Það þýðir ekkert fyrir fórn- arlömbin að leita réttar síns vegna þess að mannréttindi venjulegs ís- lendings eru satt að segja minni en engin. Lög og réttur er miðaður við þá sem peningavaldið hafa og hinn sauðsvarti almúgi skal bara gæta sín ogvera ekki fyrir. Þú leitar meira að segja til æðstu ráðamanna sem rífast við þig eins og smákrakkar. „Þú skalt sko ekki halda að þú hafir einhver réttindi en gleymdu ekki skyldum þínum litli minn.“ Þessir ráðamenn virðast þrífast á meðalmennsku almenn- ings og þjóðaríþrótt íslendinga, sem er að tala illa um náunga sinn. Einnig hefur almenningur engan tíma til að fylgjast með yfírgangin- um vegna vinnuálags við að ná einhverju af þeim lífsgæðum sem þessir „höfðingjar“ skammta þeim. Að beijast áfram af eigin ramm- leik í okkar þjóðfélagi er illmögu- legt. Skap og metnaður, jafnvel þó hann beinist fyrst og fremst til hagsbóta fyrir þá sem þú starfar fyrir, er að engu virtur, heldur litið á hann sem ógnun við aðra, sér- staklega þeirra yfirmanna sem eiga ekki „fyrirtækið“, en stjórna þann- ig að þeirra eigin hagsmunir sitja í fyrirrúmi. Ef þú gerir einhver mistök sem eru engum til skaða nema sjálfum þér er þér refsað ótæpilega og jafnvel ævilangt og stöðugt haldið niðri vegna þess að „höfðingjarnir“ notfæra sér þessa aðstöðu ti að kreista þig og kremja. Jafnvel þó að þessi „mistök“ snerti þá yfirleitt ekki neitt. Dugnaður dugar ekki til Eitt af aðaleinkennum venjulegs íslendings er dugnaður, en hann einn dugar ekki í þjóðfélaginu. Það er unnið af dugnaði fyrir „fyrirtæk- ið“ þannig að það fer ekki fram hjá neinum, en síðan þykir yfir- mönnum nóg um og segja viðkom- andi út í horn í geymslu. Mikil viska það og auðvitað hagur „fyrirtækis- ins“ í fyrirrúmi! Þú færð þér aðra vinnu og sýnir dugnað og elju, en þá þarf að koma vinum og kunn- ingjum að. Þú ert rekinn, en áður þarftu helst að þjálfa þennan gæð- ing í þitt starf. Að þessu er unnið með undirferli og lygum og notaðar alls konar afsakanir sem hvorki halda vatni eða vindi. Eftir stendur maður með fjölskyldu, sem fær hvergi vinnu, hefur aldrei verið rekinn úr vinnu áður og er jafnvel hindraður í að fá vinnu í sinni stárfsgrein aftur. Eitrinu er sáð í fjölskylduna og hún hrynur til grunna og eftir stendur rúst, sam- sett af börnum, fullorðnu fólki og gamalmennum. Og það sem verst er að þessi sár munu aldrei gróa. Þetta er bara eitt dæmi um yfir- ganginn, frekjuna og græðgina sem viðgengst í þessu litla þjóðfé- lagi. Heiðarleiki og að orð skulu standa er ekki til lengur. Ef það er hægt að svíkja og pretta þá er það gert „Höfðinginn“ segir: „Þú ert búinn að fá nógu mikið og þeg- iðu svo.“ Skuldir einstaklinga í þjóðfélag- inu hafa stóraukist á meðan skuld- ir fyrirtækja (þ.e. sumra) hafa stórminnkað. „Til þess að auka atvinnumöguleikana" er sagt af hreinum dónaskap, því atvinnu- möguleikar hafa ekki aukist og stór hluti af hagnaði fyrirtækja er til kominn vegna fækkunar starfs- fólks. Þeir kalla það „hagræðingu“. Þessir menn eru ómerkilegir og lygnir en góðir að kjafta pg fela sig síðan á bak við fagið sitt. Til þess að þetta stóra mein í þjóðfé- laginu megi minnka þarf að opin- bera þessa menn og fyrirtækin til þess að venjulegur Islendingur geti varað sig og haldið sig í hæfilegri fjarlægð frá þessu eitri. Viðskipti eiga að vera hagur allra en ekki fárra. SÆVAR PÁLSSON, tryggingaráðgjafi. Rekagrandi 2 Opið hús kl. 14-17 Mjög rúmgóð ca 101 fm 3ja herb. íbúð á 1. hæð ásamt stæði í bílskýli. Engar tröppur, gengið beint inn. Tvenn- ar svalir. Laus fljótlega. Áhv. veðdeild 1,5 millj. íbúð merkt: 2-2 á bjöllu. Borgir, fasteignasala sími 588 2030. KAUPENDUR ATHUGIÐ!! Aðeins lítið brot úr söluskrá okkar er auglýstt í blaðinu í dag. Þingvellir - sumarbústaður. Vorum að fá í sölu 60 fm fullb. nýlegan sum- arbústaö sem stendur á ca. 1 hektara landi. Glæsil. útsýni. V. 5,4 m. 4547 HÆÐIR Sóleyjargata - hæð. Vorum að fá í sölu 4ra-5 herb. 106 fm góða íb. á efstu hæð í þessu fallega húsi. íb. skiptist í 2-3 saml. stofur, 2 herb., eldh., bað, sér þvottah. o.fl. Fallegur gróinn garður. Glæsil. útsýni yfir Tjörnina og Tjarnarsvæðið og allt til Keilis. V. 10,9 m. 4644 Uthlíð ■ Til sölu um 120 fm 5 herb. íb. á 1. hæð. íb. skiptist m.a. í 2 saml. stofur, 3 herb. o.fl. Sér inng. og hiti. Eftirsóttur staður skammt frá Miklatúni. Laus fljótlega. 4649 Lynghagi. Mjög rúmg. og björt um 108 fm hæö í fallegu steinh. ásamt 27 fm bílskúr. Fallegar stofur með arni. Garðskáli, 3 herb. o.fl. Frábært útsýni. V. 10,9 m. 4646 Hjarðarhagi. vorum að fá í söiu 6 herb. 165 fm efri hæð og ris í 4-býlishúsi á þessum eftirsótta stað. V. 9,9 m. 4651 3JA i iERB. » ssvCS <.Vxis"Sx Srs SSfffffffff: <x s s '\s-ss5í<nS' i+xSSi. "<vS>ÍSS!iS.<&í«í Hringbraut 97, l.h.t.v. - OPIÐ HÚS. Góð 3ja herb. íb. á 1. hæð. Laus strax. íb. verður til sýnis í dag sunnudag milli kl. 13-15. V. 5,3 m. 4545 Urðarbraut - Kóp. Vorum að fá í sölu góða 75 fm 3ja herb. íb. á jarðh. í 2-býl- ish. Gróinn garður. Laus fljótlega. V: 5,3 m. 4533 Hamraborg 18, 3C- OPIÐHUS. Falleg og vel um- gengin um 77 fm íb. á 3. hæð í tyftuh. Stórar svalir. Bílageymsla í kj. Húsið er ný málað. Stutt í alla þjónustu. Laus strax. (b. verður til sýnís í dag sunnudag milli kl. 14-17. Lækkaö verð 5,8 m. 3320 Laugarnesvegur. 2ja herb. rúmg. 63 fm kjallaraíb. í fjórbýlish. Nýl. innr. í eldh. Danfoss. íb. getur losnaö nú þegar. V. 3,7 m. 4499 Kiyfjasel 18 - jarðhæð - OPIÐ HUS. Vorum að fá í sölu “lúx- us” 81 fm 2ja herb. íb. á jarðh. í glæsil. nýl. tvíbýlish. Sér garður með verönd. Áhv. tæp- lega 5,0 m. byggsj. íb. verður til sýnis í dag sunnudag milli kl. 13-15. 4607 ATVINNUHÚSNÆÐI Lagerhúsnæði óskast. Traust fyrirtæki óskar eftir að kaupa eða leigja um 1500-1700 fm lagertiúsnæði á einni hæð með góðrí lofthæð. Nánari uppl. veita Sverrir og Stefán. Köllunarklettsvegur - byggingarlóð. Vorum að fá til sölu þessa bygg- ingarlóð, sem er um 8500 fm, ásamt þeim húsum og mannvirkjum sem á henni standa. Lóðin er mjög vel staðsett, nálægt Sundahöfn og örstutt frá miklum umferðaræðum. Lóðin hentar vel til að byggja á henni hús fyrir starfsemi sem þarf gott athafnasvæði. Allar nánari uppl. veita Sverrir og Stefán. 5273 Lyngbrekka. Til sölu mjög góð sérh. 114 fm. Nýtt á baði, eldhús og svefnh. Fallegur gróinn garður með suðurverönd.Góð lán áhv. Verð kr. 8,9 millj. Leifsgata. Glæsileg sérh. 140 fm + 20 fm bílsk. rétt við Landspítal- ann. Mikið endurn. Nýtt eldh., nýtt á baði. Parket á allri íb. Þvottah. og geymslur í risi. Bólstaðarhlíð. 4ra herb. 111 fm íb. + bílsk. 22 fm. Þak og hús nýl. viðg. Góð íb. á vinsælum stað. Fal- legt útsýni. Verð 8,3 millj. Hofsvallagata - á besta stað í Vesturbænum. Einbýlishús 223 fm á einni hæð. Sérlega fallegur garður. 3 sólpallar. Vönduð eign. Góð lán áhv. Drápuhlíð. Lítil risíb. m. bílskúr 31 fm. Verð 6,2 millj. Góð lán áhv. Neðstaleiti. Glæsileg 6 herb. íb. 140 fm + stæði í bllskúr. Verð 13,9 millj. Vesturberg. Mjög falleg 2ja herb. íb. á 7. hæð. Suðursv. Þvottah. á hæð. Áhv. 2,0 millj. byggsj. Verð 4,7 millj. Húsafell, fasteignasala, Tryggvagötu 4, sími 551-8000. bílasími 854-5599. Jón Kristinsson. IRarjjtimiblfiíitö - kjami málsius! Viðarrimi 1-17 Stærð 163fm. Vorum að fá mjög athyglisverð einbýlishús í sölu á ótrúlega hagstæðu verði. Um er að ræða tvær stærðir af steinsteyptum einbýlishúsum á einni hæð með innbyggðum bílskúr, 153 fm og 163 fm. Húsin verða afhent varanlega múruð að utan með marmarasalla á grófjafnaðri lóð. Húsin er hægt að kaupa á þremur byggingarstigum. Fokheld að innan fullbúin að utan verð kr. 7.760 / 7.940 þús. stgr. Tilbúin undir tréverk verð kr. 9.460 / 9.690 þús. stgr. Fullbúin með öllum innréttingum án gólfefna verðkr. 10.960/11.270 þús.stgr. Fullbúið hús afhendist með vönduðum innréttingum frá Gásum, Borgartúni, (hægt er að velja milli nokkurra eldhúsinnréttinga), flísalögðu baðherbergi með baðkari og innrétíingu, fataskápum í forstofu og svefnherbergjum, vönduðum hreinlætis- og blöndunartækjum (hitastýrð). Ýmsir greiðslu- og lánamöguleikarfyrir hendi. Upplýsingar og teikningar á skrifstofu okkar. HUSAKAUP, Suðurlandsbraut 52, Rvík, sími 568 2800.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.