Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Kœru vinir, frœndfólk og venslafólk. Hafið innilega þökk fyrir að gleðja okkur á ýmsan hátt í tilefni áttrœðisafmœlisins. Lifið heil. Lára Pálsdóttir og Einar Guðmundsson. Elnnig: kællskápar eldunartæki og uppþvottavélar á elnstöku verðl FAGOR FE-534 Staögreitt kr. Þrautreyndar þvottavélar sem hafa sannaö glldl sltt á íslandl. Stærö: fyrir 5 kg. Hæð: 85 cm Breldd: 60cm Dýpt: 60 cm Afborgunarverö kr. 39.900 - Visa og Euro raögreidslur RONNING BORGARTÚNI 24 SÍMI: 568 5868 _______ ufesa kr. 13.990 Suðurlandsbraut 16 - 108 Reykjavík - Sími588 0500. Söluaðiiar: Hafnarfjörður: Rafmætti, Miðbæ. Keflavík: Stapafell. Garður: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar. Húsavík: Kaupfélag Þingeyinga. ^^Ryksuga L Stálrör stillanlegt IDAG SKÁK llmsjón Margcir Pétursson SVARTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á Boðs- móti Tafifélags Reykjavík- ur sem lauk á mánudaginn var. Atli Antonsson (1.685) var með hvítt og átti leik, en Eiríkur K. Björnsson (2.010) hafði svart og átti leik. 37. - Hg3! og hvítur gafst upp. Aðalhótunin er 38. — Hxh3 mát og eftir 38. Rxg3 — fxg3+ 39. Hxg3 (Ekki 39. Bxg3 - Dxh3 mát) 39. — Bxg3+ 40. Bxg3 - Dxh3+ 41. Kgl — Hxg3+ verður hvítur að gefa drottninguna til að fresta mátinu. Sigurður Daði Sigfús- son vann allar sjö skákir sínar á mótinu. Farsi Með morgunkaffinu COSPER FLÝTTU þér áður en það vaknar. "jlú cr nóg komiki Ekki mtirvL. ókojpis kafi£/" LEIÐRÉTT Tala tífaldaðist I viðtali við Sigfús Bjarna- son formann Frama stétt- arfélags léigubílstjóra í Morgunblaðinu sl. föstu- dag var haft eftir Sigfúsi að félagið ætti 34 milljón- ir í sjóði til að lána félags- mönnum á erfiðum tím- um. Hið rétta er að félag- ið á 3-4 milljónir í þessum sjóði. EF ÉG hefði eyðilagt það sem er í ísskápn- um, hefðuð þið verið boðin I mat. varaformaður? Þú ert svo sem vanur því að heiman. TIL AÐ byrja með get ég glatt þig með þeim fréttum að þú ert ekki með ímyndunarveiki. Víkverji skrifar... VÍKVERJI hitti fyrir skömmu veitingamann í miðbæ Reykjavíkur. Hann hafði áhyggjur af stöðu veitingahúsanna, sem hann vildi bæta. Veitingamaðurinn benti á að í miðbæ Reukjavíkur og reynd- ar víðar í borginni væru rekin mötu- neyti fyrir starfsmenn stórra fyrir- tækja, þar sem maturinn væri veru- lega niðurgreiddur af vinnuveitend- um. Hugmynd hans var sú, að starfsfólkið gæti notað matarmiða frá fyrirtækjunum á veitingahúsum borgarinnar, sem þá tækju sig sam- an um að bjóða tvíréttaða máltíð á sama verði og slíkar máltíðir kosta í raun í mötuneytunum. Væri mat- urinn niðurgreiddur fyrir fólkið, rynni sú niðurgreiðsla til viðkom- andi veitingahúss í stað mötuneytis- ins. Þannig ykist kostnaður hvergi, en heldur lifnaði yfir veitingahúsun- um og starfsfólkið kæmist út úr húsi í hádegisverðarhléinu og lífg- aði þannig bæði upp á starfsdaginn og bæjarlífið. Víkverja finnst þetta hugmynd, sem vert er að ræða um, ekki ein- ungis út frá hagsmunum veitinga- mannsins, heldur einnig fólksins og fyrirtækjanna. Reyndar finnst Vík- verja það röng leið að bæta fólki upp of lág laun með niðurgreiðslu á mat. Miklu nær væri að borga fólki skikkanleg laun svo það hefði efni á að borða annað en skrínu- kost að heiman og kæmist út úr húsi í hádeginu. Víkveiji er einnig þeirrar skoðunar að almennt sé verð á matvælum á íslandi allt of hátt og enginn meðalmaður hefur efni á því að borða reglulega á veit- ingahúsum. Þar virðist samkeppnin fara öfuga leið, því veitingastaðirn- ir eru of margir og þurfa því að fá hærra verð fyrir færri máltíðir en ella til að lifa af. Niðurstaðan verð- ur þá sú, að verðið hækkar sífellt vegna fárra gesta, en gestum fækk- ar um leið vegna of hás verðs. Vík- veiji hefur ekki orðið þess var að sívaxandi samkeppni á veitinga- markaðnum hafi komið neytandan- um til góða. MÖTUNEYTI á vinnustað eru ágætur kostur fyrir starfs- fólk, því maturinn á veitingastöðun- um getur verið ærið misjafn. Hins vegar ætti að gefa fólki kost á því að velja á milli mötuneytis og veit- ingastaðar, sé þess kostur og sé um niðurgreiðslu á mat að ræða, ætti það ekki að skipta vinnuveit- andann máli hvert sú niðurgreiðsla rennur. Vel mætti hugsa sér að Reykjavíkurborg riði á vaðið hvað þetta varðar og lífgaði þannig upp á mannlífið í borginni. Að mati Víkverja er þetta hugmynd, sem er góðra gjalda verð. Víðast hvar erlendis er verð á matvælum það lágt að þeirra geta allir notið og ekki skiptir megin- máli hvort borðað er heima eða á veitingastað, hvort sem um er að ræða í hádegi eða síðdegi á leið heim frá vinnu. Fyrir vikið er ið- andi mannlíf í miðbænum, veitinga- reksturinn blómstar og mannskepn- an er væntanlega vel haldin á sál og líkama.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.