Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1996 35 ► AMMA rokksins, Tina Turner, var í hörkuformi þegar hún var stödd í London ný- verið. Fyrr á þessu ári fluttist hún til Ziirich í Sviss ásamt vini sínum til langs tíma, Erwin Bach, sem vinnur hjá EMI-hljómplötu- fyrirtækinu. Ótrúlegt sumartilboð á kortum í World Class 1 mán kr. 3.990 3 inán kr. 9.900 6 mán . 18.000 FÓLK í FRÉTTUM TILBOÐSVERÐ 165 Itr. Kr. 6.300.-stgr. 420 Itr. Kr. 9.900.-stgr. Afar hátt hitastig, allt að 70° sér um að lífrænn úrgangur rotnar fljótt og vel. NEUDORF kassarnir eru vandaðír og þægilegir í samsetningu. Tvær stærðir fáanlegar. NEUDORF i Þýskalandi framleiðir einnig efnið "Radivit". Það inniheldur lífræna gerla sem flýta rotnun lífræns úrgangs til muna. VETRARSOL Hamraborg 1-3, Kópavogi. S. 5641864 ANTIK TVEIR GÁMAR Á LEIÐINNI T.d. mikið af sófaborðum, kommóðum og eldhússtólum. Einnig bókaskápar, sófar, kóngastólar, speglar, klukkur, borðstofusett, stök borðstofuborð, skápar, ljósakrónur, kopar- styttur, postulín, listmunir og handhnýtt persknesk teppi. VÆNTANLEGT UM 20. JÚLÍ Þess vegna rýmum við til og bjóðum allt að 70% AFSLÁTT af þeim vörum, sem eru í versluninni. OPIÐ UM HELGINA KL. 12 TIL 16. Næsta antik-uppboð verður með haustinu. BORG cfcntik FAXAFENI 5, SÍMl 581 4400. Sumarúlpur- heilsársúlpur - vetrarúlpur \<#hhsið Eg Mörkinni 6, simi 588 5518.- Næg bílastæði. Pfeiffer talar ekki af sér Russel og Carpenter saman á ný LEIKARINN Kurt Russel og leik- stjórinn John Carpenter hafa sam- einast á ný, ekki í heilögu hjóna- bandi, _ heldur kvikmyndafram- leiðslu. Árið 1981 gerðu þeir menn- ingarmyndina Flótti frá Nýju Jór- vík, eða „Eseape From New York“, sem var rómuð af gagnrýnendum. Nú stendur til að gera framhald hennar og ber það heitið Flótti frá L.A. Sagt er að Russel fái 630 milljónir króna fyrir vikið, en fjár- hagsáætlun hljóðar upp á rúma 3 milljarða króna. Flótti frá L.A. gerist í Los Angel- es framtíðarinnar. Borgin hefur losnað frá meginlandinu vegna jarð- skjálfta og verið gerð að fangaeyju. Tökur á myndinni hefjast þegar Russel lýkur leik sínum í myndinni „Executive Dec- ision“, í okt- óbermánuði næstkom- andi. Síð- asta mynd Carpenters hét Þorp hinna for- dæmdu. ►MICHELLE Pfeiffer verður seint talin til kjaftaska Holly- woodborgar. Hún er frekar dul að eðlisfari og forðast fjölmiðla eins og heitan eldinn. Þó virðist hún vera að mildast í þeim efn- um, síðan hún lék sjónvarps- fréttamann í myndinni I nær- mynd, eða „Up Close and Person- al“. „Eg hef öðlast meiri virðingu fjTÍr fréttamönnum en áður,“. segir hún. „Ég hata þá ekki. Ég er hrædd við þá.“ Michelle er gift lögmanninum David Kelley, sem sagður er jafn- vel þöglari og óframfærnari en hún. Þegar umboðsmaður Kel- leys komst að sambandinu milli þeirra, sagði hann: „Svo þú ert með Michelle Pfeiffer. Hvort ykkar talar?“ Pfeiffer og Kelley eiga tvær dætur og er önnur þeirra ættleidd. Michelle átti heima í sömu götu og O.J. Simpson á sínum tíma. Nú hefur hún selt húsið vegna alls fjölmiðlafárs- ins. Hún vill lifa lífi sínu í friði fyrir ágangi annarra, svo sem skiljan- legt er. Alltaf spræk Hver á ab hljóta Náttúru- og umhverfisverblaun Norburlandarábs í fyrsta skípti? Náttúru-og umhverfisverölaun Noröurlandaráðs veröa veitt í fyrsta sinn á þingi Norðurlandaráðs í Kuopio í Finnlandi í nóvemver nk. Verðlaunin nema 350.000 dönskum krónum. Verðlaunin má veita fyrirtæki eða samtökum, hópi eöa ein- staklingi.dagblaöi eða ritstjórn. Það er skilyrði að tillitssemi við náttúru og um- hverfi sé gert hátt undir höfði í viðkomandi starfsemi. Umhverfisverðlaunin eru veitt í því skyni að efla vitund um starf í þágu náttúru- og umhverfis á Noröur- löndum. Að þessu sinni lýtur verðlaunaveitingin að náttúruvernd, einkum hvað varðar líffræðilegan margbreytileika og tengist þannig Umhverfisárinu 1995. Öllum er hcimilt að gera tillögur um verðlaunahafa. Tillögur skulu vera rök- studdar og þeim skal fylgja lýsing á starfsáætlun og upplýsingar um hver vinnur að eða hefur unnið að áætluninni. Starfsáætlunin skal standast faglegar gæðakröf- ur og hafa gildi fyrir stærri hóp manna í einu eða nokkur hinna norrænu ríkja. Tillagan í heild má ekki ná yfir meira en 2 blaösíður A4. Verðlaunahafi er valinn af dómnefnd en í henni eiga sæti fulltrúar allra norrænna ríkja og sjálfstjómar- svæðanna Færeyja, Grænlands og Alandseyja. Nánari upplýsingar um verölaunin og fulltrúa einstakra ríkja í dómnefndirmi fást hjá skrifsofu Danmerkurdeildar Norðurlandaráðs (Nordisk Ráds danske sekre- tariat), sími 0045 33 375 950. Tillögur skulu hafa borist: Nordisk Ráds Danske Delegations Sekretariat Prins Jorgens Gárd 2 DK-1240 Kobenhavn K. í síöasta lagi hinn 1S. ágúst 1995.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.