Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1995 5 FRÉTTIR Vel fylgst með verð- mætaflutningum ÖRYGGISVERÐIR fyrirtækisins Securitas hafa orðið varir við að óviðkomandi menn fylgist grannt með verðmætaflutningum fyr- iitækisins. Að sögn Árna Guðmundssonar, deildar- stjóra öryggisgæsludeildar fyrirtækisins, hef- ur orðið vart við þetta eftir að tvær starfskon- ur Skeljungs voru rændar í vor þegar þær voru að flytja afrakstur helgarsölu nokkurra bensínstöðva í íslandsbanka við Lækjargötu. Hefur málið ekki verið upplýst. Til þess að auka frekar öryggi í verðmæta- flutningum fyrirtækisins hefur Securitas keypt sérhannaðar öryggistöskur frá sviss- neska fyrirtækinu Gehrer til að tryggja betur flutninga fyrirtækisins. Árni segir að ránið í Lækjargötu hafi greinilega orðið til þess að glæpamenn sjái fljótfenginn gróða í því að ræna flutnings- menn verðmæta. Hann segir að þeir hjá Securitas hafi ítrekuð dæmi um að fylgst sé með starfsmönnum fyrirtækisins í verðmæta- flutningum, meðal þeirra af einstaklingum sem hafa hlotið dóma fyrir afbrot. Því sé brýnt að láta þessa aðila vita að ekki borgi sig á neinn hátt að ráðast að starfsmönnum fýrirtækisins. Með töskukaupunum segir Árni að búnaður fyrirtækisins sé orðinn þannig Morgunblaðið/Ámi Sæberg STIG Eddesten, t.v., og Árni Guð- mundsson, deildarsljóri hjá Securitas. að enginn óviðkomandi geti nálgast innihald tasknanna. Hafa ekkert upp úr krafsinu Stig Eddesten, starfsmaður Prostema AB í Svíþjóð, sem er umboðsaðili tasknanna, seg- ir að töskurnar séu fyrst og fremst fyrirbyggj- andi. Þær séu búnar raftæknibúnaði sem ver þær og gefur frá sér hátíðnihljóð um leið og sá sem flytur töskuna sleppir henni. Ekki sá hægt að slökkva á hljóðinu án sérstaks búnað- ar og fer hljóðið stighækkandi. Einnig er taskan búin búnaði sem litar innihald hennar ef við hana er átt. Þá er tryggt að flutnings- maður verðmætanna geti ekki verið meðsek- ur í ránum, því viðkomandi hafi ekki aðgang að inríihaldi töskunnar. Stig Eddesten nefnir sem dæmi um fyrir- byggjandi árangur töskunnar að árið 1992 hafi flutningsmenn Securitas í Svíþjóð verið rændir 27 sinnum. Fyrirtækið keypti töskur sem þessar í desember 1992 og hefur enginn starfsmaður fyrirtækisins verið rændur síðan. „Atvinnuglæpamenn vita að það þýðir ekki að ræna þessum töskum,“ segir hann. Hann bætir við að alls hafi 17 slíkum töskum ver- ið rænt á meginlandi Evrópu, þar af tveimur í Svíþjóð, og enginn ræningjanna hafi komist meira en 500 metra frá ránsstaðnum og ekki haft neitt upp úr krafsinu. V O L V O 8 5 0 k o m i n n ! Mest verðlaunaði nýi bíll í heimi! Bíla'gagnrýnendur um allan heim hafa keppst við að verðlauna Volvo 850. Enginn nýr bíll hefur nokkru sinni fengið jafnmargar viðurkenningar eða fleiri en 40! Sem dæmi um viðurkenningar má nefna; Volvo 850 station var valinn fallegasti bíll í heirni 1994 (Ítalía), gullverðlaun fyrir bestu heildarhönnun (Japan) og besta hliðarárekstrarvörnin (Þýskaland). Kraftmikil 210 hestafla turbo vél Volvo 850 hefur komið bílagagnrýnendum verulega á óvart með aflmiklum vélum og skemmtilegum aksturseiginleikum. Allar vélarnar sem í boði eru í 850 eru 5 strokka og 20 ventla. Sú aflmesta er turbo-vélin sem skilar 210 hestöflum og er hröðun frá 0-100 km/klst. aðeins 6,8 sekúndur (5 gíra). Ríkulegur staðalbúnaður Framhjóladrif, vökvastýri, læsivarðir hemlar (ABS), spólvörn, loftpúði í stýri, hliðarioftpúðar (SlPS-bags), hemlaljós í afturglugga, rafknúnar rúður og speglar, upphitaðir og litaðir speglar, velti- og aðdráttarstýri, upphituð framsæti, samlæsing þrívirk, bflbeltaslrekkjarar, útvarpslagnir með 6 hátölurum, rafknúið loftnet, innbyggður barnaslóll í aftursæti, armpúði í nriðju aftursætis, litað gler, hæð framsæta stillanleg, fimm höfuðpúðar o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.