Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 23
22 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ1995 23
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
IGREIN hér í blaðinu í gær
segir Bergþór Halldórsson,
yfirverkfræðingur Pósts og
sima:„í þeirri umræðu, sem átt
hefur sér stað um einkarekstur
og opinberan rekstur heyrist því
sjónarmiði oft haldið fram að rík-
ið eigi ekki að skipta sér af hlut-
um sem aðrir geti séð um og
opinber fyrirtæki eigi ekki að
standa í samkeppni við einkaað-
ila. Með þessum fullyrðingum er
ekki litið á aðalatriði málsins, sem
hlýtur að vera á hvern hátt hægt
sé að veita bezta þjónustu á hag-
stæðustu verði.“
Hvað í ósköpunum á yfirverk-
fræðingur Pósts og síma við?
Þessar umræður snúast einmitt
um og hafa alltaf snúizt um,
hvernig hægt sé að veita neytend-
um bezta þjónustu á hagstæðustu
verði! Það verður erfitt, ef ekki
ómögulegt, að finna dæmi þess
að þjónusta við neytendur hafi
versnað, hafi ákvörðun verið tek-
in um að hætta opinberum af-
skiptum af einhverri atvinnu- eða
þjónustugrein.
Fyrir nokkrum árum birtist
stórmerkur greinaflokkur í
brezka dagblaðinu Financial Tim-
es, sem er eitt virtasta dagblað
í heimi. í þessum greinaflokki,
sem fjallaði m.a. um kostnað við
símtöl á milli landa var sýnt fram
á með óyggjandi rökum, að syst-
urfyrirtæki Pósts og síma um
heim allan stunduðu með samráði
og samstarfi sín í milli og í skjóli
einokunar óheyrilega okurstarf-
semi við sölu á þessari þjónustu.
Það er af þessum ástæðum
m.a. að víða um lönd er jiú að
verða breyting á þeirri einokun,
sem opinber fyrirtæki af sama
tagi og Póstur og sími hafa haft
Árvakur hf., Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir' Gunnarsson.
frá upphafi.
Bergþór Halldórsson gerir sér-
staklega að umtalsefni þá skoðun
Morgunblaðsins, að Póstur og
sími eigi að hætta samkeppni við
einkafyrirtæki í sölu á notenda-
búnaði. Hann segir að reynslan
af því að einkafyrirtæki ein hefðu
rétt tiÞað selja farsíma á sínum
tíma hafi verið slæm og þá fyrst
hefðu farsímar lækkað í verði,
þegar Póstur og sími hefði hafið
sölu þeirra.
Um þetta er eftirfarandi að
segja: einkafyrirtæki eru engar
heilagar kýr. Hafi þau tækifæri
til að skapa sér einokunaraðstöðu
eða sterka vígstöðu í skjóli fá-
keppni nýta þau sér hana eins
og dæmin sanna m.a. hér á Is-
landi. Þess vegna hafa annars
vegar verið sett lög og reglur til
þess að koma í veg fyrir samráð
á milli fyrirtækja um verðlagn-
ingu og hins vegar hefur Morgun-
blaðið m.a. lagt ríka áherzlu á
nauðsyn aukinnar samkeppni er-
lendis frá.
Hafi einkafyrirtæki verið stað-
in að slíku samráði sín í milli í
sölu farsíma eins og yfirverk-
fræðingur Pósts og síma gefur
til kynna er það verst fyrir þau
sjálf og það eru til aðrar aðferðir
til að koma í veg fyrir slíkt sam-
ráð en íhlutun Pósts og síma. Á
hinn bóginn er það alþekkt aðferð
fyrirtækja, sem hafa ráðandi
markaðsaðstöðu að bjóða verð,
sem er langt fyrir neðan kostnað-
arverð í ákveðinn tíma til þess
að drepa keppinautana. Um þetta
eru því miður ljót dæmi úr ís-
lenzku viðskiptalífi en hér skal
því ekki haldið fram, að Póstur
og sími hafi beitt þeim aðferðum
til að lækka verð á farsímum.
Einkafyrirtækin í þeirri grein
svara fyrir sig.
Það er staðreynd, að verð_ á
GSM-símum hefur lækkað á ís-
landi vegna samkeppni einkafyr-
irtækja við Póst og síma. í því
sambandi birtir Bergþór Hall-
dórsson samanburð á kostnaði
neytenda við GSM-símakerfi í
Þýzkalandi og hér og segir að
verð í íslenzka GSM-símakerfinu
sé það lægsta, sem þekkist í slík-
um kerfum. Samanburðurinn er
ófullnægjandi vegna þess, að inn
í hann vantar kostnað við kaup
á símatækinu.
Aðalatriði málsins er þó, að
vilji erlend fyrirtæki í samstarfi
við íslenzka aðila taka fjárhags-
lega áhættu af því að hefja rekst-
ur á GSM-símakerfi í samkeppni
við Póst og síma eru nákvæmlega
engin rök til að hafna slíkri
beiðni. íslenzkir neytendur munu
ekki borga tapið af því heldur
hinir erlendu aðilar, ef þeir tapa
peningum á slíkum rekstri.
Bergþór Halldórsson réttlætir
samkeppni Pósts og síma við
einkafyrirtæki í hraðflutningum
á pósti með því að þau fyrirtæki
starfi einungis í þéttbýli. í þessu
sambandi kemst einn af æðstu
yfirmönnum Pósts og síma að
þeirri niðurstöðu, að fyrirtækið
veiti Morgunblaðinu „félagslega
aðstoð“ (!) í formi lágra póstburð-
argjalda á blaðinu til kaupenda í
afskekktustu byggðum. Ef Póst-
ur og sími væri einkafyrirtæki,
sem ætti viðskipti við annað
einkafyrirtæki, Morgunblaðið, af
þeirri stærðargráðu, sem um er
að ræða, mundi einum æðsta
stjórnanda slíks einkafyrirtækis
ekki detta í hug að hafa uppi slík-
an skæting í garð góðs viðskipta-
vinar heldur telja sjálfsagt að
bjóða honum magnafslátt vegna
góðra viðskipta. En slíkur hugs-
unarháttur þekkist bersýnilega
ekki hjá Pósti og síma.
Hins vegar valda tæknifram-
farir því, að Morgunblaðið og
kaupendur þess eru ekki lengur
jafnháðir því að Póstur og sími
taki að sér flutning á blaðinu
vegna þess, að nú eiga kaupendur
um allan heim kost á því að kaupa
áskrift að því á Internetinu. Áð
vísu er þjónusta Pósts og síma á
því sviði ekki fullnægjandi. Einn
af ráðherrum í ríkisstjórn ís-
lands, Björn Bjarnason, mennta-
málaráðherra, hefur líkt þeirri
þjónustu við það að bjóða mönn-
um upp á kerrustíga fyrri alda í
stað hraðbrauta nútímans.
EINKAREKSTUR OG
FRJÁLS SAMKEPPNI
DANTE HELDUR
áfram að lýsa handleiðslu
Beatrísu í upphafskviðu
Paradísarljóðanna og má
segja að skáldleg sýn hans
fari himinskautum. Hann
tvinnar saman jarðneskar
minningar og reynslu og innblásnar lýsingar á himin-
hvolfinu og því guðdómlega umhverfí sem við biasir.
Beatrísa fagnar þeim framförum sem hún sér í sál
hans og þannig er förinni haldið áfram, frá einni
hugmynd til annarrar, og allt byggt á fyrmefndum
forsendum heimsmyndar kaþólskrar miðaldakirkju,
guðdómlegu fyrirheiti og fögnuði þeirrar æskuástar,
sem er skáldinu leiðarljós að sjálfum guðdóminum.
En þó er einsog skuggi jarðneskrar reynslu fylgi
Dante að leiðarlokum.
í síðustu kviðu Gleðileiksins guðdómlega ávarpar
Dante sjálfa guðsmóður og biður í auðmýkt sinni um
styrk svoað hann geti eygt bjarta tinda ljóssins, eins-
og hann kemst að orði. Hún, sem í fátækt sinni fæddi
Frelsarann sem klæddist gervi mannsins, er beðin
af heitu hjarta að taka svart moldarmyrkrið frá aug-
um skáldsins.
Lokakviðan hefst með þessum orðum, svo að vitn-
að sé milliliðalaust í skáldið sjálft:
Vergine Madre, figlia del tuo Figlio,
UmRe ed alta piú che creatura -
eða:
Jómfrúin dýra, dóttir eigin sonar,
dýrleg og auðmjúk, hæstri tign gæddist -
Af þessu má sjá hve guðsmóðir gegnir miklu hlut-
verki í kaþólskri trú, og er engin tilviljun að Dante
opnar síðustu kviðuna með ávarpi til hennar. Hann
lýkur svo verki sínu með þessum mikilfenglegu orð-
um, sem eru ekkisíður einskonar minnisvarði um
mátt listar og skáldskapar en það efni sem um er
fjallað í þessu sígilda miðaldakvæði:
Og líkt og mæta allir punkti einum
við öxul geislar hjóls á vegi förnum,
svo lukti um mig sú ást, er höndum hreinum
heldur á sól og jörð og öllum stjörnum.
Þóað efni hins Guðdómlega gleðileiks hafi kannski
verið skáldinu efst í huga, enda segir hann sjálfur
að hann hafi viljað upplifa þessa reynslu áðuren hann
dæi, þá er hitt jafnvíst, að það er hvorki efni né boð-
skapur ljóðaflokksins sem hefur borið hann fram til
sigurs, þráttfyrir byltingar og breytta tíma, heldur
stórfengleg list hans. Það er í henni sem Dante Alighi-
eri varð ódauðlegur, hvernig svosem honum hefur
vegnað eftir að sál hans skildi við líkamann.
Ahrifa Hins guðdómlega gleðileiks sér víða stað
en þekktust er líklega setningin í 1. kafla Eyðilands-
ins eftir T.S. Eliot, Greftrun dauðra, I had not tho-
ught death had undone so many (ég hélt ekki dauð-
inn hefði eytt svo mörgum) sem tekin er úr 3. kviðu
gleðileiksins en þar er einnig að fínna þá frægu setn-
ingu við inngöngu Hetjar að þeir skyldu yfírgefa von-
ina sem færu þar inn. I skýringum þýðanda Eyðilands-
ins, Sverris Hólmarssonar, segir um þetta: “[63. Sbr.
Infemo III, 55-57:
’si lunga tratta
di gente, ch’io non avrei mai creduto
che mor’e tanta n’avesse disfatta.’]
(“svo löng röð af fólki að ég hefði aldrei getað
trúað að dauðinn hefði grandað svo mörgum.“) Dante
er hér staddur í fordyri Vítis, þar sem þær dauðu
sálir dveljast sem hvorki gerðu gott né illt í lífi sínu
og þjóta nú fram og aftur í algeru tilgangsleysi,
stungnar af vespum og geitungum.
Fyrsta tivísun [Eliots] af mörgum í Divina Comme-
dia eftir Dante Alighieri (1265-1321), sem lýsir ferð
hans gegnum helvíti, hreinsunareld og himnaríki."
M
(meira næsta sunnudag)
HELGI
spjall
IREYKJAVIKURBREFI FYRIR
hálfum mánuði var meðal ann-
ars vikið að því hvernig mark-
aðsvæðing og alþjóðavæðing
takmörkuðu valdsvið stjórn-
málamanna. Stundum hefur
þetta tvennt farið hönd í hönd
- markaðsvæðingin hefur oft
komið að utan. Heimuri.nn skreppur æ
hraðar saman með bættum samgöngum,
fjarskiptum og fjölmiðlun og upplýsinga-
streymið á milli ríkja og heimsálfa eykst
í sífellu. Ein afleiðing þessarar þróunar
er auðvitað sú að íslenskur almenningur
hefur miklu meiri upplýsingar en áður um
fyrirkomulag ýmissa mála erlendis og er
í mun betri aðstöðu til að bera saman
ýmis þau gæði, sem bjóðast í nágranna-
löndunum, og framboð vöru og þjónustu
á íslandi. Að fengnum þeim samanburði
sættir fólk sig sjaldnast við að þurfa að
búa við lakari kost en nágrannaþjóðirnar,
hvorki varðandi verðlag né úrval vöru og
þjónustu. Röksemdimar, sem lengi hafa
verið hafðar uppi í íslenskri stjórnmálaum-
ræðu, að sjálfsagt sé og réttlætanlegt að
önnur lögmál gildi um verslun, viðskipti
og þjónustu á íslandi en annars staðar,
eru á hröðu undanhaldi. Mörg „sérein-
kenni“ markaðarins á íslandi hafa þannig
horfíð á undanförnum árum; ríkiseinokun
í Ijósvakafjölmiðlun, sjónvarpslausir
fimmtudagar, bjórlausar krár, stuttur af-
greiðslutími matvöruversiana, gjaldeyris-
höft - allt hefur þetta orðið undan að láta.
Aðhaldið að jafnt stjómmálamönnum sem
markaðnum sjálfum og fýrirtækjunum,
sem bjóða fram vöm og þjónústu, er í
auknum mæli orðið alþjóðlegt.
Alþjóðavæðingin þrýstir á um breyting-
ar, hvort sem mönnum líkar betur eða
verr. í sumum tilfellum hafa neytendur
einfaldlega getað beint viðskiptum sínum
út fyrir landsteinana vegna óánægju með
verðlagið. Dæmi um þetta er hvernig ódýr-
ar verslunarferðir til írlands og Bretlands
hafa þrýst á íslenska fatakaupmenn að
lækka verð og bæta þjónustu. Það hefur
beinlínis getað borgað sig, ekki síst fyrir
stórar fjölskyldur, að gera stórinnkaup í
fataverslunum í Dublin eða Newcastle,
þrátt fyrir að við reikninginn bætist flug
og gisting. í þessu tilviki og ýmsum öðrum
er fjarlægð íslands frá öðrum löndum ekki
lengur sú vernd, sem hinn innlendi mark-
aður hefur getað treyst á.
Landbúnað-
ur og nýtt
neyslu-
mynstur
I OÐRUM TIL-
fellum er erfíðara
um vik fyrir neyt-
endur að „kjósa
með fótunum“ eins
og það hefur stund-
um verið kallað, og
beina viðskiptum
sínum út fyrir landsteinana. Ofannefnt til-
vik er dæmi um að hinn ftjálsi markaður
er tiltölulega sveigjanlegur og kemur til
móts við óskir viðskiptavinanna. Þegar
hins vegar er á hið opinbera að sækja,
getur verið erfiðara um vik. Stjómkerfið
tekur oft ekki við sér fyrr en komið er að
því að þolinmæði almennings þverri— og
atkvæðum stjórnarflokka fækki.
Ýmis dæmi eru um að neyslu- og lífs-
hættir þorra almennings í landinu eru í
raun komnir mörgum skrefum á undan
ákvörðunum stjórnvalda. Eitt af nærtæk-
ari dæmunum um þetta er hvemig breyt-
ingar á neyslumynstri almennings þrýsta
á um breytingar á landbúnaðarkerfínu.
Neysla á kindakjöti innanlands hefur
minnkað miklu hraðar en stjórnvöld áttu
von á, er búvörusamningurinn var gerður
við bændur. Ástæðan er ekki eingöngu
hátt verð á kjötinu, heldur einnig breyttur
smekkur - fyrir rúmu ári birtust niðurstöð-
ur kannana, sem sýndu fram á að íslend-
ingar neyttu orðið meira pasta en ítalir -
miðað við höfðatölu. Með nýrri kynslóð
breytast neysluhættirnir að sjálfsögðu.
Matargerð á einkaheimilum á Islandi er
undir æ meiri alþjóðlegum áhrifum og
kindakjötsréttir eru þar af leiðandi ekki
endilega efstir á vinsældalista ungra fjöl-
skyldna. Þetta er staðreynd, sem ekki verð-
ur horft framhjá við endurskoðun landbún-
aðarkerfisins og hins opinbera stjórnkerf-
is, sem miðað hefur að því að tryggja tekj-
ur bænda. Yngri kynslóð fyrirvinna ís-
lenskra heimila hlýtur að spyija hvers
vegna hún eigi að leggja fram dijúgan
skerf af skattpeningum sínum til þess að
styrkja framleiðslu, sem æ færri kaupa.
Fregnir af áformum um endurskoðun bú-
vörusamningsins bera reyndar vott um að
bæði stjórnvöld og bændur taki eitthvert
mið af þessum raunveruleika. Hér hlýtur
leið hins fijálsa markaðar að verða valin,
þótt það kunni að verða sársaukafullt fyr-
ir bændastéttina til skamms tima litið.
Sama máli gegnir um innflutning á land-
búnaðarafurðum. Vandræðagangurinn
varðandi þann takmarkaða innflutning
landbúnaðarvara á hóflegum tollum, sem
á að vera leyfilegur samkvæmt GATT-
samkomulaginu, er orðinn stjórnvöldum
til skammar. Sú mynd, sem almenningur
fær af hinu opinbera stjórnkerfí, er sú að
það geri allt sem í valdi þess stendur til
að torvelda innflutninginn og hindra þann-
ig að úrval landbúnaðarvara í hillum ís-
lenskra verslana verði sambærilegt við
það, sem gerist erlendis. Þegar fram líða
stundir mun íslenskur almenningur ekki
sætta sig við slíkt og kröfur um aukið
fijálsræði í þessum efnum munu verða
háværari.
Breytt við-
horf í áfeng-
ismálum
REYKJAVIKURBREF
Laugardagur 15 júlí
IÍKLEGA SKER
ísland sig hvergi
jafnmikið úr lengur
í samanburði við
helstu nágranna-
lönd okkar og í
áfengismálum. Umræður á opinberum
vettvangi um þessi mál hafa alltjof lengi
einkennst af ofurviðkvæmni, feimni og
skinhelgi. í nýlegum umræðum á Alþingi
um breytingar á áfengislögum kom greini-
lega í ljós að margir þingmenn virðast
eiga erfítt með að halda uppi sæmilega
skynsamlegum umræðum um áfengismál.
Auðvitað verður ekki hjá því litið að óhóf-
leg áfengisneysla hefur skaðlegar og sorg-
legar afleiðingar í för með sér. Enginn
mælir gegn því að kapp sé lagt á forvarn-
ir og barist gegn ofneyslu áfengis.
Það breytir aftur á móti ekki þeirri stað-
reynd að þeir eru margir, sem misnota
ekki áfengi og að viðhorf margra alþingis-
manna eru í litlu samræmi við þann veru-
leika, sem við blasir úti í þjóðfélaginu.
Staðreyndin er sú að neyslumynstrið
hefur verið að breytast upp á síðkastið. I
vikunni var greint frá því að á fyrstu sex
mánuðum þessa árs hefði neysla á bjór
aukist um 15% miðað við síðasta ár og
rauðvínsneysla um 8%, á sama tíma og
samdráttur varð í neyslu á sterku áfengi.
Svipuð þróun átti sér stað á síðasta ári.
Margt bendir til að áfengisneysla á íslandi
sé smám saman að færast frá sterkari
tegundum áfengis yfir í léttari tegundir á
borð við vín og bjór og verða þar með lík-
ari því sem gengur og gerist á meginlandi
Evrópu og víðar. Til marks um þetta er
hinn stóraukni áhugi á léttum vínum. Um
þau eru gefnar út bækur og haldin fjöl-
sótt námskeið, sem hefði verið nánast
óhugsandi fyrir áratug. Þetta er í takt við
þróunina á Vesturlöndum yfirleitt, sem
varla getur talist óæskileg.
Annað merki um breyttar venjur í áfeng-
isneyslu er hin mikla fjölgun vínveitinga
húsa á síðustu árum. Þau voru 141 í
Reykjavík um síðustu áramót, samanborið
við 93 árið 1990, 17 árið 1980 og þijú
árið 1954.
Verðlag á áfengi er aftur á móti fyrir
löngu komið út fyrir öll velsæmismörk.
Líklega er áfengi óvíða dýrara á Vestur-
löndum en hér á landi.
1 verðkönnun, sem birt var í Morgun
blaðinu á síðasta ári, þar sem gerður var
samanburður á áfengisverði í Svíþjóð og
á íslandi, kom í ljós að ótrúlegur munur
er á verði á einstökum léttvínstegundum
hér á landi og í Svíþjóð. Voru þær rauð
vínstegundir sem seldar voru jafnt í Sví-
.
ÚR Elliðaárdal. Esjan er í baksýn.
þjóð sem á Íslandi að meðaltali 78,4%
dýrari á íslandi en hvítvínstegundir 83,4%
dýrari. Einstaka tegundir voru allt að 147%
dýrari á íslandi en í Svíþjóð. Þrátt fyrir
það er verðlag á áfengi í Svíþjóð með því
hæsta sem gerist í Evrópu.
Það verður sífellt erfíðara að réttlæta
þessa ofurverðlagningu á áfengi og sjálfs-
blekking að halda því fram að með þessu
sé verið að draga úr áfengisneyslu. Hin
opinbera einkasala áfengis á íslandi seldi
á síðasta ári áfengi fyrir tæpa 7,8 millj-
arða króna og því er ljóst að áfengissala
er ekki einungis mikilvæg tekjulind fyrir
hið opinbera heldur vegur hún einnig þungt
í útgjöldum heimilanna.
Það þarf ekki mikla reikningskunnáttu
til að sjá að jafnvel mjög hófleg meðal-
neysla á áfengi - miðað við neyslumynst-
ur í mörgum nágrannalöndum okkar - er
vart á færi annarra en hátekjufólks.
Hið háa verð hefur hins vegar ekki orð-
ið til að halda aftur af neyslu heldur leitt
til að stór hluti neyslunnar fer hreinlega
fram hjá hinu opinbera kerfí. Fólk hættir
ekki að drekka áfengi þótt verð þess hækki
heldur verður sér úti um áfengi eftir ódýr-
ari leiðum. Afleiðingin er sú að hér hefur
myndast risavaxið neðanjarðarhagkerfí
fyrir áfengi. Miklu magni er smyglað til
íslands á ári hverju og talið er að selt sé
ólöglega eimað áfengi fyrir hundruð millj-
óna króna á ári hveiju. Hvort tveggja er
auðvitað lögbrot og aukinheldur ekki til
þess fallið að bæta umgengni um áfengi.
Fyrir tveimur árum lýsti forstjóri ÁTVR
því yfir að líklega væru 10% áfengisneyslu
í landinu brugg. Að auki kemur mikið
áfengi inn í landið sem keypt er á lögleg-
an hátt í fríhöfnum. Opinberu neyslutöl-
urnar eru því að vissu leyti blekkjandi.
Færa má rök fyrir því að verðlækkun á
áfengi myndi stuðla að því að hin ólöglega
starfsemi legðist að miklu leyti af, sem
myndi vega upp á móti tekjutapi ríkis-
sjóðs. Jafnframt yrði slík verðlækkun auð-
vitað hrein kjarabót fyrir þann mikla fjölda
íslendinga, sem kýs að neyta áfengis í
hófí. Ekki má heldur gleyma því að hátt
verðlag á áfengi er það, sem oft er efst á
blaði þegar erlendir ferðamenn eru beðnir
um að telja upp neikvæðar hliðar íslands
sem ferðamannalands.
Raunhæf
áfengis-
stefna
ER EKKI ORÐIÐ
löngu tímabært að
hér á landi verði
mótuð raunhæf og
nútímaleg áfengis-
stefna, sem tekur
mið af raunveruleikanum en ekki nítjándu
aldar púritanisma og sjálfsblekkingu?
Áfengisneysla er álíka gömul og siðmenn-
ingin sjálf og áfengis hefur verið neytt á
íslandi frá upphafi landnáms. í nær öllum
ríkjum í kringum okkur er litið á áfengi
sem sjálfsagða neysluvöru, litlar hömlur
eru á áfengissölu og verðlag langt fyrir
neðan hið íslenska. Þrátt fyrir það fæst
ekki séð að aðrar þjóðir fari verr með
áfengi en íslendingar. Þvert á móti má
færa sterk rök fyrir því að það séu ein-
mitt höftin og verðjagsstefnan sem séu
undirrótin að því að íslendingar eigi erfið-
ara með að umgangast áfengi en aðrar
þjóðir. Þannig hafa margir þeirra þúsunda
Islendinga, sem dvalist hafa langdvölum
erlendis, tamið sér siði viðkomandi þjóða
í þessum efnum. Rökin fyrir því að önnur
lögmál eigi að gilda á Islandi en annars
staðar eru vandfundin í þessu máli sem
öðrum.
Hér er enn eitt dæmið komið um það,
að almenningur hefur breytt um lífshætti,
en hið opinbera kerfí fylgir ekki á eftir.
Rétt eins og á öðrum sviðum gengur ekki
að reyna að halda uppi stefnu, sem geng-
ur þvert á það sem gengur og gerist ann-
ars staðar. Margt bendir til þess að innan
fárra ára verði smásala á áfengi afnumin
í Finnlandi og Svíþjóð vegna Evrópusam-
bandsaðildarinnar og má þá gera ráð fyrir
að Noregur fylgi í kjölfarið. Hvaða vit
væri í því að í byijun 21. aldarinnar yrði
ísland hugsanlega eina Evrópulandið, þar
sem menn yrðu að fara í sérstakar ríkis-
búðir til að kaupa áfengi? Rétt eins og
margar aðrar vörur er áfengi hættulegt,
sé það misnotað, en hins vegar eru dæmin
miklu fleiri um að það sé notað í hófí.
Forvarnar- og fræðslustarf er mun líklegra
til að skila árangri í vímuefnamálum en
fráleit verðlags- og haftapólitík. Samhliða
breyttri stefnu í áfengismálum er sjálfsagt
og eðlilegt að stórauka forvarnarstarf og
beita til þess nútímalegri aðferðum, en hér
hafa tíðkast.
Alþjóðavæð-
ing í hug-
skoti þjóð-
arinnar
DÆMIN, SEM
nefnd eru hér á
undan, eru langt í
frá þau einu, þar
sem hið opinbera
kerfi hefur ekki
brugðist við alþjóð-
legum áhrifum sem
skyldi. Sennilegt er að þeim fari fjölgandi
á næstu árum, með síauknum alþjóðlegum
samskiptum. Með vaxandi alþjóðlegum
samskiptum og æ meiri möguleikum ungra
íslendinga til að hasla sér völl erlendis,
verður sífellt mikilvægara að ísland geti
boðið sambærileg lífskjör á sem flestum
sviðum og nágrannalöndin. Sá vísir að
stórborgarsamfélagi sem hefur orðið til í
Reykjavík - með öllum sínum neikvæðu
hliðum - er til dæmis ein forsenda þess
að margt ungt fólk geti hugsað sér að
snúa aftur heim frá námi erlendis. Það
verður einfaldlega ekki spornað við hinni
alþjóðlegu þróun og áhrifum hennar á ís-
landi. Fjarlægð íslands frá umheiminum
er ekki lengur röksemd fyrir því að hér
eigi hlutirnir að vera með öðrum hætti en
annars staðar. Hún kallar miklu frekar á
það að hér sé boðið upp á sambærileg
kjör að flestu leyti og í þeim ríkjum, sem
ísland hefur helst verið borið saman við,
einmitt vegna þess að það er hvorki ódýrt
né auðvelt að komast í annað umhverfi,
sætti menn sig ekki við hið íslenska. Eigi
að vera hægt að tryggja búsetu í landinu
til frambúðar, getur ísland ekki orðið
„öðruvísiland“.
Stundum er amast við þeirri stofnana-
bundnu alþjóðavæðingu, sem hefur átt sér
stað með aðild íslands að alþjóðlegum
samningum sem fela í sér margs konar
skuldbindingar, til dæmis samningnum um
Evrópskt efnahagssvæði og GATT-sam-
komulaginu. Það heyrist að með aðild að
þessum samningum og þeim stofnunum,
sem þeim tilheyra, sé verið að beygja sig
fyrir valdboði að utan. Staðreyndin er hins
vegar sú, að alþjóðavæðingin á sér stað,
burtséð frá aðild íslands að alþjóðlegum
sáttmálum. Hún á sér stað í hugskoti þjóð-
arinnar, sem fer fram á að búa við sömu
aðstæður og þær þjóðir, sem standa okkur
næst. Ef eitthvað er, stuðlar aðildin að
milliríkjasamningum að því að hraða þró-
un, sem er óhjákvæmileg.
Morgunblaðið/Ingólfur Guðmundsson
„Alþjóðavæðingin
á sér staðj burtséð
frá aðild Islands
að alþjóðlegum
sáttmálum. Hún á
sér stað í hugskoti
þjóðarinnar, sem
fer fram á að búa
við sömu aðstæð-
ur og þær þjóðir,
sem standa okkur
næst. Ef eitthvað
er, stuðlar aðildin
að milliríkja-
samningum að því
að hraða þróun,
sem er óhjá-
kvæmileg.“