Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1995 33 I DAG Árnað heilla Q AARA afmæli. A O vl morgun, mánudag- inn 17. júlí, er áttræður Júlíus Ingibergsson, fyrr- verandi útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, nú til heimilis í GLaðheimum 12, Reykjavík. Júlíus er kvæntur Elmu Jensdóttur og dvelja þau hjónin á Ak- ureyri. BRIPS Umsjón GuAmundur Páll Arnarson ÍSLENSKA liðið vann Dani 21-9 í þriðju umferð Evr- ópumótsins í vel spiluðum leik. Úrslitin voru sann- gjörn í þeim skilningi að heppnisþátturinn dreifðist nokkuð jafnt á báðar sveit- ir. Tvívegis keyrðu íslend- ingarnir í þunn þijú grönd, sem unnust vegna hag- stæðrar legu, en Danir fengu á móti slemmusveiflu í þessu spili: Suður gefur; AV á hættu. Norður 4 ÁKG82 4 3 ♦ D3 4 G10765 Vestur Austur 4 D7 4 53 4 10965 llllll 4 KDG742 ♦ K754 'lll" ♦ G86 4 982 4 D4 Suður 4 10964 4 Á8 ♦ Á1092 4 ÁK3 í opna salnum voru Koch-Palmund og Jens Auken með spil NS gegn Jóni Baldurssyni og Sævari Þorbjörnssyni: Vestur Norður Austur Suður Jón Koch Sævar Auken 1 tígull Pass 1 spaði Pass 3 spaðar Pass 4 tigiar Pass 4 hjörtu Pass Pass 4 spaðar 6 spaðar Pass Allir pass 4 grönd í lokaða salnum Voru Guðm. P. Amarson og Þor- lákur Jónsson í NS gegn Blakset og Christiansen: Vestur Norður Austur Suður Blakset Þorlákur ChristiansenGuðm. 1 grand Pass 2 hjörtu* Dobl 3 spaðar Pass 4 spaðar Allir pass *yfirfærsla í spaða Auken og Koch spila veikt grand og því opnar Auken á tígli, en sýnir síðan 15-17 punkta með stökkinu í 3 spaða. Kock reynir við slemmu með 4 tíglum og þá halda Auken engin bönd. Þorlákur hefur raunar sömu upplýsingar og Koch þegar hánn tekur ákvörðun um að segja einungis 4 spaða. Sem er betra spilmat, því slemman er vond. I fyrsta lagi þarf spaðadrottningin að koma í leitimar og síðan þarf að vinna úr laufrnu. Kemur það tvennt til greina; annaðhvort að svína fýrir drottninguna, eða toppa laufið, trompa út hjartað og spila vöminni inn á lauf- drottningu. Vömin þarf þá að hreyfa tígulinn. Eins og sést, er sama hvor leiðin er valin - spilið liggur einfald- lega til vinnings. ^ffÁRA afmæli. Á | Omorgun, mánudag- inn 17. júlí, verður Sjötíu og fimm ára Helgi Sæ- mundsson, rithöfundur og fyrrverandi ritsljóri, Miklubraut 60, Reykja- vík. Hann er fæddur á Stokkseyri árið 1920. Kona hans er Valný Bárðardótt- ir, frá Hellissandi. í tilefni dagsins bjóða þau hjónin vini og ættingja velkomna í Akoges-salinn, Sigtúni 3, Reykjavík, á afmælisdaginn frá kl. 20.30. r»/\ÁRA afmæli. í dag, ÖV/sunnudaginn 16. júlí, er sextug Jakobína Guð- mundsdóttir, Lindargötu 44, Reykjavík. Hún og maður hennar Orn Sche- ving, taka á móti ættingj- um og vinum í Víkingasal Hótels Loftleiða, kl. 16 til 18 á afmælisdaginn. Ljósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman þann 17. júní sl. í Garðakirkju af sr. Karli Sig- urbjörnssyni, Guðrún Ragnarsdóttir og Hjörtur Ragnarsson. Heimili þeirra er á Tómasarhaga 13, Reykjavík. þjósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefm voru saman þann 3. júní sl. í Mosfellskirkju af sr. Jóni Þorsteinssyni, Guðrún Indriðadóttir og Jón Eg- ilsson. Heimili þeirra er í Hraunbæ 156, Reykjavík. fy/\ÁRA afmæli. Á i ömorgun, mánudag- inn 17. júlí, verður Sveinn Ásgeirsson, hagfræðing- ur, Hraunbæ 114, Reykja- vík, sjötugur. Sambýlis- kona hans er Hrafnhildur Hreiðarsdóttir. Þau verða á Hótel Búðum, Snæfells- nesi, á afmælisdaginn. Ljósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefln voru saman þann 10. júní sl. í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni, Aðalheiður Kristinsdóttir og Walter Ehart. Heimili þeirra er á Hallfríðarstöðum, Akur- eyri. f'/VARA afmæli. A OV/morgun, mánudag- inn 17. júlí, verður Guð- björg D. Sigmundsdóttir, hjúkrunarf ræðingur, Skólagerði 14, Kópavogi, fimmtug. Hún tekur ásamt eiginmanni sínum Heimi Pálssyni, á móti gestum á heimili sínu á afmælisdag- inn kl. 17-19. Ljósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman þann 3. júní sl. í Langholtskirkju af sr. Sig- urði Hauki Guðjónssyni, Kristín Hermannsdóttir og Sæmundur Helgason. Heimili þeirra er í Orrahól- um 3, Reykjavík. STJÖRNUSPÁ cftir Frances Drakc KRABBI Afmælisbarn dagsins: Þú sækirfast á brattann og kemst þangað sem þú ætlarþér. Hrútur (21. mars - 19. aprfl) a-ft Félagar vinna vel saman að hugmynd, sem getur fært báðum velgengni. Farðu sparlega með fjármuni þína í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú nýtur þess að fá tæki- færi til að blanda geði við aðra fyrri hluta dags. Síðar þarft þú tíma til að sinna einkamálunum. Tvíburar (21.maí-20.júní) Þú tekur lífinu með ró í dag, skreppur í bíó eða tekur þér bók í hönd. En í kvöld skemmtir þú þér vel í vina- hópi. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Hg Þú hefur gaman af að um- gangast börn í dag, hvort sem þau eru þín eigin eða annarra. Boð í samkvæmi freistar þin ekki. Ljón (23. júlf - 22. ágúst) Þú hefur áhuga á umbótum á heimilinu, en þarft að taka tillit til skoðana maka eða ástvinar áður en þú tekur ákvörðun. Meyja (23. ágúst - 22. september) éi Þú kemur vel fyrir í dag og átt auðvelt með að sannfæra aðra. Notaðu tækifærið til að koma áhugamáli þínu á framfæri. (23. sept. - 22. október) Það er stutt öfganna á milli hjá þér. Stundum ertu eyðslukló, og stundum sérðu eftir hveijum eyri. Temdu þér jafnvægi Vogarinnar. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) 9Kj0 Þú átt við vandamál að glíma, og góður vinur hjálpar þér að fínna lausnina. Hugs- aðu þig vel um áður en þú skiptir um vinnu. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Félagslífið og verkefni úr vinnunni togast á um tíma þinn í dag. Ljúktu verkefninu fyrst og slakaðu svo á í vina- hópi. Steingeit (22. des. - lð.janúar) í stað þess að bjóða heim gestum í dag ættir þú að skreppa í stutta lautarferð með ijölskyldunni og taka nesti með. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) 4h Þú hafur ekki mikinn áhuga á stjórnmálum, en tekur að þér verkefni á vegum sveit- arfélags þíns og nýtur stuðn- ings íjölskyldunnar. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ÍS* Vinur gefur þér mjög góð ráð í dag, sem þú ættir að hlusta vel á og fara eftir. Eyddu kvöldinu með ástvini. Stjörnusþóna d aó lesa sem dœgradvöl. Sþdr af þessu tagi byggjast ekki d traustum grunni visindalegra stad- reynda. AFMÆLI Afmælisbörnin, Helgi Sæmundsson (lengst t.v.) og Sveinn Ásgeirsson (í miðið) við upptöku á útvai’psþættinum Já eða nei veturinn 1954-55. Með þeim eru (f.v) Guðmundur Sigurðsson, Steinn Steinarr og Karl Isfeld. SVEINN ASGEIRS- SON OG HELGI SÆMUNDSSON SVO ber til að seytjánda júlí eiga tveir menn afmæli, sem hvor um sig hefur unnið sér til ágætis nokk- uð á liðinni ævi. Þetta eru þeir Helgi Sæmundsson, ritstjóri og Sveinn Ásgeirsson, hagfræðingur. Helgi er sjötíu og fimm ára, en Sveinn er sjötíu ára. Við afmæli þessara manna rifjast upp, að árið 1956-7 ástunduðu þeir að skemmta íslendingum ásamt þeim Sigurði Magnússyni, blaðafulltrúa Loftleiða, Sigurði Ólasyni, lög- fræðingi, Friðfinni Ólafssyni for- stjóra og undirrituðum. Sigurðarn- ir og Friðfinnur eru látnir. Þessi hópur ástundaði gamansemi undir stjóm Sveins Ásgeirsonar bæði í samkomuhúsum hér í Reykjavík og á fjölmennum stöðum úti um land. Þótti þetta vel til fundið á sínum tíma, en Sveinn Ásgeirsson hélt svo skemmtiþáttum áfram á næstu árum og þá í samvinnu við ríkisútvarpið. Nú er orðið ansi langt um liðið síðan fyrrgreindur hópur var að ærslast frammi fyrir áhorfendum. Við reyndum einstaka sinnum að rífa okkur upp í einskonar tilþrif. Stundum tókst það og stundum ekki. Hins vegar bar töluvert á því að af hópnum færu sögur þar sem hann var gestkomandi. Á ein- um stað var því haldið fram, að við vildum fá brennivín út á hafra- grautinn á morgnana. Þetta var svo sem nógu fyndið, nema hvað við borðuðum ekki hafragraut á morgnana í ferðum okkar. Sveinn var duglegur við að búa út alls konar þrautir, sem við urðum að leysa og ein þeirra endaði með brúðkaupsferð keppenda til Spán- ar. Nú er þessu öllu lokið fyrir mörgum árum. Spánarferðir, sem nú eru orðnar algengar, voru það ekki á tíma brúðkaupsferðarinnar. Sveinn Ásgeirsson var uppáfinn- ingasamur og góður stjórnandi, en þeir sem voru með honum í hópnum voru stundum að reyna fyrir sér við að koma honum í vandræði. En hann tók öllum slík- um tilraunum vel. Voru það þó engir aukvisar sumir hverjir í vandræðalegum uppákomum sem Sveinn þurfti að segja fyrir verk- um. Þeir Friðfinnur og Helgi Sæ- mundsson voru kannski skemmti- legastir í hópnum. Að minnsta kosti snertu þeir oftast hláturtaug- arnar í áhorfendum, en það var helsta erindið á þetta farand- mannamót. Helgi Sæmundsson var um þetta leyti ritstjóri Alþýðu- blaðsins og mig minnir að Karl ísfeld hafi unnið líka á blaðinu skömmu áður. Það var á þessum tíma sem við fórum nokkrir blaða- menn til Noregs vegna heimsóknar Ásgeirs Ásgeirssonar þangað, og gistum á Hótel Savoy. Þá vann Karl ísfeld á Vísi og var orðinn feitur og göngumóður, en við urð- um oft seint fyrir af hótelinu. Karl lagði áherslu á að vera sem næst Helga, en hann gekk greið- lega til starfa. Mátti Karl hlaupa við fót til að hafa við honum og kallaði þá Helga Selga Hæmunds- son. Helgi lét sem hann heyrði ekki uppnefnið, en nefndi einu sinni eða tvisvar nafnið Lillendal, eins og fyrir tilviljun. Þeir voru bestu vinir þrátt fyrir allt og höfðu mikla þekkingu á mönnum og málum frá því fyrir miðja öldina, þannig að það var oft gaman að hlusta á þá rifja upp fyrri atvik. Helgi vann síðar hjá Menningar- sjóði og sá um útgáfur bóka. Hon- um lét það vel, enda er hann vand- virkur. Var til þess tekið hvað hann vandaði t.d. prófarkarlestur og annan tæknilegan frágang. Nú er Helgi hættur öllum umsvifum, nema hvað ég býst við að hann setji upp kvæði endrum og eins. Helgi er gott ljóðskáld. Einnig er honum létt um að gera vísu. Mig minnir að Sveinn Ásgeirsson og Helgi hafi unnið saman að vísna- þáttum og þá hafi komið botninn ágæti: Við sína píu Syngman Rhee / söng á kvíaveggnum. En hvað um það. Sá maður sem leitaði eft- ir því að manna skemmtiþátt hlaut að hafa Helga ofarlega á blaði. Nú hefur aldurinn sem sagt sótt heim tvo mikla heiðursmenn, jiá Helga Sæmundsson og Svein Ás- geirsson. Þættir Sveins nutu mik- illa vinsælda. Það var alltaf hús- fyllir, þegar Sveinn auglýsti „snill- inga“ sína. Það var réttnefni hvað snerti t.d. Helga og Friðfinn. Við hinir vorum alvörugefnari. Ég óska þeim báðum til hamingju með mánudaginn, Sveini með sjö- tugsafmælið og Helga með sjötíu og fimm ára afmælið. Indriði G. Þorsteinsson. blabib -kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.