Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR IÞROTTIR FATLAÐRA Vel lukkuð ferð þroskaheflra á alþjóðaleikana Þroskaheftir héldu á alþjóða- sumarleikana, Special Olympics, í New Haven í Connecticut í Bandaríkjunum fyrstu vikuna í júlí og tókst ferðin í alla staði mjög vel. íþróttasam- band fatlaðra sendi 28 keppendur til leiks í sundi, knattspyrnu, borð- tennis, fijálsíþróttum, keilu og lyftingum en alls tóku 7.000 íþróttamenn þátt í leikunum, ásamt rúmlega 45 þúsund sjálf- boðaliðum. Leikar þessir eru hugs- aðir fyrir þá íþróttamenn þroska- hefta sem ekki eru sendir á stór- mót. Þannig var alltaf skipt niður í fámenna riðla í hverri keppni og fengu allir þátttakendur verðlaun enda eru einkennisorð leikanna: „Láttu mig sigra en ef ég get ekki sigrað, gef mér þá styrk í tilraun minni“. Hveiju landi var boðið að dvelja tvo daga í ýmsum bæjum í grennd við keppnisstað og var bærinn Shelton valinn „vinabær“ íslands. Móttökurnar sem íslendingarnir fengu þar voru mikilfenglegar að hætti Bandaríkjamanna, bærinn fánum skreyttur, skrúðgöngur, slökkviliðs- og lögreglubílar með þeyttar sírenur og full ljós auk heljarinnar hamborgaraveislu. Blásarasveit sjóliða spilaði meðal annars íslenska þjóðsönginn. Special Olympics var stofnað af Eunice Kennedy Shriver, með- limi Kennedy fjölskyldunnar frægu, og er hún enn í forsvari Myndir/Anna K. Vilhjálmsdóttir HJÖRTUR Grétarsson frá Akranesi er til hægri á myndinni hér til vinstri ásamt Robert Zaleski sem skipulagðl móttök- urnar I Shelton, vlnabæ íslands á leikunum. Á myndinni hér að ofan eru þau Sóley Traustadóttir og Erla BJörk Sigmunds- dóttir, glaðar í bragði á opnunarhátíðinni. fyrir leikana. Hún var að sjálf- sögðu á opnunarhátíðinni og fékk í lið með sér margar stórstjömur. Þeirra á meðal brasilíska knatt- spymugoðið Pele og leikarann Arnold Schwartsenegger ásamt fjölda frægra leikara og þroska- hefti leikarinn Corky úr þáttunum Gangur lífsins í sjónvarpinu lét sig ekki vanta. Á myndinni hér til hægri má sjá allan íslenska hópinn saman- kominn, keppendur, þjálfara og fararstjórar og eins og sjá má var glatt á hjalla. KNATTSPYRNA Breiðabliksstúlkur misstu tvo mestu markaskorara sína í vor en það virðist ekki koma að sök IMýir markaskeHar tóku við KRISTRUN L. Daðadóttir á fullri ferð. Kristrún lék í Svíþjóð í vetur og kom til Blika í þriðju umferðina. STÚLKURN AR í Breiðablik eru á góðri siglingu í fyrstu deild kvenna og hafa einungis tapað einu stigi ífyrri umferðinni. Valur hefur reyndar leikið það eftir en leikið einum leik færra Blikar gerðu 66 mörk f fyrra og fengu á sig 6 án þess að tapa leik en nú þegar fyrri umferð er lokið, hefur liðið skorað 39 mörk en fengið á sig fjögur. Kópavogsbúar misstu tvo öflugustu markaskorarana fyrir þetta tíma- bil, Astu B. Gunnlaugsdóttur og Olgu Færseth, sem var markahæst í fyrra og gerði þá þriðjung marka liðsins. Blikastúlkur halda samt áfram að þenja netmöskva mótheijanna. í stað þeirra Ástu B. og Olgu færðust í framlínuna Kristrún L. Daðadóttir, sem kom frá Svíþjóð beint inní þriðju umferð, Erla Hendriksdóttir, sem er að blómstra eftir hafa fengið tæki- færi til að sanna sig og fyrirliðin Sigrún Ottarsdóttir. Ásthildur Helgadótt- ir, Margrét Ólafsdóttir og Margrét Sigurðardóttir eru skammt undan og þessar hafa gert samtals 33 af 39 mörkum í ár. Fyrirliði Breiðabliks, Sigrún Óttarsdóttir, er markahæst í deildinni með 11 mörk að loknum 7 af 14 umferðum. „Ég var með 5 eða 6 mörk í fyrra, en spilaði þá aftar á vellinum en nú. Ætli maður sé ekki líka bara gráð- ugri og það er alltaf góð tilfinning að skora," sagði Sigrún. „Við misstum margar í sumar en fengum aðrar í staðin og það kemur alltaf maður í manns stað. Breiddin er meiri og margar góðar hjá okkur á varamanna- bekknum.“ „Þessi markaskorun er eðlileg afleiðing af mikilli æfingu," segir Vanda Sigurgeirsdóttir sem þjálfað hefur iiðið undanfarin tvö ár og spilar líka með en undir hennar stjórn varð liðið íslands- og bikarmeistari í fyrra. Hún var í Svíþjóð í 2 ár og spilaði með GAES í úrvalsdeildinni en kom heim 1989. „Við erum í fótbolta allt árið. Æfum ijórum sinnum í viku þegar það er leikur, annars fimm sinnum þegar ekki er leikið. Við byggj- um mikið á að spila fótbolta á æfmgum og þjálfum þolið líka sem mest með bolta, hlaupum til dæmis mikið á vellinum. Sjúkraþjálfarar segja líka að minnst sé um meiðsli hjá Breiðabliki, án þess að ég viti af hveiju en ég vona að við séum að gera rétta hluti og vonandi að meiðslin byrji ekki við að segja þetta, það væri alveg dæmigert,“ sagði Vanda. Vanda segir að sama ástæða sé fyrir uppgangi kvennaknattspyrnunn- ar, það er að æfa mikið. „Ég hafði ekki þjálfað neitt áður en ég kom í Kópavoginn en úti í Svíþjóð skrifaði ég hjá mér allar æfingar, lærði mikið af því og hef nýtt mér það hér. Þar er byggt upp á boltaæfingum og það er mikið skemmtilegra að æfa þannig," sagði Vanda. SIGRÚN Óttarsdóttir viö vinnu sína á Fiski- stofi, en fyrirliði Breiðabliks er markahæst í 1. deildinni með 11 mörk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.