Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN ÖRN SÆMUNDSSON frá Siglufirði, andaðist miðvikudaginn 12. júlí. Jarðarförin fer fram frá Siglufjarðarkirju þriðjudaginn 18. júlí kl. 17. Sæmundur Jónsson, Gústaf Daníelsson, Sigurósk Jónsdóttir, Þorgeir V. Jónsson, Kristfn Ólafsdóttir, Jórunn Jónsdóttir, Óskar Jóhannsson, Freyja Jónsdóttir, Ragnar Kárason og barnabörn. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma okkar, SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR RAGNARS, Leirutanga 22, Mosfellsbæ, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Eir þann 10. júlí og verður jarðsung- in frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 18. júlí kl. 15.00. Guðrún Ragnars Guðjohnsen, Egill Ragnars Guðjohnsen, Sigríður Guðjohnsen, Jakob Guðjohnsen, Stefán Guðjohnsen, Stefán Guðjohnsen, Kolbrún Hauksdóttir, Guðgeir Sigmundsson, Hrafnhildur Kristmundsdóttir, Hanna Lára Gylfadóttir. t Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MAGNEA SÖRENSDÓTTIR, Jökulgrunni 2, áður Keilugranda 8, sem lést 7. júlí sl. verður.jarðsungin frá Neskirkju þriðjudaginn 18. júlíkl. 13.30. Einar Snæbjörnsson, Gerður Guðmundsdóttir, Helgi Bernódusson, Snæbjörn Einarsson, Jean Einarsson, Árni Helgason, Kristinn Helgason. t HÓLMAR MAGNÚSSON, Miklubraut 64, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 17. júlí kl. 13.30 Oddný Þorvaldsdóttir, Ragnar Hólmarsson, María Finnsdóttir, Sverrir Hólmarsson, Mette Fano, og fjölskyldur þeirra. t Ástkær eiginkona mín og móöir okk- ar.tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDÍNA LILJA ÞORKELSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, Reykjahlíð 10, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju t mánudaginn 17. júlí kl. 10.30. Stefán Þórðarson Þóra María Stefánsdóttir, Ólöf Stefánsdóttir, Hannes Þór Ragnarsson, Oktavfa Þóra Ólafsdóttir, Jón Finnbogason, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför ÁSTU ÓLAFSDÓTTUR, Grænutungu 7, Kópavogi, sem andaðist 9. júlí, fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 17. júlí kl. 15. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ólafur Jónsson, Bjarni Ólafsson, Kristfn Indriðadóttir, Anna Ólafsdóttir, Björn Jónsson, Hafdfs Ólafsdóttir, Guðmundur Einarsson. Guðmundína Lilja Þorkels- dóttir var fædd á Vegamótum i Vest- mannaeyjum 14. júní 1908. Hún lést á Skjóli 9. júlí sl. Lilja var dóttir hjónanna Oktavíu Guðmundsdóttur og Þorkels Sæ- mundssonar, en þau voru bæði ætt- uð úr Fljótshlíð. Systkini Lilju eru Haraldur, Olga, Isleifur, Þórarinn og Skúli og eru nú öll látin nema Olga og Skúli. Lijja var tvígift, fyrri maður hennar var Ólafur Davíðsson skipsfjóri, ættaður frá Akra- nesi, og eignuðust þau eina dóttur Oktaviu Þóru, en hún á ÁRIÐ 1969 kvæntist Hannes sonur okkar Ólöfu dóttur Lilju og Stefáns og þar með hófust kynni okkar og Lilju, sem urðu alla tíð mjög góð. Lilja var sérstök kona, hún var ákaflega trygglynd og sannur vinur vina sinna. Sem áður er getið fædd- ist hún að Vegamótum en fluttist með foreldrum sínum að Reynisstað í Vestmannaeyjum og ólst þar upp með systkinum sínum. Lilja talaði oft um bemskuheimilið og átti hún mjög góðar minningar frá bemsku- ámnum í Eyjum og var oft gaman að hlusta á hana segja frá uppvaxt- arámnum og mannlífinu þar, frá dansleikjunum en hún hafði gaman af að dansa, og frá atvinnuháttum þeirra tíma. Lilja byijaði snemma að vinna eins og þá tíðkaðist. Lilja var alla tíð hörkudugleg og ósérhlífin og mun enginn hafa verið svikinn af því að hafa hana í vinnu. Lilja fór ekki varhluta af sorginni, hún varð að sjá á eftir eiginmanni sínum í blóma lífsins. Fljótlega eft- ir lát Ólafs fluttist Lilja til Reykja- víkur og þar kynntist hún eftirlif- andi eiginmattni sínum og voru þau gefin saman 11. maí 1946. Lilja og Stefán bjuggu lengst af í Reykja- hlíð 10 en það hús byggðu þau með systkinum Lilju og foreldrum, og þar fæddust báðar dætur þeirra. tvö börn og fimm barnabörn. Ólafur lést af slysförum í ágúst 1943. Seinni maður Lilju er Stef- án Þórðarson ætt- aður frá Súganda- firði en hann var starfsmaður hjá Reykjavíkurhöfn yfir 20 ár og hjá versluninni Ellings- en svipaðan tíma. Þau Lilja og Stefán eignuðust tvær dætur, Ólöfu sem á tvö börn og eitt bamabarn og Maríu, en hún er barnlaus. Útför Lilju fer fram frá Foss- vogskapellu á morgun, mánu- daginn 17. júlí, og hefst athöfn- in kl. 10.30. Lilja lagði mikla rækt við heimili sitt sem var til fyrirmyndar jafnt úti sem inni. Lilja bar mikla um- hyggju fyrir dætrum sínum og barnabörnum og unni sér ekki hvíldar nema vera viss um að allt væri í lagi hjá þeim. Eftir að Lilja veiktist af alzheim- er dvaldi hún tvö síðustu árin á dvalarheimilinu Skjóli. Þá kom í ljós hversu mikið Stefán mat konu sína. Hann kom til hennar hvern einasta dag hvernig sem viðraði og sat hjá henni meiripart dags. Einnig var aðdáunarvert hvað dætur hennar, Olga systir hennar og starfsfólkið á Skjóli sýndu henni mikla um- hyggju í veikindum hennar. Að lokum: Þótt Lilja sé farin yfír móðuna miklu erum við viss um að hún mun halda áfram að fylgjast með fólkinu sínu eins og hún gerði meðan hún lifði. Blessuð sé minning hennar. Lofthildur Kr. Loftsdótt- ir og Ragnar Franzson. MIG langar til að minnast elsku ömmu minnar G. Lilju Þorkelsdótt- ur í örfáum orðum. Ég var það gæfusöm að fá að búa hjá ömmu og afa fyrstu æviár mín og njóta ástar og umhyggju þeirra sem var óþijótandi. Eftir það hændist ég mjög að þeim og það voru ófáar stundirnar sem ég var hjá ömmu og afa í Reykjahlíðinni. Hún amma var sannkölluð kjama- kona, sérlega dugleg, hjálpsöm, ósérhlífin, gjafmild, hlý og skemmtileg. Hún var alltaf tilbúin að hjálpa öðrum og naut íjölskyldan þessarar ómældu hjálpfýsi. Líf og yndi ömmu var að gefa og ef hún átti eitthvað umfram var hún búin að gefa það frá sér. í seinni tíma mundi hún ekki hveijum hún gaf hvað og er mér minnisstætt þegar átti að nota ættarskírnarskálina var hún búin að gefa hana en mundi ekki hveijum. Hún amma lifði fyrir fjölskyldu sína og heimili, það var henni allt. Heimilið hennar var fal- legt og snyrtilegt og alltaf leið okk- ur vel þar. Hún var vöknuð eld- snemma á morgnana til að baka og betri bakstur hef ég ekki smakk- að. Við amma áttum svo margar góðar stundir saman. Sérlega var gott að kúra hjá henni á köldum vetrarmorgnum og hlusta á sögur frá uppvaxtarárum hennar í Vest- mannaeyjum eða syngja með henni falleg lög en hún var mjög söng- elsk. Amma var mjög heilsuhraust og áttræð státaði hún sig af því að hafa aldrei lagst inn á sjúkra- hús, enda lifði hún mjög heilbrigðu lífi og til marks um það fór hún allar sínar ferðir gangandi. Amma var mjög trúuð og áður en hún veiktist töluðum við oft um dauðann. Hún trúði því að handan móðunnar miklu biðu framliðnir ástvinir hennar. Fyrir um tveimur árum fór heilsa ömmu að hraka svo við sáum okkur ekki fært að hafa hana heima vegna þeirrar sérstöku hjúkrunar sem hún þurfti við. Frá þeim tíma naut hún sérlega góðrar umönnunar á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Á þessum tíma heimsótti afi minn hana nær daglega og dvaldi langtímum saman hjá henni. Sú alúð og umhyggja sem hann sýndi henni í veikindum hennar verður að teljast einstök. Það er mér mik- ill söknuður og eftirsjá að kveðja þig, elsku amma mín. En minning um góða ömmu mun lifa í hjarta mínu. Betri ömmu en þig er erfitt að ímynda sér. Elsku afí minn, missir þinn er mikill, þú sem reynst hefur ömmu svo vel í veikindum hennar, megi guð styrkja þig i sorg þinni. Blessuð sé minning Lilju Þorkelsdóttur. Ó, hve heitt ég unni þér. Allt hið bezta í hjarta mér vaktir þú og vermdir þinni ást. Æskubjart um öll mín spor aftur glóði sól og vor og traust þitt var það athvarf sem mér aldrei brást. Tómas Guðmundsson. Lilja Hildur Hannesdóttir. | II Kr0SSar | á leiði I viSaHitog mábðir. Mismunándi mynsnjr, vönduð vinna. Slmi 91-3593» og 35735 WWM " ^ Blomastofa Friðjinns Suöuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tíl kl. 22,- einnlg um helgar. Skreytingar við öll tilefni. t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, SÆVAR BLÓMQUIST GUÐMUNDSSON frá Arnarholti, Stakkhömrum 1, Reykjavík, lést í Landspítalanum fimmtudaginn 13. júlí. Sólveig Guðmundsdóttir og börn. t Maðurinn minn, faðir okkar og stjúpfaðir, MARKÚS WAAGE, Sólheimum 3, Reykjavík, lést á Landspítalanum 14. júlí. Guðrún Úlfarsdóttir, Halla Waage, ÁgústaWaage, Ingólfur Tryggvason, Haraldur Waage, Guðný Waage, Anna Margrét Björnsdóttir, Guðni Sigfússon, Brynjólfur Björnsson, Ragna Lára Ragnarsdóttir. Útför móður minnar, MARGRÉTAR STEINGRÍMSDÓTTUR, Lindarsíðu 2, Akureyri, fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 17. júlí kl. 13.30. Tómas Ingi Olrich. GUÐMUNDÍNA LILJA ÞORKELSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.