Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ^ NSSR lét undan þrýstingi og neitaðiMá um aðstoð ^ Már aftur úr landhelgi TOGARINN Már frá ÓUfivlk héH f gœrkvökii út fyrlr fjögurra mílna landhefgi Norega á nýjan leik. Var sú ákvörðon tekin efUr að gtfuriegur þrýstingur og mótmsell VILTU þá lofa að hætta að veiða í Smugunni??? Faxtæk TRL HFC 4 HFC B 19.900 39.900 44.900 G S M farsímar Modem með Internettengingu Verð fná kr. 13.900 TÆKNI- OG TOLVUDEILD Heimilistæki hf. SÆTUNI 8 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 569 1500 BEINN Sl'MI 569 1400 • FAX 569 1555 frá ATST Verð frá kr. 49.900 Verð frá kr. 39.900 Samtökin Frjálst val Ákvæði um skylduáskrift að RÚV úrelt SAMTÖKIN val.eru samtök fólks sem er ósátt við fyrirkomulagið á skylduá- skrift allra útvarps- og ' sjónvarpstækjaeigenda að Ríkisútvarpinu. Samtökin voru stofnuð í febrúar 1994 að frumkvæði „hús- móður i Grafarvoginum“ eins og segir í nýju frétta- bréfi samtakanna. Þessi framtakssama húsmóðir er Kristín A. Jónsdóttir, sölustjóri ferðamála hjá SKÝRR. Samtökin afhentu á fimmtudaginn, 13. júlí, menntamálaráðherra und- irskriftalista með nöfnum 17.000 íslendinga, sem lýstu yfir stuðningi við áskorun Kristínar á stjóm- völd, að breyta skipan skylduá- skriftar að RÚV. - Hvert var upphafið að stofn- un samtakanna „Fijálst va 1“? „Upphaflega skrifaði ég stutta grein í blöðin, þar sem ég kvartaði undan reynslu minni af innheimtu- aðgerðum innheimtudeildar RÚV. Ég sagðist vera búin að útbúa þessa undirskriftalista og hvatti fólk sem áhuga hefði á niálefninu til að hringja í mig. í kjölfarið höfðu mjög margir samband og lýstu yfir stuðningi við áskorun mína. Við héldum síðan fund og eitt leiddi af öðru, þar til stofn- fundur samtakanna var haldinn þann 24. febrúar í fyrra. - Og var söfnun undirskrifta- listanna fyrsta verkefni samtak- anna? „Já. Söfnun þeirra rann reyndar strax af stað eftir að greinin mín birtist. Það má því með sanni segja að undirskriftasöfnunin hafi farið af stað sem grasrótarhreyfing, sem rödd fólksins í landinu, en ekki sem skipulögð aðgerð. Þegar. samtökin höfðu verið stofnuð var auðveldara að halda utan um söfnun listanna, þannig að þrátt fyrir hið takmarkaða skipulag söfnuðust fljótt hátt í 20.000 undirskriftir af öllu land- inu. Því miður var hluti listanna eyðilagður og hluta þeirra stolið áður en tókst að safna þeim end- anlega saman. Niðurstaðan varð því þessar 17.000 undirskriftir sem skilað var til ráðherra. Það má ljóst vera af þeim fjölda fólks sem hefur talað við okkur eftir að listanum var lokað að sá fjöldi sem hefði verið hægt að safna með betur skipulögðu átaki er miklu stærri en þessi 17 eða 20 þúsund." - En það ieið langur tími þar til ykkur tókst að koma Hstunum til skila? „Já, það var sannarlega þrautin þyngri í tíð þáverandi ráðherra útvarpsmála. Alls gerðum við 13 tilraunir til að ná taii af honum og fengum í hvert sinn svarið, að erindinu yrði skilað til ráðherra og samband yrði haft við okkur. Það gerðist hins vegar aldrei. Síðan gerðist það, að prófkjör og kosningar nálguðust. Meðal annars þess vegna ákváðum við að hætta við frekari tilraunir til að ná til ráðherrans þáverandi, þar sem við satt að segja vonuðumst til að nýr tæki við að kosningum loknum. Það var okkur því fagnað- arefni þegar Bjöm Bjamason var skipaður nýr ráðherra mennta- mála.“ - Þýðirþað, að þið væntið þess ►Kristín Anný Jónsdóttir, sölu- stjóri ferðamála hjá ASKUR- SKÝRR, er fædd 9. júní 1958 í Reykjavík. Hún var búsett í Vestmannaeyjum á árunum 1976-1982, en hefur búið í Reykjavík síðan. Hún hefur lengi starfað að sölu- og mark- aðsmálum og rekur nú veitinga- stað ásamt manni sínum, Val- geir Inga Ólafssyni, ferðamála- fulltrúa og veitingamanni. Kristín á fjögur börn. að nýi ráðherrann muni gangast fyrir breytingum á útvarpslögum? „Fögnuður okkar var fyrst og fremst vegna þess að Bjöm, einn alþingismanna, hafði ekki talið það eftir sér að mæta á kynningar- fundi okkar, þótt við hefðum ítrek- að boðið öllum 63. Við hófum samskipti okkar við Björn með því að senda honum bréf á Internetinu og hann svaraði okkur samdægurs. Eftir nokkur samskipti varð síðan af fundi okk- ar með ráðherranum á skrifstofu hans 5. júlí sl. og við afhentum listana þann 13. júlí. Við sem að þessu átaki stóðum vitum að þó þessum áfanga sé náð er enn löng barátta framundan. Því miður lítur ekki út fyrir að meirihluti sé fyrir því nú á þingi að ákvæðum í lögum um skylduá- skrift verði breytt í þá vem sem við viljum. En við fundum það á fundi okk- ar með ráðherra að hann er já- kvæður í garð okkar hugmynda. Við eigum von á breytingum." - Hvert verður þá framhaldið í starfi samtakanna? „Framhaldið felst meðal annars í því að kynna það betur fyrir fólki, hve fáránlegt og úrelt núverandi fyrir- komulag er, sérstaklega með tilliti til þeirrar nú- tímatækni sem við búum við í dag. Sem dæmi má nefna að ekki er langt í það að hægt sé að nota tölvuskjái til að horfa á sjónvarp. Á þá að mkka afnotagjöld af öllum tölvum? Það mikilvægasta finnst mér vera að maður geti keypt sér útvarps- og sjónvarpstæki án þess að því fylgi einhveijar gjaldheimtukvaðir. Nú orðið er orðið hægt að nota sjón- varpstæki til margs annars en að horfa á Ríkissjónvarpið. Annars gagnrýnum við fyrst og fremst aðferðirnar sem beitt er við innheimtu afnotagjalda RÚV. Flestir í samtökunum eru sam- mála um að breyta eigi fyrirkomu- laginu í þá vem, að Ríkisútvarpið verði rekið af almennu skattfé, en Rás 2 skuli einkavædd." Löng barátta framundan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.