Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Derek Porter, yfírkennari við prentháskólann í London, hefur reynst okkur mjög vel. Hann kemur hingað einu sinni til tvisvar á ári til að taka fyrirtækið út. Hann kemur til okkar núna seinni partinn í júlí til skrafs og ráðagerða og þá förum við með hann í eina góða jeppaferð eins og venjulega. Það er ekki lítill fengur fyrir fjölskyldufyrirtæki eins og okkar að geta leitað ráða hjá svona hámenntuðum manni.“ í dag er Dagskráin 56 síður og litprentuð. Einnig framleiðir Ás- prent pappír fyrir tölvur, gefur út flórar bækur og eitt tímarit í hveij- um mánuði, auk þess að sinna smærri verkefnum, eins og prentun fréttabréfa og bæklinga fyrir fyrir- tæki, félagasamtök og sveitar- stjórnir. Bækurnar og tímaritið, sem gengur undir heitinu Saga mánaðarins, eru gefin út í nafni Ásútgáfunnar og eru spennu- og ástarsögur sem koma út 20. hvers mánaðar. Fj ölskyldufyrirtæki Þau Rósa og Kári eiga þijá syni. Bæði hafa þau starfað við fyrirtæk- ið frá upphafi og nú starfa allir synirnir við það og önnur tengda- dóttirin, auk þess sem hin sér um prófarkalestur heima. Yngsti sonur- inn heldur til Lundúna í haust þar sem hann ætlar að stunda nám í prentháskólanum þar í borg. „Það sem er gott við fjölskyldufyrir- tæki,“ segir Rósa, „er að allir þjappa sér saman um að redda hlut- unum. Það er númer eitt í hveijum rekstri að skila af sér á réttum tíma. í prentverkinu getur ýmislegt kom- ið upp á og þá ríður á að allir séu tilbúnir að leggja dag við nótt til að standast tímaáætlun." Frá upphafi hefur Kári gengið í öll störf í fyrirtækinu og Rósa einn- ig, þótt hún sé framkvæmdastjór- inn. Elsti sonurinn er lærður filmu- gerðarmaður og sér um markaðs- setningu fyrirtækisins í dag. Sá næstelsti fór til náms í prentháskól- anum í Lundúnum, þar sem hann sérhæfði sig í offset- og litprentun. Sá yngsti sér í dag um áskrifendur að Ásútgáfunni, auglýsingasöfnun í Dagskrána og myndatökur. Tengdadóttirin er setjari og segja má að alltaf sé einhver úr fjölskyld- unni fær um að leiða hinar ýmsu deildir ef eitthvað bjátar á. En Rósa er í senn framkvæmdastjóri, eigin- kona, móðir og tengdajnóðir í fyrir- tækinu, auk þess að vera amman. „Það hefur stundum verið sagt við mig að þetta geti aldrei gengið. Fjölskyldufyrirtæki, þar sem með- limimir eru sérfræðingar hver á sínu sviði, sé alveg vonlaust. Hveijir eigi að taka ákvarðanir. Og vissulega hefur þetta ekki gengið hávaðalaust fyrir sig. Við erum öll mjög ákveðin á meiningunni en á endanum náum við alltaf að halda í skynsemina. Við getum deilt um aðferðir en kom- umst alltaf að samkomulagi að lok- um. Mér fínnst það kostur að geta rætt um hvaða leið er hagkvæmast að fara. Það er ekki einungis það að maður fái stöðugt mörg sjónar- hom á hlutina, heldur vitum við Kári að strákarnir verða færir um að taka við fyrirtækinu þegar við leggjum árar í bát. Við verðum ekki hér að eilífu. En það er sama hvem- ig við tökumst á í vinnunni, um helgar erum við fjölskylda og borð- um saman á sunnudögum, ræðum um alla heima og geima og við emm samheldin íjölskylda. Við erum líka með mjög gott starfsfólk í fyrirtækinu. Það er öðruvísi að vera starfskraftur í fjöl- skyldufyrirtæki þar sem öll fjöl- skyldan vinnur og stjórnar. Það er ekkert auðveldara en hefur vissa kosti. Starfsfólk okkar veit alltaf hvað er að gerast. Við gerum mikl- ar kröfur til þess, en það veit líka hvar það stendur. Það er hins vegar ekki hægt að gera meiri kröfur til starfsfólksins en fjölskyldunnar. Ef þú ert framkvæmdastjóri í fyrirtæki, verður þú að vinna meira en hinir, ekki minna. Starfsmaður- inn er stóri lykillinn að veldi hvers fyrirtækis og stjórnandinn á að verawið og styðja starfsmennina. Hann verður alltaf að vera við. Yfirmaður, sem tekur ákvarðanir þama á hæðinni fyrir ofan þig, RÓSA V. Guðmundsdóttir ásamt eiginmanni sínum, Kára Þórðarsyni, og sonum, Ólafi, Alexander og Þórði. Morgunblaðið/Rúnar Þór AÐEINS ÞAÐ BESTA ERNÓGUGOTT eftir Súsönnu Svovarsdóttur ÞETTA er ekki markaður fyrir tvær svona stórar prentsmiðjur," segir Rósa, en fyrirtæki henn- ar, Ásútgáfan og Ásprent, keyptu fyrir stuttu Prentsmiðju Odds Björnssonar, eða POB, á Akureyri. Um árabil hafa þessar tvær prent- smiðjur starfað samhliða og segir Rósa helsta einkenni þess tíma að hvomg prentsmiðjan hafi haldið jafnvægi. „Þegar við fórum upp, fóra þeir niður og þegar þeir fóru upp, fórum við niður,“ segir hún. Fyrirtækin höfðu sömu netkerfin og sömu aðilar þjónuðu þeim hvað tölvubúnað snertir. Ásprent tók formlega við Prent- smiðju Odds Bjömssonar um sein- ustu mánaðamót og er það í annað skipti sem Rósa og hennar fólk falast eftir fyrirtækinu. Þegar POB var selt fyrir þremur árum, missti Rósa af því, en hefur núna eignast það og getur nú þjónað öllu Norður- landi hvað prentverk varðar. Fjögurra lita prentvél „Við fjárfestum í nýrri, stórri prentvél með fjórum litum fyrir skömmu,“ segir Rósa. „Sameining fyrirtækjanna hefur verið fremur auðveld vegna þess að við eram á sama markaðssvæði. Hjá Ásprenti starfa 23 einstakl- ingar en 16 hjá POB og segir Rósa að þessa dagana séu þau að kanna hveijir af starfsmönnum POB hafa áhuga á að starfa áfram fyrir sam- einuðu fyrirtækin. Hún segist halda að flestir hafí áhuga á því og að lítið verði um fækkun á starfsfólki. Aðalvandamálið núna sé að koma öllum fyrirliggjandi verkefnum í gegn vegna þess að nú sé sumarfrís- tími. „Aðalmarkmið okkar er að þjóna bæjar- og sveitarfélögum hér í kring og nú er það mögulegt, þar sem nýja prentvélin styttir prenttím- ann um 60% frá því sem áður var.“ vœsHPnfflvnnroiJF ÁSUNIMUDEGI ►RÓSA V. Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri prent- og fyrirtækisins Ásútgáfan og Ásprent/POB á Akureyri. Hún er fædd 25. júní 1947 og alin upp á Skógarströndinni á Snæfellsnesi. Hún er gagnfræðingur að mennt og vann við bókband þartil hún fluttisttil Akureyrar 1977. Ásamt eiginmanni sínum, Kára Þórðarsyni og sonum, keypti hún Ásprent árið 1979 og hefur rekið það síðan, auk þess sem hún stofnaði Ásútgáfuna. Fyrir stuttu keypti hún síðan Prentsmiðju Odds Björnssonar ogtók við því fyrirtæki 1. júlí síðastliðinn. Með fjórar hendur tómar Það má segja að Rósa og eigin- maður hennar, Kári, hafi byijað með fjórar hendur tómar. Árið 1976 bjuggu þau í Kópavoginum, þar sem þau höfðu komið sér fyrir í fjögurra herbergja íbúð. Bæði unnu þau hjá Prentsmiðjunni Odda í Reykjavík, hann sem prentari, Rósa í bók- bandi. Kára bauðst þá vinna hjá Skjaldborg á Akureyri og þar sem þau hjónin höfðu bæði áhuga á að flytja út á land, slógu þau til. Rósa var hins vegar atvinnulaus þegar til Akureyrar kom, en þar sem borga þurfti af stóru húsi við Lang- holt sem þau höfðu fjárfest í, sett- ist hún við pijónavél sem hún átti. „Þetta var á þeim tíma sem hljóm- sveitin ABBA var mjög vinsæl og einnig voru Olympíuleikarnir á næsta leiti. Eg fór að framleiða húfur sem Kári prentaði Ólympíu- merkið eða ABBÁ á, strákarnir sáu um söluna og þetta varð gríðarlega vinsælt. Eg færði út kvíarnar og byijaði að framleiða húfur með merkjum íþrótta- og ungmennafé- laga og seldi alveg ótrúlegt magn af þessu um allt land. Við höfðum keypt prentvélar sem við voram með í kjallaranum á húsinu okkar, nóg var plássið, en markmið okkar var alltaf að vinna við prentverk og útgáfu en ekki pijónaskap. Svo var það árið 1979 að ég var enn atvinnulaus og orðin þreytt á pijónaskapnum og það var lítið að gera hjá Kára. Árni Sverrisson hafði stofnað prentsmiðjuna Ás- prent og gaf út Dagskrána. Hann var með lítinn fjölritara og trukkvél og Dagskráin var sex vélritaðar síður. Hann vildi selja og þar sem við áttum prentvélarnar, keyptum við fyrirtækið. En þetta var bara starf fyrir einn og við ákváðum að Kári mundi vinna allan daginn í fyrirtækinu, ég hálfan. Hingað vor- um við komin, af einskærri ævin- týraþrá, og það var annaðhvort að duga eða drepast. Við þekktum engan hér sem gat reddað okkur. Kári hafði fengið vinnutilboð í des- ember 1976. Við flugum norður, stoppuðum einn dag vegna þess að við biðum eftir flugi allan daginn og í janúar 1977 fluttum við. Það var ekkert leiguhúsnæði að fá svo við keyptum þetta stóra hús okkar og byijuðum þar með eina litla off- setprentvél á neðri hæðinni. Rósa er fædd og uppalin á Skóg- arströndinni á Snæfellsnesi. Þar gekk hún í barnaskóla hjá Emmu systur sinni, sem var átján ára gagnfræðingur þegar hún tók við farkennslu í sveitinni. Tólf ára var hún send til Reykjavíkur á vetrum til gagnfræðanáms og var í verk- náms- og saumadeild. Útskrifaðist 16 ára og á 17 ára afmælisdaginn hennar trúlofuðu þau Kári sig. Nákvæmlega einu ári seinna var frumburðurinn skírður. Það var því ekki svigrúm til frekara náms. „Ég hefði viljað læra meira,“ segir Rósa, „og líklega er það eini hluturinn í lífi mínu sem ég hefði viljað hafa öðruvísi, en það er ekkert um það að ræða úr þessu. Fyrirtækið hefur dafnað í höndunum á okkur. Þetta voru okkar örlög og maður verður að trúa á örlög sín.“ Gróska frá upphafi „Dagskráin var sex vélritaðar síður þegar við tókum við Ásprenti og ég byijaði á að letursetja hana; gera hana líflegri og fallegri. Hún fór strax að dafna. Við fengum inn auglýsingar og þegar tölvuprentvél- amar komu, bættum við um betur. Við vorum alltaf að kaupa ný tæki og keyptum alltaf það besta sem fáanlegt var. í svona rekstri verður maður að fylgjast mjög náið með öllum nýjungum. Þetta er sveiflu- kenndur rekstur. í honum er engin bein lína. Viðskiptavinurinn finnur það strax ef maður er ekki með nýjungar og við höfum það að markmiði að bjóða upp á nýjungar á tveggja ára fresti. Og eins og ég segi þá verður maður að trúa á örlög sín, hika ekki, vera alltaf með tveggja ára áætlanir í gangi. Ekki styttri. Það má aldrei byggja á skammtímaákvörðunum, þótt vissulega sé allt í lagi að vera snöggur að snúa sér við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.