Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 9/7 -15/7. ►Á FYRSTU funm mánuð- um þessa árs voru farþegar í millilandaflugi Flugleiða 16% fleiri en á sama tíma i fyrra. Tæplega 10% fjölgun varð í innanlandsflugi. Mest fjölgaði farþegum til Bandarikjanna, en einnig fjölgaði farþegum til Norð- urlanda. ►STJÓRN og trúnaðarráð Félags islenskra flugum- ferðarstjóra ákvað á þriðju- dag að boða tveggja vikna yfirvinnubann, sem hefst að morgni 26. júlí og iýkur að kvöldi 8. ágúst. Yfirvinnu- bannið tekur gildi beri samningafundur félagsins og samninganefndar rikis- ins þann 24. júlí ekki árang- ur. ►MIKIÐ annriki hefur ríkt á fæðingardeild Landsspít- alans að undanförnu vegna lokunar sængurkvenna- gangs B. Konur og nýfædd börn þeirra hafa jafnvel þurft að liggja einn til tvo daga á fæðingargangi áður en þær komast niður á sængurkvennadeild. Ástandið mun ekki batna í bráð. ►VIÐ rannsóknaruppgröft austan við Nesstofu á Sel- tjarnarnesi hafa m.a. komið í ijós grafir og hleðslur sem taldar eru vera úr nokkur hundruð ára gömlum kirkjugarði. Endanlegar niðurstöður rannsóknarinn- ar munu liggja fyrir í haust og þá verður væntanlega tekin ákvörðun um frekari rannsóknir á þessu svæði. Heildarafli skertur um 4,6% í FYRSTA sinn síðan 1988 felur ákvörðun sjávarútvegsráðherra um heildarafla fyrir næsta fiskveiðiár ekki í sér niðurskurð á þorskveiðiheimildum. Hins vegar eru aflaheimildir skertar í flestum öðrum fisktegundum og heild- arafli skerðist um 4,6%, talið í þorsk- ígildum. Þetta þýðir að útfiutningstekj- ur af sjávarafurðum munu dragast saman um 3,6 milljarða króna á næsta ári. Milliríkjadeila um Má TOGARINN Már frá Ólafsvík var við veiðar í Smugunni þegar hann fékk net í skrúfuna sl. sunnudag. Norska strandgæslan vísaði Má út fyrir fjög- urra mílna landKelgi Noregs þegar tog- arinn ætlaði að leita sér aðstoðar í Honningsvag á þriðjudag, í samræmi við reglugerð sem meinar skipum sem stunda veiðar í Smugunni _að sækja þjónustu til norskra hafna. Á fímmtu- dag afturkallaði Landssamband norskra sjóbjörgunarsveita tilboð sitt um aðstoð vegna þrýstings frá hags- munasamtökum útvegsmanna og sjó- manna í Noregi. Norska strandgæslan veitti Má loks aðstoð á föstudag utan við fjögurra mílna landhelgi Noregs, eftir að íslensk stjómvöld höfðu þrýst á Norðmenn. Ríkisstjómin vill að málið verði tekið fyrir hjá EFTA. 1,4% verðbólgn spáð á árinu SAMKVÆMT verðbólguspá Seðla- bankans verður verðbólgan 1,4% í ár og því lægri en í helstu viðskiptalöndum okkar. Þá stefnir í að raungengi krón- unnar verði í sögulegu lágmarki og formaður bankastjómar Seðlabankans segir að hann telji enga þörf á gengis- fellingu. Bosníu-Serbar ná Srebrenica á sitt vald BOSNÍU-Serbar náðu Srebrenica í austurhluta landsins á sitt vald á þriðju- dag og fluttu um 30.000 íbúa borgar- innar á brott. Flótta- fólk fullyrti að serb- neskir hermenn hefðu nauðgað stúlk- um og skotið unga menn til bana. Jacques Chirac, for- seti Frakklands, krafðist þess á fímmtudag að Vest- urlönd gripu tafarlaust til „snarpra en takmarkaðra hemaðaraðgerða" í Bos- níu til að binda enda á árásir Serba á yfirráðasvæði múslima. Chirac gaf til kynna að ef Vesturveldin yrðu ekki við kröfunni myndu Frakkar íhuga að kalla herlið sitt í Bosníu heim. Frakkar veittu Vesturveldunum frest þar til í dag, sunnudag, til að verða við kröfunni. Áhlaupi á Rainbow Warrior mótmælt RÍKI í Suður-Kyrrahafí og umhverf- isvemdarsinnar víða um heim brugðust ókvæða við áhlaupi franska sjóhersins á skip Greenpeace, Rainbow Warrior II, eftir að það sigldi inn fyrir lögsögu kóraleyjunnar Mururoa á sunnudag til að mótmæla fyrirhuguðum kjamorku- tilraunum Frakka. Deilan varpaði skugga á hátíðahöld í tilefni af Bastillu- deginum, þjóðhátíðardegi Frakka, sem var á föstudag, þar sem andstæðingar kjarnorkutilraunanna mótmæltu þeim við sendiráð og ræðismannsskrifstofur Frakka víða um heim. Hróp voru gerð að Jacques Chirac Frakklandsforseta vegna málsins þegar hann ávarpaði Evrópuþingið á þriðjudag. ►BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, var fluttur á sjúkrahús á þriðjudag vegpia blóðþurrðar sem læknar segja eina aðal- ástæðu hjartaáfalls. Hann var þó sagður geta sinnt skyldustörfum sín- um og gert er ráð fyrir að hann verði útskrifaður á morgun, mánudag. Jeltsín tilkynnti á föstu- dag að þingkosningar færu fram í Rússlandi 17. desember. ►BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á þriðjudag að bandarísk stjómvöld hygðust taka upp stjórnmálasamband við Víetnam, tveimur ára- tugum eftir að Víetnam- stríðinu lauk. Margir þingmenn repúblikana eru andvígir ákvörðun forsetans. ► ANDÓFSKONAN Aung San Suu Kyi var látin laus úr stofufangelsi í Búrma á mánudag. Hún kvaðst vera sannfærð um að lýð- ræðið myndi hafa betur í þeim átökum sem hafa hijáð Búrma. ►ÓTTAST var að stríðið í Alsír kynni að breiðast út til Frakklands eftir að einn af stofnendum íslömsku frelsisfylkingar- innar (FIS) var myrtur í mosku í París á þriðjudag. Ekki var vitað hverjir stóðu að morðtilræðinu. LÍÚ vill frest á sleppibúnaðarskyldu LÍÚ hefur óskað eftir því að útgerðarmenn fái lengri frest til að uppfylla reglugerðar- skyldu um sleppibúnað björgunarbáta í skipum. Auðunn Arnórsson kynnti sér hvað á bak við liggur LANDSSAMBAND ís- lenskra útvegsmanna sendi í júní sl. samgöngu- ráðuneytinu bréf, þar sem m.a. er farið fram á framlengingu þess frests, sem ráðuneytið hafði auglýst á gildistöku ákvæða um að skipaeigendur séu skyldugir til að útbúa skip sín með losunar- og sjó- setningarbúnaði gúmmíbjörgunar- báta. Samkvæmt auglýsingu frá sam- gönguráðuneytinu 6. janúar sl. var gildistöku ákvæða um losunar- og sjósetningarbúnað gúmmíbjörgun- arbáta, sem kveðið er á um í reglu- gerð frá 31. marz 1994, frestað „að svo stöddu“ til 1. janúar 1996. Það er framlenging á þessum fresti, sem LÍÚ fer nú fram á. Deilur um sleppibúnað Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson SJÓSETNINGAR- og losunarbúnaðurinn fyrir gúmmíbjörgunar- báta, sem kenndur er við Sigmund Jóhannsson í Vestmannaeyj- um, var fyrst reyndur árið 1981. Forsaga málsins er sú, að allt frá því sleppibúnaðurinn, sem Sigmund Jóhannsson hannaði, var fyrst reyndur um borð í skipum árið 1981, hafa staðið deilur um gildi hans og réttmæti þess að skylda öll skip til að hafa búnaðinn um borð. Fyrstu árin eftir að búnaðurinn kom fram settu menn búnaðinn í skip sín án þess að til væri einhver reglugerð þar að lútandi (til dæmis var hann innan árs kominn í öll skip Vestmannaeyinga). Arið 1985 var síðan sett reglu- gerð, sem skyldaði skipaeigendur til að útbúa skip sín með sleppibún- aði fyrir gúmmíbjörgunarbáta. Fleiri reglugerðir í sömu átt hafa verið settar síðan þótt enginn bún- aður væri til sem uppfyllti settar kröfur. Þróun búnaðarins og próf- anir á honum hafa þó verið í gangi allar götur síðan Sigmundsbúnað- urinn kom fyrst fram, þ.e.a.s nú í 14 ár. í marz síðastliðnum hlaut nýjasta útfærsla Sigmundsbúnaðarins svo- kallaða fullnaðarviðurkenningu Siglingamálastofnunar eftir að hafa staðizt ítarlegar prófanir hjá Iðn- tæknistofnun. Er hann nú eini bún- aðurinn sem hlotið hefur þessa við- urkenningu. í kjölfar þess skrifaði Siglingamálastofnun bréf til sam- taka útvegsmanna, sjómanna og fleiri aðila sem málið varðar, þar sem bent er á að þar sem nú liggi loks fyrir búnaður sem uppfylli kröfur gildandi reglugerðar eigi hann að óbreyttu að vera kóminn í öll fiskiskip á landinu fyrir 1. jan- úar nk. Ekki fullnægjandi reynsla Guðfínnur G. Johnsen, tækni- fræðingur hjá LÍÚ, segist telja að ekki hafí enn verið fengin fullnægj- andi reynsla á þennan búnað, þó hann hefði staðizt prófanir Iðn- tæknistofnunar. Því væri of snemmt að skylda alla skipaeigend- ur til að setja búnaðinn í skip sín. Æskilegast væri, að aflað yrði við- urkenningar Alþjóðasiglingamála- stofnunarinnar I.M.O., á búnáðin- um, áður en menn yrðu lögskyldað- ir til að hafa hann um borð. Guðfinnur telur fráleitt, að út- gerðarmenn setji kostnaðinn við uppsetningu búnaðarins fyrir sig, aðeins sé um það að ræða, að enn séu menn ekki fullsannfærðir um áreiðanleik búnaðarins. Hann segist hins vegar vonast til að búnaðurinn muni reynast eftir þeim væntingum sem gerðar eru til hans og að það takist sem fyrst að fá búnaðinn alþjóðlega viðurkenndan. Þar sem úm alíslenzka uppfinningu og fram- leiðslu sé að ræða myndi alþjóðleg viðurkenning jafnframt þýða aukna möguleika fyrir íslenzkan iðnað. Tilskipun um öryggisbúnað fiskiskipa á EES í vinnslu Önnur rök, sem LÍÚ tilgreinir í þessu sambandi eru þau, að nú sé verið að vinna að setningu tilskipun- ar um samræmdar reglur um ör- yggisbúnað fískiskipa á Evrópska efnahagssvæðinu. Við undirbúning nýju tilskipunarinnar var hafsvæð- inu sem um. ræðir skipt í suður- og norðursvæði. Á norðursvæðinu, sem miðast við hafsvæði norðan 60. breiddargráðu munu gilda strangari reglur um búnað skipa en á suður- svæðinu. í vinnuhópnum, þar sem fulltrúar hlutaðeigandi ríkja sömdu á síðasta ári um þær kröfur sem þær óskuðu eftir að yrðu með í samevrópsku tilskipúninni, báru Norðurlanda- þjóðirnar upp lista yfír sérkröfur um búnað skipa á sínu yfírráða- svæði sem þær vildu að tekið yrði tillit til. íslendinga'r höfðu líka fjölda sérkrafna, og ákvæðin um sleppi- búnaðinn var ein þeirra. Sú krafa íslendinga fékkst ekki viðurkennd af hinum þjóðunum. Ragnhildur Hjaltadóttir, lög- fræðingur í samgönguráðuneytinu, staðfesti að bréfið frá L.Í.Ú. væri nú til umfjöllunar þar. Þau mál, sem fjallað er um í bréfínu, voru rædd á fundi Siglingaráðs sl. mánudag. Nú hefur verið ákveðið að skipa starfshóp sem vinna á að endur- skoðun sérkráfna þeirra, sem ís- lendingar munu gera til útbúnaðar skipa og vilja að tekið sé tillit til í væntanlegri tilskipun ESB um það mál, sem gilda mun á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Enn er því ekki endanlega ljóst hvort ákvæðið um sleppibúnaðinn mun haldast inni á íslenzka sérkrafnalistanum. Flest nýrri skip án sleppibúnaðar Páll Guðmundsson, yfirmaður eftirlitsdeildar Siglingamálastofn- unar, staðfesti að fáir hefðu sett búnaðinn í skip sín á undanförnum árum, þar sem enginn búnaður var til sem uppfyllti kröfur gildandi reglugerðar. Nú væri svo komið, að á annað hundrað skipa væru án búnaðarins, þar af flest þau skip, sem komið hefðu til landsins á und- anförnum íjórum árum. Hjá framleiðanda búnaðarins, vélsmiðjunni Þór í Vestmannaeyj- um, fengust þær upplýsingar að frá því búnaðurinn hlaut viðurkenning- una í marz sl. hefði einungis eitt skip fengið hann um borð, þrátt fyrir að Siglingamálastofnun hefði hvatt menn til að verða sér úti um hann fyrir næstu áramót. Búnaðurinn kostar á bilinu 120-200 þúsund krónur. Lítilsvirðing Friðrik Ásmundsson, skólastjóri stýrimannaskólans í Vestmannaeyj- um, er kunnur áhugamaður um öryggismál sjómanna. Hann segir að um leið og gúmmíbjörgunarbát- arnir komu fyrst 1951, eins ófull- komnir og þeir voru þá, hefðu þeir byijað að bjarga Iífum sjómanna. Gúmmíbátarnir hefðú þróazt upp í það sem þeir urðu einmitt vegna þess að frumkvöðlarnir hikuðu ekki við að reyna nýjungina þvert ofan í vantrú margra á sínum tíma og björguðu með því mörgum manns- lífum. Á sama hátt álítur Friðrik það sjálfsagt að séð sé til þess að sleppi- búnaðurinn sé um borð í öllum skip- um, til þess að sem mest og bezt reynsla fáist á hann, við allar að- stæður úti á sjó. „Það er lítilsvirðing við sjó- mannastéttina að vilja tefja þetta mál núna, eftir alla þá töf sem orð- in er á því síðan 1981,“ sagði Frið- rik. „Ég hvet alla sjómenn til að mótmæla harðlega, ef gildistöku skylduákvæðisins verður enn einu sinni frestað." I I í * > i í i i i 6 I I í I I I f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.