Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ li 1 :B.' J '' f. | if | BIL I H 1 ÍK 1 1 J 1 1 | | ( ;■ | | i ii Iö. 1' 1 1 Ik.- 1 J í viðtölum við tugi atvinnurekenda í ólíkum atvinnugreinum komst Pétur Gunnarsson að því að efnahagsbatinn hefur að miklu leyti farið í að styrkja innviði fyrirtækjanna í landinu sem leggja grunn að efnahagsbata framtíðarinnar með því að draga úr skuld- um, hagræða í rekstri, auka framleiðni og færá arðsemi nær því sem viðgengst í nágrannalöndunum. TJ" "^FVAR er efnahagsbatinn sem þjóðhagsstærðirnar gefa til kynna að hafi orðið í þjóðfélaginu síð- astliðin misseri eftir samdrátt- arskeið liðinna ára? Margir segjast ekki verða hans varir með sama hætti og á verðbólguárum áður þeg- ar menn höfðu hagvöxtinn fyrir augunum í nýbyggingum og stór- framkvæmdum á vegum einstakl- inga, fyrirtækja og hins opinbera. Seljendur varanlegs neysluvamings á borð við bíla og heimilistæki segj- ast þó verða varir við aukna eftir- spum. Það sýni að launþegar hafí fengið sinn skerf af batanum og telji öldudalinn að baki. Hagtölur staðfesta að það er aukin einka- neysla sem heidur uppi þeim hag- vexti sem verður hér á landi í ár. Þrátt fyrir að sjávarútvegurinn sjái fram á dalandi afkomu segja flestir viðmælenda Morgunblaðsins úr stómm og fjölbreyttum hópi fólks I atvinnurekstri að þær hagræð- ingaraðgerðir sem fyrirtækin réðust í til að lifa kreppuna af muni þegar fram í sækir gera þau sterkari og auka arðsemi þeirra og leggja þann- ig grunn að varanlegum efnahags- bata framtíðarinnar. Ábata góðær- isins leggi fyrirtækin mörg í að styrkja þennan grunn enn frekar með því t.d. að greiða niður skuldir. Upp úr kreppunni og gjaldþrota- hrinunum rísi íslenskt efnahagslíf að mörgu leyti heilbrigðara og sterkara en áður, ekki síst vegna þess að samdráttarskeiðið og stöð- ugleikinn hafi breytt hegðun al- mennings í landinu með varanlegum hætti til hins betra. Verðbólguhugarfarið er sagt á hröðu undanhaldi. íslendingar séu orðnir vandaðri neytendur og var- kárari í umgengni um peninga. Þeir hafí ekki sótt lífskjarabata nema að litlu leyti í launaumslögin heldur með því að velja og hafna á sam- keppnismarkaði sem er virkari en nokkm sinni áður. Atvinnuleysið hafi líka breytt viðhorfí og hegðan fólks í átt að varfæmi í að taka á sig skuldbindingar og dregið úr hreyfingu á vinnuafli. Þótt finna megi samhljóm að þessu leyti í ummælum flestra þeirra fjölmörgu stjómenda í atvinnu- rekstri sem blaðamaður ræddi við er hljóðið í þeim misjafnt eftir því við hvaða rekstur þeir fást. Árið í ár verður sjávarútvegi að líkindum betra en 1993 en ekki jafngjöfult og árið 1994 þegar út- hafsveiðar gerðu meira en að vega upp samdrátt aflaheimilda í land- helginni og skiluðu þeim sem þær stunduðu góðum hagnaði. í ár em ýmsar blikur á lofti þótt víða gangi vel, einkum hjá þeim sem framleiða fyrir markaði í Þýskalandi og Japan. Ljóst er að þótt þorskafli dragist ekki saman á næsta ári verða kvótar flestra annarra bolfísk- tegunda skertir. Spáð er 3,6 millj- arða króna samdrætti útflutnings- tekna af þeim sökum á fiskveiðiár- inu sem hefst 1. september. Dýrt verkfall Flotinn stöðvaðist í þrjár vikur í vor vegna sjómannaverkfalls ein- mitt á þeim tíma sem þegar hvað mest var að hafa á Reykjanes- hryggnum og litlar líkur eru á að menn muni sækja sér viðiíka afla í Barentshaf, þar sem menn taka ekki sömu áhættu að sækja inn á Svalbarðasvæðið og í fyrra. Þá hefur aflasamdrátturinn og óhagstæð samsetning aflaheimilda leitt til þess að útgerðarkostnaður hefur aukist á hvetja sóknareiningu, þ.e.a.s. það er dýrara að sækja hvert kíló af fiski í sjó. Menn hafa þurft að sækja út fyr- ir hefðbundnar slóðir ýmist í leit að tegundum sem menn verða að sækja eða til að flýja undan þorskinum sem margir hafa ekki kvóta til að veiða nema sem meðafla við aðrar veiðar. Við þetta bætist að gengi dollars og sterlingspunds hefur fallið veru- lega frá áramótum og valdið búsifj- um í hefðbundinni bolfískvinnslu, sem framleiðir fyrir markaði í Bandaríkjunum og Bretlandi. Bol- fískvinnslan býr nú við verri afkomu en um árabil. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur t.a.m. Útgerðar- félag Akureyringa, sem hefur um 35% tekna sinna af sölu á Banda- ríkjamarkað, orðið fyrir um 150 milljóna króna tekjutapi vegna gengisbreytinga dollars frá áramót- um og vegna sjómannaverkfallsins. Þess vegna er hljóðið í forsvars- mönnum í sjávarútvegi óneitanlega þyngra en í kollegum þeirra í versl- un, þjónustu og iðnaði. Margir þeirra segjast telja gengisbreytingar nauðsynlegar til að koma gengi dollarans yfir 70 krónur enda sé gengi hans nú lægra en þegar geng- ið var fellt um 7% árið 1993. Eftir 6 mögur ár með stöðugum afla- skerðingum frá árinu 1989 virðist uppsveiflan ekki ætla að verða jafn- mikil og langvarandi og vonast hafði verið til. í sjávarútvegi verður mönnum einnig tíðrætt um þá óvissu sem menn búi við gagnvart ákvörðunum stjórnvalda, varðandi ákvörðun afla- heimilda, undanlátssemi gagnvart krókaleyfisbátum og leikreglur í atvinnugreininni almennt. „Eg hef oft sagt að við í sjávarútvegi verðum að búa við minnkandi afla og óblíð náttúruöfl. Ég á hins vegar alltaf erfítt með að sætta mig við að við þurfum líka að búa við misvitrar stjórnvaldsaðgerðir," segir Guðrún Lárusdóttir, útgerðarmaður í Hafn- arfirði. Hagrœöing og markaössókn Sjávarútvegurinn virðist hins vegar líkt og aðrar atvinnugreinar hafa nýtt sér mögru árin til hagræð- ingar. Ábata góðærisins í fyrra hef- ur verið varið til að styrkja innviði fyrirtækjanna og tii að leita nýrra markaða, bæði fyrir nýjar afurðir og til að koma í stað markaða sem hafa brugð- ist. Þannig olli það íslend- ingum litlum vandræðum að karfamarkaðurinn í Sovétríkjunum hryndi með stjórnskipulaginu þar. Á sex árum hefur tekist að vinna nýja og ábatasamari markaði fyrir þau 70% karfaaflans sem áður fóru austur yfir tjald. Þau fyrirtæki sem vel tókst til við að leita nýrra leiða koma sterk- ari út úr kreppunni. Mörg hver hafa þau varið miklum jjármunum til kaupa á aflaheimildum. Þær afla- heimildir koma m.a. frá þeim mörgu aðilum sem verst hafa farið út úr aflasamdrættinum og hafa ekki lengur grundvöll undir rekstri sín- um. Stór hluti fjárfestingar í sjávar- útvegi hefur verið í tilfærslu afla- heimilda. ÚA hefur t.a.m. keypt aflaheimildir fyrir um 100 milljónir á ári undanfarin ár en síðastliðin 6 ár hefur það fyrirtæki skilað sam- tals um 700 milljóna króna hagnaði og bætt eiginfjárstöðu sína um u.þ.b. 1.000 milljónir króna. Tölur um að fjárfesting í sjávar- útvegi hafi í fyrra numið 2-3 millj- örðum í veiðum og 2-3 milljörðum í vinnslu á sama tíma og fluttar voru inn tölvur fyrir um 4 milljarða segja þess vegna ekki alla söguna. Einar Svansson, framkvæmda- stjóri Fiskiðjunnar-Skagfírðings, er þó einn þeirra sem telur fjárfestingu í skipum hættulega litla. „Menn hafa notað hagnaðinn frá í fyrra til að borga niður skuldir," segir hann. Margir hafí dregið við sig endurnýj- un og t.a.m. sé allur loðnuflotinn orðinn gamall og úreltur. Einar telur reyndar að sú mynd sem fréttir af afkomutölum stærstu og sterkustu fyrirtækjanna í sjávar- útvegi dragi upp, þeirra sem skráð eru á verðbréfaþingi, gefi ekki raunsanna mynd af stöðu greinar- innar. Sú glansmynd sem þessar fréttir dragi upp hafi hins vegar haft áhrif í þá átt að tala kreppuna í burt. Fjárfesta í búnaöl Sum sjávarútvegsfyrirtæki hafa þó fjárfest í skipum eða endurbótum á skipum, eins og þekkt er, og mörg sterkustu fyrirtækin í fisk- vinnslu hafa í ár ráðist í að end- umýja tækjabúnað sinn. Geir A. Gunnlaugsson, forstjóri Marel hf., segir að sala fyrirtækisins á innanlandsmarkaði sé þegar kom- in fram úr því sem áætlanir ársins gerðu ráð fyrir. „Betri fiskvinnslu- fyrirtækin eru að fjárfesta til að auka framleiðni sína,“ segir Geir. Forsvarsmenn verslunar- og þjón- ustufyrirtækja bera sig almennt vel. Hagtölur gefa til kynna aukningu einka- neyslu í landinu — það er hún sem stendur undir þeim hagvexti sem verður í ár — og fjórðungi fleiri nýir bílar hafa verið fluttir inn það sem af er árinu en í fyrra. Kreppuár- in voru tímar umbrota, hagræðingar og stórhertrar samkeppni um minnkandi viðskipti almennings. Höfðum gott af kreppunni „íslendingar höfðu gott af krepp- unni,“ sagði Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri hjá Úrvali- Útsýn, í samtali við Morgunblaðið um efnahagsbatann. „Hún neyddi menn í naflaskoðun. Hér viðgekkst alltof hár kostnaður í atvinnurekstri og menn brugðust við kreppunni með því að ná honum niður með hagræðingu, samruna og aukinni framleiðni. Hér var allt of mikið af fyrirtækjum til að hægt væri að ná hámarksnýtingu og -arðsemi. Yið höfum aukið framleiðni hjá okkur um 20% á nokkrum árum og álagn- ingin er lægri nú en hún var 1985. Fastur kostnaður hefur staðið í stað en tekjumar em hærri.“ Lýsing Harðar og það viðhorf sem hún endurspeglar er býsna dæmi- gerð fyrir ummæli viðmælenda Morgunblaðsins í verslunar- og þjónustugreinum, stjórnendur rót- gróinna fyrirtækja, sem hafa náð auknum viðskiptum í harðnandi samkeppni og segja fyrirtæki sín koma öflugri og með traustari inn- viði upp úr öldudalnum. Sigfús Sigfússon, framkvæmda- stjóri Heklu hf., lýsir þessu með eftirfarandi hætti: „Fyrirtækin eru að verja efnahagsbatanum í að Hagnaður borgar niður skuldir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.