Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1995 25 MINNINGAR ASTA OLAFSDOTTIR + Ásta Ólafsdóttir var fædd í Holtahólum á Mýr- um í Hornafirði 30. maí 1921. Hún lést í Borgarspítalanum 9. júli 1995. For- eldrar hennar voru hjónin í Holtahól- um, Anna Pálsdótt- ir, f. 16.3. 1888, d. 14.11. 1974 ogÓlaf- ur Einarsson, f. 26.2. 1885, d . 25.3. 1952 . Systkini Ástu voru sjö: Vilborg, f. 24.3. 1911; Páll, f. 22.3. 1912, d. 1982; Guðrún, f. 8.1. 1914, Einar, f. 17.1. 1915, d. 1952; Rósa, f. 31.3. 1917; Anna, f. 29.3. 1925, d. 1989; Sigríður, f. 13.12.1928. Eftirlif- andi eiginmaður Ástu er Ólafur Jónsson, fæddur að Hörgsdal á Síðu 6. mars 1919. Foreldrar hans voru Anna Kristófersdótt- ir, f. 15.4. 1891, d. 27.1. 1967 og Jón Bjarnason, f. 14.4. 1887, d. 10.12. 1977. Ólafur og Ásta settust að í Kópavogi haustið 1944 og bjuggu lengi á Hlíðar- vegi 19 en síðan 1964 í Grænu- tungu 7. Þau eignuðust fjögur börn, en eitt þeirra, drengur, f. 10.9. 1955, dó fáum dögum eftir fæðingu. Þau sem lifa eru Bjarni, f. 15.2.1943, maki Krist- ín Indriðadóttir; Anna, f. 8.6. 1948, maki Björn R. Jónsson; Hafdís, f. 26.9. 1959, maki Guð- mundur Einarsson. Barnabörn Ástu og Ólafs eru níu og eitt barnabarnabarn. Útför Ástu fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 17. júlí kl. 15:00. VIÐ kveðjum þær hveija af annarri konurnar sem voru fæddar í sveit- um landsins í kringum 1920, fóru í vist til vandalausra börn að aldri og héldu svo á unglingsárunum suður að freista gæfunnar. Leið fæstra þeirra lá til mennta heldur unnu þær öðrum af þeirri samvisku- semi og vandvirkni sem þeim hafði verið innrætt af foreldrum sínum við öll algeng sveitastörf innan húss og utan. Trúmennska, nægjusemi og nýtni voru þeirra heimanfylgja. Á sínum eigin búskaparárum urðu margar þeirra kjölfesta heimilislífs í hinu nýja borgarsamfélagi. Þær byijuðu á því að gæta ungra systk- ina, voru sendar á aðra bæi til snún- inga þegar húsfreyjur urðu léttari, ólu upp eigin bamahóp og komu honum til mennta og opnuðu svo heimili sín fyrir ömmubörnunum. Allt sitt líf helguðu þær farsæld annarra, oft án þess að kreíjast neins fyrir sig. Ásta Ólafsdóttir, tengdamóðir mín, ólst upp í Hornafirðinum, feg- urstu sveit allra sveita, og átti það- an ljúfar minningar úr barnæsku. Eftirlifandi manni sínum, Ólafi Jónssyni, kynntist hún á Kirkjubæj- arklaustri á Síðu þegar hún var þar í vinnumennsku og þau hófu búskap í Kópavogi haustið 1944 og voru því meðal fmmbýlinga í því unga bæjarfélagi. Heimili þeirra varð fljótlega miðstöð stórra fjölskyldna þeirra beggja auk vina og vanda- minnisgóð. Þrátt fyrir skamma skólagöngu var hún fróð um fjölda- margt sem hún hafði heyrt eða séð og naut þá síns góða minnis. Hún var mikill nátt- úruunnandi og kunni vel að njóta þess að ganga um í fallegu landslagi og gaf þá ekki síður gaum hinu smáa; fugli, blómi eða steini. Sínar allra ánægjulegustu stundir átti hún þó líklega á baki homfirskum gæð- ingum. Hógværð var rík í fari Ástu, eins og títt er um Skaftfellinga, og kom meðal annars fram í því að hún sagði sjaldan af eða á um málefni, ekki afdráttarlaust já eða nei. Þess í stað sagði hún gjarnan „það var nú heldur“ og „það var nú síður“. Hún var hlédræg og lítið gefin fyr- ir fjölmenni en í fámenni var hún bráðskemmtileg, orðheppin og fundvís á spaugileg atvik til frá- sagnar. Tillitssöm og nærgætin var hún við samferðafólk og sannur vinur vina sinna. Þótt þau virtust í fljótu bragði eðlisólík Ásta og Ólafur áttu þau sameiginlegan áhuga á tvennu, greiðasemi við aðra og gróðurrækt. Eftir að þau fluttu í Grænutunguna tóku þau inn á heimilið mörg ung skyldmenni utan af landi sem stunduðu nám í Reykjavík. Önnur bjuggu í lqallaranum um lengri eða skemmri tíma. Páll bróðir Ástu dvaldi oft hjá þeim sín síðustu ár pg bamaböm vom þar tíðir gestir. í garðinum þeirra sá Ólafur um stórvirkin og bylti með reglulegu millibili vænum hraunhellum í stæðileg beð og kanta sem Ásta fyllti litskrúðugum lággróðri með sínum grænu fingram. Það var yndi hennar að eyða sem flestum stundum á sumrin í garðinum og fékkst hún varla að heiman á með- an hann var í mestum blóma. Á seinni áram fékk Ólafur óbilandi skógræktaráhuga og fóra þau margar ferðir austur að Mosum á Síðu, þar sem er sumarhús fjöl- skyldu Ólafs, til þess að setja niður plöntur. Þá fóru þau einnig f minnis- stæða skógræktarferð til Noregs fyrir nokkram áram. Þótt Ásta hefði gaman af að ferðast var hún því alltaf fegin að koma heim aftur til þess að geta forðað því að garð- urinn lenti í órækt. Öll störf sín rækti Ásta af alúð og vandvirkni enda bar heimilið vitni einstakrar umgengni og þrifn- aðar. Auk þess að vera húsmóðir vann hún í 14 ár á Kópavogshæli, fyrst í eldhúsi og síðar við umönnun vistmanna. Hóf hún þá venjulega störf eldsnemma á morgnana. Til þess var tekið hvað hún var sam- viskusöm og stundvís. Reglusemin var slík að einhvern tímann var farið að leita að henni þegar hún mætti ekki á sama tíma og hún var vön. Ég er þakklát fyrir að hafæ- kynnst þessari mætu og góðu kohu. Það er skarð fyrir skildi þegar Ásta er ekki lengur í Grænutungunni en gróðurinn hennar stendur þar áþreifanlegur og lifnar á hveiju vori. Þá mun minningin um hana verða sterkust. Kristín Indriðadóttir. Kveðja frá venslafólki Þegar Ásta Ólafsdóttir, húsfreyja í Grænutungu 7 í Kópavogi, hverfur frá okkur sem vorum henni nákom- in minnumst við hennar með kæru þakklæti og hlýjum hug. Um ára- tugi hefur heimili hennar og eig- inmanns hennar, Ólafs Jónssonar bróður okkar, verið opið okkur systkinunum og fjölskyldum-okkar. Ásta var Austur-Skaftfellingur en dvaldi um skeið á Kirkjubæjar- klaustri þegar hún var ung stúlka. Þar kynntist hún manni sínum Ól- afi og eftir stuttan búskap eystra ákváðu þau að setjast að í Kópa- vogi. Það var fyrir hálfri öld og þau því meðal frumbyggja Kópa- vogs. Öll almenn þjónusta var þá á frumstigi svo að áhugi þeirra á bæjarmálum vaknaði fljótt. Ólafur er kunnur fyrir félagsmálastörf sín, var bæjarfulltrúi um árabil og sinnti margvíslegum opinberum störfum. Allmörg systkini Ólafs freistuðu þess smám saman að taka sér ból- festu í þessu nýja bæjarfélagi. Þau telja sig eiga Ástu heitinni og Ólafí að þakka ómetanlega hjálp og vin- semd í byijun búskapar þeirra og raunar alla tíð. Sum okkar voru viðloðandi heimili þeirra hjóna frá því að við komum ung austan úr Skaftafellssýslu til náms eða starfa í höfuðstaðnum. Hlýleiki og hjálp- semi Ástu var okkur mikils virði. Þau hjón áttu sameiginlega áhuga á trjárækt og gróðurrækt almennt. Um það bar vitni einhver fegursti garður í Kópavogi við heimili þeirra og staðfastur áhugi þeirra um tijárækt og umhyggja um sumarhús okkar systkina að Mosum í landi Geirlands á Síðu. Þar nutum við enn félagsskapar og samvinnu við þau hjónin. Fyrir margs konar hjálp og ævi- langa vináttu viljum við systkinin færa Ástu heitinni og heimili henn- ar einlæga þökk. Að lokum era Ólafi og bömum þeirra og öðram aðstandendum færðar innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd okkar systkinanna, Hermann G. Jónsson. Mig Iangar með þessum fátæk- legu orðum að minnast yndislegrar konu, hennar Ástu tengdamóður minnar. Klökkur lít ég til baka, og riQa upp mín góðu kynni af þeim hjónum Ástu og Óla. Fólk túlkar tilgang þessa jarðlífs á ýmsan veg, þegar ég lít yfir lífsferil Ástu, er þar svo margt lærdómsríkt. Heiðar- leiki, kærleiki, agi og dugnaður. Þetta vora hennar einkunnarorð, og betur væri, ef fleiri manneskjur eins og Ásta auðguðu mannlífið. í þau tæp 20 ár sem ég þekkti Ástu heyrði ég hana aldrei hall- mæla nokkurri manneskju, hún reyndi ætíð að sjá það góða í fólki. Yrði hún vitni að einhverri mann- vonsku, átti hún virkilega bágt. Hún manna sem áttu erindi í höfuðstað- inn til að leita sér húsnæðis, vinnu eða lækninga. Þótt húsakynni þeirra væru ekki alltaf stór dugði hjartarýmið til að hýsa langt að komna gesti jafnvel svo vikum skipti. Slíkar móttökur mæddu án efa mest á húsmóðurinni. Á vorin hélt Ásta venjulega austur í heima- hagana með börnin og var á fyrri árum oft sumarlangt í Holtahólum á Mýrum hjá fólkinu sínu við hey- skap. Hún var forkur dugleg og hafði mikið yndi af sveitaverunni enda hélt hún tiyggð við Horna- íjörðinn allt sitt líf og fannst hún ekki hafa farið í neitt sumarfrí kæmist hún ekki austur á hveiju sumri. Ásta var góðum gáfum gædd, eftirtektarsöm og með afbrigðum t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGVI JÚLÍUSSON, Ránargötu 27, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 17. júlí kl. 10.30. Guðrún Jónsdóttir, Maria E. ingvadóttir, Herdfs Ingvadóttir, ión Grétar Ingvason, Hjördis Arnardóttir, Bjarni Rafn Ingvason, Rósa Þorsteinsdóttir, Áslaug Nanna Ingvadóttir, Oddur Sigurðsson, Ingvi Júlíus Ingvason, Unnur Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. átti skap, sem aldrei var illskeytt, heldur beytti hún því á þeim sem hún taldi gera á hlut þeirra minni- máttar. Þau örfáu skipti, sem hún þurfti að hnippa í mig, var það af því ég átti það skilið, og það fyrir- gefíð strax. Það er freistandi að greina hér frá ýmsum atvikum, sem lýstu hví- lík manngersemi Ásta var. í raun gerist þess ekki þörf, því allir sem Ásta umgekkst, féllu aldrei í skugg- ann af þeim ljóma sem af henni lýsti. Síðustu dagarnir sem Ásta var hér á meðal okkar, voru afar erfíð- ir þeim aðstandendum sem fylgdust með því helstríði sem hún háði. Þó hún hafi ekki gengið heil til skógar eftir heilablóðfall sl. haust, komu þessi veikindi okkur í opna skjöldu. Daginn áður en hún veiktist 1. júlí sl. vorum við ljölskyldan á leið í útilegu, þegar við kvöddum hana í yndislegu sólarveðri. Síðustu skila- boðin til okkar voru að við færum ekki langt. Þó hún hafi átt erfítt um mál vegna fyrri veikinda, var oft auð- velt að skilja hana, því hún tjáði sig svo vel með augunum og hönd- unum. Það gerði hún svo fallega á stéttinni í Grænutungu 7, þegar hún veifaði til okkar þegar við ókum úr hlaði. Það var í síðasta skipti sem við sáum fallega brosið hennar. Öll eigum við okkar minningar og þykir misvænt um. Ég á til ótal minningar um Ástu og allar svo góðar, að ég hef hugsað mér að eiga þær, þar til ég hitti Ástu aftur á okkar endastöð, þegar minn tími kemur. Litla dóttir okkar, Ólöf Anna, er í dag of iítil til þess að skilja að amma er farin í sína síðustu ferð. Hún spyr mig hvenær amma komi aftur frá Guði. Það setur mig hljóðan, en geri henni grein fyrir að þar líði ömmu vel. Megi þau máttarvöld, sem við þekkjum svo lítið, styrkja Óla og alla þá sem erfítt eiga núna vegnan^ fráfalls Ástu, svo þeir finni huggun í þeirri sorg sem nú knýr dyra. Guðmundur Einarsson. Margt er það og margt er það sem minningamar vekur, þær era það eina sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stef.) Það eru alveg sérstaklega hlýjar og skemmtilegar minningar tengd- ar henni Ástu hans Óla, en þannig töluðum við alltaf um hana. Sem,|f* börn og unglingar voram við systk- inin hálfgerðir heimagangar á heimili hennar, þar sem alltaf var tekið hlýlega á móti okkur. Gaman var líka að koma til Ástu þegar eitthvað var um að vera, afmæli, þorrablót eða um áramót en þá þótti alltaf tilheyra að líta til Ástu og Óla. Við eigum líka minningar frá Mosunum og frá Ameríkuferð 1987; þarna var Ásta oftar en ekki hrókur alis fagnaðar. Ásta var alltaf alveg sérstaklega jákvæð og hjálpleg þegar til hennar var leitað. Við tókum eftir því hve mömmu þótti oft gott að leita ráða hjá henni. í seinni tíð leituðu sum — okkar til hennar varðandi blóma- rækt, en hún og Óli hafa ræktað afburða fallegan garð í Grænutung- unni; þangað er gaman að koma og skoða blómin hennar Ástu. Við þökkum þá umhyggju og hjálpsemi sem Ásta ávallt sýndi okkur og vottum Óla, Bjama, Önnu, Hafdísi og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Jón Hrólfur, Hörður, Anna Rósa, Helga og Heiðar. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, frú VALGERÐUR SKARPHÉÐINSDÓTTIR frá Kirkjufelli í Grundarfirði verður jarðsungin frá Grundarfjarðarkirkju þriðjudaginn 18. júlí kl. 14.00. Gísli G. Magnússon, Haraldur E. Magnússon, Alfreð R. Magnússon, Aðalheiður Magnúsdóttir, Stella Magnúsdóttir, Gunnar S. Magnússon, Þóra M. Hreiðarsdóttir, Björn J. Lárusson, Kristfn Frjðfinnsdóttir, Magnús Álfsson, Þórir Þórðarson, Friðsemd Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur sambýlismaður minn, sonur, faðir, bróðir og mágur, SIGURPÁLL EIRÍKUR GARÐARSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 18 júlí kl. 15.00. María Haukdal. Guðrún Sigurbjörnsdóttir, Margrét Helga Sigurpálsdóttir, Hafsteinn Garðarson, Hildur Pálsdóttir, Grétar Garðarsson, Kristin Hulda Eyfeld. t Alúðar þakkir fyrir hluttekningu og vin- semd, vegna andláts eiginkonu minnar, móður okkar og ömmu, GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR. Jón Óskar Eiríksson og börnin. Vaníaðir le.gstúnar Varaníeg minning TEINN Brautarholti 3. 105 Reykjavík Sími: 562 1393 Úrval Ijóskera, krossa og fylgihluta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.