Morgunblaðið - 16.07.1995, Blaðsíða 30
SUNNUDAGUR 16. JULI 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Tommi og Jenni
Ljóska
■OjS þo eg t/inp-t-
Let eq sa/nt t-
rrunni
Smáfólk
VOFF
Góðar smákökur koma þegar
kallað er á þær.
BREF
TIL BLAÐSENS
Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329
Enn
kraftaverk
Frá Snorra Óskarssyni:
BENNY Hinn er orðinn eins og
þjóðsagnapersóna. Menn tala um
hann og verk hans á hinum ólík-
ustu stöðum. Reyndar er lækn-
ingamáttur hans dreginn í efa og
landlæknir hefur engar haldbærar
sjúkraskýrslur um verk prédikar-
ans. Engu að síður þá ætlar Benny
Hinn að mæta til leiks aftur og
bjóða upp á 3 samkomur og það
í sjálfri Laugardalshöllinni. Þarf
engan að undra stórhug mannsins
því hátt í 2000 manns urðu frá
að hverfa síðast í Kaplakrikanum
góða.
En hvað með lækningamar?
Var landinn ginntur með tilþrifum?
Gunnar Sigurfmnsson segir í
Mánudags-póstinum 10. júlí sl.,
að lækningin í hnjánum sé viðvar-
andi. Læknamir fylgjast með og
vilja sjá til með yfirlýsingar um
batann. Og hver láir þeim það að
vera varkárir með yfirlýsingar?
Við hin kristnu emm ósköp róleg
yfir varfærni læknanna. Þeir vinna
ekki gegn sannleikanum né
kraftaverkunum. Þeir em einnig
áhorfendur að verki Guðs.
Vinkona mín í Vestmannaeyj-
um, Aðalheiður Sigurgrímsdóttir,
fór til læknis síns og sagðist vera
viss um að hún hefði læknast af
hjartabilun síðast er Benny kom.
Læknirinn fylgdist með henni og
tók hana af hjarta- og blóðþrýst-
ingslyfjum nokkmm vikum síðar.
Enn í dag er hún án lyíjanna.
Ætli hann hafi skrifað í sjúkra-
skýrsluna að hún hafí læknast er
Guð snerti við henni? Ég held ekki.
Vinir mínir á Selfossi, Guðjón
og Svava, eiga fatlaðan son sem
varð fyrir mistökum á sjúkrahúsi
í London. Eftir það þurfti hann
t.d. að vera með hjartagangráð. í
Kaplakrikanum fékk hann undra-
verðan bata sem hefur leitt til
þess að nú vill læknirinn jafnvel
nema í burtu gangráðinn sem
venjulega er aldrei gert, af því að
hann gerir ekkert gagn. Læknirinn
er hæstánægður með batann og
framfarirnar. Hvað ætli hann riti
í læknaskýrslurnar? Sjálfur segir
hann við foreldrana að bati
drengsins sé ekkert annað en
kraftaverk.
Stúlkan, sem fékk sjónbatann
15 ára gömul, og hafði áður haft
aðeins 10% sjón, þurfti jafnframt
á öðrum stuðningi að halda, nýtur
enn bættu sjónarinnar sem hún
fékk þegar hitastraumurinn lék
um höfuð hennar, þar sem hún
stóð í miðri áhorfendastúkunni,
og hún sagði: „Mamma, ég get
lesið á skiltið sem er yfír pallinum,
þar stendur Hagvirki." Læknar
hennar fylgjast með liðan og bata
hennar. Hvað skyldi hann setja í
,journalinn“? Við kristnir ætlumst
ekki til að læknar skrifí eitthvað
sem þarf að taka til baka.
Það er hið besta mál að læknar
og kraftaverkaprédikarar starfi
saman því aðalmálið er að Guð,
Faðir okkar allra, sem gaf okkur
Jesú, frelsarann og græðarann, fái
tilbiðjendur. Hann gekk um kring,
gjörði gott og græddi alla þá sem
af Djöflinum voru undirokaðir og
hann vinnur engan veginn gegn
læknum, fjölmiðlum, efasemdar-
mönnum né syndurum. Þess vegna
erum við, sem stöndum að komu
Benny Hinn, viss um að ennþá
muni Guð gera kraftaverk og það
meiri en í fyrra.
Hins vegar vil ég benda á að
Guð einn á dýrðina og tilbeiðslan
er á Jesú Krist. Það er fyrir upp-
risukraft hans og fyllingu Heilags
anda að við kristnir erum megnug-
ir að vinna í þessum málum.
Fjölmiðlar hafa reynt að skoða
þennan málaflokk með arnaraug-
um rannsóknarblaðamennskunnar
og það er einnig allt í lagi. Nú er
tíminn til að rifja upp kraftaverkin
sem gerðust í fyrra til að byggja
upp trú þeirra sem efast.
Laugardalshöllin verður von-
andi stærsta lækningastöð lands-
ins á þriðjudag og miðvikudag.
Með blessunarkveðju frá Vest-
mannaeyjum.
SNORRI ÓSKARSSON
í Betel.
Misrétti
á milli kynja
Frá Sigríði Einarsdóttur:
NÝLEGA dæmdi Héraðsdómur
Reykjavíkur stúlku bætur sem
voru 75% af þeim bótum sem pilt-
ur hefði fengið við sömu aðstæð-
ur. Þessi dómur vekur bæði furðu
og reiði, að ekki sé meira sagt.
Hvað er að gerast?
Ég ætla að vona að fólk sitji
ekki þegjandi undir þessum úr-
skurði. Vill fólk hlíta þeim úr-
skurði að dætur þess beri skarðan
hlut frá borði miðað við syni? Það
er mjög alvarlegt mál þegar jafn
virt stofnun og Héraðsdómur
Reykvíkur gerir sig seka um mis-
rétti á milli kynja.
Ekki var róðurinn léttur fyrir.
Það er hálf háðulegt að vera
að senda í haust hóp kvenna á
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í
Peking sem á að fjalla um málefni
kvenna, þegar svona lagað gerist
enn hjá okkur sjálfum.
Við unum ekki þessum úrskurði.
SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR,
Seltjamamesi.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan,
hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.