Morgunblaðið - 01.08.1995, Síða 17

Morgunblaðið - 01.08.1995, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 17 VIÐSKIPTI Minni tekjur Deutsche Bank Frankfurt. Reuter. GMmeð mettekjur Detroit. Reuter. GENERAL Motors-bílafyrirtækið hefur skýrt frá því að hagnaður þess hafi aukizt um 18% á öðrum ársfjórðungi í 2,27 milljarða dollara, sem er met. Einn bifreiðarisanna þriggja í Detroit skilar GM auknum hagnaði á þessum ársfjórðungi. Hagnaðurinn jókst úr 1.92 millj- örðum dollara fyrir ári þrátt fyrir minni sölu í Norður-Ameríku, en haldið hefur verið áfram að draga úr kostnaði. „Þeir hagnast meira á færri bíl- um,“ sagði sérfræðingur Burnham Securities. „Þeir hafa ieyst mörg vandamál í framleiðslunni og ein skýringin er að þeir kynna ekki margar nýjar gerðir í ár.“ Tekjur á hlutabréf jukust í 2,39 dollara úr 2,23 dollurum fyrir ári. Verð hlutabréfa í GM hækkaði um 1 dollar í 49,625 dollara í kauphöll- inni í New York. Sameiginlegur hagnaður GM, Ford Motor og Chrysler nam alls 3,98 milljörðum dollara og minnkaði úr 4,05 milljörðum fyrir ári. Ford hefur tilkynnt að tekjur á öðrum ársfjórðungi hafi minnkað um 8,1% síðan á fyrra ári. Chrysler hef- ur skýrt frá 86% tekjurýrnun í 135 milljónir dollara. ---- ♦ ♦-------- TCI kaupir kapla kerfi Viacom New York. Reuter. TELE-Communications fyrirtækið í Bandaríkjunum hefur samþykkt að kaupa kaplasjónvarpskerfi Viacom fyrir 2,25 milljarða dollara. TCI er stærsta kaplasjónvarps- fyrirtæki Bandaríkjanna en með kaupunum fjölgar notendum um 1,2 milljónir. Viacom minnkar hins vegar skuldir sínar um 1.7 millj- arða dollara. Með samningnum ijölgar notendum TCI um 426.000 á San Francisco-svæðinu, 440.000 í Seattle og nágrenni, 110.000 í Mið-Oregon, 55.000 í Dayton, Ohio, og 145.000 í Nashville, Ten- nessee. Viðskiptavinir TCI eru tæplega 14 milljónir eða nánast einn af hveijum fimm kaplanoténdum í Bandaríkjunum. TCI gerir ráð fyr- ir að fá 90% af kaplasjónvarps- markaðnum á svæðunum umhverf- is San Francisco og Seattle og 60% í Portland, Oregon, og nágrenni. Skjótvirkur stíflueyðir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár / • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Bensínstöðvar og helstu byggingavöruverslanir. Dreifing: Hringás hf., sími 567 7878 - fax 567 7022 mmmmmmmmmmm^mmrnmmm^mmmmmmmmmmmmm^mmmmM DEUTSCHE Bank AG, stærsti viðskiptabanki Evrópu, hefur skýrt frá því að rekstrartekjur hans hafi minnkað um 9% á fyrri árshelmingi 1995, þar sem minni vaxtatekjur og minni tekjur af bankagjöldum hafi vegið þyngra en verulega aukinn hagnaður af viðskiptum. Lánveitingar að aukast Bankinn segir að lánveitingar hafi aukizt á síðustu þremur mán- uðum og spáir því að rekstrartekj- ur muni aukast verulega á síðari árshelmingi þannig að afkoman á árinu í heild verði greinilega betri en 1994. í frétt frá Deutsche Bank sagði að rekstrarhagnaðurinn eftir af- skriftir á óinnheimtanlegum skuldum á fyrri árshelmingi hefði minnkað. í 2,42 milljarða marka úr 2,7 milljörðum. Hagnaður af eigin viðskiptum jókst um 32% í 439 milljónir marka eftir samdrátt í fyrra þegar verulega dró úr rekstrartekjum Deutsche Bank og flestra annarra stærri banka í Þýzkalandi. Samræmist spám Þrátt fyrir minni tekjur á fyrri árshelmingi jókst nettóhagnaður um 0,6% í 983 milljónir marka, ekki sízt vegna þess að skatta- greiðslur minnkuðu um 39% þegar í gildi gengu skattaundanþágur á afskriftum á lánum til Schneider- fasteignastórveldisins, sem varð gjaldþrota. Minni hagnaður De- utsche Bank á fyrri árshelmingi er í samræmi við spár sérfræðinga um að hann mundi minnka um 7-16%. Þótt tekjurnar drægjust saman um 9% er það framför frá því í fyrra þegar þær minnkuðu um 23% allt árið. Þrátt fyrir þetta olli fréttin af minnkandi hagnaði bankans vonbrigðum á hluta- bréfamarkaði í Frankfurt. Hún náði þó ekki að spilla þeim góða anda sem ríkt hefur á markaðnum undanfarið, sem kemur fram í því að vísitala hans hefur hækkað hægt og sígandi síðustu vikur. % g/g á g ö t u n a ! v e r ð i a t r I ð i ð þegar allt annað stenst samanburð Gerðu þinn eigin samanburð 3 dyra HYUNDAI ACCENT VW GOLF TOYOTA COROLLA OPEL ASTRA Rúmtak vélar 1341 cc 1391 cc 1331 cc 1389 cc Hestöfl 84 60 88 60 Lengd/Breidd cm 410/162 402/169 409/168 405/169 Farangursrými lítr. 380 370 309 360 Útvarp + segulb. Innifalið Ekki innifaiið Ekki innifalið Innifalið Þyngd 960 1075 1050 950 Verð Bwööo 1.180.000 1.079.000 1.167.000 Aukabúnaður á mynd, álfelgur og vindskeið. HYUNDAIACCENT 84 hestöfl með beinni innspýtingu, vökvastýri, vönduðum hljómflutningstækjum, samlituðum stuðara og lituðu gleri. ARMULA 13 • SIMI: 568 1200 BEINN SÍMI: 553 1236 HYUnom ..til fmmtíðfli Tilbúinn stlflu jjyöir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.