Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 24
J 24 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 LISTIR Morgunblaðið/Aldís. HANNES Lárusson og Þorbjörg Pálsdóttir við eitt verkanna á sýningnnni. Ut í garði, upp á borði Myndlistar- sýning í fyrsta sinn á hálendinu ELÍAS Hjörleifsson, Geitlandi 3 á Hellu, opnaði málverkasýningu laug- ardaginn 29. júlí, í veitinga- og gisti- húsinu á Hrauneyjum við Hrauneyja- foss. Elías er sjálfmenntaður mynd- listarmaður, fæddur i Hafnarfirði árið 1944. Fyrir sex árum fluttist hann heim frá Danmörku eftir 27 ára dvöl þar ytra. Elías hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga í Danmörku. Síðasta verkefnið þar var fyrir Ráðhúsið í Nysted á Lollandi. Sýningin á Hrauneyjum er sú sjötta í röðinni á íslandi og saman- stendur af olíumálverkum og verkum sem eru gerð á pappír. Verkin eru undir áhrifum íslenskrar náttúru sem eftir heimkomuna höfðu áhrif á sálar- líf listamannsins. Myndimar eru gerðar undir ljóðrænum og expressi- oniskum hughrifum og oft unnar úti í náttúrunni . Sýningin stendur út ágústmánuð. ..—.......♦---- Aukasýning á Höfðinu GRÍNGERÐARHÓPURINN Allof langt-gengið hefur undanfarið sýnt kabarettinn Höfuðið af skömmunni í Kaffileikhúsinu. Ætlunin var að hætta sýningum en nú hefur verið ákveðið að sýna í kvöld. Alltof langt-gengið samanstendur af Þorgeiri Tryggvasyni, Ármanni Guðmundssyni og Sævari Sigur- geirssyni. Morgunblaðid. Hveragerði. í TILEFNI af 40 ára afmæli Heilsustofnunar Náttúrulækn- ingafélags íslands í Hveragerði hefur nú verið opnuð myndlistar- sýning í húsakynnum stofnunar- innar. Það eru listamennirnir Þor- björg Pálsdóttir og Hannes Lár- usson sem eiga samanlagt um 50 verk á sýningunni sem sett er upp á víð og dreif um Heilsu- stofnunina. Verk Þorbjargar eru unnin á síðastliðnum 25 árum og er hér að finna flest af dæmigerðum við- fangsefnum hennar. Hannes sýnir verk sem gerð eru á 10 ára tíma- bili. Mesta áherslu leggur hann hér á verk unnin í tré. I tengslum við sýninguna hefur Hannes hannað bol sem verður til sölu í verslun Heilsustofnunarinnar meðan á sýningunni stendur. Hluti af ánægjunni við það að skoða sýninguna er að Ieita verk- in uppi á hinum ólíklegustu stöð- um í stofnuninni. Fólkið hennar Þorbjargar er jafnt úti í garði, sem uppi á borði í matsalnum og yndislegt að sjá hve listaverk- in falla að umhverfi sínu. Sýningin er öllum opin og stendur til loka september-mán- aðar. KDC-5030L x 25W magnara. MORGUNBLAÐIÐ Lakeríz-línan HÖNNUN Gallcrí Greip HÚSGÖGN SNÆDÍS ÚLRIKSDÓTTIR Opið alla daga nema mánud. kl. 14-18 til 6. ágúst. Aðgangur ókeypis. ENN eimir eftir að þeim hugsunar- hætti, að hönnun sé fyrst og fremst spurning um handverk; að láta hlutina falla vel saman þannig að heildarmyndin verði allt í senn, falleg, virk, einföld og hagkvæm. Þeir sem þannig hugsa vilja gjarna gleyma að nokkurn veginn sömu þættir ráða í allri myndlist; þar skiptir mestu að hinir ýmsu þættir myndi eina samverkandi heild þar sem fagurfræðileg eigindi verksins fá notið sín. Því er alveg óhætt að segja að fagurlega hann- aðir hlutir eru listaverk, sem auk notagildisins vísa hveijum sem þá lítur inn í heim myndlistarinnar. Hönnun hefur í raun ekki notið þeirrar viðurkenningar sem vert væri meðal almennings, en er engu að síður einn áhugaverðasti vaxt- arbroddur hinna sjónrænu lista í landinu. Við eigum nú þegar ýmsa góða hönnuði sem hafa náð langt með verkum sínum á alþjóðavett- vangi, og nokkur undanfarin ár hefur áhuginn á þessu sviði farið sífellt vaxandi, eins og sést m.a. á ýmsum hönnunar- og hugmynda- samkeppnum skólafólks, sem hafa óneitanlega vakið mikla athygli. Snædís Úlriksdóttir er ein þeirra ungu hönnuða, sem hafa verið að afla sér menntunar á þessu sviði síðustu ár, og eru að hefja sinn feril. Hún lauk framhaldsnámi í húsgagnahönnun frá Hinum kon- unglega listaskóla í London 1993, og hefur síðan rekið þar vinnustofu í samvinnu við nokkra fyrrum skólafélaga. Hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum í Bret- landi, en þetta mun í fyrsta sinn sem hún sýnir verk sín hér á landi. Þeir gripir sem Snædís sýnir hér eru hin almenna undirstaða heimil- ishaldsins í okkar heimshluta; borð, stólar, hillur og lampar. En eins og allir vita er borð ekki bara borð, og stóll er ekki bara stóll; hver slíkur hlutur er jafnframt íýmis- verk, sem ýmist fellur inn í eða stangast á við lýmið og umhverf- ið, allt eftir því hvaða meginlínur hönnuðurinn hefur lagt í verkin. Á örlitlu fylgiblaði sýningarinn- ar lýsir Snædís markmiði sínu svo: “Ég hanna húsgögn sem falla inn í rýmið, gefa því jafnvel aðra vídd, fremur en að virka sem ótengdir, utanaðkomandi hlutir innan þess.“ Morgunblaðið/Golli. SNÆDÍS Úlriksdóttir ásamt verkum sínum. Til að ná þessu marki kýs hún að stefna á einfaldleikann. Hér ríkja beinar línur, auðveldar sam- setningar og þó fjölbreytilegir möguleikar. Snædís nefnir þessi húgögn „Lakeriz“-línuna, og hljóð- líkingin við lakkrísborða er ekki tilviljun; efniviðurinn (járn, tré, formica) og samsetning hans minnir á borða, sem lagðir eru saman í ólíkum litum og lögum. Auðvelt er að breyta samröðun og litavali, eitt borð verður að tveim- ur, hátt borð að lágu o.s.frv., þann- ig að hér sést vel að í einfaldri hönnun geta falist fjölbreyttir möguleikar, ef vel er vandað til verksins. Allt er þetta sett saman á auð- veldan hátt (sexkanturinn á boðs- korti sýningarinnar er helsti lykill þessa), og heildarferlið frá teikni- borði til stofu haft hugfast, eða eins og listakonan bendir á: „Húsgögnin eru öll hönnuð með framleiðslu í huga. Þar af leið- andi; ódýrt efnisval, einfaldar sam- setningar og uppsetningar sem og geymsla og flutningar.“ Þessum markmiðum nær Snæ- dís ágætlega með þessum hógværu húsgögnum, um leið og hreinar og fagrar línur eru hafðar í heiðri; meira verður tæpast farið fram á. Hér er á ferðinni athyglisverð byrjun á ferli ungrar listakonu, og er rétt að benda áhugafólki um hönnun á að líta inn á sýningartím- anum. Eiríkur Þorláksson Stærðir: 40-46 Litir: Svartur og brúnn. Herrainniskór Ver& kr. 1.295 Ath. Fótlaga og þægilegir Póstsendum samdægurs Toppskórinn VELTUSUNDI • SÍMI 552 1 21 2 VIÐ INGÓLFSTORG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.